Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG hef enga trú á því að Evrópu- sambandið bjargi íslenskum bænd- um miðað við það hvernig ESB er stýrt. Það er mín skoðun að heima- stjórn tryggi best hag landbúnaðar- ins,“ sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra um ummæli Valgerðar Sverrisdóttur viðskipta- ráðherra um að hugsanlega geti ein leið til að bæta stöðu sauðfjárbænda á Íslandi verið að ganga í ESB. Valgerður segir í pistli sínum að það megi velta fyrir sér hvort það sé „ekki líklegra til árangurs að mark- aðssetja íslensk þorrablót en að eyða milljónatugum í að reyna fyrir sér á erlendum mörkuðum með sölu á lambakjöti.“ „Valgerður hefur verið uppnumin eftir gott þorrablót yfir hinum miklu gæðum sem íslenskur landbúnaður býður neytendum,“ sagði Guðni. Guðni sagði rangt að tala um sölu á lambakjöti á erlenda markaði eins og ekkert hafi breyst á síðustu 30 ár- um. „Síðustu fimm ár hefur þetta verið gert með allt öðrum hætti en áður var gert. Ég hef alltaf sagt að íslenski markaðurinn sé aðalmark- aður íslenska bóndans og að hann verði að halda vel utan um hann. Við eigum, eftir nýjum leiðum, smá möguleika á að selja lambakjöt er- lendis. Við höfum verið að fara nýjar leiðir í Bandaríkjunum, Danmörku og Ítalíu. Þar leggjum við alla áherslu á að selja kjötið sem há- gæðavöru. Við höfum séð betra verð og það geta forsvarsmenn Norð- lenska vitnað um. Þeir geta líka upp- lýst viðskiptaráðherra um þá miklu vinnu sem skapast hefur á Húsavík í kringum útflutning til Bandaríkj- anna.“ Hefur skilað árangri Guðni sagði að ef gengi krónunnar væri gott væri verðið fyrir útflutt kjöt til Bandaríkjanna hærra en á innanlandsmarkaði. Hann sagði rangt að það væri verið að verja tug- um milljóna í þetta markaðsstarf. Hið rétta væri það hefðu farið 4–10 milljónir í þetta verkefni á ári síð- ustu ár. Verkefnið Áform hefur feng- ið 25 milljónir á ári undanfarin ár, en Guðni sagði að útflutningur á lamba- kjöti væri aðeins hluti af verkefnum Áforms. „Áform hefur að vísu lagt mesta áherslu á útflutning á lamba- kjöti, en í Whole Foods-búðunum er allur landbúnaðurinn undir.“ Guðni sagðist vera sannfærður um að þetta verkefni hefði skilað ís- lenskum landbúnaði miklu og raunar ferðaþjónustunni einnig. „Þannig að ég held að það sé nauðsynlegt að fara yfir þetta með byggðamála- og við- skiptaráðherra, bæði af minni hálfu og af hálfu Bændasamtakanna.“ Guðni sagðist ekki hafa neina trú á að það gæti styrkt íslenskan land- búnað að ganga í ESB. „Ég held í fyrsta lagi að íslenskur landbúnaður myndi missa sína sérstöðu, sem er mikil í dag. Það er nýbúið að gera út- tekt af hálfu Bændasamtakanna og utanríkisráðuneytisins á því hvað að- ild að ESB hefði að segja fyrir land- búnaðinn og það er allt saman mjög neikvætt fyrir landbúnaðinn og bændur á Íslandi. Það kemur glöggt fram í skýrslunni að stuðningur við landbúnaðinn myndi minnka mikið. Stuðningur við sauðfjárræktina myndi t.d. fara úr þremur milljörð- um í einn milljarð. Aðild að ESB fel- ur því í sér mikið áfall fyrir lands- byggðina. Ég tek fram að um þetta getur þó enginn fullyrt nema að samningar hafi átt sér stað. Ég tel að það sé skot út í loftið að telja að ESB bjargi landbúnaðin- um,“ sagði Guðni. Landbúnaðarráðherra er ósammála viðskiptaráðherra um áhrif aðildar að ESB Heimastjórn tryggir best hag landbúnaðarins Morgunblaðið/Þorkell Guðni Ágústsson segist alla tíð hafa lagt áherslu á það við bændur að hugsa vel um innanlandsmarkað. Með því að leggja áherslu á gæði kjötsins sé hins vegar hægt að selja það á erlenda markaði. ÖZUR Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, vísar því á bug að enginn árangur hafi orð- ið af markaðssetningu lambakjöts er- lendis. