Morgunblaðið - 04.02.2004, Side 46

Morgunblaðið - 04.02.2004, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.com Tilnefning til óskarsverðlauna1 Sannkölluð kvikmyndaperla í anda Forrest Gump. Í leikstjórn Tim Burtons. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. SV Mbl. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur uppi peningalaus. Með hinni frábæru Dakotu Fanning.  Kvikmyndir.com Tilnefning til óskarsverðlauna1 Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 4, 6 og 8. B.i. 12. kl. 5 og 9. Yfir 90.000 gestir TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA. M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI 11 Tilnefningar til óskarsverðlauna Sýnd kl. 4. Með ísl. tali. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sannkölluð kvikmyndaperla í anda Forrest Gump. Í leikstjórn Tim Burtons. „Glæsilegt ævintýri. Hreinn unaður frá upphafi til enda.“ Fréttablaðið SV Mbl. Skiptar skoðanir eru vestanhafs með bók JonathansLethems, The Fortress ofSolitude, sem kom út í september síðastliðnum. Nokkrum dögum áður en bókin kom út birtist í vefritinu Salon.com umsögn um hana þar sem því var meðal annars slegið fram að hin „stórkostlega bók Lethems, The Fortress of Sol- itude, [skipi] honum í fremstu röð bandarískra skáldsagnahöfunda“. Í kjölfarið hafa menn síðan ýmist keppst um að lofa hana eða lasta, segja hana sönnun þess að Lethem sé með fremstu rithöfundum Bandaríkjanna, eða kveinka sér yf- ir því hve bókin sé löng, stíllinn of þéttur og allt of mikið af smáat- riðum. Flestir málsmetandi gagn- rýnendur vestan hafs virðast þó á einu máli, The Fortress of Solitude er ein besta ef ekki besta bók sem kom út þar í landi á síðasta ári. Lærði málaralist Lethem, sem fæddur er 1964, varð snemma listhneigður og lærði málaralist í listaskóla í New York áður en hann hélt í framhaldsnám í Vermont. Þegar þangað var komið var bókmenntaáhuginn búinn að ná yfirhöndinni og hann tók að skrifa sem mest hann mátti. Honum gekk illa að fá fyrstu skáldsögu sína, Heroes, gefna út en eftir að hann tók að skrifa smásögur gekk hon- um betur að koma verkum sínum á prent. Hann skrifaði smásögur í ýmsum stílum en framan af aðal- lega vísindaskáldsögur og var með- al annars nálægt því að hljóta verð- laun fyrir eina slíka sögu fyrir rúmum áratug. Fyrsta skáldsagan, vísindaskáldsagan Gun, with Occasional Music, kom út 1994 og síðan Amnesia Moon 1995, smá- sagnasafnið The Wall of the Sky, the Wall of the Eye 1996, As She Climbed Across the Table 1997, vestrinn Girl in Landscape 1998 og Motherless Brooklyn, sem kom út 1999 og fékk Gullna rýtinginn sem besta glæpasaga ársins það ár, auk fleiri verðlauna Undir lok áttunda áratugarins bjó Lethem í San Francisco en fluttist síðan á heimaslóðir, Brook- lyn-hverfi í New York, 1996, þar sem hann hefur búið síðan. Athvarf Superman The Fortress of Solitude, virki einsemdarinnar, dregur nafn sitt af athvarfi Superman sem áhuga- menn um teiknimyndasögur kann- ast allir við, en hann kom sér upp slíku athvarfi þar sem hann gat verið út af fyrir sig, norður undir pólnum í grimmdarfrosti og kulda. Bókin Brooklyn-bók gerist í Brooklyn og segir frá breytingun- um sem verða á hverfinu á áttunda áratugnum fram á okkar daga, hvernig eiturlyf og fátækt eyði- lögðu líf að segja allra þeirra sem ekki komust úr hverfinu, sátu eftir og hrörnuðu með því. Lethem ólst sjálfur upp í Brooklyn og þótt bók- in sé ekki ævisöguleg býr söguper- sónan, Dylan Ebdus, nánast á sama stað og Lethem sjálfur í æsku og