Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Um 10–15% fólks hafa stöðugteða endurtekið eyrnasuð en1–2% hafa slæmt eyrnasuð sem skerðir mjög lífsgæði og starfs- orku. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var sl. föstudag á vegum Landlæknisembættisins og Heyrn- arhjálpar um eyrnasuð (tinnitus). Ráðstefnan var opin öllum og þátttaka fór fram úr björtustu von- um skipuleggjenda og gestir voru á fjórða hundrað. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flutti ávarp og opnaði nýja vefsíðu Heyrnarhjálpar, www.heyrnarhjalp.is Sigurður Guð- mundsson landlæknir ávarpaði einn- ig ráðstefnuna, en Hannes Petersen háls- nef- og eyrnalæknir, Haukur Hjaltason taugalæknir ásamt und- irrituðum fræddu fundargesti um eyrnasuð og tengd vandamál ásamt því að kynnt var niðurstaða starfs- hóps landlæknis um eyrnasuð sem starfað hefur síðastliðið ár. Starfs- hópurinn leggur til að móttaka fyrir þá sem þjást af eyrnasuði verði starfrækt í tengslum við starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar í Reykjavík. Þolendur eyrnasuðs fluttu einnig fróðleg erindi og kom þar vel fram hversu mjög eyrnasuð mótar og raskar daglegu lífi þol- enda. Þrennskonar meðferðarúrræði Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Georg Træland, heyrnartæknifræð- ingur frá Arendal í Noregi. Eyrnas- uðsmeðferð þar beinist einkum að þremur meðferðarúrræðum; skerm- ingu (e. masking), endurþjálf- unarmeðferð (e. tinnitus retraining therapy, TRT) og hugrænni atferl- ismeðferð (e. cognitive therapy). Við skermingu er notaður hljóðgjafi til að upphefja eða minnka óþægindin af eyrnasuði. Þeim sem þjást af eyr- nasuði líður betur þegar umhverf- ishljóð umlykja þá og þetta má nýta sér við meðferð. Mikilvægt er að greina styrk og tíðni þess hljóðs sem viðkomandi heyrir áður en meðferð- arúrræðum er beitt. Eyrna- suðshljóðið mótast á leið sinni eftir heyrnarbrautinni frá innra eyranu að heilaberki þar sem hljóðið kemst til meðvitundarinnar. Svæði er stjórna tilfinningum í heilanum móta og breyta upplifun þessa hljóðs. Endurþjálfunarmeðferðin miðar að því að breyta upplifun hljóðsins og gera það að eins konar hluta eðli- legra bakgrunnshljóða. Notaðir eru hljóðgjafar í sérbúnu heyrnartæki og þjálfuð jákvæð viðbrögð við hljóð- inu. Meðferð sem þessi er allflókin og tekur um tvö ár, en henni hefur ekki verið beitt enn sem komið er hér á landi. Hugrænni atferl- ismeðferð hefur í Arendal verið fléttað inn í endurþjálfunarmeðferð- ina með góðum árangri. Í lok ráðstefnunnar voru pall- borðsumræður og svör veitt við ýmsum spurningum áhugasamra gesta. Þótti ráðstefnan takast vel og mun án efa efla það starf sem hafið er við að koma á fót virkri tinnitus- meðferð hér á landi.  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Móttaka fyrir þá sem þjást af eyrnasuði? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jörundur Kristinsson heimilislæknir Fagridalur | Eftir nokkurra daga frostakafla eru víða orðnar nokkuð stórar klakamyndanir þar sem vatn rennur. Í Skógafossi er nægt vatnsmagn og myndast oft mikill úði og hlaðast því upp í kringum fossinn grýlu- kerti og ýmiss konar klakamyndanir. Gullkistan sem á að vera falin undir fossinum er því enn betur varin en venjulega því að ef gengið er mjög nærri fossinum myndast hrím á hári og fötum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skógafoss kuldalegur RÚMT ár er síðan kaupkonan Mar- grét Kjartansdóttir hóf innflutning á skóm í yfirstærðum frá Þýska- landi og Ítalíu og hefur þessi ný- breytni í skóflóru landsmanna notið sívaxandi vinsælda enda mun þörf- in fyrir stóra herra- og þó aðallega dömuskó vera þó nokkur hér á landi. Hingað til hefur Margrét rek- ið skóverslunina í bílskúrnum heima hjá sér, í Grundarhvarfi 1 við Elliðavatn, en þar sem kúnnahóp- urinn er ekki það stór að hægt hafi verið að hafa opna verslun allan daginn, hefur einungis verið opið eftir samkomulagi. Systir Margrétar, Ásta Kjart- ansdóttir, hefur frá og með 1. febr- úar alfarið tekið við skórekstrinum og áformar að flytja skólagerinn í húsnæði við Rauðagerði í Reykja- vík um næstu mánaðamót. Á meðan flutningurinn hefur ekki farið fram, er hægt að panta tíma hjá Ástu í síma 897-4770, hafi menn eða konur þörf fyrir stóra skó, sem eru bæði úr leðri og gerviefnum. Dömu- stærðir eru frá 42-44 og herra- stærðirnar 47-50. Verðlag er á bilinu fimm til tíu þúsund krónur á par, en hægt er að glöggva sig á úr- valinu á heimasíðunni www.stor- irskor.is. Ásta, er í viðskiptasamstarfi með systur sinni, Björgu Kjart- ansdóttur, en í bílskúr við heimili Bjargar rekur hún póstverslunina Green House sem selur danskar vörur í heimakynningum auk þess sem Ásta er þar með umboð fyrir portúgalska heilsuskó undir vöru- merkinu Arcopédico. Verslunin í Rauðagerði er opin á þriðjudögum kl. 13.00 til 19.00.  