Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 33 Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRÍÐU PÉTURSDÓTTUR frá Bíldudal, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Pétur Brynjólfsson, Sigfríður Angantýsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Örn Engilbertsson, Gyða Brynjólfsdóttir, Jósteinn Kristjánsson, Valgerður K. Brynjólfsdóttir, Anders Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför GUNNLAUGS TRYGGVASONAR bónda, Þorsteinsstöðum, Svarfaðardal. Guð blessi ykkur öll. Erla Rebekka Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Margrét B. Gunnarsdóttir, Steinunn Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Jón Páll Sigurjónsson, Iðunn Brynja Gunnlaugsdóttir, Helgi Már Eggertsson, Halldór Tryggvi Gunnlaugsson, Kristín Jakobína Pálsdóttir, Helga Björk Gunnlaugsdóttir, Vilborg Elva Gunnlaugsdóttir, Ingvar Kristinsson, Guðmunda Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, pabba, afa og bróður, BALDURS KRISTINSSONAR, Foldahrauni 40D, áður Brekkugötu 13, Vestmannaeyjum. Engilráð Birna Ólafsdóttir, Júlía Bergmannsdóttir, Jóhann Freyr Ragnarsson, Sigurður Smári Benónýsson, Sigríður Lára Andrésdóttir, Berglind Jóhannsdóttir, Ragnar Þór Jóhannsson, Frans Sigurðsson, Sigríður Jóna Kristinsdóttir, Gísli Gunnar Kristinsson. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SALVARAR EBENESERSDÓTTUR. Ebba H. Gunnarsdóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson, Árni Ág. Gunnarsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, MAGNÚSAR MARÍASSONAR fyrrverandi stöðvarstjóra Olíustöðvarinnar í Hvalfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis- ins Höfða á Akranesi. Hulda Þórisdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Jóhann Freyr Ás-geirsson fæddist í Reykjavík 24. maí 1944. Hann lést á heimili sínu 25. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ólafía Einars- dóttir, f 10.8. 1897, d. 7.4. 1971, og Ásgeir Jónsson, f. 20.5. 1907, d. 27.5. 1990. Jóhann Freyr átti einn bróð- ur, Einar Baldur, f. 4.8. 1937. Hinn 24. febrúar 1968 kvæntist Jóhann Freyr eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jóhannesdóttur, f. 26.6. 1944, hjúkrunarfræðingi. Foreldr- ar hennar eru Jóhannes Jónsson, f. 3.6. 1917, d. 18.8. 1985, og Guð- borg Elíasdóttir, f. 5.4. 1920. Börn Jóhanns og Guðrúnar eru: Kol- brún Ýr , f. 31.10. 1967. Hún starf- ar hjá Hagstofu Íslands. Maður hennar er Sigursteinn Gunnars- son, f. 11.9. 1960, bifvélavirki, sem starfar hjá Bílabúð H. Jónssonar & co. Dóttir þeirra er Guðrún Erla, f. 4.11. 1992. 2) Ásgeir Örvarr, f. 20.9. 1971. Hann starfar sem tré- smiður í Kaupmannahöfn. Kona hans er Sigurlaug Anna Jóhanns- dóttir, f. 13.2. 1972. Hún stundar nám við verslunarháskóla í Kaup- mannahöfn. Eldri dóttir þeirra er Katrín Ósk, f. 24.5. 1994. Yngri dóttir þeirra er Jóhanna Freyja, f. 15.11. 2000. 3) Óðinn Örn, f. 26.7. 1972, búfræðikandídat. Hann starfar fyrir Búnaðarsamband Suðurlands og er búfjáreftirlits- maður í Árnes- og Rangárvalla- sýslu. Kona hans er Claudia A. Wil- son, f. 13.9. 1983, nemandi í FSU og starfar á Hótel Sel- fossi. Dóttir Óðins er Una María, f. 8.9. 2000. Jóhann Freyr hóf nám í offsetprentun í Offsetprenti hf. Hann útskrifaðist vorið 1965 frá Iðn- skólanum í Reykja- vík, tók sveinspróf íoffsetprentun haust- ið 1965 og starfaði í Lithoprenti. Þá réð hann sig í Kassagerð Reykjavíkur og starfaði þar til 1. júní 1971 að hann fór yfir í Prent- smiðjuna Eddu hf. Í prentsmiðj- unni Eddu starfaði hann þangað til í ársbyrjun 1980 að hann fór aftur í Kassagerð Reykjavíkur og vann þar til 1. júlí 1983. Hann starfaði í Prentsmiðjunni Odda hf. frá 1983 til fyrriparts árs 2001, lengst af sem verkstjóri og deildarstjóri prentdeildar. Frá því hausti 2001 var hann að kenna verklega prentun og skyld- ar greinar, svo sem pappírsfræði, við Iðnskólann í Reykjavík. Sam- hliða því vann hann í Prentsmiðj- unni