Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 16
  !"#$# !% &#!' (%)                      !          "                                     !""# #           !     $ %   &           " # $" $# !" % &# $                        !  "#$    % ( ! )   *+ &   !    ,-.+     !""#!""'!""(!""!!""$) ( ! )   /,+"""      FRUMVARP George W. Bush for- seta til fjárlaga næsta árs hefur sætt gagnrýni í báðum stóru flokk- unum í Bandaríkjunum. Repúblik- anar og hreyfingar sem berjast gegn fjárlagahalla gagnrýna hann fyrir að eyða of miklu fé og demó- kratar segja að hann hafi ekki for- gangsraðað málaflokkunum rétt. Bush vill auka útgjöldin til varn- armála um 7% og heimavarna um 10% en auk þess er búist við að for- setinn óski eftir aukafjárveitingu að andvirði 50 milljarða dollara, 3.500 milljarða króna, á næsta ári vegna hersveitanna í Írak og Afg- anistan. Repúblikanar á þinginu lýstu frumvarpinu sem „góðri byrjun“ eða „skrefi í rétta átt“ en gáfu til kynna að þeir vildu breyta því og minnka útgjöldin. „Fjárlagafrumvarp forsetans er góð byrjun á því að fjármagna for- gangsmál okkar og gott svar til demókrata sem leggja til meiri út- gjöld og aukinn fjárlagahalla,“ sagði Tom DeLay, leiðtogi repú- blikana í fulltrúadeild þingsins. Segja frumvarpið „efnahagslegt brjálæði“ Demókratar gagnrýndu forset- ann fyrir að lækka skatta auðugra Bandaríkjamanna þrátt fyrir gríð- arlegan fjárlagahalla og leggja of lítið fé í mikilvæga málaflokka, svo sem menntamál. Joseph Lieberman, frambjóð- andi í forkosningum demókrata vegna forsetakosninganna í nóvem- ber, lýsti stefnu Bush í skattamál- um sem „efnahagslegu brjálæði“. Bush spáir því að fjárlagahallinn minnki um helming á næstu fimm árum, en hreyfingar sem berjast gegn fjárlagahalla sögðu þá spá óraunhæfa, m.a. vegna líklegra aukaútgjalda til hersins, auk þess sem ekki væri tekið nógu mikið til- lit til fjölgunar aldraðra á næstu árum. Wesley Clark annar fram- bjóðandi demókrata í forkosning- unum sagði að takmark Bush væri að koma á skattalækkunum fyrir hina ríku en allir aðrir mættu eiga sig. Frumvarp Bush gagn- rýnt í báðum flokkum Washington. AP. ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 70 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Óskast Erum að leita fyrir opinberan aðila að 70 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Hafið samband við sölumenn Foldar í síma 552 1400 eða 694 1401! Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 562 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is NORÐUR-Kóreumenn hafa samþykkt að taka þátt í viðræð- um sex þjóða um kjarnavopna- áætlanir sínar. Viðræðurnar hefjast 25. þessa mánaðar og fara fram í Peking í Kína. Þetta vekur vonir um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu hugsanlega tilbúin að taka til greina að leggja kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna. Bandaríkin staðfestu þátttöku sína í viðræðunum í gær en önnur ríki sem taka þátt eru Kína, Rússland, Japan og Norður- og Suður-Kórea. Morð á götu í Ósló 25 ÁRA gamall karlmaður var myrtur og annar særðist lífs- hættulega í skotbardaga í mið- borg Ósló í Noregi í gærmorg- un. Norska lögreglan telur að um skipulagt morð hafi verið að ræða og segir hugsanlegt að uppgjör glæpagengja hafi þarna farið fram. Mennirnir, sem eru af erlendu bergi brotnir, voru skotnir í brjóstið. Þeir voru báð- ir fluttir á sjúkrahús, annar þeirra lést af sárum sínum þeg- ar þangað var komið. Árásar- mennirnir