Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... HÆ DÍNÓ. ERTU ENN AÐ SMÍÐA © DARGAUD © DARGAUD Í ÞÍNUM SPOR- UM MYNDI ÉG EKKI GERA ÞETTA! ... NEMA AÐ ÞÉR HAFIÐ ÁNÆGJU AF AÐ TAKA ÁHÆTTU! HARALDUR FRÆNDI! ÞÉR ÞARNA, LEYSIÐ FRÆNDA MINN! ... ÞIÐ HINIR LEGGIÐ FRÁ YKKUR VOPNIN! ... ÁFRAM NÚ! EINN Á MÓTI ÞREMUR, ÞÚ HEFUR EKKI MÖGULEIKA ... VILJIÐ ÞÉR VEÐJA KÓBRA? ÉG VEÐJA! JÁ... JÁ ÉG VÆRI TIL Í AÐ SLEPPA ÞVÍ ... ÞAÐ ER BARA MENGUNIN ... MENGUNIN? HVAÐA MENGUN? LOFTIÐ ER HREINT OG TÆRT FÁVITI GETUR ÞÚ VERIÐ!! ÁTTARÐU ÞIG EKKI Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR OG BRÁÐUM KOMA TÚRIS- TARNIR Í ÞÚSUNDATALI MENGANDI ALLT Í KRINGUM SIG EN Í ÞETTA SKIPTI VERÐ ÉG TILBÚINN!! NEI, SKO ÞARNA KOMA ÞEIR ... ÆTLAR ÞÚ VIRKILEGA AÐ STOPPA ÞÁ MEÐ GRÍMUNA EINA AÐ VOPNI STOPPA ÞÁ ... NEI ... EN ÉG ÆTLA AÐ NÁ ANDANUM!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er öruggt mál að hita- og raf- magnskostnaður spítalanna hlýtur að vera hár. Gætu ekki viðkomandi stofnanir gefið spítölunum ríflegan afslátt, nú þegar hundruð eru að missa vinnu sína? Sagt er að álverin borgi frekar lágt orkuverð. Mér finnst það rétt- lætismál að spítalar landsins fái einnig lágt orkuverð. Það er mjög al- varlegt mál er Alþingi Íslendinga lætur það afskiptalaust að þraut- þjálfað og vel menntað fólk er hrakið úr starfi og aðeins vegna þess að misvitrir þingmenn skammta spítöl- um alltof lítið fé til reksturs. Það er öruggt mál að þeir þingmenn og ráð- herra sem eiga sök á því að frábært starfsfólk missir vinnu sína munu ekki verða kosnir aftur. Það er öruggt mál. VILHJÁLMUR K. SIGURÐSSON, Njálsgötu 48a, 101 Reykjavík. Spítalarnir fái ríflegan afslátt Frá Vilhjálmi K. Sigurðssyni HÖFUÐBORGARSAMTÖKIN og Samtök um betri byggð hafa sett fram tillögu um að færa Hringbraut í stokk frá gatna- mótum við Bú- staðaveg að Há- skóla. Morgun- blaðið birti sam- antekt um þetta efni nú á mið- vikudaginn var, 21. janúar, þar sem greint er frá sjónarmiðum samtakanna og undirtektum borg- aryfirvalda við þau. Hugmynd sam- takanna er allra góðra gjalda verð og reyndar mjög brýn. Langar mig til að bæta aðeins um betur með smá breytingartillögu sem fer nokk- uð bil beggja og myndi draga enn meira úr umhverfisáhrifum en ella og jafnvel ekki kosta meira en nú áætlað er. Jafnframt vil ég leyfa mér að lýsa eftir grófum verðhug- myndum verkfræðinga og verktaka um tillöguna. Í stað tveggja tvístefnubrauta stokks, þ.e. alls 4ra akreina, legg ég til að gerður yrði einnar tvístefnu- brautar stokkur, þ.e. alls 2ja ak- reina, með einni rein í hvora átt, og væri braut þessi í stokknum hönnuð fyrir miðlungi stór ökutæki ein og sér og minni, sem ættu leið milli gatnamóta Bústaðavegar annars vegar og Háskólasvæðis hins vegar, án neinnar viðkomu við Njarðargötu né annars staðar. Stokkurinn væri