Viðey ehf. Þá var hann einnig í öðrum störfum, m.a. leiðbeinandi við Prenttæknistofnun frá stofnun hennar. Hann var prófdómari í prentun og formaður prófnefndar í prentun í mörg ár. Frá hausti 2003 var hann í kennararéttinda- námi við Kennaraháskóla Íslands. Útför Jóhanns Freys verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar systra þegar við minnumst Jó- hanns Freys, föðurbróður okkar, eru gjafirnar frá honum. Ekki vegna þess að veraldlegir hlutir hafi ein- kennt samband okkar við hann held- ur vegna þess að gjafirnar frá honum lýsa honum sjálfum svo vel. Leik- föngin sem hann gaf okkur þegar við vorum litlar voru ekkert glingur sem fór strax í ruslið heldur vönduð leik- föng sem reyndu á hugann. Og gjaf- irnar sem hann gaf foreldrum okkar, og okkur eftir að við urðum fullorðn- ar, voru skemmtilega óvenjulegar og bera vott um glöggt auga hans fyrir góðu handverki. Þannig var Jóhann. Hann var stór og traustur maður. Það fór ekki á milli mála að honum þótti vænt um og hugsaði vel um fjölskylduna sína. Þrátt fyrir að það væri ekki daglegur samgangur á milli hans og fjölskyldu okkar þá vissum við að hann væri alltaf til staðar. Hann þáði með þökk- um ef honum var boðið til mannfagn- aðar og alltaf var hægt að leita ráða hjá honum ef á þurfti að halda. Jóhann lagði ekki aðeins traust sitt og alúð við sína nánustu heldur einn- ig við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann kastaði ekki höndun- um að verkum sem hann sinnti held- ur lagði sig allan í þau. Heimili þeirra Gurru ber handbragði hans glöggt vitni og fáir stóðu honum framar í ævistarfi hans, prentverkinu, þar var nákvæmni hans og vandvirkni í fyr- irrúmi. Þegar hann sneri sér að kennslu þá sinnti hann henni af sömu kostgæfni og sýndi henni jafnmikinn áhuga og öðru sem hann kom nálægt. Jóhann var fróðleiksfús og átti auðvelt með að koma þekkingu sinni áfram til annarra. Þar spillti ekki fyr- ir að hann var góður sögumaður og vel máli farinn. Hann átti því auðvelt með að ná athygli þeirra sem í kring- um hann voru en hikaði heldur ekki við að segja sína skoðun á málunum. Það gátu á stundum verið snörp orðaskipti en Jóhann var samt alltaf sanngjarn gagnvart viðmælendum sínum og bar virðingu fyrir þeirra skoðunum. Jóhann var barnadætrum sínum fjórum mikill og góður afi sem þær sóttu í samvistir við. Jóhann var samt ekki að sækjast eftir athygli þeirra með ærslum og fíflagangi en var þess í stað traustur og yfirvegaður þannig að þær gátu ávallt reitt sig á hann. Hann bar líka virðingu fyrir þeim sem og öðrum börnum og gaf sig að þeim óskiptur. Kæri frændi, þín verður sárt sakn- að af okkur systrum og fjölskyldum okkar. Það er erfitt að sætta sig við skyndilegt fráfall þitt en það er huggun harmi gegn að ylja sér við allar góðu minningarnar sem við eig- um um þig. Gurra, Kolla, Ásgeir og Óðinn, við sendum ykkur, börnum ykkar og mökum okkar innilegustu samúðaróskir og vonum að styrkur- inn sem þið hafið hvert af öðru muni leiða ykkur í gegnum þessa erfið- leika. Hildur, Ólöf Kristín og Margrét Einarsdætur. Jóhann Freyr var góður og metn- aðarfullur fagmaður, hvort heldur var í prentiðn eða kennslu. Hann hafði mikinn áhuga á menntamálum prentiðnaðarins og vann af eljusemi að uppbyggingu náms hjá Prent- tæknistofnun á upphafsárum hennar upp úr 1991. Hann var maður þeirrar gerðar að hafa gaman af því að glíma við breytingar, jafnvel þótt þeim fylgdi óvissa. Hann vissi sem var, að í breytingum búa tækifærin líka og þannig tókst hann sjálfur á við lífið. Á þessum fyrstu starfsárum Prent- tæknistofnunar kenndi hann á ýms- um námskeiðum um prentun og gæðastjórnun og hann náði strax góðum tökum á kennslunni. Hann hafði alla meginkosti góðs kennara, sem e.t.v. eru fyrst og fremst fólgnir í því að vekja áhuga nemenda á að læra. Það var því mikill happafengur fyrir Iðnskólann í Reykjavík, þegar hann fékkst þangað til kennslustarfa fyrir stuttu. Hann