voru að minnsta kosti tveir og flúðu af vettvangi á brúnum Chevrolet, sem fannst síðar brunninn til kaldra kola. Rísín á þing- skrifstofu EITUREFNIÐ rísín fannst í fyrradag í bréfi á skrifstofu Bills Frists, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Virðist engum hafa orðið meint af því en efnið er 6.000 sinnum öflugra en blásýra. Þetta er í annað skiptið sem eiturefni finnst á skrifstofu leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni en 2001 fundust miltisbrands- gerlar í bréfi, sem stílað var á tvo öldungardeildarþingmenn. Frist sagði í gær að hér væri um glæpsamlegan verknað að ræða og yrði hann rannsakaður sem slíkur. Auðvelt er að framleiða rísín en það er unnið úr fræjum kristpálmans og er ákaflega eitrað eins og fyrr segir. Vilja herlaust svæði TAÍVANAR leggja til að skil- greint verði herlaust svæði á milli Kína og Taívan og tengslin á milli þjóð- anna verði bætt, m.a. að skipaðir verði sendi- fulltrúar í löndunum og tengsla- skrifstofur opnaðar. Forseti landsins, Chen Shui-bian, til- kynnti þetta í gær, en talið er að hann vilji slá á þær gagnrýnis- raddir sem segja að hann hafi ögrað kínverskum stjórnvöldum undanfarið. Þjóðaratkvæða- greiðsla um samskiptin við Kína á að fara fram 20. mars en Bandaríkjamenn og Frakkar hafa gagnrýnt atkvæðagreiðsl- una þar sem þau telja að hún geti storkað Kínverjum og kom- ið hinum viðkvæmu samskiptum á milli þjóðanna í uppnám. Eng- in svör höfðu borist frá Kínverj- um í gær enda er vinsamlegra viðbragða ekki vænst. STUTT Tilbúnir í viðræður Chen Shui-bian Eidesgaard kjörinn lögmaður JÓANNES Eidesgaard var í gær kjörinn lögmaður Færeyja. Lög- þingið samþykkti Eidesgaard í at- kvæðagreiðslu og er stjórnar- myndun þar með lokið í Færeyjum. Eidesgaard, sem tilheyrir Jafn- aðarflokknum, tekur við af Anfinn Kallsberg sem hefur verið lögmað- ur síðustu sex árin. Eidesgaard er ellefti lögmaður Færeyja frá því heimastjórn var sett á fót árið 1948. Þá var formlega tilkynnt um sex ráðherra í nýrri samsteypustjórn Sambandsflokksins, Jafnaðar- flokksins og Fólkaflokksins. Ráðherrarnir eru: Jógvan á Lakjuni sem fer með menntamál, Jógvan við Keldu sem verður heimastjórnarráðherra, Bjarni Djurholm fer með atvinnu- mál, Hans Pauli Strøm, fer með heilbrigðismál, Johan Dahl verður sjávarútvegsráðherra og Bárður Nielsen fjármálaráðherra. LEITAÐ var í allan gærdag að lifandi fólki í rústum íbúðablokkar, sem hrundi til grunna í borginni Konya í Tyrklandi í fyrrakvöld. Í gær- kvöld var búið að finna lík 15 manna en 29 menn höfðu verið dregnir lifandi úr rústunum. Var þá meira en 100 manna saknað. Ahmet Kayhan, borgarstjóri í Konya, sagði í gær, að heyrst hefði til fólks undir rústunum og var allt kapp lagt á að ná því út. Er byggingin, sem var 11 hæðir, nú aðeins fimm metra hár grjóthaugur. Talið er, að slysið megi rekja til sviksamlegra vinnubragða en þeim er oftar en ekki um að kenna stórslys af þessu tagi. Nesibe Tosun, kona, sem bjó í blokkinni og lifði af, sagði, að hún hefði verið alsett rifum og sprungum. Þá sagði einn björgunarmannanna, að það væri eins og sem- entið hefði vantað í steypuna. „Það er eins og húsið hafi verið byggt úr möl og sandi,“ sagði hann. Fréttir voru um, að sprenging hefði orðið í hitakerfi hússins en embættismenn vildu ekki staðfesta það. Sögðu þeir, að fólk í grennd hefði ekki orðið vart við neina sprengingu. Um 100 manna saknað eftir húshrun Reuters Ankara. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.