Morgunblaðið - 04.02.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.02.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 35 Matreiðslumaður óskar eftir vel launuðu starfi. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 693 9697. Sölumaður fasteigna Óskum eftir að ráða sölumann á trausta fasteignasölu í Reykjavík. Þarf að vera reyklaus, hafa bíl til umráða og geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir til augldeildar Mbl., merktar: „Fasteignir — 14884“. Styrkir Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir styrki til rannsókna, lista og þrónarverkefna, sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Umsókn, ásamt greinargerð um verkefnið, skal senda fyrir 29. febrúar 2004. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnið og fjármögnun þess og leita umsagnar fagaðila. Reykjavík, 31. janúar 2004. Barnavinafélagið Sumargjöf, pósthólf 5423, 125 Reykjavík. Auglýsing um styrki úr Listskreytingasjóði ríkisins árið 2004 Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki til listskreytinga í opinberum byggingum, er falla undir lög nr. 46/1998 um Listskreytingasjóð ríkisins. Í 1. gr. laganna segir eftirfarandi: „Opinberar byggingar merkja í lögum þessum allar þær byggingar, sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti.“ Listskreytingasjóður ríkisins veitir ekki styrki til listaverka, sem umsóknaraðili er þegar bú- inn að kaupa eða ráða listamann til að vinna, án atbeina sjóðsins, né til verkefna þar sem dómnefnd hefur þegar verið skipuð. Í þessu sambandi vísast til 5. gr. áðurnefndra laga þar sem segir: „Stjórn Listskreytingasjóðs skal vera til ráðgjafar um listskreytingu þeirra mannvirkja, sem lög þessi taka til og hvernig staðið skuli að framkvæmdum.“ Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2004. Umsóknareyðublöð og allar frekari upplýsing- ar varðandi lög og reglur Listskreytingasjóðs ríkisins fást á skrifstofu SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, sim@simnet.is, s. 551 1346, fax. 562 6656 og á heimasíðu SÍM, www.sim.is og á heimasíðu menntamálaráðuneytisins, www.mrn.stjr.is . TILKYNNINGAR Snjóflóðavarnir á Norð- firði, Tröllagiljasvæði Fjarðabyggð hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um snjóflóðavarnir á Norðfirði, Tröllagiljasvæði. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 4. febrúar til 17. mars 2004 á eftirtöldum stöðum: Á bæjar- skrifstofu Fjarðabyggðar í Neskaupstað, á bókasafni Neskaupstaðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Hönnunar: www. honnun.is . Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. mars 2004 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif- um. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Mosfellsbær Deiliskipulag Tillaga að breytingu á deiliskipulagi stofnanasvæðis Reykjalundar í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 15. október 2003 var samþykkt kynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagi stofnanasvæðis Reykjalundar í Mosfellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum. Breyting fellst í því, að stofnanasvæðið er minnkað til austurs auk þess sem lóðirnar Amsturdamur 2, 4 og 8 verða sjálfstæðar lóðir utan stofnunarsvæðisins. Afmörkuð er aðkoma að lóðinni Amsturdam 6. Einnig er afmörkuð lóð fyrir sumarhúsið Eyri með aðkomu frá Sveinseyri. Breyting á deiliskipulagi Klappar- hlíðar 7 í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarstjórnar þann 15. október 2003 var samþykkt kynning á breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar 7 í Mos- fellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Breytingin fellst í því að lóðin er stækkuð til norðurs úr 2043 fm í 2113 fm. Tillögurnar verða til sýnis í afgreiðslu bæj- arskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 4. febrúar til 6. mars nk. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 20. mars nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík og breyting á Aðalskipulagi Reykja- víkur 2001-2024 samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997: Reitur 1.152.5, Hverfisgata, Vatnsstígur, Lindargata, Frakkastígur. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5, sem afmarkast af, Hverfisgötu, Vatns- stíg, Lindargötu og Frakkastíg. Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að byggð meðfram Lindargötu er þjappað saman til að mynda heildstæða mynd til mótvægis við skipulag norðurhliðar götunnar. Þá er gert ráð fyrir að byggingar á miðhluta reitsins verði fjarlægðar til að gefa möguleika á uppbyggingu þar. Ekki er lengur gert ráð fyrir byggingu skóla á reitnum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvar- reitur. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, sem afmarkast af Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni og Höfðatúni. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á landnotkun þannig að heimilt verði að reka matvöru- verslanir á svæðinu. Að öðru leyti er ekki um breytingar að ræða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Vesturlandsvegur, breyting á aðal- skipulagi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Vesturlandsvegar frá Víkurvegi að sveitar- félagsmörkum Mosfellsbæjar. Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að stofnbraut frá Vesturlandsvegi að Leirtjörn færist til suðurs, tengibraut austan Vesturlandsvegar færist vestur fyrir Vesturlandsveg frá mörkum Mosfellsbæjar til suðurs að Úlfarsá, breyting á göngu- og hjólreiðastígum, breyting og til- færsla á miðsvæðum beggja vegna Vestur- landsvegar og framtíðar kirkjugarðssvæði vestan við Vesturlandsveg er fært austur fyrir Vesturlandsveg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 4. febrúar til 17. mars 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 17. mars 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 4. febrúar 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Annar stýrimaður óskast á mb. Arnar ÁR-55 sem rær með snurvoð frá Þorlákshöfn. Upplýsingar í símum 862 7546, 892 0345 og 852 2082. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.