Morgunblaðið - 03.03.2004, Side 14

Morgunblaðið - 03.03.2004, Side 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ARNOLD Schwarzenegger, ríkis- stjóri í Kaliforníu, sagði í sjónvarps- viðtali í fyrrakvöld, að honum „litist vel á“, að lögum ríkisins yrði breytt og hjónabönd samkynhneigðra leyfð. Schwarzenegger sagði þetta er hann kom fram í viðtalsþætti Jay Len- os og jafnframt vísaði hann eindregið á bug þeirri yfirlýsingu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, að breyta ætti stjórnarskránni til að koma í veg fyrir hjónabönd sam- kynhneigðra. „Þetta mál á að vera á hendi einstakra ríkja og það er hreint engin þörf fyrir stjórnarskrárbreyt- ingu,“ sagði ríkisstjórinn en ítrekaði þó andstöðu sína við þá ákvörðun Gav- ins Newsoms, borgarstjóra í San Francisco, að gefa saman samkyn- hneigð pör. Sagði hann, að Newsom ætti að fara að lögum sem aðrir. Furðar sig á ummælum Schwarzeneggers Schwarzenegger benti á, að kjós- endur í Kaliforníu hefðu samþykkt fyrir nokkrum árum að takmarka hjónabandið við karl og konu en vildu þeir breyta því, þá hefði hann ekkert við það að athuga. William „Pete“ Knight, öldunga- deildarþingmaður fyrir repúblikana á Kaliforníuþingi, sem beitti sér mest fyrir lögunum um bann við hjóna- bandi samkynhneigðra, kvaðst furða sig á afstöðu Schwarzeneggers en sagði, að væri ríkisstjórinn hlynntur slíkum hjónaböndum, myndu þau vafalaust verða samþykkt í atkvæða- greiðslu. Schwarzenegger hefur haldið á loft réttindum samkynhneigðra allt frá því á áttunda áratugnum en síðan hann ákvað að sækjast eftir rík- isstjóraembætti í Kaliforníu hafa um- mæli hans um þau verið mjög óljós og beggja blands, það er að segja þar til nú. Frægt er svar hans við spurningu um hjónabönd samkynhneigðra, sem hann gaf í kosningabaráttunni: „Mér finnst, að hjónabönd samkynhneigðra eigi að vera milli karls og konu.“ Ekki andvígur hjóna- bandi samkynhneigðra AP Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri í viðtali við Jay Leno í fyrrakvöld. Los Angeles Times. Schwarzenegger hafnar tillögu Bush um breytingu á stjórnarskránni OPINBER nefnd í Bretlandi hóf í vikunni að hlýða á málflutning vegna áætlana um að bora göng undir Stonehenge, frægustu forn- minjar í Bretlandi, fyrir alla bíla- umferð um svæðið. Áætlanirnar eru umdeildar en umhverfisvernd- arsamtök segja að fyrirhuguð göng verði ekki nógu löng og að þau muni verða mikil lýti á landslaginu. Áætlanir yfirvalda gera ráð fyrir að í stað þjóðvegarins er liggur ná- lægt Stonehenge – þar sem mikil bílaumferð veldur því oft að um- ferðaröngþveiti skapast – verði grafin undirgöng undir steinaþyrp- inguna frægu og bílaumferð beint þangað. Gert er ráð fyrir að göngin verði 2,1 km að lengd og að gerð þeirra muni kosta 183 milljónir breskra punda, um 23 milljarða ís- lenskra króna. Göngin verði tilbúin 2008 Stonehenge er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Bretlandi, þangað koma árlega um 800 þús- und gestir. Segja forsvarsmenn samtakanna English Heritage, sem ábyrgð bera á verndun Stone- henge, að það muni stuðla að því að gera Stonehenge að enn áhuga- verðari stað þegar „hávaðinn af bílaumferð hefur vikið fyrir fugla- söng“. Ýmis náttúruverndarsamtök segja áætluð göng hins vegar verða mikil lýti á umhverfinu á þeim stað þar sem þeim lýkur og bílar koma aftur upp á yfirborðið. Gefi hin opinbera nefnd, sem nú hefur hafið störf, grænt ljós á byggingu ganganna yrði byrjað að grafa fyrir þeim á næsta ári. Ráð- gert er að göngin yrðu tilbúin árið 2008. Vilja láta grafa göng undir Stonehenge London. AFP.  !  "! ##$!%%!&" '&( #!" % $)#!!' *#%!$ * +'!%&!' ,!",-#+ . % (/0 12345/67839:72;-130<0340                      =++ ->?/2345/  !" # $ %# %& '$ %# %& (#%$%#!$) !* ++) &) %* (#%$%# %#,!$#- !$# %" !$#+ )-&+ .*#)+$ "$ $ # %$#/01#+ !$$ %$1!$ %*#22#. 