Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 7
HEIMASTJÓRN Í 100 ÁR
13:30 Ráðstefnan sett; Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands
13:45 Ávarp; Davíð Oddsson, forsætisráðherra
14:00 Þróun þingræðis í Danmörku og staða þjóðþingsins gagnvart fram-
kvæmdarvaldinu: Jens Peter Christensen, prófessor við Háskólann í
Árósum. Í erindinu, sem flutt verður á dönsku, mun þessi danski
stjórnlagafræðingur fjalla um þróun þingræðis í Danmörku, ekki
síst í ljósi þeirrar staðreyndar að minnihlutastjórnir hafa yfirleitt setið
þar við völd hin síðari ár. Meðal annars mun hann ræða um breytingar
á hlutverki þjóðhöfðingjans við myndun ríkisstjórna,áhrif þingsins
á störf framkvæmdarvaldsins og áhrif stjórnsýslunnar á lagasetningu
og önnur störf þjóðþingsins.
14:30 Áhrif Alþingis á framkvæmdarvald og stjórnsýslu;
Páll Hreinsson, prófessor H.Í.
14:45 Áhrif framkvæmdarvaldsins á löggjafarvaldið;
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor H.Í.
15:00 Kaffi
15:25 Pallborðsumræður: Hvar liggur hið pólitíska vald? Hefur valdið færst
frá Alþingi til stjórnsýslunnar hin síðari ár – eða er þessu öfugt farið?
- Inngangur: Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins.
Þátttakendur auk hans: Birgir Ármannsson, alþingismaður,
Jónína Bjartmarz, alþingismaður, Margrét Sverrisdóttir varaþing-
maður, Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og Þórunn Svein-
bjarnardóttir alþingismaður.
- Umræðustjóri: Björg Thorarensen, prófessor H.Í..
16:25 Lokaorð; Eiríkur Tómasson, prófessor og deildarforseti H.Í.
16:40 Málþingslok.
Ráðstefnustjóri: Ólafur Þ. Harðarson,
prófessor og deildarforseti H.Í.
Málþingið er opið öllum með húsrúm leyfir.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti
til kom@kom.is eða í síma 540 8800.
Ráðstefna í samstarfi forsætisráðuneytis og Háskóla Íslands; Lagastofnun og
Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í tilefni af aldar afmæli heima-
stjórnar og þingræðis á Íslandi. Haldin 6. febrúar 2004 í hátíðasal Háskólans.
Þegar Stjórnarráð Íslands var sett á
stofn og íslenskur ráðherra, búset-
tur hér á landi, tók við embætti 1.
febrúar 1904 var það meirihluti
Alþingis sem réð því, í fyrsta sinn,
hver gegndi því ráðherraembætti
sem málefni Íslands heyrðu undir.
Þingræðið er því jafn gamalt heima-
stjórninni og efnt til ráðstefnunnar
í tilefni þess. Viðfangsefni hennar er
samskipti þingsins og framkvæmdar-
valdsins. Hver eru áhrif þingsins á
stjórnsýslu ríkisins? Hver er hlutdeild
framkvæmdarvaldsins í löggjafar-
valdinu? Til samanburðar verður
fjallað um þróun þingræðis í Dan-
mörku. Að erindum afloknum munu
fulltrúar hins pólitíska lífs velta því
fyrir sér hvort valdið hafi færst frá
Alþingi hin síðari ár yfir til stjórn-
sýslunnar eða öfugt.
H
ri
ng
b
ro
t
Hvar liggur
valdið?
TÆPLEGA tvítugur maður hefur
verið dæmdur í átta mánaða fangelsi
fyrir að taka við þýfi úr höndum ótil-
greindra manna og fíkniefnabrot.
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
frestaði fullnustu sex mánaða af
refsivistinni og fellur sá hluti refs-
ingarinnar niður eftir þrjú ár haldi
maðurinn almennt skilorð.
Maðurinn var dæmdur fyrir hylm-
ingu af gáleysi með því að hafa í
fyrrasumar á heimili sínu tekið við
varningi sem honum hefði mátt vera
ljóst að væri illa fenginn, enda
reyndist um þýfi að ræða. Var þar
um að ræða myndbandstæki að verð-
mæti 27 þúsund krónur, sem hann
borgaði 10 þúsund fyrir, og bíla-
magnari að verðmæti 7–8 þúsund
krónur sem hann greiddi 10 þúsund
krónur fyrir.
Þá var hann dæmdur fyrir tvö
fíkniefnalagabrot með því að hafa
haft í vörslum sínum á dvalarstað
sínum samtals 4,19 grömm af am-
fetamíni, 0,2 grömm af hassi og 0,46
grömm af tóbaksblönduðu kannabis-
efni. Maðurinn játaði brot sín greið-
lega en hann á að baki nokkurn saka-
feril.
