Morgunblaðið - 04.02.2004, Side 31

Morgunblaðið - 04.02.2004, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 31 „Stelpur, komið í loftvarnakaffi!“ Þetta var amma mín sem kallaði á tvær ungar barnshafandi vinkonur sem bjuggu með fjölskyldum sínum í húsinu og voru skiljanlega eilítið skelkaðar, þegar loftvarnaflautur heyrðust. Svo fæddist ég og Markús níu dögum seinna og leit ég á hann sem nokkurs konar bróður. Næstu árin vorum við sett í sömu vöggu eða leikgrind svo vinkonurnar gætu feng- ið sér ellefu-kaffi saman. Nokkrum árum seinna fluttist fjölskylda Mark- úsar í annað hús á Melunum og hitt- umst við þá aðallega í afmælum, ógleymanlegum jólaböllum í Héðni og á dvalarstöðum fjölskyldnanna á sumrin. Markús var mjög atorkusam- ur og var óþrjótandi að draga okkur bekkjarsysturnar með trefli á skaut- um á Melavellinum eða hjóla með okkur á stýrinu um Melana. Við vor- um svo flink að við töluðum um að troða upp í Sirkus Schumann. Eitt sinn birtist hann með bekkjarfélögum á Skeggjastöðum og höfðu þeir geng- ið frá Sveinseyri minnst 12 km til þess að heilsa upp á skólasysturnar. Stuttu seinna endurtók hann gönguna en þá á gönguskíðum en varð að snúa við í skafrenningi og var hann aldrei sátt- ur við það. Það er ekki hægt að minnast Mark- úsar án þess að nefna stríðni. Er ég kom með dætur mínar í fyrsta skipti í heimsókn, báðar í nýjum, svörtum, glansandi stígvélum sagði hann „Mik- ið eruð þið í ljótum skóm!“ Svo kyssti hann þær og bauð þær velkomnar og tók þetta með skóna til baka. Í einni af eftirlitsferðum okkar í sumarbústað- inn minn sáum við bíl á fáförnum vegi og var parið í bílnum greinilega á leynifundi. Markús stöðvaði, fór út og gaf sér góðan tíma til þess að setja driflokurnar á en parið seig neðar og neðar í sætunum og reyndi að snúa andlitunum frá. Ekki er víst að þeim hafi verið skemmt en svona saklaus stríðni var dæmigerð fyrir Markús. Markús var líka bóngóður og hjálp- legur. Eitt haustið varð ég að keyra austur á Klaustur vegna vinnunnar. Þegar ég lagði af stað kl. 8 birtist Markús og sagði að ég mætti ekki fara ein. Var ég fegin samfylgdinni. Á leiðinni heyrði ég hversu fróður hann var um land og náttúru. Markús lést í því umhverfi sem honum þótti svo vænt um, innan um allan þennan gróður sem óx upp úr melum og móum vegna dugnaðar for- eldra hans. Ég sendi fjölskyldu Mark- úsar mínar innilegustu samúðar- kveðjur og kveð góðan og kæran vin. Kristín Mjöll. Nafni minn og stórfrændi, Markús Sveinsson, er allur. Víst bregður manni við slík tíðindi, þótt fyrir lægi að lífið og heilsan höfðu verið honum erfið um langa hríð. Sem betur fer megum við öll vænta þess að fólk muni okkur fremur á bjartari hliðarn- ar, því meir sem tíminn líður. Ég á fjarska góðar myndir af nafna mín- um, – titillinn var gagnkvæmur og kominn frá honum, – á fallegum dög- um í sól og heiðríkju. Þarna um árið innst í Ísafjarðardjúpi þegar hann sendi mig í einu næstumþvísvaðilför- ina sem ég hef farið um dagana og út- málaði hana seinna svo sterkum litum að það var eins og hefði komið fyrir einhvern allt annan. Ellegar þegar honum ofbauð kyrrsetan á mér eða eitthvað og dró mig upp á Esju, löngu áður en það þótti hvers manns færi, upp skorninginn við Kistufellið og upp á síðustu vorfannirnar. Á slíkum dögum átti hann heiminn. Hann var hlýr maður sem mat gott þel og end- urgalt, og var einkar elskur að móður minni og móðursystur sinni. Hann fylgdi henni síðasta spölinn í haust þótt honum væri það ekki fyrirhafn- arlaust. Ekki hugsaði ég út í að það gæti orðið í síðasta skipti sem við sæj- umst, en nú er hann genginn. Börnum hans er harmur kveðinn og þau eiga samúð okkar allra. En það er bjarmi við sjóndeildarhringinn: Nú klífur nafni minn himneska tinda, þar sem allir dagar eru bjartir. Markús Möller.  