Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 47
KVIKMYNDIR Háskólabíó Frönsk kvikmyndahátíð LEYNDARDÓMUR GULA HERBERGISINS / LE MYSTÈRE DE LA CHAMBRE JAUNE Leikstjóri: Bruno Podalydès. Handritshöf- undur: Bruno Podalydès, byggt á sögu Gastons Leroux. Aðalleikendur: Jean- Noël Brouté, Denis Podalydès, Claude Rich, Sabine Azéma, Michael Lonsdale. 2003. GULA herbergið er læst og rimlar fyrir gluggum sem hamlar því ekki að Mathilde Strangeson finnst þar í blóði sínu, skotin til bana – en morð- ingi finnst enginn. Ráðgátan er sótt í aldargamla sögu franska skáldsins Gastons Leroux, sem sögð er snjöll og spennandi aflestrar. Bókin hefur verið kvikmynduð í nokkur skipti, hátíðarmyndin yngsta útgáfan. Sag- an minnir á sakamálasögur Agöthu Christie, Arthurs Conan Doyle o.fl., en þessi kvikmyndaútgáfa gerir ekki meira en að hanga í meðallaginu. Joseph Rouletabille (Denis Podalyd- ès), blaðamaður við L’Epoque, fer á stúfana ásamt aðstoðarmanni sínum, Sæbjörn Valdimarsson Morð í lokuðu herbergi Það er margt skringilegt í Leyndardómi Gula herbergisins. ljósmyndaranum Sainclair (Jean- Noël Brouté), til að komast til botns í dularfullu morðinu. Sögusviðið er franskt sveitasetur. Stór hópur rannsóknarmanna, grunaðra og saklausra, kemur við sögu morðgátunnar og leikstjórinn/ handritshöfundurinn Bruno Podal- ydès kann sér ekki læti, teygir lop- ann með hálfbakaðri aulafyndni. Jafnvel svo að á löngum köflum minnir Leyndardómur gula her- bergisins frekar á mislukkaða gam- anmynd en langdregna ráðgátu. Menn eru að brjótast um inni í standklukkum, spígsporandi með sérkennilegu göngulagi á alltof stuttum buxum; Fjölmargir fim- maurabrandarar af slíkri stærðar- gráðu íþyngja sakamálaelementinu því hér eru öngvir krassandi brand- arar né stórbrotnir gamanleikarar á ferð; en vonandi þykja aðfarirnar fyndnar í Frans. Hins vegar er nota- legt að virða fyrir sér búsældarlega hásumarfegurðina í Frakklandi þeg- ar úti gnauða frostkaldir vindar í svartnætti skammdegisins. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 47 www.laugarasbio.is Yfir 90.000 gestir Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14. Svakalegasti spennutryllir ársins frá leikstjóra Face/Off og Mission Impossible 2. Tilnefningar til óskarsverðlauna11 Sýnd kl. 5 og 9.Sýnd kl. 5.40 og 10.20. B.i. 16 ára. Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 2 HJ Mbl. 21 GRAMM ÓHT Rás2 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 21 GRAMM www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. 2 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára. HJ Mbl. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Tilnefning til óskarsverðlauna1 TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÓHT Rás2 Kvikmyndir.com „Glæsilegt ævintýri. Hreinn unaður frá upphafi til enda.“ Fréttablaðið SV Mbl. VINSÆLASTA mynd helg- arinnar í íslenskum kvik- myndahúsum var Hilmir snýr heim, lokakafli Hringadróttinssögu, en hún er búin að vera sex vikur á listanum og eru hátt í 89.000 manns búnir að sjá hana. Myndin, sem er númer tvö á listanum, hækkar sig frá síðustu viku en það er Draugabælið (Haunted Mansion), ævintýramyndin með Eddie Murphy. „Það er ánægjulegt að sjá hvernig fjölskyldur og krakk- arnir hafa tekið Draugabælinu því hún eykur við sig aðsókn frá frumsýningarhelginni en aðsóknin jókst um heil 14% á annarri helgi sem auðvitað er frá- bært,“ segir Róbert Wesley hjá Sambíóunum. Það markverðasta við listann er án efa það að frönsk heimildarmynd um fugla, Heimur far- fuglanna, var þriðja vinsælasta mynd helgarinnar. Christof Wehmeier hjá Sambíóunum er sérlega ánægður með þennan árangur. „Þetta er besti ár- angur þessarar myndir í heiminum hvað varðar setu á kvikmyndatopplista og án efa besti árangur heimildarmyndar þegar kemur að samkeppni við leiknar myndir,“ segir hann. „Síð- an hefur fólk líka sýnt mikinn áhuga á Evr- ópugrautnum og Óvininum en báðar þessar myndir eru líka sýndar á frönsku kvikmyndahátíðinni í Há- skólabíó.“ Evrópugrauturinn er einmitt ein af þremur nýjum myndum á lista en hún er í 17. sæti. Hinar eru Sá stóri (Big Fish) eftir Tim Burton með Ewan McGre- gor í aðalhlutverki, sem er í fjórða sæti og Smán- arbletturinn (The Human Stain). Leikstjóri síðast- nefndu myndairnnar er Robert Benton og fara stórstjörnurnar Nicole Kidman og Anthony Hopkins með aðalhlutverk.                                    !      " #    #          $ % !    &    '  (  )                          !""# $ % &  '(&       )*" !  ! + "#  " !")    , + -    ./   0 / + )           * + *,  , - . / 0 1  2 *3 *. ** *+  *0 */ *1  0 , , * / - *3 , / , * 1 . ** + - * *3 *, 2 +,-,  .   / 0 1        23    45 456 5557  5  )85)8  9:; )5< 5=5< ) 95>4: 9:5= >4: 9:  49:56 59:=   9:; )5< 5= 5< ) 95>4: 9:  9:= 5>4: 9:5=   9:; )5< 5= 5>4: 9:5?  )8@  49:5 49:59:  49:59:=   49:549: >4: 9:  9:; )5 4:  9:; )5< 5= 5< ) 95>4: 9:  9:< ) 95>4: 9: 6 5?  )8@   9:; )5>A9 >4: 9:  49:56  49:5 49:5)8@   9:< ) 9 Fuglarnir fljúga hátt Hilmir snýr heim enn á toppnum KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands var með móttöku í Sunnusal á Hótel Sögu sl. föstudagskvöld, þar sem þrír menn voru heiðraðir. Skagamaðurinn Gunnar Sigurðs- son, forustumaður ÍA, og Sigurjón Sigurðs- son, læknir landsliðsins, voru sæmdir heið- urskrossi Knattspyrnusambands Íslands, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ og veitist að- eins þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþrótt- inni ómetanlegt gagn. Bjarni Felixson íþróttafréttamaður sem sá um lýsingar á leikjum í ensku knattspyrn- unni til margra ára, frá árinu 1968, var heiðraður fyrir framlag sitt. Hér á myndinni eru Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem hélt tölu og veitti þeir Gunnari, Sigurjóni og Bjarna viðurkenningar sínar.Morgunblaðið/Þorkell Heiðraðir af KSÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.