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra lýsti í gær miklum efasemdum að rétt væri að halda áfram að selja kjöt á erlenda markaði með þeim hætti sem gert hefði verið. „Valgerður segir í pistli sínum að hún hafi verið sauðfjárbóndi í 30 ár, en hún virðist gleyma því að það voru útflutningsbætur á lambakjöti til árs- ins 1990 og fram að þeim tíma var ekkert hugsað um markaðssetningu á lambakjöti. Þetta var bara afgangs- stærð og fyrirtækin sem seldu kjötið hirtu einfaldlega útflutningsbætur. Í dag er Ísland eitt af fáum löndum Evrópu sem ekki greiðir útflutnings- bætur,“ segir Özur um gagnrýni Val- gerðar. „Það er ekki byrjað á alvöru mark- aðssetningu á íslensku lambakjöti er- lendis fyrr en 1999–2000. Það er óraunhæft að ætla að þessi vinna skili árangri á einu kvöldi. Við þurfum að gefa þessu tíma. En við höfum verið að ná árangri í Bandaríkjunum. Magnið hefur aukist um 100% milli ára og verðið þar er hærra en það verð sem bændur hafa verið að fá hér á landi.“ Özur sagði að í dag væru framleidd um 8.000 tonn af lambakjöti og út- flutningur næmi um 2.000 tonnum. „Markmiðið er að Bandaríkjamark- aður taki við 700 tonnum innan fimm ára og ef það tekst erum við í góðum málum. Það er ekkert sem segir að það takist ekki. Það hefur allt gengið upp á þessum markaði sem við höfum unnið að á þessum fáu árum sem við höfum verið að vinna þarna. Það er því fráleitt að fara að hætta þessu núna.“ Özur sagði að í fyrra hefðu farið um 180 svokölluð „ígildistonn “ til Bandaríkjanna. [Um 80% af skrokk- unum eru seld til Bandaríkjanna.] Hann sagði að 2002 hefðu 75 tonn far- ið á þennan markað og 40 tonn árið 2001. „Þessar áætlanir um sölu í Banda- ríkjunum á næstu árum eru ekki unnar af okkur heldur af versl- unarkeðjunni í Bandaríkjunum sem selur kjötið,“ sagði Özur. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda Höfum náð árangri í sölu á kjöti      !!"# '()) '))) *()) *))) ()) ) $%  &'(# )  %   *  +)) ,)) ()) -)) .)) ')) *)) )            /  0 VERKENFIÐ „Áform“, sem vinnur að sölu íslenskra afurða, hefur á síð- ustu 10 árum fengið 25 milljónir á ári úr ríkissjóði eða samtals 250 milljón- ir. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hve stórum hluta þessarar upphæðar hefur verið varið til markaðssetning- ar á lambakjöti erlendis. Alþingi setti lög um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða árið 1995, en markmið þeirra er að efna til „átaksverkefnis um vöruþróun og sölu íslenskra afurða undir merkjum hollustu, hreinleika og sjálfbærrar þróunar á innlendum og erlendum mörkuðum“. Í framhaldi af því var tekin ákvörð- un um að setja á stofn verkefnið „Áform – Átaksverkefni“. Samið var um að verkefnið fengi árlega 25 millj- ónir króna til ráðstöfunar. Verkefn- inu lauk 2002, en ákveðið var að halda því áfram og heitir það nú „Áform“. Verkefnið fer núna í gegnum Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins, en fram- lög til hans voru hækkuð um 25 millj- ónir sem allar fara til Áforms. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti verkefni Áforms til að byrja með. Á árunum 1995–1999 setti sjóð- urinn 26,8 milljónir í verkefnið. Styrkir margvísleg verkefni Verkefni Áforms hafa verið fjöl- breytt. Áform hefur unnið að mark- aðssetningu á lífrænni framleiðslu, bæði kjöti, mjólkurafurðum og græn- meti, sölu á mjólkurafurðum, sölu á íslensku handverki, sölu á eldisfiski og sölu á lambakjöti. Áform hefur einnig styrkt rannsóknir á kadmíum í jarðvegi á Íslandi, umhverfisátak Græna hersins, tilraunir með niður- fellingu á húsdýraáburði, námskeið í vefsíðugerð, matreiðsluþætti fyrir sjónvarp, gerð kynningarefnis um lambakjöt, rannsókn á þungmálmun í mosa, rannsókn á íslenskum lækn- ingajurtum og margt fleira. Ríkisendurskoðun vann stjórn- sýsluúttekt á verkefninu árið 1999 og er þar nokkuð gagnrýnt að verkefna- val átaksverkefnisins spanni of vítt svið og meðal annars af þeirri ástæðu sé erfitt að