Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ísak Elías Jóns-son fæddist á Ísa- firði 6. október 1931. Hann lést á heimili sínu í Svíþjóð 15. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þóreyjar Albertsdóttur hús- móður, f. 13.12. 1893, d. 31.7. 1971, og Jóns Ísaks Jónssonar smiðs á Ísafirði, f. 12.10. 1899, d. 1.12. 1957. Systkini Ísaks eru Albert, f. 1916, Jón, f. 1934, Skúli, f. 1919, d. 1979, og Sigurður M., f. 1923, d. 1988. Eiginkona Ísaks var Pálína Agnes Snorradóttir, f. 24.1. 1937. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Snorri Jónsson, f. 27.11. 1915, d. 7.10. 1984, og Margrét S. Aðal- þau dótturina Öddu Þóreyju, f. 19.1. 2002. Ísak vann á smíðaverkstæði föður síns auk þess sem hann stundaði tónlistarnám. Hann hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og vann sem ljósmyndari fyrir Tímann og Vísi í nokkur ár. Í Hveragerði vann Ísak m.a. við tónlistarkennslu og stofnaði fyrstu leigubílastöðina, Bifreiðastöð Hveragerðis. Árið 1977 flutti Ísak til Svíþjóðar þar sem hann bjó til dauðadags. Hans aðalatvinna var tónlistar- kennsla, en hann lét af störfum sak- ir aldurs fyrir nokkrum árum. Einn- ig var hann höndlari fyrir íslensku skipin sem sigldu til Svíþjóðar. Kveðjuathöfn verður um Ísak Elí- as í Hveragerðiskirkju miðvikudag- inn 4. febrúar og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Ísa- firði. steinsdóttir, f. 6.2. 1916, d. 15.3. 1962. Börn þeirra eru: 1) Atli, f. 6.6. 1960, fyrri kona Jóna Ragnars- dóttir og eiga þau syn- ina Ragnar Þór, f. 16.5. 1979, og Elvar Má, f. 5.11. 1983. Nú giftur Steinunni Ingu Ólafs- dóttur, f. 18.6. 1958, og eiga þau synina Friðrik Pál, f. 28.8. 1991, og Ísak Sindra, f. 5.7. 2001. Einnig á Stein- unn Inga Helgu Jenný, Bryndísi og Arnar Óla. 2) Margret Sigríður, f. 15.5. 1964, hennar dóttir er Pálína Agnes Kristinsdóttir, f. 1.5. 1995. Barns- faðir Margrétar er Kristinn Arnar Guðjónsson. 3) Guðný Elísabet, f. 16.8. 1971, hennar sambýlismaður er Jón Vilberg Reynisson og eiga Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Hjálpsamur og bóngóður eru orðin sem koma upp í hugann þeg- ar ég sest niður og hugsa um þig, pabbi minn. Þeir eru orðnir æði margir snúningarnir þar sem þú hefur farið til að „redda“ mér um eitt og annað sem mig hefur van- hagað um í gegnum tíðina. Þeir eru líka orðnir ansi margir sem hafa notið þessarar góðmennsku þinnar í gegnum árin og ég veit að þeir eru þér þakklátir. Heimili mitt ber þess glöggt merki að snúningarnir þínir hafa skilað mér miklu, allt frá sokk- um á Pálínu til eldhúsinnrétting- arinnar, sem var þitt síðasta afrek hérna heima síðasta sumar. Við deildum sameiginlegum áhuga á SAAB bílum og þú gerðir mér kleift að kaupa þinn gamla fyr- ir nokkrum árum og síðan endur- nýja núna á síðasta sumri. Fyrir það er ég þér þakklát. Að missa foreldri er eitthvað sem maður getur ekki ímyndað sér hvað er fyrr en maður reynir það sjálfur. Minningar streyma um hugann, alls konar minningar, allt frá barnæsku til þeirra atburða sem nýlega hafa átt sér stað. Það besta við minning- arnar, á stundu sem þessari, er að þær góðu og mest gefandi standa upp úr. Hinar skipta svo sáralitlu máli núna og það er gott. Vikuna sem við systkinin þrjú vorum úti í Svíþjóð að ganga frá dótinu þínu, komu upp margar minningar og ýmislegt sem við fundum, sem vakti upp gamlar minningar. Við fundum til að mynda öll þau bréf sem við höfðum sent þér síðustu tuttugu og fimm ár og höfðum sjálf gleymt mörgum þeirra.