Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ STUÐNINGSMAÐUR enska úrvals- deildarliðsins Middlesbrough, Adr- ian Carr, er ekki sáttur við þá með- ferð sem hann hefur fengið hjá félaginu undanfarna mánuði. Carr hafði keypt sér ársmiða á leiki liðs- ins í vetur en nú hefur honum verið meinað að sjá fleiri leiki með liðinu þar sem starfsmaður kom að hon- um sofandi í sæti sínu á leik liðsins gegn Arsenal í ágúst sl. Starfsmað- urinn taldi að Carr hefði verið ölv- aður á leiknum og sofið af þeim sök- um. Ársmiðinn var gerður ógildur á þeim grundvelli og sögðu talsmenn liðsins að ekkert yrði gert í málinu nema það færi fyrir dómstóla. Carr, sem er 28 ára gamall vél- virki, leitaði réttar síns, en viður- kennir að hafa fengið sér nokkra bjóra fyrir leikinn og að auki hafi hann verið þreyttur eftir vinnutörn á leikdegi. Í gær var Carr dæmdur fyrir að hafa verið ölvaður á íþrótta- leikvanginum en hann hefur áfrýj- að málinu. „Þetta mál lyktar illa,“ segir Carr en hann hefur verið stuðningsmaður liðsins frá árinu 1986. „Ég hef stutt liðið í gegnum súrt og sætt frá því að ég var 11 ára gamall. Þá voru fáir sem studdu Middlesbrough en í dag er þeim al- veg sama um stuðningsmenn liðs- ins.“ Lögfræðingur Carrs segir að leikurinn gegn Arsenal hafi ekki verið áhugaverður. Af þeim sökum hafi Carr sofnað og hann hafi ekki gert neitt af sér í raun og veru. Dýrkeypt að sofna á leik með Middlesbrough YNGRI landslið karla í knatt- spyrnu fara til Þýskalands og Noregs í haust til þátttöku í riðlakeppni Evrópumótsins. Drengjalandsliðið, U17, keppir í Þýskalandi 30. sept. til 4. okt. ásamt heimamönnum, Írum og Litháum. Unglingalandsliðið, U19, fer til Noregs og leikur við heimamenn, Austurrík- ismenn og Búlgara dagana 2. til 6. október. Drengjalandslið síðasta árs æfir hins vegar af krafti um þessar mundir fyrir milliriðil EM sem leikinn verður í Eng- landi í lok mars. Ísland vann sinn undanriðil sem leikinn var í Litháen í haust og mætir Eng- landi, Armeníu og Noregi 24. til 28. mars. Yngri liðin til Þýskalands og Noregs VALA Flosadóttir, stangarstökkv- ari í Breiðabliki, náði sér ekki á strik á móti í Gautaborg í gær- kvöldi. Hún felldi upphafshæð sína á mótinu 4,15 metra í þrígang og var þar með úr leik. Aðeins fjórir keppendur voru skráðir til leiks í stangarstökki kvenna á mótinu og lánaðist aðeins einum þeirra að komast yfir byrjunarhæð sína, það var Linda Persson, Svíþjóð. Hún stökk 4,15, en Vala, Fanny Berg- lund og sænski methafinn, Hanna- Mia Persson, féllu allar úr leik þegar þær komust ekki yfir byrj- unarhæð sína. Þetta var annað mót Völu á árinu en hún stökk yfir 4,25 metra í Zweibrücken á laugardaginn. Hún þarf að stökkva yfir 4,35 til þess að komast á HM í Búdapest í byrjun mars. Vala hefur enn nokk- urn tíma til þess að ná þeim ár- angri. Vala felldi byrjunar- hæðina í Gautaborg úar. Leikmenn Middlesbrough fóru sér hægt í upphafi leiks og ætluðu sér að verja stöðu sína eftir 1:0 sigur á Highbury í fyrri leiknum. Traust