Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 18
*     + )  %   * *%   ) ,  " -. ) *)  !!"     / 0 /1 0 / 0 !!" !!"     HEILDARGREIÐSLUR úr Ábyrgðar- sjóði launa námu 732 milljónum króna á síðasta ári en voru 715 milljónir kr. á árinu 2002. Greiðslur úr sjóðnum hafa aukist ár frá ári og eru nú meira en tvöfalt hærri en árið 2001 þegar greiðslurnar námu 356 milljónum kr. Frá árinu 1998 hafa greiðslur úr sjóðnum rúmlega fimmfaldast en þá námu þær 138 milljónum kr. á verð- lagi þess árs. Samkvæmt upplýsingum Björgvins Steingrímssonar, deildarstjóra hjá Vinnu- málastofnun, sem annast málefni sjóðsins, fengu 1.032 einstaklingar greitt úr Ábyrgðarsjóði launa á seinasta ári saman- borið við um 1.500 árið á undan. Lífeyrissjóðsgreiðslur námu 228 milljónum árið 2003 Af þessum 732 milljónum í fyrra voru launa- og orlofsgreiðslur 353 milljónir og lækkuðu nokkuð frá árinu á undan þegar þær numu 418 milljónum. Lífeyrissjóðs- greiðslur hækkuðu hins vegar í fyrra og voru samtals 228 milljónir en 166 milljónir á árinu 2002. Lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa stóraukist á seinustu árum en árið 2001 námu þær 45 milljónum kr. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um fjölda gjaldþrota fyrirtækja á síðasta ári, þar sem launakröfur lentu á sjóðnum, en á fyrstu tíu mánuðum ársins voru þau rúm- lega 280. Helstu mál hjá sjóðnum tengdust gjald- þrotum fyrirtækja í fyrra tengdust útgáfu- starfsemi fjölmiðla, byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð og verslun og viðgerðar- þjónustu, fasteignaviðskiptum, tölvufyrir- tækjum og sérhæfðri þjónustu af ýmsu tagi. Björgvin segir erfitt að spá fyrir um greiðslur úr sjóðnum á árinu 2004 en segist gera ráð fyrir að þær muni lækka eitthvað samanborið við tvö seinustu ár. Greiðslur úr Ábyrgðarsjóði aukast enn Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Dyngja segir upp | Starfsmönnum saumastofunnar Dyngju ehf. á Egils- stöðum, sex talsins, hefur verið sagt upp. Hexa, sem á og rekur saumastofuna, mun ætla að flytja hluta starfseminnar út til Litháens og endurskipuleggja annan rekst- ur. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Loðnuafurðir úr landi | Þrjú norsk flutn- ingaskip á vegum Samherja hf. hafa síðustu daga tekið um borð afurðir fyrirtækisins og samstarfsfyrirtækja í höfnum á Norður- og Austurlandi, segir á vefnum local.is. Alls er um að ræða rúm 8.500 tonn af frystum vörum; nær eingöngu loðnuafurðir. Fyrir fáum dögum flutti fjórða skipið um 2.400 tonn af loðnuafurðum úr landi og því nema þessir flutningar alls tæpum 11.000 tonnum á skömmum tíma. Bændur dregnir í dilka | Á fundi í stjórn félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyj- arsýslu sem haldinn var á Sigríðarstöðum nýlega var samþykkt eftirfarandi sam- kvæmt því sem fram kemur á bondi.is: Stjórnin harmar úthlutun á 7.500 ærgild- unum og þann mismun sem þar er gerður á sauðfjárbændum. Stjórnin telur ólíðandi að ríkisvaldið sé hvað eftir annað að draga sauðfjárbændur í dilka og sundra stéttinni með því. Stjórnin telur að þeir sauð- fjárbændur sem afskiptir eru í þessari út- hlutun þurfi ekki síður á stuðningi að halda og skorar á ríkisvaldið að bæta þar úr. Jón Hilmar Gunn-arsson frá Þinga-nesi hampaði Ís- landsmeistaratitlinum í Hornafjarðarmanna á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var um helgina. Þátttakendur í mótinu voru 36 talsins. Jón Hilmar velti Þor- valdi B. Haukssyni úr sessi en hann var Ís- landsmeistari í fyrra. Önnur úrslit um helgina urðu þau að Brynjar Eymundsson hafnaði í öðru sæti og Jóhanna Erlingsdóttir í því þriðja, að því er segir á horn.is. Næsta stórmót í Hornafjarðarmanna verður á Humarhátíð í sumar og þá verður spilað um heimsmeist- aratitilinn. Meistari Búið er að sá hnúð-káli í Garðyrkju-skólanum en það er liður í verknámi í áfanga sem heitir úti- matjurtir og Gunnþór Guðfinnsson kennir. Nemendur fylgja þessari ræktun eftir fram að vori en uppskeran verður seld sumardaginn fyrsta, 22. apríl, þegar það verður opið hús í skólanum. Það er hefð fyrir því að selja hnúðkál á þessum degi og þvílík eftirspurn, það rennur út eins og heitar lummur. Á myndinni er Gunnþór með hnúðkál í potti. