Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VEGGJATÍTLA mun vera útbreidd um alla Evrópu og hefur auk þess borist til Grænlands og náð fótfestu í austanverðri N-Ameríku að því er fram kemur í pistli á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing. Á norðurslóðum þrífst tegundin illa í nátt- úrunni og er hana fyrst og fremst að finna í húsbyggingum og húsgögnum úr tré. Fullorðnar bjöllur eru einlitar brún- ar, 2,8–4,8 mm að stærð. Þær klekjast út á sumrin úr púpum í viðnum og grafa sig út á yfirborðið en við það myndast borgöt á viðinn sem geta í tilvikum þar sem veggjatítlan hefur dreift sér mjög víða veikt burðarvirki húsa. Kjörhitastig lirfa er 22–23°C en við hita yfir 28°C þrífast þær ekki. Loftraki hefur afgerandi þýðingu fyrir vöxt lirfa en beint samband er á milli hans og vatnsinnihalds viðarins. Getur veikt burðarvirki húsa TIL STENDUR að rífa allt trévirki úr húsi nr. 16b við Óðinsgötu í Reykjavík og farga en húsið er ónýtt vegna veggjatítlu sem hreiðrað hefur um sig í gólfi, veggjum og þaki hússins. Er þessi árstími valinn þar sem fullorðnar bjöllur eru ekki á stjái og því útilokað að veggjatítlan berist í nærliggjandi hús. Að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings hefur veggjatítla fundist í nokkrum tugum timburhúsa á síðustu árum, einkum í eldri hverfum í Reykjavík, og dæmi eru um að kaup og sala á fasteignum hafi gengið til baka þar sem mál af þessu tagi hafa komið upp. Upp komst um veggjatítluna við Óðinsgötu árið 2000 og er húsið óíbúðarhæft. Í júlí á síðasta ári samþykkti borgarráð að veita eiganda þess, Guðna Franzsyni tónlistarmanni, 2.000.000 kr. styrk til að hreinsa allt timbur úr húsinu og hreinsa eftirstandandi steinveggi á grundvelli þess að húsið er ónýtt og vegna hættu á út- breiðslu í nærliggjandi hús. Fer framkvæmd verksins fram í samvinnu við og undir eftirliti Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Í pistli eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing á vef Náttúrufræðistofnunar segir að und- anfarin misseri hafi veggjatítla hlotið meiri at- hygli hér á landi en nokkru sinni þótt viðbúið sé að meira hafi verið um hana í gömlum lélegum húsum áður fyrr. Upphafið megi rekja til ársins 1997 þegar uppgötvaðist alvarleg veggjatítlu- sýking í húsi í Hafnarfirði sem leiddi til þess að það var fjarlægt af grunni og brennt. Veggjatítla er útbreidd víða um heim en að mati sérfræðinga hefur hún hér á landi ein- angrað sig við suðvesturhornið. Líkur eru taldar á því að hana sé að finna víð- ar í eldri húsum í Reykjavík. Að sögn Rósu Magnúsdóttur, deildarstjóra hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu, munu vanir menn taka að sér á næstunni að rífa timbrið út og farga því og verður mikið af þeirri vinnu unn- ið innandyra og ráðgert að hún taki sem allra stystan tíma. Veggjatítla í tugum húsa Morgunblaðið/Golli Húseigandi við Óðinsgötu fékk 2 milljóna styrk til að rífa trévirki húss Í STJÓRNARFRUMVARPI við- skiptaráðherra um breytingar á lög- um um fjármálafyrirtæki, sem sam- þykkt hefur verið að leggja fyrir Alþingi, eru gerð skil milli stofnfjár- eigenda í sparisjóði annars vegar og stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar hins vegar. Einar Oddur Kristjáns- son alþingismaður segir að frum- varp sitt og Lúðvíks Bergvinssonar, sem hugsað var til að verja spari- sjóðina fyrir yfirtöku, verði dregið til baka. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra segir ekki sitt að ákveða hvort frumvarpið komi í veg fyrir sölu Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, SPRON, til KB banka en segir ljóst að staðan sé breytt í sam- bandi við þau viðskipti. Hún segir að í frumvarpinu sé tekið á því atriði sem hún hafi ávallt gagnrýnt; að það fari ekki saman að þeir einstakling- ar, sem sitji í stjórn sjálfseignar- stofnunarinnar, eigi hagsmuna að gæta vegna þess að þeir eigi sjálfir stofnbréf eða hlutabréf í sparisjóði. Samkvæmt frumvarpinu yrði stjórn sjálfseignarstofnunar þannig skipuð að viðskiptaráðherra skipaði tvo menn, sveitarfélag þar sem spari- sjóðurinn ætti heimilisfesti skipaði tvo og einn fulltrúi væri skipaður af samtökum sparisjóða. „Óháðir aðilar fara með stjórn sjálfseignarstofnunarinnar og þar af leiðandi koma stofnfjáreigendur ekkert að þeirri ákvarðanatöku. Ég ætla ekki að ákveða fyrirfram fyrir þá stjórn, en það er að minnsta kosti ljóst að sú stjórn á ekki persónu- legra hagsmuna að gæta,“ sagði Val- gerður, aðspurð hvort frumvarpið kæmi í veg fyrir kaup KB banka á SPRON. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins getur frumvarpið, ef það verður að lögum, haft þau áhrif á söl- una á SPRON, að stofnfjáreigendur geta ákveðið að selja sín bréf en stjórn sjálfseignarstofnunarinnar, skipuð aðilum óháðum stofnfjáreig- endum eins og frumvarpið kveður á um, muni hafa aðra hagsmuni en þeirra í huga og þar af leiðandi óvíst hvort hún gangi til samninga við KB banka. Í gærkvöldi var haldinn stjórnar- fundur í SPRON. Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri vildi ekki tjá sig um fundinn eða efni frum- varpsins og ekki náðist í Jón G. Tóm- asson, stjórnarformann SPRON. Pétur H. Blöndal stjórnarmaður sagði eftir fundinn að stjórnin myndi koma aftur saman á næstu dögum og ræða frekar stöðuna. Morgunblaðið/Golli Pétur Blöndal og Hildur Petersen koma af stjórnarfundi SPRON í gærkvöldi.  Skil milli/4 Breytt staða varðandi sölu SPRON til KB banka MEÐALSKILAVERÐ til bænda fyrir útflutt lambakjöt fyrir síðustu sláturtíð var 155 krónur á kíló að sögn Özurar Lárussonar, fram- kvæmdastjóra Landssamtaka sauð- fjárbænda. Þetta er nokkur lækkun frá haustinu 2002 þegar skilaverðið var 175 kr./kg að meðaltali. Özur segir að meginástæðan fyrir þessari lækkun sé að útflutningur á lamba- kjöti hafi aukist verulega í fyrra og það taki nokkurn tíma að finna nýja markaði sem gefi gott verð. Özur gagnrýnir harðlega ummæli Valgerðar Sverrisdóttur viðskipta- ráðherra sem sagði á heimasíðu sinni að tilraunir til að selja lambakjöt á erlenda markaði hefðu ekki skilað neinum árangri svo heitið gæti. Özur segir að tilraunir til að mark- aðssetja íslenskt lambakjöt erlendis hafi fyrst hafist af einhverri alvöru á árunum 1999–2000 og því sé ekki mikil reynsla komin á þessar tilraun- ir. Það þurfi að gefa þessu lengri tíma. Hann mótmælir því að enginn árangur hafi náðst og bendir á að mikill árangur hafi náðst í Banda- ríkjunum þar sem íslenskt lamba- kjöt hafi í haust verið selt á hærra verði en á Íslandi. Útflutningur á lambakjöti Skilaverð til bænda lækkaði í fyrra  Lambakjöt/10 VIGGÓ Sigurðsson er hættur að þjálfa karlalið Hauka í handknatt- leik en undir hans stjórn hampaði liðið Íslandsmeistaratitlinum á síð- ustu leiktíð. Viggó var samnings- bundinn Haukum til ársins 2005 en stjórn handknattleiksdeildar Hauka ákvað að nýta sér uppsagn- arákvæði og fékk Viggó þau skila- boð að hann ætti að láta af störfum eftir tímabilið. Viggó ákvað hins vegar að hætta þegar í stað og standa Haukar því uppi þjálf- aralausir þegar aðeins tveir dagar eru þangað til keppni í úrvalsdeild- inni hefst. Viggó hættur að þjálfa Hauka  Viggó er/43 ♦♦♦ HVAÐ eiga konur að gera til að hámarka afköst karlmanna, halda lífi í sambandinu og gera kynlífið ánægjulegra? Svarið er að finna í leiðbeiningabæklingi sem kynnt- ur er til sögunnar á sýningunni 5stelpur.com sem frumsýnd verð- ur í Austurbæ á föstudaginn. Verkið er spænskt en hér á landi eru það leikkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir, Björk Jakobsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir sem fara með hlutverk kvennanna. Sýningin er byggð upp í anda sjónvarpsþátta og hver leikkona er kynnt til sögunnar með teikni- mynd. En til að fá forskot á sæluna og kynnast stelpunum fimm aðeins betur áður en sýningar hefjast er um að gera að rölta framhjá Austurbæ þar sem gríðarstórum myndum af þeim hefur verið komið fyrir. Morgunblaðið/Sverrir Fimm stelpur hanga utan á Austurbæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.