Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Davíð Oddsson forsætisráð-herra segir í samtali viðMorgunblaðið fráleitt aðhalda því fram að ríkisráðs- fundinum á sunnudaginn hafi verið haldið leyndum fyrir forseta Íslands, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur haldið fram í fjölmiðlum. „Slíkt tal er þannig að það tekur því ekki að fjalla um það,“ segir Davíð. Forsætisráðherra segir ríkisráðs- fundi fara fram þegar þeirra sé þörf. Forsætisráðherra leggi nær undan- tekningalaust til að slíkir fundir séu haldnir. Í þessu tilviki hafi þurft að staðfesta reglugerð um Stjórnarráð Ís- lands á eitt hundrað ára afmælisdegi þess. Enginn annar dagur hafi verið betur til þess fallinn heldur en 1. febr- úar. „Ákvörðun um þennan fund var ekki tekin fyrr en ljóst var að samkomulag hefði náðst við ráðuneytin um reglu- gerðina, því öll þurfa þau að koma að henni. Þetta er svoleiðis út í himin- blámann og ég skil ekki hvernig bless- uðum forsetanum dettur í hug að taka sér slík orð í munn,“ segir Davíð og á þar við ummæli Ólafs Ragnars um að ríkisráðsfundinum hafi verið haldið leyndum fyrir sér. – Hvað segirðu um það að forsetinn kjósi að fara utan í frí þegar haldið er upp á 100 ára afmæli heimastjórnar Ís- lands? „Við fengum hingað í Stjórnarráðið faxað bréf um að hann væri að fara af landi brott. Bréfið kom hér í hús klukk- an átta á föstudagskvöldi 23. janúar, þannig að ég sá það ekki fyrr en á mánudagsmorgni. Þá kom fram að hann væri farinn til útlanda, yrði í embættiserindum 31. janúar og síðan í einkaerindum til ókunnugs tíma, sem ekki er nefndur í bréfinu. Þannig að hann ræddi það aldrei við mig áður en hann fór að hann ætlaði ekki að vera heima. Síðan hringdi hann í mig síðar, eftir að hann var kominn út, og tal um það að ég eigi að kalla hann heim fyrir sjö mínútna ríkisráðsfund er slíkur þvættingur vegna þess að handhafar forsetavalds hafa verið að undirrita hér lög í fjarveru þes forseta svo hund er sami gjörning ætti þá að kalla f einasta skipti, nok til þess eins að t konar flandur væ þetta væri gert? boðlegt og hann inn að hafa ekki h hann fór að tala u – Kemur fjarve þér á óvart? Davíð Oddsson forsætisráðherra um viðb Eini blettu hátíðarhöldi Ríkisráðsfundurinn sem hefur verið til umræðu var haldinn Eiríkur Tómasson, lagaprófess-or við Háskóla Íslands, segiralveg ljóst samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar að handhafar for- setavalds fari með öll embættisverk forseta Íslands þegar hann er fjarver- andi og þeir hafa tekið formlega við störfum hans. „Í 8. grein stjórnarskrárinnar segir að geti forseti ekki sinnt störfum um sinn s.s. vegna dvalar erlendis eða af öðrum ástæðum, þá skuli forsætisráð- herra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar, fara með forsetavaldið,“ segir Eiríkur. Hann bendir hins vegar á að í 6. grein tilskipunar um starfsreglur rík- isráðs nr. 82 frá 1943 segi að sé rík- isstjóri fjarverandi eða forfallaður sökum veikinda sé forsætisráðherra þá forseti ríkisráðs. Tilskipunin sem var sett áður en forsetaembættið var sett á stofn vísar því til ríkisstjóra en að sögn Eiríks er tilskipunin í fullu gildi. „Þess ber að geta að þessi tilskipun var sett áður en lýðveldið var sett á stofn en þá var tekin upp sú skipan að oddvitar hinna þriggja þátta rík- isvaldsins, löggjafarvaldsins, fram- kvæmdarvaldsins og dómsvaldsins, fari með vald forseta í fjarveru forset- ans. Ég tel að það beri að skýra þessa grein í tilskipuninni þannig að það sé ekki lengur forsætisráðherra, heldur þessir þrír handhafar forsetavalds sem sitji í forsæti á ríkisráðsfundum í fjarveru forseta og að forseti Alþingis stýri fundunum í samræmi við 8. grein stjórnarskrárinnar,“ segir Eiríkur. Eðlilegt að handhafar forseta- valds haldi forseta upplýstum Eiríkur segist ekki telja það í sínum verkahring sem prófessors í lögum að leggja dóm á hvort athugavert sé að efna til ríkisráðsfundar undir stjórn handhafa forsetavalds eða hvort með því sé