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hnúðkál fyrir sumarbyrjun Nokkrar deilurhafa skapast umað Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti Ís- lands hafi ekki verið boð- aður á ríkisráðsfund, sem haldinn var í tilefni af ald- arafmæli heimastjórn- arinnar. Hjálmar Frey- steinsson yrkir: Þarna vel í veiði bar því vestur um haf ’ann tók sér far, þökk sé honum, þá er von um „nokkra góða daga án Guðnýjar“. Sigurður Ingólfsson miss- ir út úr sér: „Ja hérna“. Auðvitað fylgir vísa í kjöl- farið: Gríðarleg sú gleði er (gömul speki sannast hér): Kötturinn í fríið fer fíflast mýs og leika sér. Vísa barst frá karli af Laugaveginum: Handhafar stjórna ríkisráði af röggsemi, að dómi flestra. Friður er yfir feðraláði. Forsetinn er á skíðum vestra. Ber vel í veiði pebl@mbl.is Stykkishólmur | Vötnin í kringum Stykkishólm eru ísi lögð eins og oft áður á þessum árstíma. Það er ekki alltaf jafn öruggt að vötnin leggi í hæg- virði svo að ísinn sé nothæfur til skautaiðkunar. En þannig er það nú, þykkur og sléttur ís eins og best getur orðið. Þá er um að gera að nota tækifæri. Grunnskólinn hefur staðið fyrir skautaferðum síðustu daga og hafa nemendur vel þegið þá til- breytingu að leika sér á skaut- um á ísilögðu Helgafellsvatni. Á Helgafellsvatni er gott að vera á skautum þar sem vatnið er stórt og hægt að komast á góða ferð og skemmtilegt að fara í eltingarleik. Hörður Karlsson bauð syni sínum og kunningjum hans í skautaferð, enda veðrið til þess fallið Hann segir að spáin sé ekki góð og því verði að grípa tækifærið þegar það gefst. Hörður sagðist ekki vera leikinn á skautum, enda ekki mikil æfing sem liggur að baki. Hann hafi keypt sér skauta fyrir 10 árum og ætlað sér að vera duglegur við æfingar. En því miður gefast ekki margir dagar á vetri þegar ísinn er það sléttur að hægt er að vera á skautum og því hefur notk- unin á skautunum ekki verið í samræmi við upphaflegar væntingar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Skautaferð: Snjólfur Björnsson, Leifur Harðarson, Hörður Karlsson og Hrefna Rós Hannesdóttir á skautum á Helgafellsvatni. Helgafell og Helgafellskirkja í baksýn. Á skautum á góðum degi Tilbreyting Hrunamannahreppur | Á mánudag fóru menn á fjórum jeppum til að sækja kindur sem sáust á afrétt- inum á sunnudag. Menn sem voru á leið á Hveravelli gerðu viðvart og staðsettu kindurnar með GPS-stað- setningartæki. Leitarmennirnir á jeppunum fjórum, héðan úr sveit- inni, fóru inn Biskupstungnaafrétt og síðan yfir jökulkvíslina skammt neðan Fremri-Skúta. Í svokölluðum Hrísalækjum sem er eitt grasgefnasta svæðið á af- réttinum, allnokkuð suðvestur af Kerlingarfjöllunum fundu þeir síð- an þrjár kindur, veturgamla á og tvo lambhrúta. Töluverður snjór var þar sem kindurnar héldu sig, þær náðu þó til jarðar því krafsjörð var. Kindurnar voru vel á sig komnar og vottaði fyrir horna- hlaupum á hrútunum. Þær reynd- ust vera frá Jóhönnu og Haraldi á Hrafnkelsstöðum. Mjög fátítt er að kindur finnist svo seint, eða á þorra í afréttinum. Jeppamenn sögðu færð góða. Þó fór framrendi eins bílsins á kaf í Sandá. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kindurnar komnar að húsi á Hrafnkelsstöðum. Þeir sem handleika þær eru f.v. Unnsteinn Hermannsson, Haraldur Sveinsson og Steinar Halldórsson. Fé heimt af fjalli á þorra Hundar vinsælir | Í síðustu netkönnun á skagafjordur.com var fólk spurt hvaða gæludýr því hugnað- ist best. Hundar tróna á toppnum með 33% atkvæða en gullfiskar komu fast á eftir með 32%. 16% þátttakenda voru hrifnastir af köttum. Páfagaukar fengu 6% atkvæða og nagdýr 4%.         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.