er að auki jafnaldri hans, á sama afmælisdag. Foreldrar Ebdus lifa bóhem-lífi, kæruleysislegu og frjálslegu lífi og kæra sit lítt um hefðbundin gildi. Þó ekki segist Lethem hafa átt svo sveimhuga foreldra voru þau virk í að mótmæla Víetnamstríðinu og hann segir að sem barn hafi hann verið með það á hreinu að Nixon væri illur, álíka og Drakúla sagði hann í viðtali við The Paris Review um líkt leyti og Fortress of Sol- itude kom út. „Þegar ég svo komst að því að Rod Serling, Philip K. Dick og Thomas Pynchon voru sammála mér í því að forsetinn væri illt tölvustýrt vélmenni var það mjög ánægjuleg tilfinning að aðrir væru líka búnir að átta sig á því.“ Önnur gerð kúgunar Þegar Lethem fluttist með fjöl- skyldu sinni til Brooklyn 1968 bjuggu þar nánast eingöngu negr- ar og portoríkanar og þannig voru aðeins þrír hvítir nemendur í hverfisskólanum að honum með- töldum. Eins er því farið með Dylan Ebdus, hann er eini hvíti nemandi skólans og á fyr- ir vikið erfitt með að eignast vini þar til hann kynnist Mingus Rude, syni eiturlyfjasala og tón- listarmanns. Rude verður besti vinur hans og verndari og um leið táknmynd fyrir það hvernig blökkumannasamfélag hverfisins hnignar, rotnar fyrir áhrif eitur- lyfja og eymdar. Koma fjölskyldu Lethems og líka Ebdus í svert- ingjahverfið er fyrsti vísir þess að það sé að breytast, leysast upp, sumpart fyrir vandann sem nagar það innan frá en líka sumpart fyrir þrýsting frá hvítum innflytjendum í hverfið, hvítum miðstéttarfjöl- skyldum sem vaða ekki í seðlum en niðurstaðan er sú sama, fjölskyld- urnar sem fyrir eru standast ekki nýja fólkinu snúning, hafa ekki efni á að búa í hverfinu sínu lengur og með því hverfur menningarheimur. Bók Lethems hefur þannig vakið umræðu fyrir söguna af því hvern- ig frjálslynt hvítt menna- og lista- fólk fluttist í borgarhverfi í New York, oft til að sýna fram á að þeim þætti ekkert að því að búa innan um svarta, en gerðu um leið svört- um ókleift að búa þar lengur. Í við- tali í Guardian segir Lethem að víst hafi kynþáttafordómar verið bannaðir með lagasetningu og að vissu leyti í vitund almennings, „en margir svertingjar nutu ekki rétt- indanna vegna þess að þeir voru undirstétt. Það beið þeirra önnur gerð kúgunar, stéttakúgun. Þegar réttindabaráttunni lauk með sigri kom í ljós að allir gyðingarnir og hipparnir og listamennirnir voru hvítt miðstéttarfólk en svertingj- arnir jafn fátækir og forðum.“ Virki einsemdarinnar Bandaríski rithöfundurinn Jonathan Lethem er ýmist talinn með fremstu rit- höfundum Bandaríkjanna eða menn kveinka sér yfir orðgnóttinni í verkum hans. Árni Matthíasson segir að flestir séu þó sammála um að ný bók hans, The Fortress of Solitude, sé með bestu verkum síðasta árs vestan hafs. Jonathan Lethem A Gathering Light eftir Jennifer Donnelly. 464 síður innb. Bloomsbury gefur út. MEÐ eftirminnilegustu unglinga- bókum sem rekið hefur á fjörur mín- ar á síðustu mánuðum er þessi frum- raun Jennifer Donnelly. Sagan gerist um aldamótin 1900 og sögu- persónan, hin sextán ára gamla Mattie Gokey, elst upp í sárri fá- tækt hjá föður sínum og systkin- um við Elgsvatn í Adirondack-fjöll- um nyrst í New- York-fylki. Lífs- baráttan er hörð og ekki er það til að auðvelda henni lífið að móðir barnanna er fallin frá fyrir nokkru og því lendir allt of mik- ið á herðum hinnar ungu Gokey. Til viðbótar við allt saman kemur síðan sterk óþreyja hennar eftir því að komast til náms, því stúlkan hefur miklar gáfur. Vonarglætan er svo þegar hún kemst að sem þjónustu- stúlka