vörn og skyndisóknir, einkenni nútíma knattspyrnu. Eftir eina slíka skyndi- sókn missti varnarmaður Arsenal, Martin Keown, af Massimo Macc- arone, sóknarmanni Middlesbrough, og sá hinn reyndi varnarmaður þann eina kost í stöðunni að snúa Macc- arone niður og var Keown vísað af Boudewijn Zenden kom heima-mönnum yfir á 69. mínútu, Edu jafnaði fyrir gestina frá London sem léku einum færri í síðari hálfleik. Spánverjinn Jose Antonio Reyes sem keyptur var fyrir metfé frá Sevilla á dögunum lék sinn fyrsta leik með Arsenal og eflaust á máltækið fall er fararheill ágætlega við fyrir Reyes sem skoraði sjálfsmark á 85. mínútu. Úrslitaleikurinn fer fram á Þús- aldarleikvanginum í Cardiff 29. febr- leikvelli í kjölfarið, á 45. mínútu. Ein- um færri áttu leikmenn Arsenal við ramman reip að draga en Zenden braut ísinn, Edu jafnaði og síðan kom að þætti dýrasta leikmanns Arsenal, Reyes sem skoraði í eigið mark og gerði út um vonir gestanna um ferð á Þúsaldarleikvanginn í lok mánaðar- ins. Ólafur Ingi Skúlason var í leik- mannahóp Arsenal en kom ekki við sögu í leiknum. Middlesbrough lék til úrslita í deildabikarnum tvö ár í röð, 1997 og 1998, en fór með silfrið heim í bæði skiptin. Bjarni Guðjónsson var í byrjunar- liði 1. deildarliðsins Coventry sem féll úr leik í ensku bikarkeppninni en liðið tapaði, 3:1, fyrir Colchester sem leik- ur í 2. deild. Reuters Martin Keown gengur niðurlútur af velli. Hann hefur þrettán sinnum fengið að sjá rauða spjaldið á knattspyrnuferli sínum. Spánverjinn Reyes skoraði í rangt mark MIDDLESBROUGH og Bolton leika til úrslita um enska deildabik- arinn í knattspyrnu en Middlesbrough lagði Arsenal að velli í gær, 2:1, í síðari leik liðanna og samanlagt, 3:1. Leikurinn var lítið fyrir augað en það sem vakti mesta athygli var mark Spánverjans Jose Antonio Reyes sem lék sinn fyrsta leik með Arsenal, en skoraði í rangt mark að þessu sinni. Steve McClaren knattspyrnustjóri „Boro“ eygir nú möguleika á að landa fyrsta titli félagsins. FÓLK  Í GÆRKVÖLD var tilkynnt hvaða leikmenn verða á varamannabekkn- um í hinum árlega Stjörnuleik NBA- deildarinnar sem fram fer í Los Ang- eles 15. febrúar .k. og vekur það at- hygli að þjálfararnir 29 sem standa að kjörinu á varamönnnunum völdu ekki LeBron James, nýliða Cleve- land, né Carmelo Anthony, nýliða Denver Nuggets. Þeir verða hins vegar báðir í nýliðaleiknum á laug- ardeginum 14. febrúar.  LIÐIN eru þannig skipuð: Austur- deildin: Vince Carter, Raptors, Jermaine O’Neal, Pacers, Ben Wallace, Pist- ons, Allen Iverson, 76ers, Tracy McGrady, Magic. Varamenn: Ron Artest, Pacers, Baron Davis, Horn- ets, Jason Kidd, Nets, Jamaal Mag- loire, Hornets, Kenyon Martin, Nets, Paul Pierce, Celtics, Michael Redd, Bucks. Þjálfari er Rick Carlisle, Pac- ers.  VESTURDEILDIN: Kevin Garn- ett, Wolves, Tim Duncan, Spurs, Yao Ming, Rockets, Steve Francis, Rock- ets, Kobe Bryant, Lakers. Vara- menn: Ray Allen, Sonics, Sam Cass- ell, Wolves, Andrei Kirilenko, Jazz, Brad Miller, Kings, Dirk Nowitzki, Mavericks, Shaquille O’Neal, Lak- ers, Peja Stojakovic, Kings, þjálfari Flip Saunders, Wolves.  