með öðrum orðum ætlaður gegnum- umferð einni. Stærðarmörk öku- tækja gætu t.d. verið nálægt 2,5 m á hæðina og 2,3 m á breiddina, en inn- an þeirra marka rúmast allt að 95 af hundraði allra skráðra ökutækja, þar á meðalmargar minni gerðir hópferðabíla. Almennar hámarks- reglur kveða annars á um 4,2 m á hæðina og 2,6 m á breiddina, eða þar um bil. Stokknum yrði lokað með steyptu lofti sem væri þá jafnframt gólf tví- stefnuakbrautar ofanjarðar með hefðbundnu sniði, með öllum til- heyrandi tengingum, hringtorgum og almennum gatnamótum en allt að helmingi fyrirferðarminni en borgin annars hefur nú í hyggju að fram- kvæma. Væru þetta þá alls tvær ak- reinar í stokki og tvær akreinar á jafnsléttu, auk viðbótarreina og út- skota vegna tengingar umferðar við flugvallar-, mýrar- og tanngarðs- sléttuna, m.ö.o. allt í allt óbreyttur akreinafjöldi, en á hinn bóginn ætti stokkurinn að anna nokkuð meiri umferð en ella þar sem hann væri alls án tenginga alla leiðina. Ein- ungis á háannatímum færi gegnum- umferð sléttuleiðina svo einhverju næmi. Geislanemar eða „nálar- augu“, viðvörunarljós og öryggis- vegslár beggja vegna munna myndu aðgreina umferð og beina bílum yfir mörkum frá stokkleið. Gróft á litið myndi þverskurðar- flatarmál litla stokksins vera nálægt þriðjungi af máli hins stóra, og graftrarrúmmál brottflutts efnis þá vera að sama skapi miklu minna en ella – að ekki sé minnst á kostn- aðinn. Munar þá áreiðanlega nokkuð um að sleppt er öllum neðanjarð- argatnamótum og tengingum. Í sambandi við stokk og yfirleitt allan útgröft væri sjálfsagt að huga að gerð smá mishæða og hóla á flug- vallarsvæðinu, svona smá Himmel- bjærge; og því þá ekki í Hljómskála- garðstotunni líka? Það myndi að sjálfsögðu minnka talsvert brott- flutningskostnað efnis, en hitt væri þó miklu meira um vert að smáborg- ararnir væru þá líka komnir með í reikninginn, ekki bara trukkarnir rúmfreku, æ frekari og móðu, sem annars mörk öll virðast taka mið af, sérstaklega milljarðalágmörkin sí- hækkandi standardinn. En þarna væru smáborgaralegar sleðabrekk- ur og smá stökkpallar og róló innan um gróður og göngustíga háborg- aranna hinna smærri svo og jafnvel hærri í verðandi flugvallarbyggð. Verkfræðingar, verktakar, hvað segið þið um þetta? Kæmust ekki allir leiðar sinnar hvort eð væri, og greiðar? Hvað kostar einn svona góður kílómetri – að ógleymdri litlu Vatnsmýri? 5.000 milljónir? Eða stjarnfræði...? Ekki síst væri fróð- legt að sjá almennan samanburð á hugmyndunum þremur, borgarinn- ar, samtakanna og þeirri er hér ligg- ur fyrir, hver gæti orðið hinn al- menni eins kílómetra standardinn. ÁRNI B. HELGASON, Laugarásvegi 63, 104 Reykjavík. Hringbraut í stokk – Ný hugmynd Frá Árna B. Helgasyni, sem fengist hefur við umhverfisverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.