Fleiri minningargreinar um Markús Sveinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir mín, dóttir okkar og systir, GUÐRÚN HELGA ÞORMAR GARÐARSDÓTTIR, Osló, andaðist á heimili systur sinnar í Reykjavík laugardaginn 31. janúar. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess. Jónas Þormar Edvardsson, Ingunn Þormar, Garðar Þormar, systkini og aðrir vandamenn. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona okkar, ELÍN ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR, lést föstudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 5. febrúar kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á félagið Einstök börn (sími 699 2661). Björn Jóhannsson, Guðrún Fríður Heiðarsdóttir, Hugrún Jóhannsdóttir, Páll Bragi Hólmarsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Björgvin Sigurbergsson, Kristrún, Guðrún Brá, Helgi Snær, Gunnar Már og Baldur Máni, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Gróa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Ásdís Magnúsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Svava Björnsdóttir og systkinabörn hinnar látnu. Faðir okkar, tengafaðir, afi og langafi, BJÖRN I. KRISTJÁNSSON, Gunnarsbraut 8, Búðardal, andaðist laugardaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 6. febrúar kl. 11.00. Kolbrún Bryndís Björnsdóttir, Ómar Morthens, Ásta María Björnsdóttir, Steinn Steinsen, Birgitta Önfjörð Björnsdóttir, Jóhannes Skagfjörð Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÞORKELL JÓNSSON, Laugalæk 1, Reykjavík, sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 30. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Fjóla Loftsdóttir. Ástkær móðir okkar, unnusta, dóttir, systir og mágkona, GUÐFINNA ÞÓRA SNORRADÓTTIR, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 29. janúar. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Kristín Harpa Hermóðsdóttir, Anton Helgi Hermóðsson, Birgitta Ír Guðmundsdóttir, Guðmundur Eyjólfur Sigurðsson, Hjördís Björg Hjörleifsdóttir, Snorri Ársælsson, Stefán Hjörleifur Snorrason, Þórunn María Pálmadóttir, Guðbjörg Sigríður Snorradóttir, Unnar Sæmundsson, Jónína Kristrún Snorradóttir, Einar Jónsson. Systir okkar, ÞÓRHILDUR SALÓMONSDÓTTIR fyrrum forstöðumaður Þvottahúss ríkisspítalanna, lést á krabbameinsdeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut laugardaginn 31. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðríður Salómonsdóttir, Sæmundur Salómonsson, Gunnar Salómonsson, Svandís Salómonsdóttir, Björgvin Salómonsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR, Einibergi 3, Hafnarfirði, lést á Sólvangi þriðjudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Bjarndís Júlíusdóttir, Hulda Júlíusdóttir, Friðþjófur Einarsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SIGURJÓNSSON flugvélstjóri, Þórsgötu 6, Reykjavík lést á Landspítala Fossvogi aðfaranótt þriðju- dagsins 3. febrúar. Ásdís M. Gísladóttir, Einar R. Sumarliðason, Edith S. Gísladóttir, Þóra Íris Gísladóttir, Jón Árnason, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Vatnsnesvegi 27, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- dagin 25. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Haraldur Hafsteinn Ólafson, Halldóra Þorsteinsdóttir, Sigríður Vilborg Ólafsdóttir, Ólafur Róbert Ólafsson, Sveinsína Kristinsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Hannes Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL FRIÐRIK SCHIÖTH, Mávanesi 15, Garðabæ, lést á hjartadeild Landspítala Hringbraut mánudaginn 2. febrúar. Unnur Hjaltadóttir Schiöth, Svava Schiöth, Óskar Bjartmarz, Hjalti Schiöth, Halla Bryndís Jónsdóttir, Karl Ottó Schiöth, Helga Halldórsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.