DÓMSTÓLL KKÍ kvað í fyrradag upp úrskurð í máli Keflvíkinga gegn KR vegna bikarleiks í unglingaflokki kvenna. Keflvíkingar kærðu fram- kvæmd leiksins þar sem leiktími var ekki réttur. Niðurstaða dómstólsins er sú að gallar hafi verið á fram- kvæmd leiksins og hann skuli því endurtekinn. Það var Gísli Gíslason sem kvað upp dóminn. KNATTSPYRNA England Deildabikar, undanúrslit, síðari leikur: Middlesbrough – Arsenal ....................... 2:1 Boudewijn Zenden 69., Jose Antonio Reyes sjálfsmark 85. – Edu 77. Rautt spjald: Martin Keown, Arsenal, 43. mín. – 28.781.  Middlesbrough vann 3:1 samanlagt og mætir Bolton í úrslitum í Cardiff 29. febr. Bikarkeppnin, 4. umferð: Colchester – Coventry ............................. 3:1  Colchester mætir Sheffield United í 5. umferð. Þýskaland Bikarkeppnin, 8 liða úrslit: Greuter Fürth – Werder Bremen........... 2:3 Hoffenheim – Lübeck .............................. 0:1 Mönchengladbach – Duisburg ................ 2:2  Gladbach sigraði í vítakeppni, 3:2. Frakkland Deildabikarinn, undanúrslit: Nantes – Auxerre ..................................... 0:0  Nantes sigraði, 5:4, í vítakeppni. Holland Bikarkeppnin, 8 liða úrslit: Sparta Rotterdam – Nijmegen ............... 0:0  Sparta vann í vítakeppni, 3:2. Belgía Bikarkeppnin, 8 liða úrslit, síðari leikur: Club Brugge – La Louviere .................... 2:0  Club Brugge áfram, 3:2 samanlagt. Skotland Deildabikarinn, undanúrslit: Dundee – Livingston................................ 0:1 Afríkukeppnin Alsír – Zimbabve ...................................... 1:2 Kamerún – Egyptaland ........................... 0:0  Kamerún og Alsír komast áfram. 3. deild karla Riðlaskipting á Íslandsmótinu 2004: A-riðill: Afríka, Árborg, Deiglan, Freyr, Grótta, Númi, Skallagrímur, GG. B-riðill: BÍ, Bolungarvík, Drangur, Hamar, ÍH, Reynir S., Ægir. C-riðill: Hvöt, Magni, Neisti Hofsósi, Reynir Árskógsströnd, Golfklúbbur Siglu- fjarðar, Snörtur, Völsi. D-riðill: Einherji, Fjarðabyggð, Huginn, Höttur, Leiknir F., Neisti D., Sindri. 1. deild kvenna Riðlaskipting á Íslandsmótinu 2004: A-riðill: Haukar, UMF Bessastaðahrepps, Ægir, HK/Víkingur, Keflavík. B-riðill: ÍA, Hvöt, Tindastóll, Afturelding, Þróttur R., ÍR, Fylkir. C-riðill: Einherji, Fjarðabyggð, Höttur, Sindri. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla ÍS – Selfoss............................................ 95:86 Staðan: Skallagrímur 14 13 1 1314:1131 26 Fjölnir 14 12 2 1293:1023 24 Valur 13 11 2 1137:1038 22 Ármann/Þróttur 13 7 6 1097:1021 14 Stjarnan 14 6 8 1124:1107 12 ÍS 14 6 8 1114:1200 12 Þór A. 14 6 8 1181:1243 12 ÍG 13 3 10 1023:1175 6 Höttur 13 2 11 950:1134 4 Selfoss 14 2 12 1121:1282 4 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Vestmannaeyjar: ÍBV - FH................. 19.15 Seltj.nes.: Grótta/KR - Haukar........... 19.15 Í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.