verið að skapa hættu- legt fordæmi eins og Ólafur Ragnar Gríms- son forseti hefur látið að liggja í viðtölum. – Er kveðið á um það í lögum að hand- hafar forsetavalds skuli halda forseta upplýstum um hvers kyns stjórnvalds- aðgerðir og embætt- isverk er varða for- setaembættið á meðan hann er fjarverandi? „Það eru engin fyr- irmæli um það í lögum. Hitt er svo annað mál að ég tel eðli- legt að handhafar forsetavalds haldi forseta upplýstum um a.m.k. meiri- háttar gjörðir sínar eftir því sem ástæða er til,“ segir Eiríkur. „Þetta leiðir hugann að því hvort það sé æskileg skipan að handhafar forsetavalds taki við valdi forseta í hvert sinn sem hann fer af landinu. Ég dreg í efa að slíkt sé nauðsynlegt nú á dögum miðað við þær greiðu samgöngur og þau greiðu fjarskipti sem nú eru. Í því sambandi vísa ég til athyglisverðra ummæla Bjarna heit- ins Benediktssonar, fyrrum forsætis- ráðherra og lagaprófessors, í þessa veru í Tímariti lögfræðinga 1951, fyrir meira en hálfri öld,“ segir Eiríkur. Hann segist ekki kannast við að nein sérstök venja hafi skapast um að handhafar forsetavalds skuli halda forseta upplýstum um embættisverk sín. „En auðvitað eru það góðir stjórnarhættir að menn haldi hver öðrum upplýstum og þannig mun það vera að forsætisráðherra og forseti eiga reglulega fundi þar sem forsætis- ráðherra skýrir forseta frá því sem efst er á tíma. Þ sé venja herrann isstjórn upplýst Ör óven – Ef synlegt setaval lýstum fjarvera þá svon ventill“ verið sa skipule forseta „Það er litið svo verið slíkur örygg fremst á mjög óve t.d. ef upp kemur úruhamfarir og er stjórna landinu. Þ sú staða að hlutve veigameira en það stöðu forsetans se þjóðarinnar. Það e inn getur synjað l festingar sem Alþ þykkt. Með því ge hindrað að frumva heldur er því þá sk þjóðarinnar sem s búðargildi lagann neitað að standa a arathöfn þar sem leita staðfestingar verður sú ákvörðu má að í þessum þá konar öryggisvent okkar stjórnskipa ekki beitt þessu v gert ráð fyrir að h við mjög óvenjule Eiríkur. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Ísland Eiríkur Tómasson Efast um nauðsyn þess a handhafar taki alltaf við RÍKISRÁÐSFUNDURINN Ólafur Ragnar Grímsson, forsetiÍslands, hefur gert efnislegarathugasemdir við, að hann hafi ekki verið látinn vita um ríkisráðs- fund, sem haldinn var á 100 ára af- mæli Heimastjórnarinnar sl. sunnu- dag. Hann hefur ennfremur lýst þeirri skoðun, að þessi fundur megi ekki skapa fordæmi fyrir því, að ríkisráðs- fundir séu haldnir án vitundar for- seta. Um fyrra atriðið segir forsetinn í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég hafði ekki hugmynd um að það stæði til að halda fund í ríkisráði og það hafði aldrei verið á það minnzt, hvorki við mig né skrifstofu forsetaembætt- isins og ég vissi ekki af honum fyrr en hann hafði verið haldinn.“ Um síðara atriðið segir forsetinn í Morgunblaðinu í gær: „Ég tel að það megi ekki verða fordæmi, að það séu boðaðir skyndifundir í ríkisráði og forsetinn ekki látinn vita af þeim … Það ber ekki að halda fundi í ríkisráði án forsetans, nema af mjög illri nauð- syn eða mjög brýnt sé og gjörsamlega sé óframkvæmanlegt að hafa sam- band við forsetann.“ Hér er um einhvern misskilning forsetans að ræða. Stjórnskipun ís- lenzka lýðveldisins gerir ráð fyrir því, að forseti geti verið staddur utan lög- sögu íslenzka ríkisins og þá gegni aðr- ir aðilar starfi hans. Þar er um að ræða handhafa forsetavalds, þ.e. for- sætisráðherra, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar. Þessi skipan hefur ríkt frá lýðveldisstofnun og er bundin í stjórnarskrá. Í 8. grein Stjórnarskrár lýðveldis- ins Íslands nr. 33 frá 17. júní 1944 seg- ir: „Nú verður sæti forseta lýðveldis- ins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlend- is, sjúkleika eða af öðrum ástæðum og skulu þá forsætisráðherra, forseti Al- þingis og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli ræður meirihluti.