Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 19

Morgunblaðið - 04.02.2004, Page 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 19 Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í símum 587 3800 og 899 2959. Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni Hafnarfjörður | Innbrotum í Hafn- arfirði fækkaði um 15% á árinu 2003 miðað við árið áður og þjófnuðum fækkaði um 26%. Lögreglan í Hafn- arfirði þakkar þennan árangur markvissu starfi samkvæmt mark- miðum sem mörkuð voru í ársbyrjun 2003, og hefur nú sett sér ný mark- mið fyrir árið 2004. Í starfi lögreglunnar árið 2003 var lögð mikil áhersla á að fækka inn- brotum, þjófnuðum og eignaspjöll- um, auk þess sem mikil áhersla var lögð á eftirlit með fíkniefnamisferli og umferðareftirlit. „Þegar farið var að skoða málin í ársbyrjun 2003 hafði ástandið versn- að frá árinu 2000, innbrot, þjófnaðir og eignaspjöll hafði allt farið upp. Svo menn settust niður og veltu fyr- ir sér hvað væri hægt að gera, hvernig væri hægt að snúast til varnar,“ segir Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnar- firði. Á árinu 2003 fækkaði innbrotum um 15%, en innbrotum hafði fjölgað árin á undan, og var fjölgunin um 42% á árinu 2000 til 2002. Þjófn- uðum fækkaði um 26% og eignar- spjöllum um 10%. Aðspurður um hvernig þessi markmið komi fram í starfi lögreglu segir Kristján að það sjáist m.a. í auknu samstarfi lögreglu og fé- lagsþjónustu, auk þess sem lögreglu- menn hafi verið virkari í eftirliti og afskiptum af því sem þeir sáu, og þar með verið sýnilegri. „Það hefur verið lögð megináhersla á barna- og unglingamál í umdæminu, og það hefur gefist mjög vel. Þessu verður haldið áfram í ár og stefnt á að auka það enn frekar,“ segir Kristján. Markmið lögreglunnar í Hafnar- firði fyrir árið 2004 eru að fækka innbrotum og þjófnuðum um 7%, fækka eignaspjöllum um 10%, fækka umferðaróhöppum og slysum um 10% og fjölga skráðum fíkni- efnabrotum um 5%. Vilja fjölga fíkniefnabrotum Fíkniefnabrotum fjölgaði talsvert á árinu 2003, samanborið við árin á undan, og segir Kristján það ánægjulega þróun. „Við settum það í stefnumörkunina 2004, eins og við gerðum árið 2003, að við ætluðum að fjölga fíkniefnabrotum. Forsend- urnar fyrir því er að við gefum okk- ur að markaðurinn sé frekar stöð- ugur og því meiri áherslu sem við leggjum á að ná í brotamenn, því fleiri brot séu skráð hjá okkur. Það þýðir ekki að markaðurinn sé að stækka. Því meira sem við skiptum okkur af þessum brotaflokki, því meira fjölgar brotunum. Það lítur kannski ekki vel út í einhverri töl- fræði, en kannski er það að segja að lögreglan sé að standa sig betur,“ segir Kristján. Mjög aukið umferðareftirlit Umferðarlagabrotum fjölgaði um 113% á árinu 2003 frá því árið áður, og segir Kristján það bera auknu eftirliti gott vitni. Þó hafði það ekki sýnileg áhrif á fjölda slysa í umferð- inni, sem voru nákvæmlega jafn- mörg og árið áður. Kristján bendir þó á að umferð hafi á tímabilinu aukist um 5%, og eins hafi lög- reglan kannski ekki verið nógu dug- leg við að auglýsa aukið eftirlit, nokkuð sem hann segir að bætt verði úr í ár. Ánægja með árangur lögreglunnar Innbrotum, þjófn- uðum og eigna- spjöllum fækkar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvað ungur nemur: Lögreglan í Hafnarfirði hefur staðið í ötulu fræðslu- starfi hjá yngstu kynslóð bæjarins. Fræðsla á yngri árum er afar mikilvæg. Reykjavík | Þróunar- og fjöl- skyldusvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við Alþjóðahús boðar til morgunverðarfundar í dag á Grand hóteli um upplýsingagjöf til íbúa sem ekki tala íslensku. Í tilkynningu vegna fundarins segir m.a. „Sá hópur íbúa Reykja- víkur og landsins alls sem ekki á ís- lensku að móðurmáli fer stækk- andi. Þessir íbúar eins og aðrir eru notendur þjónustu og neytendur upplýsinga. Hvernig gengur okkur að veita þeim þjónustu? Hvernig gengur að koma til þeirra upplýs- ingum um samfélagið og það sem það býður upp á? Erum við á réttri leið? Hvernig er þessum málum al- mennt háttað hjá ríki og sveit- arfélögum? Hvernig upplifa íbú- arnir þetta sjálfir?