Dóminn kvað upp Guðjón St. Mar-
teinsson héraðsdómari.
Átta mánaða fangelsi
fyrir að taka við þýfi
BROTIST var inn í Tækniskólann í
Reykjavík um kl. 2:30 aðfaranótt
þriðjudags og stolið tveimur skjá-
vörpum. Að sögn lögreglu er málið í
rannsókn.
Einnig var brotist inn í heildsölu í
Grafarvogi um nóttina, en engu stol-
ið. Skammt þar frá var brotist inn í
bíl, og var maður á bíl stöðvaður
skammt frá. Sá reyndist vera með
þýfi úr öðrum innbrotum í bílnum og
var hann handtekinn.
Skjávörpum
stolið úr
Tækni-
háskólanum
PÁLL Bergþórsson, veðurfræð-
ingur og fyrrverandi veð-
urstofustjóri, spáir því að hafís
verði minna en eina viku við landið
á árinu. „Það var ekki eins afger-
andi hlýtt í haust og haustið áður
en langt yfir því sem oftast var á ár-
unum 1965 til 1990,“ segir hann og
vísar til þess að ákveðið samhengi
sé milli hausthitastigsins og þess
hvað ísinn sé lengi við landið.
Undanfarin ár hefur ís ekki verið
lengi við landið og segir Páll að
framhald verði á enda séu enn mikil
hlýindi í hafinu norður undan Ís-
landi og hausthitinn á Jan Mayen
(ágúst–janúar) hafi verið 0,7 stig,
0,3 stigum hærri en á hlýindaskeið-
inu 1931 til 1960. „Það bendir til
þess að hafís verði á þessu ári
minna en eina viku við landið,“ seg-
ir hann og miðar við reynslu 83ja
ára síðan mælingar hófust á Jan
Mayen. Páll segir að líkur á að haf-
ísinn dvelji lengur en 3 vikur við
landið séu aðeins 5%.
Að sögn Páls gefur hausthitinn á
Jan Mayen líka bendingu um loft-
hitann á landinu árið 2004. Í Stykk-
ishólmi sé árshitinn venjulega
nærri því sem hann sé að jafnaði í
byggðum landsins og ætti nú að
verða svipaður og hann hafi verið á
hlýindaskeiðinu 1931 til 1960, 4,2
stig eða jafnvel heldur hærri. „Ný-
liðið ár varð reyndar hlýrra en orð-
ið hefur síðan mælingar hófust þar
árið 1845, 5,4 stig,“ segir Páll og
bætir við að skilyrði ættu því að
verða hagstæð fyrir lífið í sjónum
og gróður á landi. Oftast geymist
hitinn í hafinu norður undan svo vel
að næstu ár ættu líka að verða mild
að jafnaði, þó að áraskipti verði að
hitanum eins og venjulega.
Spáir að hafís verði
skamman tíma við landið
Ferðakostnaður Reykjavík-
urborgar hefur lækkað um
hartnær fjórðung frá árinu
2000. Þetta kom fram í svari við
fyrirspurn um ferðakostnað
sem lagt var fram í borgarráði í
gær. Í fyrirspurn sinni spurði
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi Frjálslynda flokksins,
um ferðakostnað og dagpeninga
borgarfulltrúa frá árinu 1990. Í
svarinu kemur fram að kostn-
aður við ferðir borgarstarfs-
manna og borgarfulltrúa var
tæpar 88 milljónir árið 1998,
99,5 milljónir árið 2000 og hafa
síðan lækkað í 76,4 milljónir ár-
ið 2003.
Í upphafi síðasta árs komu til
framkvæmda nýjar reglur um
ferðalög á vegum Reykjavíkur-
borgar og einnig er mælst til að
ferðum sé háttað á sem hag-
stæðastan hátt, segir í bókun
borgarstjóra frá fundi borgar-
ráðs 20. janúar sl.
Ólafur spurði einnig um
hvaða flugfélögum borgar-
fulltrúar ferðast með og kom
fram í bókun borgarstjóra að á
vegum borgarinnar hafa verið
keyptir farmiðar hvort tveggja
af Flugleiðum og Iceland Ex-
press og hafa borgarstjóri,
borgarfulltrúar og borgar-
starfsmenn ferðast með báðum
félögum á vegum Reykjavíkur-
borgar.
Engar ferða-
greiðslur í 14 ár
Ólafur segir að í svarinu komi
fram að hann hafi aldrei þegið
ferða- eða dagpeningagreiðslur
frá Reykjavíkurborg þau 14 ár
sem hann hefur setið í borgar-
stjórn. Það sé rétt og hafi hann
þar verulega sérstöðu sé horft
til annarra borgarfulltrúa.
Reykjavíkurborg
Ferða-
kostnaður
hefur
dregist
sama