Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ E nn eitt ár liðið sem markar áframhaldandi uppgang mynd- listar og fjöltækni í heiminum, nýtt hafið með miklum vænt- ingum. Sem fyrr leitaði hið virta listtímarit, art das Kunstmagasin, í Hamborg, til 10 gagnrýnenda heimspressunnar og spurði þá álits á eft- irminnilegasta viðburði ársins 2003 á sýn- ingavettvangi, þarnæst þeim slakasta, loks hver væri eftirtektarverðasti frjósprotinn. Eða orðrétt: 1) Hvaða sýning ársins 2003 var að þínu mati mikilvægust og af hverju? 2) Hvaða sýning ársins 2003 olli þér mestum von- brigðum eða reiði og af hverju? 3) Hvaða listakona, hvaða lista- maður, sem í fyrsta skipti varð á vegi þín- um árið 2003 vakti mesta athygli þína? Var árviss venja mín að birta umsagnir þeirra svo til orðrétt um nokkurra ára skeið, en að því kom að mér þótti romsan of lang- dregin í dagblað og hætti um stund. Er svo er komið þykir mér rétt að byrja aftur þó í sam- þjappaðra formi, fellur að vikulegum pistlum mínum sem lið í samræðu dagsins. Gagnrýn- endurnir sem um ræðir eru frá Vínarborg, Zü- rich, Róm, London, Frankfurt, París, Münc- hen, New York, Hamborg og Berlín. Áður voru það vel kunnug nöfn og þeir sömu um langt árabil, en síðustu ár hefur farið fram mikil og gagnger uppstokkun og þekki ein- ungis til eins þeirra, Axels Hechts, ritstjóra áðurnefnds listtímarits. En þótt segja megi að liðið hafi verið yngt upp, hefur lítil breyting orðið á því að fæstir eru sammála um þennan gang, nema hvað snertir spurninguna um verstu framkvæmdina. Þar setja fjórir Tvíær- inginn í Feneyjum ótvírætt og kirfilega í þann flokk, en einn óvænt í fyrsta flokk en þá sem hina fullkomnu ímynd ringulreiðar nútímans; ...„perfectes abbild der Konfusion der heuti- gen Zeit“. Ekki glæsileg útkoma einkum vegna þess hve afdráttarlaust hún er í fram- setningu þeirra, einn nefnir tvíæringinn hundadaga listarinnar, annar þann slakasta nokkru sinni. Þetta þó allt fólk með ríka til- finningu fyrir samtímalist svo sem val þeirra á athyglisverðasta nýgræðingi ársins gefur til kynna, þannig mun ekki um neina tegund íhaldssemi að ræða. Af öllu má ráða að liðið er ekki ýkja hrifið af stefnumörkun sýning- arstjórans Francesco Bonamis, né því að hann afsalaði sér ábyrgð með því að ráða ellefu aðra sýningarstjóra við hlið sér. Velja svo lista- stefnunni kjörorðið, Draumar og árekstrar – alræðisvald áhorfandans (!), með sérstakri áherslu á seinna atkvæðið!! Og ef menn muna þá afgreiddi Henrik Wivel sýninguna strax í upphafi í Weekendavisen: „Tvíæringurinn í Feneyjum – 50 ára hátíðarsýning, er stæri- sjúkt yfirskipulagt sjó, gagnsýrt kórréttum pólitískum skilaboðum“, bætir svo við; að allt tal um alræðisvald áhorfandans sé hræsni. Ax- el Hecht er líka ómyrkur í máli, segir Bonami hafa lofað hátíðarsýningu með list sem fersku framhaldi myndhverf- ingar heimsins, en útkoman hefði ver- ið þetta venjulega samsull; potpourri. Forleikur Bonami við innganginn að sýningarsvæðinu „Clandestini“, eins og ólöglegir innflytjendur á Ítalíu nefnast, segir hann að hafi seinni hluta dags virkað líkastur klárri óskammfeilni þegar að landi bar bát með Norður-Afríkubúum yfirkomn- um af þorsta ... Vekur furðu að engir tveir gagn- rýnendanna komast að sömu nið- urstöðu um athyglisverðustu fram- kvæmd ársins, sem ég held að ekki hafi skeð áður. Tveir tengdasynir Ís- lands komast hér á blað; Ludmila Vachtova, óháður listrýnir frá Zürich, gefur sýningu á verkum Dieter Roth í Basel atkvæði sitt, þó ásamt Bridget Riley á Tate Millbank og stórsýning- unni Berlín- Moskva, í Martin- Gropius húsi í Berlín. Annar kven- kyns rýnir, Kim Levin að nafni, sem skrifar í blaðið „The Village Voice“, New York, setur landa