Morgunblaðið - 03.03.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.03.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Bolir í miklu úrvali Margir litir - Margar gerðir Gott verð Hallveigarstíg 1, s. 588 4848 Full búð af flottum fötum Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Samfella án spanga Stærðir 75-115 b, c, d, e ALLS sóttu sjö umsækjendur um stöðu skólastjóra við Val- húsa- og Mýrarhúsaskóla, en umsóknarfrestur rann út 25. febrúar sl. Umsækjendurnir eru Fríða Regína Höskuldsdóttir skóla- stjóri, Helga Arnfríður sál- fræðingur, Jörundur Ákason kennari, Magnús Ingimundar- son, deildarstjóri í Iðnskólan- um í Reykjavík, Ragnhildur Guðjónsdóttir BA, Sigfús Grét- arsson skólastjóri og Sigríður Hrefna Jónsdóttir B.Ed. Sjö sækja um skóla- stjórastöðu SETTUR landlæknir, Jón Hilmar Alfreðsson, segir í álitsgerð sinni í máli foreldra sem misstu nýfætt barn sitt á fæðingardeild Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja í september 2003 og kvörtuðu und- an rangri meðferð við fæðingu barnsins, að orsök andlátsins hafi verið af völdum deyfilyfsins marcains. Lyfið var gefið og deilt á fjóra stungustaði í kringum leg- háls móðurinnar áður en barnið var tekið með keisaraskurði. Settur landlæknir bendir á það álit sérfræðinga við Barnaspítala Hringsins, að barnið hafi orðið fyr- ir svo miklum súrefnisskorti í fæð- ingu að ekki hafi verið unnt að bjarga því. Telji sérfræðingarnir allar skemmdir í innri líffærum af völdum þessa súrefnisskorts. Þess er og getið í álitsgerðinni að Þóra Steffensen læknir taki undir þetta álit. Settur landlæknir fellst „al- gjörlega“ á þetta álit en tekur fram í lokaorðum sínum að gera þurfi nánari grein fyrir orsaka- samhengi. Segir hann að súrefn- isskorturinn hafi ekki verið vegna þeirra „venjulegu“ orsaka sem fæðingarlæknar standi svo oft frammi fyrir, en það eru fylgju- þurrð, fylgjulos, naflastrengjak- lemma einhvers konar eða með- fæddur sjúkleiki barnsins. Segir hann ljóst að ekkert af þessu hafi verið til staðar. Orsökin í umræddu tilviki sé þó alveg ljós og hún sé óvenjuleg; áhrif marcains. Settur landlæknir segir þó ekki vitað með vissu ná- kvæmlega hvernig lyfið hafi virkað á barnið. Í álitsgerðinni kemur fram að 18 mínútur hafi liðið frá upphafi falls í hjartslætti barnsins, sem mark- aði upphaf alvarlegs súrefnis- skorts, til útkalls í bráðakeisara- skurð. Spyr settur landlæknir hvort of seint hafi verið brugðist við og segir að ámælisverð töf geti mest verið 10 mínútur. Þrjú nálarstunguför á höfði barnsins Í athugasemdum foreldranna við álitsgerðinni, kemur m.a. fram að málsgögnin sýni að umrædd deyf- ing hafi ekkert slegið á hríðarverki móðurinnar og telja foreldrarnir það vísbendingu um að deyfingin hafi farið beint í barnið og það sé skýringin á því hvernig fór, til við- bótar því að deyfiblandan var mun sterkari en þörf var á. Þá komi fram í krufningsskýrslu að þrjú nálarstunguför hafi verið á höfði barnsins. Engin skýring komi fram í skýrslu eða drögum í álits- gerð setts landlæknis hvernig nál- arstunguförin séu tilkomin. Í ljósi þess sem gerðist vakni sú spurn- ing hvort læknirinn kunni að hafa stungið í höfuð barnsins er hann lagði upp deyfinguna. Deyfilyf talin orsök andláts nýfædds barns 72 EINSTAKLINGAR voru hand- teknir hér á landi í fyrra vegna fíkni- efnasmygls, þar af 65 karlar og 7 konur. 17 hinna handteknu voru yngri en 25 ára. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkislögreglustjóra er hass og amfetamín einkum flutt inn með skipum en kókaíni er aðallega smygl- að flugleiðis. Lagt var hald á rúm 50 kg af hassi á síðasta ári, þar af rúm 48 kg á landamærum og 1,5 kg í pósti. Um 43 kg af hassins hafði verið reynt að smygla frá Danmörku. Smyglarar reyna þá helst að smygla maríjúana og e-töflum með pósti. Algengast er að reynt sé að smygla fíkniefnum frá Danmörku, Hollandi og Bretlandi en ekki liggja fyrir upplýsingar frá hvaða löndum efnin eru upprunnin. 