Morgunblaðið - 04.02.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.02.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI 101 DAG Í BURTU Forseti Íslands var erlendis 101 dag á síðasta ári skv. heimildum Morgunblaðsins og fóru handhafar forsetavalds á meðan með vald for- seta. Ekki var samband milli forseta og handhafa forsetavalds um stjórn- arathafnir meðan á utanlandsdvöl forsetans stóð. Stjórnarfrumvarp lagt fram Ríkisstjórn og þingflokkar stjórn- arflokkanna samþykktu í gær að leggja fram frumvarp viðskiptaráð- herra um breytingar á lögum um fjármálastofnanir þar sem gerð eru skil milli stofnfjáreigenda og stjórn- ar sjálfseignarstofnunarinnar. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist ekki reikna með að flytja frumvarp sama efnis og að það yrði dregið til baka. Óvíst er hvaða áhrif frumvarpið hef- ur á kaup KB banka á SPRON. Styðja Sharon Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn í Ísrael, Verkamannaflokk- urinn, kvaðst í gær myndu styðja Ariel Sharon forsætisráðherra í þeim fyrirætlunum að rýma land- nemabyggðir gyðinga á Gaza- svæðinu, og tryggja honum þing- meirihluta í málinu, jafnvel þótt ein- hverjir flokkar segi sig úr stjórn hans. Blair vill rannsókn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að fram muni fara rannsókn á upplýsingum sem breska leyniþjónustan aflaði um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka. Þær upplýsingar voru not- aðar til að réttlæta þátttöku Breta í herförinni til Íraks. Danir og Spán- verjar lýstu því yfir að í þeim lönd- um muni engar slíkar rannsóknir fara fram. Ekki smituð Þýsk yfirvöld greindu frá því í gær að þarlend kona, sem talið var að kynni að vera smituð af fugla- flensu, væri að öllum líkindum með venjulega inflúensu en ekki fugla- flensu. 11 milljón símtöl samtímis FARICE-sæstrengurinn, sem tekinn var í notkun í gær, getur ann- að allt að 11 milljón símtölum sam- tímis. Sæstrengurinn tengir Ísland við Færeyjar og Skotland. Hafa samskipti Íslands við umheiminn fram að þessu farið um sæstrenginn CANTAT-3 og varasamband verið um gervihnött. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Viðskipti 14/15 Viðhorf 30 Erlent 16/17 Minningar 30/34 Minn staður 18 Bréf 40 Höfuðborgin 19 Dagbók 40/41 Akureyri 20 Kirkjustarf 41 Suðurnes 21 Íþróttir 42/44 Landið 22 Fólk 45/49 Daglegt líf 22/23 Bíó 46/49 Listir 24 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 25 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is AÐSTANDENDUR fundarins í Austurbæ í síðustu viku um málefni Landspítalans áttu í gær fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð- herra í Stjórnarráðinu þar sem þeim var afhent ályktun fundarins. Í álykt- uninni var m.a. skorað á stjórnvöld að endurskoða fjárveitingar til spítalans en að fundi loknum sögðu ráðherrarn- ir við fréttamenn að það stæði ekki til. Að fundinum stóðu níu heildarsamtök sjúklinga og starfsmanna spítalans. Davíð sagði að stjórnvöld myndu ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem þau hefðu á málefninu. Það væri stjórnenda Landspítalans að útfæra sparnaðaraðgerðir en ábyrgðin væri stjórnvalda. Ákvörðun um fjárveit- ingar til spítalans hlyti að standa, endurskoðun stæði ekki til en ákvörð- unina þyrfti að útfæra á sem þægileg- astan og mildastan hátt. „Við töldum afar mikilvægt að við kæmum þessu á þann grundvöll núna að menn væru ekki að fara fram úr fjárlögum á hverju einasta ári og ráða kannski 113 starfsmenn í heimildar- leysi ár eftir ár. Það getur ekki geng- ið. Við lögðum