sinn Matthew Barney á stall fyrir Cremaster- kvikmyndaröðina, og líkir honum um sumt við Joseph Beuys. Í þessu sambandi er rétt að fram komi, að Harald Fricke, gagnrýnandi við Tagesseitung, Berlín, segir að árið 2003 hafi myndbandalist verið dæmd út í kuld- ann, out, hún takmarkist við „svarta boxið“ og sé of tímafrek fyrir skoðendur. Bætir svo við; ánægjulegt að sýning Douglas Gordons á Ha- yward Gallery, London, afsannaði staðhæf- inguna hún hafi verið mögnuð í framsetningu með ljósmyndum og innsetningum. Eins konar völundarhús kvikmyndasögunnar, sál- fræðilegir öfgar og draumkenndar afhjúpanir. Skrifari var öllu minna á vettvangi en þetta fólk sem flýgur heimsálfa á milli til að vera með á nótunum og er yfirleitt á staðnum á for- opnunum, sem geta tekið upp undir viku á stærstu viðburðunum. En þær heimildir sem ég hef aðgang að hafa reynst mjög traustar í áranna rás. Eins og nýlega segir í Sjónspegli, vakti það athygli Axel Hechts, sem að ég best fæ séð fer á milli allra kaupstefna, að gömlu aðferðirnar, málverkið og teikningin eru í mik- illi framsókn. Uppgangurinn varð þó sýnilegur fyrir tveim árum eða meir og kannski hefur viðtal við Bob Dylan í Der Spiegel í septemberbyrjun 1991 haft nokkur áhrif. Við- talið er mikill og þversagnakenndur orða- leikur, til að mynda segir hann bókmenntir hafa lifað sig, segist þó hafa mikinn áhuga á framsæknum bókmenntum yngri kynslóða en uppgötvi þó ekkert nýtt í þeim. Um hvað ætti rithöfundur svo sem að skrifa sem ekki má sjá í sjónvarpinu dags daglega og álítur nýmiðla hafa orsakað gengisfall bókmennta. Við lifum á tímum vísindaskáldskapar sem fyrir löngu er orðinn raunverulegur, þar drottni Disney og þemaveruleiki. Bókmenntir hafa lifað sig, kvikmyndir eru hinar nýju bókmenntir, hafi menn eitthvað að segja gera þeir kvikmynd. Hann var þá spurður hvaða kvikmynd honum þætti miklar bókmenntir? Þar liggur einmitt vandamálið, því kvikmyndir geta ekki orðið miklar bókmenntir, þær séu annars flokks list- form. Bókmenntir leiða þig frá höfði að hjarta og til hugsmíða, slíku nær ekkert handrit og enginn leikstjóri. Kvikmyndir eru jafnan í vissri og flatri fjarlægð á tjaldinu, fram að þessu hef ég ekki séð neina kvikmynd sem er betri en léleg bók ... Þetta má allt eins heimfæra á ástandið í myndlistarheiminum sem er margrætt og þversagnakennt, það sem fyrir nokkrum árum var inni er úti fyrr en varir og meginstraumar dagsins hverfa eins og leiftur um nótt að segja má. Hins vegar blífur samræðan og undir hana skal kynt, og þetta þversagnakennda viðtal við Dylan hlýtur að hafa kveikt í mörgum, vakið þá til umhusunar og þannig skal það vera. Í nóvemberlok 2002, birtist grein í Spiegel, fyrirsögnin; Hin ungu illmenni, og segir af nýrri kynslóð málara sem nálgist viðföng sín og viðtekin gildi af mikilli léttúð, eins og reiðum ungum mönnum hefur nú lengi verið tamt. En mál málanna, að viðkomandi hafa tekið pentskúfana fram og munda þá og aðrar málaragræjur af miklum móð, allt annað mál hvort menn séu hér með á nótunum. Þó ekki hægt að horfa framhjá þessari þróun né öðru sem Der Spiegel beinir kastljósinu sérstaklega að. Árið sem leið SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Glæst sýn til fjarlægðar: Tim Eitel: Stöðvarstétt, 2003. Val Axels Hechts ritstjóra art das Kunstmagasin. (Eftirtektarverðasti frjósprotinn 2003.) DÚÓ plús er lítill kammerhópur, skipaður tréblás- aradúóinu Kristjönu Helgadóttur flautuleikara og Ingólfi Vilhjálmssyni klarinettuleikara, Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara og Áka Ásgeirssyni, tónskáldi. Hópurinn heldur tónleika í Salnum í kvöld kl. 20 á vegum myrkra músíkdaga, þar sem leikin verða verk eftir ítölsku tónskáldin Giacinto