VERSLUN Skór í yfirstærðum Morgunblaðið/Ásdís Ásta Kjartansdóttir: Hægt að fá skó upp í númer 50. Laxamýri | Lausagöngufjós með tólf kúa mjaltabás var nýlega tekið í notkun í Miðhvammi í Aðaldal, en þar var áður hefðbundið básafjós sem nú hefur tekið mjög miklum breytingum. Það eru hjónin Kristín Linda Jóns- dóttir og Sigurður Árni Snorrason sem nú hafa rekið kúabú í Miðhvammi um ára- bil sem staðið hafa í þessum framkvæmd- um og tók það nokkra mánuði að koma fjósinu í það nýtískulega horf sem það í er núna. Mikið þurfti að rífa niður, brjóta og fjarlægja auk þess sem búa þurfti með kýrnar við ýmiskonar bráð- birgðaaðstæður með- an á öllu umstanginu stóð. Hér er um að ræða stærsta mjaltabás á austursvæði Norður- mjólkur en algengt er að mjaltabásar séu fyrir 6–8 kýr, en Sig- urður Árni segir að ekkert mál sé að mjólka tólf kýr í einu miðað við þá aðstöðu sem nú sé búið að koma upp. Í Miðhvammi var áður venjulegt rörmjaltakerfi með Milkmaster- mjaltatækjum frá Vélaveri og voru þau færð yfir í mjaltabásinn og tækjunum fjölgað. Þetta verður að teljast ódýr lausn og þurfti þá ekki að endurnýja allan mjaltabúnaðinn eins og margir eru að gera þegar þeir breyta hjá sér. Þá vekur athygli að bás þessi er breiðari en almennt gerist og því vinnuaðstaða mjög góð fyrir mjalta- manninn enda rýmið mikið. Í lausagöngunni eru 53 legubásar fyrir kýrnar en þeim hefur fjölgað að undanförnu þar sem bætt hefur verið við kvóta og nálgast rétturinn nú 190.000 lítra. Mjög mikið verk var að steypa undir legubásana og er fjósið eins og það var áður óþekkjanlegt. Sérstök slétt motta er í öllum básunum og liggja kýrn- ar því á mjög mjúku undirlagi sem fer vel með þær. Þá eru tveir sér- hannaði básar þar sem kýrnar fá kjarnfóðrið í og eru þær tengdar tölvu með hálsbandi þannig að hver kýr fær sinn rétta skammt. Segir Sigurður Árni að mjög vel gangi að venja kýrnar við þetta nýja kerfi sem er mjög vinnusparandi fyrir bóndann og auðvelt sé að fylgjast í tölvunni með áti hvers einstaklings. Mest vinnusparandi telja þau heygjöfina en Kristín Linda segir að nú sé gefið hey á þriggja daga fresti í svo kallað Weeling-gjafakerfi. Áður var gefið þrisvar á dag og það sé ótrúleg breyting á lífsstíl allrar fjölskyldunn- ar. Tekið hafi þó tíma að venja kýrn- ar við það að ekki væri alltaf verið að gefa þeim, og við þessar nýju aðstæð- ur mjólki sumar kýr meira en aðrar minna. Allar inn- réttingarnar í lausagöngunni voru keyptar hjá Land- stólpa. Í þessari umbylt- ingu þurfti að gera nýtt mjólkurhús sem hlaðið er úr íslenskum Víking- plastkubbum og er slíkt mjög fljót- legt í uppsetningu. Mikill kostur er að Sigurður Árni er lærður múrari og gat gert mikið sjálfur. Kristín Linda segir að það skipti miklu máli að geta sparað þann tíma sem verið sé með aðkeypta iðnaðarmenn því allt kosti það sitt og það sé auk þess álag fyrir venjulegt heimili að breytast líka í mötuneyti og jafnvel gististað mismargra verktaka og iðnaðarmanna frá degi til dags. Í heild eru þau hjón mjög ánægð með framkvæmdina, léttari vinnuað- stöðu og betri aðbúnað fyrir kýrn- ar. Mörgum hnöppum er að hneppa í Miðhvammi því samhliða bústörf- unum situr Kristín Linda í stjórn Landssambands kúabænda og rit- stýrir kjöt.is auk þess sem hún er nýlega tekin við ritstjórn tímarits- ins Húsfreyjunnar. Árni er í fullu starfi við kúabúskapinn en einnig mikill áhugamaður um hesta- mennsku. Nýr tólf kúa mjalta- bás í Miðhvammi Kristín Linda Jónsdóttir og Sigurður Árni Snorrason í Miðhvammi ásamt Jóni Fjalari, yngsta syni sínum, í nýja mjaltabásnum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Patreksfjörður | Brotist var inn í veitingastað á Patreksfirði að- faranótt mánudags og stolið nokkru magni af áfengisflöskum. Að sögn lögreglu var gluggi spenntur upp til að komast inn en ekki varð mikið tjón á glugg- anum. Lögregla handtók skömmu síðar tvo menn vegna málsins, en þeir reyndust óvið- ræðuhæfir sökum ölvunar og því látnir sofa úr sér. Stálu áfengi á Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.