Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Nýjar vörur Gallabuxur í tveim síddum Höfum bætt við vörum á tilboðsslárnar 500 kr., 1.000 kr., 1.500 kr. og 2.000 kr. Stærðir 36—60 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. Engjateigi 5, sími 581 2141. Algjört verðhrun Síðustu útsöludagar Ótrúleg tilboð Útsala í Eddufelli Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Nýjar vörur í Bæjarlind Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 NÆSTUM því öll fyrirtæki á Ís- landi, eða 99%, nota tölvur og eru 97% íslenskra fyrirtækja tengd við Netið. Þá eru 70% allra fyrirtækja með eigin vefsetur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hefti sem Hagstofan hefur gefið út um notk- un fyrirtækja á upplýsinga- tæknibúnaði og rafrænum við- skiptum árið 2003. Tæp 60% starfsmanna nota tölvu við vinnu sína einu sinni í viku eða oftar og notar helmingur starfs- manna tölvu sem er tengd við Net- ið. Algengast er að fyrirtæki teng- ist Netinu með háhraðatengingu, sem 81% fyrirtækja gerir. Mest er tölvunotkunin, eða 99%, hjá fyr- irtækjum í fjármálaþjónustu og í menningarstarfsemi, 96%. Tölvu- notkun var minnst meðal starfs- manna í byggingariðnaði, eða um 19%. Mest er tölvunotkunin hjá fyrirtækjum þar sem 100 starfs- menn eða fleiri starfa. 31% nettengdra fyrirtækja í vandræðum með öryggi Þegar spurt var um örygg- isráðstafanir kom í ljós að hjá 81% fyrirtækja eru gögnin flutt á öruggan stað til geymslu og 79% fyrirtækja eru áskrifendur að ör- yggisþjónustu, eins og reglubundn- um vírusvörnum. Um 73% fyr- irtækja takmarka aðgang að viðkvæmum tækjabúnaði, 58% eru með eldvegg, 54% eru með varaafl- gjafa og hefur helmingur þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könn- uninni öruggan vefþjón eða miðl- ara. Hvað varðar öryggi í meðferð rafrænna upplýsinga reyndust 6% fyrirtækja hafa rafræn skilríki, sem þau nota til að bera kennsl á sendanda upplýsinga. Ríflega fjórðungur býður upp á annars konar sannvottun, svo sem lyk- ilorð, og 11% fyrirtækja dulrita upplýsingar til að koma í veg fyrir að þær komist í hendur óviðkom- andi. Alls hafði 31% allra fyrirtækja sem hafa tengingu við Netið átt í einhvers konar vandamálum með öryggismál sín árið 2002. Algeng- ast var að tölvuvírus hefði komist í tölvukerfið og valdið tapi á vinnu- tíma og upplýsingum. Þetta gerðist hjá 27% allra fyrirtækja með net- tengingu og höfðu 8% þeirra orðið fyrir utanaðkomandi árás í tölvu- kerfi eða tölvugögn. Þá var einu fyrirtæki af hundraði hótað með skemmdum á tölvubúnaði eða tölvugögnum. Hafði 81% fyr- irtækja uppfært eða endurnýjað eitthvað af öryggisvörnum sínum stuttu fyrir framkvæmd rannsókn- arinnar. Könnun Hagstofunnar var gerð í maí á síðasta ári og unnin í sam- vinnu við hagstofu Evrópusam- bandsins, Eurostat. Spurningalisti var sendur til allra fyrirtækja í ákveðnum atvinnugreinum, sem höfðu tíu starfsmenn eða fleiri á launaskrá. Svör fengust frá 934 fyrirtækjum, eða 75% nettóúrtaks- ins. Hefti um upplýsingatækni frá Hagstofunni 97% fyrirtækja nettengd                   ! !"  # $ % "  &      &                                  HÁSKÓLARÁÐ hefur kosið Þor- stein Vilhjálmsson, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, til að stýra siðanefnd HÍ í fjarveru Ein- ars Sigurbjörnssonar prófessors við guðfræðideild. Fyrsta málið sem kemur til af- greiðslu nefndarinnar er kæra frá dr. Jóhanni M. Haukssyni stjórnmála- fræðingi vegna vefsíðunnar kvenna- slodir.is. Telur Jóhann að körlum sé mismunað vegna kynferðis síns á þessari kynningarsíðu, sem sé að finna á vef Háskólans. „Því spyr ég siðanefnd Háskóla Íslands hvort að hún telji eðlilegt að mismuna konum á kostnað karla, vegna kynferðis þeirra, innan Háskólans,“ segir í kæru Jóhanns. Berist nefndinni kæra eru tveir menn til viðbótar skipaðir í nefndina til að fjalla um hana með for- manni. Í siðareglunum, sem háskólafund- ur samþykkti 7. nóvember 2003, er meðal annars fjallað um gagnkvæma virðingu starfsmanna og nemenda, jafnræði, málefnalega umræðu, sam- vinnu, góða starfshætti, heiðarleika, meðferð hugverka og heimilda, rann- sóknafrelsi og fleira. Ef starfsmaður verður þess áskynja að reglurnar hafi verið brotnar gerir hann viðvart um það til siðanefndar eða rektors HÍ. Nefndin tekur afstöðu til alvarleika brotsins og niðurstaða hennar er end- anleg. Þorsteinn Vilhjálmsson formaður siðanefndar FRUMVARP sem heimila átti fjölg- un vændishúsa í Aþenu í Grikklandi, þar sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar, hefur verið stöðvað. Þarlend kvenréttindasamtök höfðu beitt sér af í málinu og tókst þeim að fá frumvarpið stöðvað. Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræð- ingur á rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands, seg- ir þetta mikinn sigur. Íslensk kvennasamtök höfðu veður af málinu og vöktu athygli á því við Ólympíu- sambandið sem kannaði málið hjá Alþjóðaólympíunefndinni. Fréttir af aðgerðum íslensku kvennasamtak- anna voru fluttar á Norðurlöndum og kom málið inn á borð félagsmála- ráðherra Norðurlanda. Sendu þeir mótmælabréf til borgarstjórans í Aþenu þar sem þeir lýstu „viðbjóði“ sínum á þessari áætlun. Kristín segir fréttir af bréfinu hafa verið til um- fjöllunar í grískum fjölmiðlum og verið þarlendum kvennasamtökum mikill stuðningur í baráttu þeirra. Frumvarp um vændis- hús í Aþenu stöðvað SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.