meta árangur, sem mæl- anlegur sé eftir tölulegum mæli- kvörðum. Stofnunin segir að af lestri fundargerða verkefnisins megi þó greina að ýmislegt hafi áunnist. Ár- angurinn felist fyrst og fremst í því að tekist hafi að koma inn viðhorfs- breytingu hjá mönnum til gæðastýr- ingar í landbúnaði. Áform hefur lagt áherslu á mark- aðssetningu lambakjöts erlendis og þá ekki síst í Bandaríkjunum. Í haust spurði Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður um kostnað ríkissjóðs við markaðssetningu á íslensku lambakjöti á árunum 1998–2002. Í svarinu kemur fram að kostnaðurinn hafi numið 28,9 milljónum, en þar af fóru 19,3 til markaðssetningar á lambakjöti í Bandaríkjunum. Næst- mest fór til markaðssetningar í Dan- mörku eða 7,5 milljónir. Laun framkvæmdastjóra Áforms falla ekki undir þennan kostnað í svari landbúnaðarráðuneytisins, en eitt af stærstu verkefnum hans síð- ustu ár hefur einmitt verið að vinna að markaðssetningu lambakjöts er- lendis. Erfitt er hins vegar að skil- greina með nákvæmum hætti hve stór hluti af hans starfi hefur farið í að vinna að sölu á lambakjöti erlend- is. Áform hefur unnið að markaðssetningu íslenskra afurða frá 1995 Hefur fengið 250 milljónir á 10 árum NÁLÆGT tvö þúsund sæti hafa verið bókuð síðustu daga á nýjan áfangastað Sumarferða, Calpe, á Spáni. Að sögn Helga Jóhannssonar hjá Sumarferðum fóru tvö þúsund sæti á vef ferðaskrifstofunnar um miðjan dag á sunnudag og var búið að panta nánast öll í gær. Calpe er 25 þúsund manna hafn- arbær um klukkustundarakstur frá Valencia og Alicante. Eru Sum- arferðir eina íslenska ferðaskrif- stofan sem býður ferðir þangað. „Við kynntum um helgina sölu á ferðum til Calpe sem best geymda leyndarmálið á Spáni og við höfð- um alveg rétt fyrir okkur,“ segir Helgi. Hann segist tæpast muna eft- ir viðlíka viðbrögðum áður vegna bókana á sumarleyfisferðum. Að stærstum hluta er um að ræða net- bókanir en um 16–17 þúsund heim- sóknir voru á vef Sumarferða á sunnudag og mánudag. Að sögn Helga var ætlunin að selja ferð- irnar fram eftir sumri og verður nú athugað hvort unnt verði að bjóða upp á fleiri sæti þangað. Sum- arferðir fljúga tvisvar í viku til Alicante í sumar en bjóða upp á gistingu á Benidom, Albir og í Calpe. Hátt í 2.000 sæti til Calpe seld á 2 dögum RUNÓLFUR Ágústsson, rekt- or á Bifröst, fer með staðlausa stafi þegar hann heldur því fram að Háskóli Íslands fái meira á hvern nemanda en svo- kallaðir einkaskólar, segir Ágúst Einarsson, deildarfor- seti Viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla Íslands. „Þarna leggur Runólfur sam- an kostnað við alla nemendur í Háskóla Íslands og býr þannig til meðaltal fyrir Háskóla Ís- lands þar sem er innifalin dýr kennsla í læknisfræði og raun- vísindum og ber það saman við ódýra kennslu í viðskiptafræði á Bifröst,“ segir Ágúst. „Þetta heitir að leggja saman epli og appelsínur og er einfald- lega rangt. Staðreyndirnar eru skýrar. Allir háskólar á Íslandi fá greitt frá ríkinu fyrir kennslu eftir sama líkani. Það er sama fjárhæð greidd fyrir hvern nemanda af hálfu ríkisins til kennslu í viðskiptafræði í Háskóla Íslands, Bifröst og Háskólanum í Reykjavík. Sjálfseignarstofnanir á há- skólastigi, eins og Bifröst og Háskólinn í Reykjavík, hafa auk þess rétt til að taka skóla- gjöld,“ segir Ágúst. Háskólamenn snúi bökum saman Ágúst segir að málflutningur Háskóla Íslands hafi snúist um fjármagn til kennslu en ekki til rannsókna. Háskóli Íslands sé hins vegar eini skólinn sem hef- ur rannsóknasamning við ríkið. „Meginvandi háskólastigsins er að það vantar meira fjármagn til málaflokksins til að það sé svipað og á öðrum Norðurlönd- um. Það væri því nær að há- skólamenn sneru bökum saman í þeirri umræðu,“ segir Ágúst. Segir saman- burð á HÍ og einka- skólum rangan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.