einnig áherslu á það á fundinum að með þessum miklu fjár- munum til málaflokksins þá værum við áfram í fremstu röð í rekstri spít- ala, þessa góða spítala sérstaklega. Við komum þessu á framfæri,“ sagði Davíð. Aðspurður hvort aðgerðir spítalans gætu ógnað öryggi sjúklinga, líkt og ályktað var á fundinum í Austurbæ, sagðist Davíð ekki geta tekið undir það. Því hefði verið lýst yfir á fund- inum í gær að Landspítalinn yrði áfram í fremstu röð spítala. Forsætis- ráðherra sagði það einnig ofmælt hjá samtökunum að þjóðarsátt væri rofin. Hins vegar væri það eðlilegt að sam- tök sjúklinga stæðu í ístaðinu og fylgdu sínum málum eftir. Verið að byggja upp Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra tók undir með Davíð um að að- gerðirnar á spítalanum þyrfti að út- færa á sem mildastan máta. Huga þyrfti sérstaklega að öryggismörkun- um. Hann sagðist gera sér fyllilega grein fyrir því að þetta kæmi við þjón- ustu spítalans. „Ég skýrði frá því að ég skipaði í gær [mánudag] lítinn starfshóp, í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið, sem mun fara yfir málefni Arnarholts [vistheimili fyrir geðsjúka] og endurhæfingar- deildarinnar í Kópavogi. Í samræmi við öryggishlutverk Landspítalans hefur verið horfið frá því að loka bráðadeildinni við Hringbraut um helgar, þannig að það er verið að fara yfir ýmsa þætti þessa máls þannig að það komi sem mildast niður. Ég fór lítillega yfir þetta á þessum fundi,“ sagði Jón. Hvort hann gæti ekki deilt áhyggj- um með samtökum svo stórra þjóð- félagshópa sagði Jón það eðlilegt að forsvarsmenn stórra samtaka sjúk- linga hefðu áhyggjur og töluðu fyrir hönd sinna umbjóðenda. Það væri hins vegar ofmælt að það væri verið að rústa heilbrigðiskerfinu með þess- um aðgerðum, þvert á móti þá væri verið að byggja upp á ýmsum sviðum. Nefndi heilbrigðisráðherra sem dæmi um það opnun heilsugæslustöðvar og öldrunarheimilis á höfuðborgarsvæð- inu um síðustu helgi. Hvort tveggja snerti rekstur Landspítalans og ætti að létta á honum í þeim greinum. Jón sagði forsætisráðherra hafa undir- strikað á fundinum með talsmönnum samtakanna að það yrði að spila úr því sem til skiptanna væri, sem væru engar smáfjárhæðir, eða tæpir 26 milljarðar króna. Landspítalinn væri öflug stofnun en vissulega þyrfti að gæta aðhalds. Ræddu við ráðherra um sparnaðaraðgerðir á Landspítala Fjárveitingar verða ekki endurskoðaðar Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar samtaka sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna gengu á fund Davíðs Oddssonar og Jóns Kristjánssonar. EINAR Oddsson, formaður starfs- mannaráðs Landspítalans, fór fyrir þeim hópi sem hitti ráð- herrana í gær. Hann sagði við- tökur hafa verið ágætar en hins vegar væri ljóst að ríkisstjórnin ætlaði að halda sig við þann fjár- lagaramma sem þegar hefði verið ákveðinn. „Við ráðum ekki fjárlagaramm- anum og getum aðeins gert at- hugasemdir. Það er þó íhugunar- efni að þarna voru fulltrúar samtaka sem telja vel á annað hundrað þúsund manns. Að með- töldum fjölskyldum átti megin- þorri þjóðarinnar þarna fulltrúa. Svona samstaða myndast ekki af engu og myndast vegna þeirra breytinga sem eru að verða á rekstri spítalans, sem fólki fellur ekki í geð,“ sagði Einar og ótt- aðist að aðhaldsaðgerðir á næsta ári yrðu enn sársaukafyllri fyrir starfsmenn og hætta á meiri upp- sögnum. Óttast aðgerð- ir næsta árs RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að leggja Hollend- ingum lið við flutninga á búnaði til Afganistans. Tvær ferðir verða farn- ar með