“ Fundurinn fer fram frá kl. 8.15 til 10.00 í dag á Grand hóteli. Meðal mælenda eru Carl Edwards, Íris Björg Kristjáns- dóttir og Anh-Dao Tran. Morgunfundur um málefni útlendinga Kópavogur | Fyrsta einkarekna heilsugæslan, Heilsugæslan Sala- hverfi í Kópavogi, var opnuð á laugardaginn en byrjað var að þjónusta sjúklinga 20. janúar. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra opnaði stöðina og flutti ávarp ásamt Sigurði Geir- dal, bæjarstjóra í Kópavogi, en sr. Guðmundur Karl Brynjarsson bað húsinu og starfseminni blessunar. Eftir hádegi var haldin fjöl- skylduhátíð þar sem gestum og gangandi gafst kostur á að kynna sér hina nýju heilsugæslustöð. Rekstur heilsugæslunnar var boðinn út í desember árið 2002 og var það í fyrsta skipti sem rekst- ur heilsugæslustöðvar var boðinn út hér á landi. Tilboð Nýsis hf. og læknanna Böðvars Arnar Sig- urjónssonar og Hauks Valdimars- sonar hlaut hæstu einkunn af þeim fimm tilboðum sem bárust og var jafnframt hið lægsta og stofnuðu þeir félagið Salus ehf. í kjölfarið sem rekur heilsugæsl- una í Salahverfi. Nýja heilsu- gæslustöðin er rekin samkvæmt samningi við Heilbrigðisráðu- neytið. Mikil spurn eftir heilsugæslu í Kópavogi Haukur Valdimarsson, yf- irlæknir heilsugæslunnar, segir opnun hennar fullnægja mikilli spurn eftir heilsugæslu í Kópa- vogi. „Nú eiga allir Kópavogsbú- ar kost á því að vera skráðir hjá heimilislækni eða á heilsugæslu- stöð og eftirspurn eftir skráningu verður væntanlega fullnægt all- mörg ár fram í tímann,“ segir Haukur. „Okkur er sagt að nú séu um fimm þúsund manns án heim- ilislæknis í Kópavogi. Við munum geta fullnægt eftirspurninni eftir skráningu og síðan fylgja eftir fjölguninni sem verður í Kópa- vogi næstu árin. Það er gert ráð fyrir því að þessi stöð muni sinna ellefu þúsund manns þegar hún er komin í fulla starfsemi.“ Á nýju stöðinni starfa nú tveir læknar, en stefnt er að fjölga upp í fjóra á árinu. „Einn bætist við nú í vor og annar í haust, en þeim fjölgar með vaxandi skrán- ingum,“ segir Haukur og bætir við að gert sé ráð fyrir sex starf- andi læknum þegar starfsemi stöðvarinnar er komin á fullt skrið. Aðbúnaður í heilsugæslustöð- inni er allur samkvæmt þeim stöðlum sem gilda um heilsu- gæslustöðvar og miðað við að not- endur geti þar gengið að allri grunnþjónustu. Íbúar Linda-, Sala- og Vatns- endahverfis munu njóta forgangs við skráningu á heilsugæsluna en hún mun líka þjóna öðrum íbúum Kópavogs og nágrannasveit- arfélaga eftir því sem kostur er. Tekið er fram að verð þjónust- unnar verður hið sama og á öðr- um heilsugæslustöðvum. Heilsugæsla Salahverfis er á 2. hæð að Salavegi 2, Kópavogi, og er opið virka daga vikunnar frá kl. átta til fimm. Fyrsta einkarekna heilsugæslustöðin opnuð í Kópavogi Morgunblaðið/Sverrir Heilbrigðisráðherra flytur ávarp við opnun Heilsugæslunnar Salahverfi. Allir Kópavogsbúar geta nú fengið heimilislækni Leikfélag leitar meðlima | Leik- félag Reykjavíkur (LR) hefur und- anfarna daga sent frá sér bréf þar sem Reykvíkingum er boðið að gerast meðlimir í félaginu. Þessi möguleiki opnaðist þegar félagið var opnað öllu áhugafólki um leiklist og leik- húsrekstur í Borgarleikhúsi. Markmið þeirra breytinga var „að hleypa nýju lífi - og nýju fólki - í Leikfélagið,“ eins og kemur fram í bréfi frá Ellerti A. Ingimundarsyni, formanni LR. Þar kemur einnig fram að árgjald félaga í leikfélaginu eru 7.500 krónur en félagsmenn geti fengið tvo miða með 40% afslætti á hvert verkefni LR. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.