Ég neita því ekki að þetta var erfitt, en hugga mig við það að þegar frá líður verður þessi tími okkar saman að góðum minn- ingum og þær eru okkur dýrmætar. Það sé ég alltaf betur og betur. Það er komið að kveðjustund. Þó að við byggjum ekki í sama landi síðustu tuttugu og fimm árin vorum við bæði á því að það væri sérstakt samband á milli okkar, því að oft þegar annað okkar hringdi þá sagði hitt: „Þú hefur fengið hugskeyti frá mér, því ég ætlaði einmitt að fara að hringja í þig.“ Pabbi minn, þakka þér fyrir sam- veruna og ég bið þess að góður Guð taki þig í faðm sinn og umvefji í kærleika sínum. Okkur sem eftir sitjum og syrgjum bið ég Guðs blessunar. Þín dóttir Margrét. ÍSAK ELÍAS JÓNSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi verður haldinn laugardaginn 21. febrúar 2004 á Hótel Selfossi kl. 11:30. Gestur fundarins verður Geir H. Haarde, vara- formaður flokksins og fjármálaráðherra. Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf.  Önnur mál. Um kvöldið verður borðhald og ball. Stofnfundur fulltrúaráðs Árborgar mun fara fram sömu helgi. Stjórnin. KENNSLA Rauði kross Íslands Reykjavíkurdeild Börn og umhverfi (áður Barnfóstrunámskeið) Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi dögum: 1. 3., 4., 8 og 9. mars 2. 10., 11., 15. og 16. mars 3. 17., 18., 22. og 23. mars 4. 24., 25., 29. og 30. mars 5. 31. mars, 1., 2. og 5. apríl Fleiri námskeið verða auglýst síðar. Hvert námskeið er 16 kennslustundir og fer fram á fjórum dögum. Kennt er í Fákafeni 11, 2. hæð, frá kl. 18—21. Leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur sjá um kennsluna. Námskeiðin eru ætluð börnum fæddum 1990, 1991 og 1992. Námskeiðsgjald er kr. 5.300. Innritun á skrifstofu Reykjavíkurdeildar RKÍ í síma 568 8188 alla virka daga frá kl. 8—16. Netfang: namskeidrvk@deild.redcross.is Veffang: www.reykjavikurdeild.is UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Austurvegi 6, Hvolsvelli, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Árbakki, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Anders Hansen og Lars Hansen, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 11. febrúar 2004 kl. 11:00. Árbakki, Rangárþingi ytra, ehl. gerðarþola, þingl. eig. Anders Hansen, gerðarbeiðendur Al-Hönnun ehf., Landssími Íslands hf., innheimta, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði og Þorbergsson og Loftsdóttir sf., miðvikudaginn 11. febrúar 2004 kl. 11:00. Forsæti, Rangárþingi eystra, ehl. gerðarþola, þingl. eig. Mailinn Solér og Fjölnir Þorgeirsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Hellu, Íbúðalánasjóður, Kaupþing Búnaðarbanki hf., Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar, sýslumaðurinn á Hvolsvelli og sýslumaður- inn í Hafnarfirði, miðvikudaginn 11. febrúar 2004 kl. 11:00. Hvolsvegur 11, Hvolsvelli, þingl. eig. Tryggvi Ingólfsson, gerðarbeið- endur Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og sýslumaðurinn á Hvolsvelli, miðvikudaginn 11. febrúar 2004 kl. 11:00. Ketilhúshagi, lóð 3, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Hildur Ólafsdóttir og Pétur Gestsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., Hellu, miðvikudaginn 11. febrúar 2004 kl. 11:00. Vatnskot 1, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Ólafur Bjarni Ólason, gerð- arbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 11. febrúar 2004 kl. 11:00. Ytri-Skógar lóð 3, Rangáþingi eystra, þingl. eig. Hótel Skógar ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Lífeyrissjóður Rangæinga, miðvikudaginn 11. febrúar 2004 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 2. febrúar 2004.  Njörður 6004020419 I þf.  GLITNIR 6004020419 I  EDDA 60040204 III Fræðslu- fundur kl. 20:15 Í kvöld kl. 19.00. Alfanámskeið. Allir velkomnir. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Hrönn Frið- riksdóttir, spámiðill, Ingi- björg Þengilsdóttir, Guðríður Hannesdóttir, kristalsheilari, Ólafur Th. Bjarnason lækna- miðill, Erla Alexandersdóttir, Katrín Sveinbjörnsdóttir og Matthildur Sveinsdóttir, tarr- ot- lesari, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starf- semi þess, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga árs- ins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR.  HELGAFELL 6004020419 IV/V Kyrrðar- og hugleiðslustund í kvöld kl. 20.30 í Ljósheimum, Brautarholti 8, 2. hæð Hjartanlega velkomin! www.ljosheimar.net I.O.O.F. 9  1842481½  I.O.O.F. 7  18420471/2  I.O.O.F. 18  184248  Gh. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hluthafafundur Þörungaverksmiðjunnar hf. /Thorverk Stjórn Þörungaverksmiðjunnar hf., (enskt hjá- heiti Thorverk) Reykhólum, boðar hér með til hluthafafundar sem haldinn verður á Hótel Íslandi, miðvikudaginn 11. febrúar 2004. Fund- urinn hefst klukkan 14:00. Dagskrá hluthafafundar: Lögð verður fram breytingartillaga frá stjórn á samþykktum félagsins. Breytingartillagan er þessi. 1.gr. viðbót Erlent aukaheiti félagsins er Thorverk. 8.gr. verði svohljóðandi Hluthafar í félaginu hafi forkaupsrétt að fölum hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Verði ágreiningur um verð hluta skal það ákveðið með mati tveggja óvilhallra manna sem dóm- kvaddir skulu til þess starfa. Forkaupsréttarhafi hefur tveggja mánaða frest til að beita for- kaupsrétti sínum og telst fresturinn frá tilkynn- ingu til stjórnar um tilboð. Þá mega eigi líða fleiri en þrír mánuðir frá því að kaup voru ákveðin þar til kaupverð er er greitt. Eigendaskipti vegna arfsals til lögerfingja við andlát hluthafa lúta ekki framangreindum for- kaupsréttarreglum. Óheimilt er að veðsetja eð gefa hluti í félaginu án samþykkis félagsstjórnar. 11.gr. í greininni falli niður "Félaginu er heimilt að kaupa eigin hlutabréf að því marki, sem landslög leyfa" og 2. mgr. "Vilji erlendur aðili eignast hlut í félaginu, þarf til þess samþykki stjórnar" 14. gr. í greininni falli niður "Fundinn skal halda í heimahéraði félagsins". Aðalfundur Tollvörugeymsla- Zimsen hf. Aðalfundur TVG-Zimsen hf., verður haldinn á Veitingahúsinu Apótek bar-grill, Austurstræti 16, fundarsal á 5. hæð, gengið inn frá Pósthús- stræti í Reykjavík, miðvikudaginn 18. febrúar 2004, klukkan 14:00. Á dagskrá fundarins verða aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Kjörgögn verða afhent í fundarsal á 5. hæð á fundardegi frá kl. 13:00. Stjórnin. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.