“ Í þessum orðum felst, að meðan for- seti Íslands, hver sem hann er hverju sinni, dvelur í öðru landi fer hann ekki með það vald, sem forsetaembættinu fylgir. M.ö.o. Ólafur Ragnar Gríms- son fer ekki með vald forseta Íslands þá daga, sem hann dvelur nú í Banda- ríkjunum. Ríkisráðsfund er ekki hægt að halda án þess að forseti sitji fundinn. Í 16. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð og hefur forseti þar for- sæti …“ Í ljósi þess valds, sem hand- höfum forsetavalds er falið í stjórn- arskrá lýðveldisins, er alveg ljóst, að þeir hafa fullt vald til að boða til rík- isráðsfundar og stjórna honum. Þeir eru staðgenglar forsetans og gegna störfum hans í fjarveru hans. Þeir eru sameiginlega eins konar ígildi forseta, þegar hann kýs að hverfa til annarra landa. Með því að efna til ríkisráðs- fundar í fjarveru forseta er forseta- embættinu sem slíku ekki misboðið á nokkurn hátt. Handhafar forseta- valds eru til staðar eins og vera ber. Athugasemdir forseta um fordæmi eiga því ekki við. Það mætti jafnvel skilja orð Ólafs Ragnars Grímssonar svo, að hann vilji gera minna úr hlut- verki handhafa forsetavalds en stjórnarskrá lýðveldisins gerir ráð fyrir. Slíkur skilningur á 8. gr. stjórn- arskrárinnar á sér enga stoð í veru- leikanum. Á meðan handhafar for- setavalds sitja og stjórna ríkisráðs- fundum er verksvið forsetaembætt- isins virt í einu og öllu. Þá er spurning um upplýsinga- skylduna. Bar að láta forseta vita um ríkisráðsfundinn sl. sunnudag, þótt hann væri í fríi? Í fyrsta lagi er ljóst, að þegar ósk barst frá ríkisstjórn fyr- ir helgi um ríkisráðsfund á sunnudag var þeirri ósk beint til réttra aðila, þ.e. handhafa forsetavalds, þar sem forsetinn var í öðru landi. Það hefði verið röng málsmeðferð í ljósi stjórn- skipunar okkar með vísan til 8. gr. stjórnarskrárinnar að beina þeirri ósk til Ólafs Ragnars Grímssonar í Bandaríkjunum. Það hefði ekki ein- ungis verið röng málsmeðferð heldur beinlínis óheimil. Hin rétta stjórn- skipulega málsmeðferð var sú, að beina þessari ósk til handhafa forseta- valds. Það er svo spurning um sam- skipti handhafa forsetavalds og for- seta, þegar hann er staddur utan lands, hvort handhafar forsetavalds láta hann vita um slíka ósk. Þar koma venjur og hefðir til sögunnar. Hefur venjan verið sú, að láta forseta vita fyrirfram um allar stjórnarathafnir, sem handhafar forsetavalds fram- kvæma í fjarveru hans? Í þeim efnum er engin ástæða til að láta forseta vita fyrirfram um ríkisráðsfund fremur en aðrar stjórnarathafnir handhafa for- setavalds. Hver hefur venjan verið í þessum efnum? Því svaraði Halldór Blöndal, forseti Alþingis og einn þriggja handhafa forsetavalds, á þennan veg í umræðum á Alþingi í gær: „Það hefur aldrei komið fyrir þann tíma, sem ég hef verið forseti Alþingis og ég hygg aldrei áður – ég hef spurzt fyrir um það hjá öðrum handhöfum forsetavalds – að þeir hafi séð ástæðu til að hringja í forseta, sem er erlend- is, eða hann séð ástæðu til að hringja í þá til þess að tala um það, hvernig með vald forseta sé farið. Það hefur aldrei verið gert.“ Í ljósi þessara upplýsinga er erfitt að skilja athugasemdir forseta um að hann hafi ekki verið látinn vita um rík- isráðsfund. Þegar forseti lýðveldisins lýsir þeirri skoðun að „það ber ekki að halda fund í ríkisráði án forsetans nema af mjög illri nauðsyn eða mjög brýnt sé …“ er hann kominn út fyrir öll skynsamleg mörk í túlkun stjórn- arskrárinnar. Forsetinn má ekki gleyma því, að í 8. greininni er sér- staklega talað um, að hinir þrír hand- hafar forsetavalds fari með „forseta- vald“ í fjarveru hans. Þegar á allt þetta er litið er ljóst, að það er ekki hægt að finna nokkur efn- isleg rök fyrir þeim sjónarmiðum, sem forsetinn hefur sett fram. Þegar um æðstu embætti ríkisins er að ræða skiptir miklu, að nákvæmni sé gætt í umfjöllun um þau og verksvið þeirra. Þeirrar nákvæmni hefur forsetinn ekki gætt í yfirlýsingum síðustu daga og því miður á það sama við um suma alþingismenn einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.