Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert einlæg/ur, lífleg/ur og skemmtileg/ur og ferð ekki alltaf hefðbundnar leiðir. Þú þarft að taka mikilvægar ákvarðanir á árinu. Veldu vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu börnum sérstaka þol- inmæði í dag. Börn læra ekki síður af því sem fyrir þeim er haft en því sem þeim er sagt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir lent í deilum við for- eldra þína eða yfirmenn í dag. Reyndu að halda friðinn. Það auðveldar ykkur öllum lífið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu varlega í umferðinni í dag, hvort sem þú ert akandi, á hjóli eða gangandi. Það er hætt við truflunum sem geta leitt til slysa. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert á báðum áttum um það hvort þú eigir að kaupa eitt- hvað í dag eða ekki. Hlustaðu á röddina sem heldur aftur af þér og bíddu fram að helgi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samskipti þín við maka þinn og nána vini eru eitthvað stirð í dag. Reyndu að láta þig fljóta með straumnum. Þetta er ekki rétti dagurinn til að telja aðra á þitt band. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki láta efasemdir um eigið ágæti halda aftur af þér. Þú verður að hafa trú á sjálfri/ sjálfum þér til að skila vel unnu verki. Gerðu það upp við þig hvað þú ætlar að gera og taktu svo til óspilltra málanna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er hætt við að sú athygli sem þú sýnir vini þínum geri maka þinn afbrýðisaman. Það getur verið erfitt að gera öllum til geðs en reyndu þó að sýna tillitssemi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hætt við að deilur þínar við einhvern veki athygli ann- arra í dag. Þú gætir jafnvel lent í rifrildi á almannafæri. Reyndu að halda stillingu þinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver setur sig upp á móti áætlunum þínum um ferðalög eða framhaldsnám. Láttu það ekki á þig fá heldur bíddu eftir betra tækifæri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir lent í vandræðum í fjármálunum í dag. Þú gætir líka þuft að bíða lengur en þú áttir von á eftir samþykki ein- hvers. Reyndu að sýna still- ingu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki missa kjarkinn í vinnunni í dag. Þótt þér finnist þú ekki alltaf metin/n að verðleikum þá færðu þann stuðning sem þú þarft á að halda þegar á reynir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ástarmálin líta ekki nógu vel út í dag. Þér finnst þú ekki fá þá ást sem þú átt skilið. Reyndu að gera ekki of mikið úr þessu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KYSSTI MIG SÓL Kyssti mig sól og sagði: Sérðu ekki hvað ég skín? Gleymdu nú vetrargaddinum sára, gleymdu honum, ástin mín. Nú er ég átján ára. Þá dunaði haustsins harpa í hug mínum þungan slátt. Því spurði ég: Geturðu gleymt þessum rómi, sem glymur hér daga og nátt og býr yfir dauðadómi? Því blaðmjúkra birkiskóga bíður lauffall og sorg, og vorhuga þíns bíða vökunætur í vetrarins hljóðu borg. Við gluggana frosna þú grætur. - - - Guðmundur Böðvarsson LJÓÐABROT Á NÆSTU tíu dögum verð- ur lagt “próf “ fyrir les- endur. Ein þraut á dag, þar sem mest er hægt að vinna 10 stig fyrir hárrétta lausn, en stundum minna ef lausn- in er að hluta til rétt. Há- marksárangur út úr 10 þrautum er auðvitað 100 stig, en það telst gott að ná 50 stigum eða meira. Þrautirnar verða af ýms- um toga og svörin og stigin verða birt jafnóðum. Því er mikilvægt að kíkja ekki strax á allar hendur og góð aðferð til þess er að breiða pappírsörk yfir neðri hluta greinarinnar: Þraut eitt: Norður ♠10864 ♥842 ♦D542 ♣Á2 Suður ♠ÁKDG9 ♥ÁK6 ♦ÁK98 ♣10 Suður spilar sex spaða og útspilið er laufkóngur. Trompið liggur ekki 4-0. Hvernig er best að spila? ------- Norður ♠10864 ♥842 ♦D542 ♣Á2 Vestur Austur ♠752 ♠3 ♥G975 ♥D103 ♦3 ♦G1076 ♣KDG93 ♣87654 Suður ♠ÁKDG9 ♥ÁK6 ♦ÁK98 ♣10 Lausn: Eina hættan er 4-1 lega í tígli, þar sem sami mót- herji á G10xx. En við þeirri hættu á sagnhafi skothelt svar. Hann tekur á laufás og trompar lauf. Af- trompar svo mótherjana í þremur umferðum, LEGG- UR NIÐUR tígulás (eða kóng), spilar svo ÁK og þriðja hjartanu. Það er sama hvor mótherjinn lendir inni: þeir verða að annað hvort að spila í tvö- falda eyðu eða hreyfa tíg- ulinn og þá er einfalt mál að verka litinn. Stig: Ofangreind lausn: 10 stig. Ef þú trompaðir lauf, en “gleymdir“ að taka hámann í tígli: 5 stig. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. d3 Rc6 3. Rc3 Bc5 4. Be3 Bxe3 5. fxe3 Rge7 6. Rf3 O-O 7. Be2 d6 8. O-O Rg6 9. a3 f5 10. exf5 Bxf5 11. e4 Bd7 12. Rd5 Rce7 13. c4 c6 14. Re3 Db6 15. Dd2 Rf4 16. Kh1 Hf6 17. b4 Reg6 18. g3 Rh3 19. Rg1 Haf8 20. Hxf6 Hxf6 21. Rxh3 Bxh3 22. Bf1 Dd4 23. Rc2 Staðan kom upp í Skákþingi Reykja- víkur en því lýkur í kvöld. Kristján Eð- varðsson (2245) hafði svart gegn Helga Brynjarssyni (1460). 