þyrlur og annað búnað á næstu dögum, sem mun kosta tæp- lega 30 milljónir króna, að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu. Atlanta mun sjá um flug- flutningana, líklega verður úkraínsk Antonov-þota notuð til þeirra. Gunnar Snorri segir að forsætis- ráðherra hafi lýst því yfir á leiðtoga- fundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Prag í nóvember 2002 að íslensk stjónvöld gætu lagt sitt af mörkum til bandalagsins, t.d. með flugflutningum á búnaði eða liðsafla. Ákveðið hafi verið að kostnaðurinn við þetta geti numið allt að 300 millj- ónum króna. Hollendingar hafi leit- að til íslenskra stjórnvalda og beðið um aðstoð við að koma búnaði á veg- um hollenska hersins til Afganist- ans. Gunnar Snorri segir þessa flutninga ákveðinn stuðning við starfsemi NATO og aðildarríki þess. „Bandalagið hefur tekið að sér ákveðið verkefni og allir vilja leggja eitthvað af mörkum. Við erum ekki undanskilin þar, við drögum okkar hluta af hlassinu,“ segir hann. Íslenska friðargæslan hefur farið með stjórn flugvallarins í Pristina frá því í mars og stendur til að í sum- ar taki Ísland við stjórn flugvallarins í Kabúl. Gunnar Snorri segir að flutningarnir séu ekki hluti af Ís- lensku friðargæslunni. Ísland fjármagnar flutninga fyrir hollenska herinn til Afganistans ATLANTSOLÍA hefur sölu á bens- íni á ný í dag á bensínstöð sinni við Kópavogsbraut eftir að félagið varð uppiskroppa með birgðir um miðjan janúar. Að sögn Huga Hreiðarsson- ar markaðsstjóra félagsins helst verðið óbreytt, lítrinn af 95 oktana bensíni mun kosta 92,50 kr. og lítrinn af dísilolíu 35 kr. Verð á bensíni var nokkuð mis- munandi þegar Morgunblaðið kann- aði málið í gær. Ódýrast reyndist bæði 95 oktana bensín og dísilolía á Orkunni, þar sem 95 okt. bensín kostaði 92,40 kr. lítrinn og dísil 34,80 kr. Á Esso Express kostaði 95 okt. bensín 95,60 kr. lítrinn og dísil 40,50 kr. Hjá ÓB kostaði 95 okt. bensín 95,70 kr. lítrinn og dísil 40,60 kr., skv. upplýsingum á heimasíðu félagsins. Verð á bensíni hækkaði í gær kl. 10 hjá Skeljungi við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, en sú stöð er nálægt af- greiðslu Atlantsolíu í Hafnarfirði. Þar kostaði 95 okt. bensín 93,70 kr. lítrinn í sjálfsafgreiðslu fyrir hækk- un, en 96,90 kr. eftir hækkun. Dísil- olía hækkaði einnig, úr 35,90 kr. lítr- inn í 41,80 kr. í sjálfsafgreiðslu. Atlantsolía komin með bensín á ný ALLIR starfsmenn hjá Fiskvinnsl- unni Hlíðardal ehf. í Vestmannaeyj- um, 11 konur og níu karlar, fengu uppsagnarbréf í vikubyrjun og segir Guðný Óskarsdóttir, varaformaður Drífandi Stéttarfélags, að þar með séu 158 á atvinnuleysisskrá í Eyjum. Hörður Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Hlíðardals, segir að fyrirtækið hafi unnið um 10 til 12 tonn á viku og selt saltfisk fyrst og fremst til Puerto Rico en lágt gengi á bandaríkjadal hafi sett honum stól- inn fyrir dyrnar. „Verðið á mörkuð- unum er líka of hátt og það sjá allir sem vilja reikna dæmið til enda þó að sjómenn séu ekki sælir af sínu,“ seg- ir hann. Hörður bætir við að hann hafi rekið saltfiskverkunina í um fimm ár og hann voni að hann geti byrjað aftur, en það verði varla hægt haldi þróunin áfram á sömu braut. Guðný segir að tveir starfsmenn fyrirtækisins hafi reyndar verið komnir í vinnu annars staðar og einn til viðbótar hafi fengið vilyrði um vinnu en eftir standi 17 manns, þar af 11 konur, flestir með tveggja mán- aða uppsagnarfrest. Tæplega 160 manns atvinnu- lausir í Eyjum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.