á gistiheimili við Elgsvatn að henni takist að afla nógu mikils fjár til að geta staðið straum af í það minnsta upphafi náms í New York hvað sem síðar verður, þótt það togi vitanlega í hana að hjálpa fjölskyld- unni og einnig piltur sem er farinn að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Sá voðaatburður á sér stað að ung stúlka ferst í vatninu og fylgdarmað- ur hennar týnist og sú atburðarás á eftir að hafa talsverð áhrif á það hvaða ákvörðun Gokey unga tekur að lokum. A Gathering Light, sem heitir reyndar A Northern Light vestan hafs, hefur ekki síst vakið athygli fyrir það að hún byggist á sönnum atburðum, frægu morðmáli frá því um þarsíðustu aldamót, en kveikjan að bókinni var að sögn er Donnelly las An American Tragedy by Theo- dore Dreiser sem byggist á sama morðmáli. Donnelly hleypur fram og aftur í tíma í frásögninni sem kemur vel út og persónurnar eru almennt lifandi og eðlilegar nema kannski kennslu- konan sem hvetur Gokey, hún er full klisjukennd í frelsisbaráttu sinni þótt lesandi fái sterka samkennd með henni. Aukapersónur í bókinni eru margar skemmtilega skrifaðar og gæða frásögnina lífi og þótt sagan sé átakanleg á köflum er hún líka full af kímni og hlýju. Heimurinn sem Donnelly dregur upp er sannfærandi og greinilegt að hún hefur unnið heimavinnuna sína vel. Árni Matthíasson Bækur Ástir og örlög við Elgsvatn Playing with Fire eftir Peter Robinson. 384 síður innb. Macmillan gaf út í jan- úarbyrjun. PETER Robinson hefur skrifað allnokkrar bækur um lögreglufor- ingjann Alan Banks frá því fyrsta bókin, Gallows View, kom út fyrir tæpum aldarfjórðungi. Ekki hef ég tölu á hve bækurnar eru margar, líklega vel á annan tuginn, en hann er höfundur þeirrar gerðar að maður þreytist seint á honum. Einnig hefur Banks tekið út þroska á þeim árum sem liðin eru, kannski ekki alltaf nógu mikinn þroska eins og síðar verður vikið að, en þó breyst með tímanum og tekist að verða trúverðug sögupersóna. Bókin hefst þar sem Robinson og fulltrúi hans Annie Cabot eru kölluð til vegna brennandi báta í síki, enda var fólk um borð og um íkveikju að ræða. Inn í rannsóknina blandast síðan sitthvað óskemmtilegt sem ekki er vert að rekja hér, ástarlíf Banks og Cabbot og svo má telja. Brennuvargurinn hefur þó ekki lok- ið sér af, hann er með fleira mis- jafnt í huga og svífst einskis til að koma í veg fyrir að upp um sig komist. Robinson er býsna góður penni, skrifar skýran og læsilegan texta og fléttan er alla jafna vel snúin, sjá til að mynda bók hans frá í fyrra, The Summer That Never Was. Að þessu sinni hefur hann aftur á móti ekki falið illmennið eins vel og áður, eða í það minnsta var maður ekki lengi að átta sig á hver sökudólgurinn væri, persóna sem var að auki held- ur ótrúverðug. Bókin er þó ágæt af- þreying eins og bækur um Banks eru almennt, og ekki skemmir að endirinn brýtur skemmtilega upp ímynd sem var kannski orðin full- stöðluð; gaman verður að sjá hvern- ig Robinson spilar úr því. Eins og jafnan er Banks lög- regluforingi í vandræðum í einkalíf- inu, of mikið af tilfinningaflækjum, og satt best að segja er ég orðinn heldur leiður á því hve lengi hann er að leysa úr skilnaðinum, eins skynsamur maður og hann annars er. Vonandi er gott uppgjör fram- undan í næstu bók svo þessi mál séu frá, það má þá skaffa honum annars konar vesen í samskiptum við konur, af nógu er að taka þar sem einmana lögregluforingjar eru annars vegar. Árni Matthíasson Bækur Barist við brennuvarg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.