Scelsi og Fabio Nieder, ameríska stórskáldið El- liot Carter og íslensku tónskáldin Áka Ásgeirsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Ingólfur Vilhjálmsson hefur orð fyrir hópnum: „Verk Scelsis, Koh-Loh fyrir flautu og klarinettu, er samið árið 1966 og er alveg rækilega samofið. Það er varla hægt að tala um dúó. Carter er nú þekktara nafn í samtímatónlistinni, en verk hans, Esprit rude / esprit doux var samið 1984. Þar fara hljóðfærin hins vegar allrækilega í sundur, og varla nóta sem þau spila saman. Það er varla til- finning fyrir púlsi í verkinu heldur.“ Verk Áka Ásgeirssonar, Mínus, verður frum- flutt á tónleikunum, og er jafnframt yngsta verkið á Myrkum músíkdögum í ár, – samið á þessu ári. Hér er það tölva sem leikur með dúóinu, – eða kannski öllu heldur leikur við það. „Þetta er gagn- virkt verk. Við verðum með hljóðnema við hljóð- færin og tölvan vinnur úr þeim upplýsingum sem hún nær í úr okkar leik, og spilar svo á móti okkur eitthvað sem hún byggir á okkar leik. Þannig vit- um við aldrei alveg hvernig útkoman verður. Tölvan er þó forrituð til að bregðast á ákveðinn hátt við okkar leik í hverjum hluta verksins. Hljóðin sem úr henni koma eru bæði ákveðin úr- vinnsla á okkar hljóðum, en líka hennar eigin. Undir lokin skiptum við Kristjana yfir á bassa- klarinettu og altflautu.“ Verk Fabios Nieders er samið 1983 og heitir Jodeln, og er eins og nafnið gefur til kynna undir áhrifum frá austurrísku jóðli. Það er samið fyrir flautu og bassaklarinettu. Ingólfur segir að lokaverkið á tónleikunum Rómansa Hjálmars H. Ragnarssonar frá 1981, skapi skemmtilega sögulega tengingu við verk Áka, þar sem það sé samið á þeim tíma er Myrkir músíkdagar voru að hefja göngu sína. „Rómansan er á gargandi útopnu allan tímann. Hún var heil- mikið flutt á sínum tíma og varð vinsæl. Hún þótti kannski heldur hávær fyrir sinn tíma, en mér finnst tíminn vinna með henni, hún hefur elst mjög vel.“ Ingólfur segir tengsl íslensku verkanna ekki mikil; Áki hafi tölvutæknina, sem ekki var tiltæk þegar verk Hjálmars var samið. „Það hefði tekið þúsund sinnum lengri tíma fyrir Hjálmar að gera í þá daga eitthvað í líkingu við það sem Áki er að gera í sínu verki, og kannski hefði það ekki verið hægt. Annars finnst mér Áki ekki jafnvilltur í sinni tónsmíð og Hjálmar er í sinni. Hjálmar var ungur þegar hann samdi Rómönsuna, en ég veit ekki hvort Áki er nokkuð ungæðislegur í sínu verki. Það er öllu fínlegra.“ Áki ekki jafnvilltur og Hjálmar Morgunblaðið/Þorkell Dúó plús; Kristjana Helgadóttir, Ingólfur Vilhjálmsson, Áki Ásgeirsson og Tinna Þorsteinsdóttir. Í LANDSBÓKASAFNI Íslands – Háskólabókasafni verður opnuð sýn- ing á morgun, fimmtudag, kl. 12, þar sem dregin verður upp mynd af ráð- herratíð Hannesar Hafstein með áherslu á þátt hans í félagslegum umbótum. Í tilefni opnunar sýningarinnar heldur dr. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur erindi um Hannes Hafstein og kvenréttinda- baráttuna og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um Hannes Hafstein og sjálfstæðisbaráttuna í fyrirlestra- sal safnsins. Hannes Hafstein og félagslegar umbætur FRUMSÝNINGU á nýrri óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem vera átti í Lübeck í Þýskalandi sl. föstudag, var frestað vegna veik- inda eins söngvaranna. Nú er fyr- irhugað að frumsýna verkið miðviku- daginn 11. febrúar. Frumsýningu frestað SÆNSKUR barnakór er að hefja göngu sína. Kórinn er ætlaður börn- um á aldrinum 7-12 ára og verða æf- ingar á miðvikudögum í Norræna húsinu. Fyrsta æfingin er í dag og hefst kl. 18. Nánari upplýsingar má sjá á vef- svæðinu www.svenskaforeningen.is. Sænskur barnakór ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.