tókst strax á hend- ur að fara í kennaranám til að hafa full réttindi til kennslunnar og veit ég að í því námi gekk honum afskaplega vel. Það er mikill skaði að prentiðn- aðurinn fékk ekki að njóta starfs- krafta Jóhanns Freys sem prent- kennara í Iðnskólanum nema um skamma stund. Jóhann Freyr var margfróður og hann var traustur og góður félagi, sem gott var að leita til, bóngóður og umtalsfrómur. Blessuð sé minning hans. Guðbrandur Magnússon. Hann var svo góður maður, svo hlýr, voru viðbrögð nemenda þegar ég á mánudagsmorgni tilkynnti þeim að Jóhann Freyr kennarinn þeirra væri látinn. Jóhann Freyr var búinn að kenna við Iðnskólann í Reykjavík í þrjú ár. Hann var ráðinn til að kenna greinar sem tengjast prentiðnaði. Á þessum tíma hafði hann unnið sér virðingu nemenda sinna og samstarfsfólks og hafði orð á sér sem góður samstarfs- maður og sérlega góður kennari. Í kennslunni hafði Jóhann Freyr náð góðum tökum á þessu hárfína samspili á milli frelsis og aga sem nauðsynlegt er að hafa í hverri kennslustund. Frelsi fyrir nemand- ann til að prófa og þróa eigin leiðir og aga fagmannsins til að skila góðu handverki. Sjálfur var Jóhann Freyr afburða fagmaður í prentun og hafði starfað í þeirri iðngrein til margra ára. Allt sem Jóhann Freyr tók sér fyr- ir hendur gerði hann af áhuga og metnaði. Svo var einnig um nám til kennsluréttinda sem hann fyrirhug- aði að ljúka í vor og stundaði af mik- illi elju og með góðum árangri. Nemendur og starfsfólk Iðnskól- ans í Reykjavík hafa misst góðan kennara og félaga. Fyrir hönd starfs- fólks Iðnskólans votta ég fjölskyldu hins látna okkar dýpstu samúð. Baldur Gíslason, skólameistari. Það var okkur kennurum við upp- lýsinga- og fjölmiðlabraut Iðnskól- ans í Reykjavík gífurlegt áfall þegar okkur var tilkynnt um skyndilegt lát félaga okkar Jóhanns Freys Ásgeirs- sonar. Fyrstu viðbrögðin voru vantrú og síðan magnvana reiði út í máttarvöldin fyrir svo ótímabært andlát manns sem við mátum svo mikils, jafnt sem kennara og starfs- félaga. Þótt Jóhann Freyr hafi ekki byrj- að að kenna í prentdeild IR fyrr en árið 2001 var hann starfsemi deild- arinnar vel kunnugur, bæði eftir að hafa verið um árabil í sveinsprófs- nefnd prentara og ekki síður eftir að hafa tekið við nemendum úr skólan- um sem komu til að kynna sér leynd- ardóma prentlistarinnar í stærstu prentsmiðju landsins. Í prentsmiðj- unni Odda var hann verkstjóri í prentsal og gaf sér ævinlega góðan tíma til að sinna þessu væntanlega bókiðnafólki. Einnig var hann meist- ari margra nema í Odda og átti sem slíkur mikil samskipti og góð við skólann. Vegna þessara fyrri kynna var það okkur við upplýsinga- og fjöl- miðlabrautina sérstakt fagnaðarefni þegar hann gaf kost á sér til faglegr- ar kennslu við deildina. Það er ekki öllum gefið að miðla þekkingu og kunnáttu áfram til nem- enda, sem koma jafnvel í skólann með nokkuð lauslegar hugmyndir um framtíðina. Við vissum raunar að Jóhann Freyr var afburða fagmaður, en það kom fljótlega í ljós að hann var líka frábær kennari. Hann ávann sér fljótt vinsældir meðal nemenda, það urðum við sem unnum með hon- um fljótlega vör við, enda liggja nem- endur ekki á skoðunum sínum. Það fór enda svo að Jóhann ákvað að leggja þetta starf fyrir sig og innrit- aðist í uppeldis- og kennslufræðinám í Kennaraháskólanum. Hann átti að ljúka náminu á komandi vori og fá þá full réttindi til að sinna starfi sem honum þótti vænt um. Okkur samkennurum Jóhanns Freys finnst við hafa misst mikið. Frábær fagmaður, frábær kennari og frábær vinur og félagi er fallinn í valinn löngu fyrr en tímabært var. En mestur og sárastur er þó missir eiginkonu hans, barna og barna- barna. Þeim sendum við okkar ein- lægustu samúðarkveðjur og biðjum þeim huggunar í djúpum harmi. Kennarar við Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Iðnskólans í Reykjavík. JÓHANN FREYR ÁSGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.