23... Dxa1! og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 24. Rxa1 Hxf1#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF Bústaðakirkja. Starf aldraðra kl. 13–16.30. Spilað, föndrað, helgistund og gáta. Gestur sr. Ólafur Skúlason biskup. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samverustund- irnar láti kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrir- bænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund fyrir aldraðra kl. 14.00. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10– 12, fræðsla: sjúkdómar barna, Ragnheiður Elísdóttir, barnalæknir. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Sam- verustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Samveru- stund fyrir 10–12 ára kl. 17. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund og bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (300 kr.). Kl. 13–16 Opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki kom- ast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Göngu- hópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudags- morgna. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirsdóttir og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. TTT-starf kl. 16.15. (5.–7. bekkur). Umsjón Þorkell Sig- urbjörnsson. Fermingartími kl. 19.15. Ung- lingakvöld Laugarneskirkju kl. 20 í umsjá Sigurvins Jónssonar og Sigríðar Tryggvadótt- ur. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Um- sjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur og um- ræður kl. 17. Lesið úr ævisögu sr. Árna Þórarinssonar. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Fyrirbæna- messa kl. 18.00. Sr Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg- inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegisverð- ur eftir stundina. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boðið til bænastunda í kapellu safnaðarins á ann- arri hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bæna- stund. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í hádeg- inu. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkj- unnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM og KFUK kl. 20–21.45. (Sjá nánar: www.digra- neskirkja.is) Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyr- irbænir og altarisganga. Boðið er upp á létt- an hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora nám- skeið kl. 20. Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheimilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl. 20–22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverð- ur kl. 12.30 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í vikulegar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góð- ar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman foreldrar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borg- ara er síðan frá kl. 13.00–16.00. Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta notalegar samverustundir í hlýlegu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lága- fellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum, kl. 17.30 TTT, yngri og eldri, í Landakirkju. Er einhver áhugi á því að fara á mót á þessu missari? Sr. Fjölnir Ásbjörnsson, Esther Bergsdóttir og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K heim- ilinu hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K. Esther Bragadóttir æskulýðs- fulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarn- ir. Fastir viðtalstímar presta kirkjunnar er þriðjudaga til föstudaga kl. 11–12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.00. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkju- lundi kl. 12.25 – súpa, salat og brauð á vægu verði – allir ald- urshópar. Umsjón: Helga Helena Sturlaugsdóttir. Æfing Barnakórs Keflavíkurkirkju kl. 16–17 og Kórs Keflavíkurkirkju frá 19.00–22.30. Stjórnandi: Hákon Leifsson. Inngangur að siðfræði fyrir þá sem hafa áhuga í minni sal Kirkjulundar kl. 20.15–21.00. Umsjón: Ólafur Oddur Jónsson. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. „Traust“ sálmur 20. Ræðumaður Leifur Sigurðsson. Ein- söngur: Þórður Búason. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir. Fríkirkjan Kefas. Samverustund unga fólks- ins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð, fræðsla og lestur orðsins. Nánari upplýsingar á www.ke- fas.is Glerárkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Almenn fræðslukvöld kl. 19.30. SafnaðarstarfMEÐ MORGUNKAFFINU Jú, þetta er erfitt eins og ég sagði við gamla klefa- félagann minn þegar löggurnar tóku mig fyrir mannát, en … Nei, ég er ekki húsmóðirin. Ert þú húsbóndinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.