72 handteknir í fyrra vegna fíkniefnasmygls AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 REYKJAVÍKURBORG og knatt- spyrnufélagið Fram hafa undirritað viljayfirlýsingu um að félagið taki að sér að sjá um íþróttastarf í nýju hverfi borgarinnar í landi Úlfarsfells, norðan Grafarholts og austan Vest- urlandsvegar, en þar er gert ráð fyrir að rísi 20–25 þúsund manna íbúðar- byggð á næstu árum. Allt starf fé- lagsins mun flytjast þangað í framtíð- inni, en Fram mun eftir sem áður sinna íþróttastarfi í Safamýri sam- kvæmt sérstöku samkomulagi. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er gert ráð fyrir að höfuðstöðvar félags- ins verði byggðar upp í hinu nýja hverfi og þar verði aðalknattspyrnu- svæði félagsins, íþróttahús og önnur íþróttaaðstaða, sundlaug og stjórnun- ar- og félagsaðstaða félagsins. Sett verður á laggirnar samstarfs- nefnd skipuð fulltrúum frá umhverf- is-, tækni-, skipulags- og bygginga- sviðssviði borgarinnar, Íþrótta- og tómstundaráði og fulltrúum Fram og er nefndinni ætlað að skoða hug- myndir sem fyrir liggja um íþrótta- og útivistarmannvirki í hverfinu og skal hún fyrst og fremst taka mið af mannvirkjum og starfsemi sem þjón- að geti íþróttastarfi Fram. Þar verð- ur horft til keppnisíþrótta, barna- og unglingastarfs félagsins og þjónustu við skólastarf og almenning. Einnig er tekið fram að nefndin skuli kanna á hvern hátt verði staðið að nýtingu íþróttamannvirkja í öllum hverfunum á svæðinu þannig að Fram geti þjónað hverfunum á sviði íþróttastarfs fyrir börn og unglinga. Jafnframt er kveðið á um að sam- starfsnefndin skuli huga að nýtingu og rekstri mannvirkja Fram í Safa- mýri. Gert er ráð fyrir að drög að nið- urstöðum samstarfsnefndarinnar liggi fyrir í sumarlok og stefnt að undirritun samkomulags fyrir 1. október. Nýbreytni Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði á blaðamannafundi, sem boðað var til af þessu tilefni, að í þessu væri fólgin nokkur nýbreytni. Hingað til hefði almennt verið talið rétt að íþrótta- og æskulýðsstarf væri í höndum nýrra félaga við uppbygg- ingu nýrra hverfa, þó með þeirri und- antekningu að ÍR hefði flust upp í Breiðholt. Að sumu leyti hefði þetta ekki verið alveg nógu farsælt því upp- bygging slíks starf tæki ákveðinn tíma og treysta yrði mikið á sjálfs- prottið frumkvöðulsstarf. „Knattspyrnufélagið Fram er tilbúið núna með Reykjavíkurborg að horfa til mjög langs tíma þannig að þegar þetta nýja hverfi fer að byggj- ast upp að þá sé þar strax reynsla og ákveðin áratugahefð fyrir því að reka íþróttafélag,“ sagði Þórólfur. Fram kom að búið er að skipu- leggja fyrsta hluta svæðisns og að framkvæmdir gætu hafist síðla á þessu ári, en gert er ráð fyrir um átta hektara íþróttasvæði í botni dalsins að norðanverðu við Grafarholtið. Verður félagið með í því skipulags- ferli sem eftir er varðandi íþrótta- svæðið. Guðmundur B. Ólafsson, formaður Fram, lýsti ánægju sinni með þá stefnu Reykjavíkurborgar að fá starf- andi íþróttafélag til að taka þátt í upp- byggingu og skipulagi á íþróttastarf- semi í nýju hverfi. „Við horfum til framtíðar með fé- laginu. Þarna á eftir að rísa mjög stórt og mikið hverfi þar sem verður fyrsta flokks aðstaða. Við sjáum fé- lagsmönnum okkar best borgið með því að fá að taka þátt í því frá upp- hafi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Fram hefði flutt því það hefði verið stofnað í miðborginni 1908 og síðan flust í Skipholtið og í Safamýrina árið 1970 og verið þar síðan. Fram kom einnig að það þrengdi að Fram þar sem félagið er nú í Safa- mýrinni og iðkendum fækkaði. Mark- miðið væri að félagið yrði á einum stað í framtíðinni, en einhver ár yrði félagið á báðum stöðum. Jafnframt gerði samkomulagið ráð fyrir því að Fram hefði áhrif á hvernig yrði farið með þau mannvirki sem væru á svæð- inu og félagið legði mikla áherslu á að það yrði áfram íþróttastarfsemi fyrir íbúa í hverfinu. Unnið yrði með borg- inni að því að móta hvernig að því yrði staðið, hvort sem það yrði gert með samkomulagi við Fram eða einhverja aðra. Fram flyst á Úlfarsfells- svæðið á næstu árum 20–25 þúsund manna byggð norðan við Grafarholt og við Vesturlandsveg Hér má sjá staðsetningu svæðisins í dalverpinu milli Grafarholts og Úlfars- fells austanvert við Vesturlandsveginn. Fjólubláu svæðin eru bygg- ingasvæði, en gert er ráð fyrir átta hektara útivistar- og íþróttasvæði í botni dalverpisins norðanvert við ána merkt Í á myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.