3444%5644 +  % .) $$)$ 2$%% 2%%) 1!7%181#+ %#17+9#+1'  $# %7$1$$ %$ % %&)+" -#+ . % -#+ . % $"%# /# 5 ( / 0 1 = 5 3 9 NOKKRIR vísindamenn hafa dreg- ið í efa kenninguna um, að risaeðl- urnar hafi dáið út er einn stór loft- steinn rakst á jörðina fyrir um 65 milljónum ára. Vísindamennirnir halda því fram, að Chicxulub-gígurinn í Mexíkó, sem er talinn hafa mynd- ast við áreksturinn, sé um 300.000 árum eldri en útdauði risaeðln- anna og því sé líklegt, að endalok þeirra megi rekja til annars eða fleiri en eins áreksturs. Kemur þetta fram í grein eftir Gerta Kell- er, prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og samstarfs- menn hans. Sagði frá þessu á fréttavef BBC, breska rík- isútvarpsins, í gær. Vísindamennirnir könnuðu aldur gígsins eftir fimm leiðum, meðal annars með því að skoða berglög- in, steingert svif og breytingar á segulsviði jarðar, og komust þá að því, að hann var 300.000 árum eldri en áður var talið. Dóu út á mörkum Krítar- og Tertíertíma Víða um heim er leirlag á milli bergs, sem varð til á Krítartíma, og þess, sem myndaðist á Tertíer- tíma, og er jafnan talað um þetta lag sem K-T-skilin. Risaeðlurnar dóu út á þessum tímamótum og kenningin um, að loftsteinninn, sem skildi eftir sig Chicxulub- gíginn, hafði valdið því, kom fyrst fram 1991. Keller telur aftur á móti, að eftir áreksturinn hafi kólnað í skamman tíma en síðan hitnað aftur vegna gróðurhúsaáhrifa. Getur hann sér til, að það megi rekja til mikilla eldgosa á Indlandi og mikillar aukningar koltvísýrings í and- rúmsloftinu. Allt hafi þetta valdið miklu álagi á risaeðlurnar en náð- arhöggið hafi þeim síðan verið veitt með öðrum árekstri loftsteins og jarðar 300.000 árum eftir Chicxulub-áreksturinn, það er að segja á mörkum Krítar- og Tertí- ertíma. Keller segir, að lögun hafsbotns- ins í Indlandshafi bendi til, að síð- ari áreksturinn hafi orðið þar. Hafna kenningu Kellers Höfundar kenningarinnar um al- dauða risaeðlnanna vegna Chicx- ulub-árekstursins, þeir David King við Arizona-háskóla í Bandaríkj- unum og Alan Hildebrand við há- skólann í Calgary í Kanada, vísa niðurstöðum Kellers og samstarfs- manna hans á bug. Segja þeir, að hann virði að vettugi margvíslegar sannanir fyrir því, að áreksturinn hafi orðið á mörkum Krítar- og Tertíertíma. Dr. Joanna Morgan við Imperial College í London er sama sinnis og segir, að árekstur á borð við Chicxulub verði á jörðinni einu sinni á 100 milljónum ára til jafnaðar. Að þeir hafi verið tveir á 300.000 árum sé ekki útilokað en mjög ólíklegt. Deilt um aldauða risaeðlnanna Telja að árekstur jarðar við tvo loft- steina með 300.000 ára millibili hafi gert út af við þær Risaeðlur eins og þær birtust í samnefndri tölvuteiknimynd. Nú deila vísindamenn um það hvort einn eða tveir loftsteinar með 300.000 ára millibili hafi gert út af við risaeðlurnar fyrir um það bil 65 milljónum ára. SVO virðist sem stærðfræði- kunnáttu norskra stúdenta hafi hrakað mikið á síðustu tveimur áratugum. Er ekki hægt að draga aðra ályktun af einföldu prófi, sem fyrir þá var lagt, en útkoman úr því kom vægast sagt óskemmtilega á óvart. Sagði frá þessu á Aften- posten í gær. Prófið var lagt fyrir nokkra hópa, meðal annars kennara-, verkfræði- og hagfræðinema, og var svohljóðandi: Raðið þessum brotum þannig, að það smæsta komi fyrst og það stærsta síðast. Brotin voru þessi: 6/7, 10/12, 8/7 og ¾. Fyrir 22 árum, 1982, gátu 73% samsvarandi hópa leyst þetta grunnskóladæmi en nú aðeins 49%. Stóðu stúlkurnar sig verst og svo virðist sem bilið á milli þeirra og piltanna aukist með ári hverju þótt þeir hafi hreint ekki staðið sig vel. Af einstökum hópum var ár- angurinn lakastur hjá kenn- aranemunum því að aðeins þriðjungur þeirra gat leyst dæmið. Norska stærðfræðiráðið segir það alveg ljóst, að ástandið í þessum málum sé stóralvarlegt og telur, að það hljóti að vanta mikið upp grunnkennslu í stærðfræði. Rétt lausn á dæminu er: ¾, 10⁄12, 6⁄7 Aldrei minni stærð- fræði- kunnátta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.