Morgunblaðið - 03.03.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.03.2004, Qupperneq 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ E ftir hrakfarir þýzka jafnaðarmannaflokks- ins SPD í héraðs- þingkosningum í Ham- borg sl. sunnudag hefur Gerhard Schröder kanzlari og aðrir forystumenn flokksins ítrekað að þessar ófarir muni ekki verða til þess að sveigja ríkisstjórnina af þeirri braut umbóta á velferð- arkerfinu og reglum vinnumarkaðar- ins sem flestir eru þó sammála um að séu undirrót kosningaófaranna. Schröder kanzlari lýsti því ótví- rætt yfir á mánudag, að hann hygðist halda ótrauður áfram að fylgja kerf- isumbótunum eftir. Schröder viðurkenndi að sú ráð- stöfun, að annar maður en hann tæki að sér flokksformennskuna svo hann gæti einbeitt sér betur að verkefnum ríkisstjórnarleiðtogans, hefði ekki borið ávöxt enn sem komið væri. Franz Müntefering, verðandi for- maður flokksins (og núverandi þing- flokksformaður á Sambands- þinginu), huggaði sig í viðtölum við fjölmiðla á því, að enn verr hefði get- að farið. SPD, sem var við völd í ára- tugi í Hamborg fram til ársins 2001, fékk nú aðeins 30,5% atkvæða. Flokksforustan lýsti því yfir eftir að hafa fundað um málið í Berlín á mánudag, að kosningar til Evrópu- þingsins, sem fara fram í júní, yrðu prófraun á það hvort nýja formann- inum reyndist unnt að bæta horf- urnar fyrir flokkinn á þessu mikla kosningaári. Sama dag og Evr- ópuþingskosningarnar fara fram sjö sveitar- og héraðsstjórnarkosningar. Alls fara fram fjórtán kosningar til sveitarstjórna, héraðsþinga og Evr- ópuþingsins í Þýzkalandi á árinu. Atkvæðafælandi ára þess sem verður undir Einmitt með tilliti til þess að kosn- ingarnar í Hamborg mörkuðu upp- haf mikillar kosningalotu álíta stjórnmálaskýrendur að hinn mikli ósigur SPD í Hamborg – sem allt frá endurreisn lýðræðis í landinu eftir stríð var mikið vígi jafnaðarmanna – boði illt fyrir flokkinn. Nú hafi „ára taparans“ eða m.ö.o. ímynd þess sem láta þarf í minni pokann límzt við hann og mjög erfitt muni reynast að hrista hana af sér – á sama tíma og ríkisstjórnin er að hrinda í fram- kvæmd óvinsælum aðgerðum í við- leitni sinni til að bæta horfurnar í efnahagslífinu, sem eru frekar svart- ar annars þessi misserin í Þýzka- landi. Í kosningunum á sunnudag gerðist það sem bara fyrir nokkrum mán- uðum hefði verið óhugsandi: að kristilegir demókratar hlytu hreinan meirihluta á borgarþinginu í Ham- borg. Borgarstjóranum Ole von Beust, sem komst í þann stól eftir kosningarnar haustið 2001, tókst að auka fylgi flokksins um heil 21% síð- an þá og tryggja flokknum með 47,2% atkvæða hreinan meirihluta kjörinna fulltrúa. Í öllum kjós- endahópum, þar sem hefð er fyrir því að jafn- aðarmenn njóti mests fylgis, svo sem meðal verka- manna, atvinnu- lausra og eldri borgara, tókst CDU að fara fram úr SPD í Hamborg. 46% atkvæða verkamanna hafnarborgarinnar féllu nú CDU og von Beust í skaut; SPD kaus aðeins þriðjungur þessa hefð- bundna kjarnakjósendahóps jafn- aðarmannaflokksins. Reyndar eiga þessar hrakfarir SPD í Hamborg sér lengri aðdrag- anda en sem nemur síðasta kjör- tímabili. Í síðustu kosningum til borgarþingsins, í september 2001 (hálfum mánuði eftir hryðjuverka- árásirnar á tvíburaturnana í New York) sneru margir rótgrónir SPD- kjósendur baki við flokknum og flykktust til stuðnings við hinn nýja flokk fyrrverandi dómarans Ronalds Schill (sem formlega bar heitið Par- tei der rechtsstaatlichen Offensive eða „Flokkur sóknar réttarríkisins“) sem hét því að taka ærlega til í ör- yggis- og löggæzlumálum í borginni. Schill fékk þá fimmta hvert atkvæði Hamborgarbúa, en í kosningunum nú þurrkaðist flokkurinn út; fékk að- eins 0,4% atkvæða. Hneykslismál sem komu Schill út úr borgarstjórn- inni og rúðu hinn hægripopúlíska flokk hans trausti leiddu til þessarar niðurstöðu. En augljóslega rötuðu atkvæði þeirra sem kusu Schill fyrir tveimur og hálfu ári ekki aftur til SPD heldur beint áfram til CDU. Hvað gera frjálsir demókratar? Reyndar hefur hinn mikli kosn- ingasigur CDU og von Beust borg- arstjóra skapað flokknum nýjan vanda. Innan raða frjálsra demó- krata, FDP, sem ekki náðu manni inn á borgarþingið í Hamborg að þessu sinni, vex þrýstingurinn á flokksforystuna að hún leggi meiri áherzlu á að flokkurinn fari sínar eig- in leiðir, þ.e. sýni kjósendum að FDP sé sannarlega óháður kristilegu flokkunum. Fyrir kosningarnar í Hamborg höfðu talsmenn FDP í Hamborg þrýst á CDU að heita því að efna til stjórnarsamstarfs við FDP ef flokkarnir fengju saman meirihluta á borgarþinginu. Slíkt vil- yrði fengu þeir ekki. Afur á móti stendur nú fyrir dyrum að kjósa arf- taka Johannesar Rau í embætti for- seta Þýzkalands, en hann er kosinn af kjörfundi skipuðum fulltrúum af sambands- og héraðsþingum Þýzka- lands. Fulltrúar kristilegu flokkanna CDU/CSU verða fjölmennastir á kjörfundinum, en til að tryggja sín- um frambjóðanda brautargengi þarfnast þeir stuðnings fulltrúa ann- ars flokks, og er þar fyrst og fremst horft til frjálsra demókrata. Eftir úr- slitin í Hamborg þykir hins vegar orðið líklegra að FDP tefli fram eigin frambjóðanda í forsetakosningunum. Stjórnin stokkuð upp? En aftur að vandkvæðum burð- arflokks ríkisstjórnarinnar í Berlín, SPD. Flokkurinn virðist vart vita sitt rjúkandi ráð þessa dagana. Þótt Schröder hafi lýst því yfir að um- bótaráðstöfununum verði haldið til streitu hefur stjórnin dregið úr hrað- anum á framkvæmd þeirra. Og kanzlarinn hefur gefið flokks- formannshlutverkið eftir. En hvað getur hann tekið til bragðs til að bregðast við hruninu á fylgi flokksins í skoðanakönnunum og í kosningum eins og þeim sem nú eru nýafstaðnar í Hamborg? Nefndur hefur verið sá kostur að hann segði af sér á miðju kjörtímabilinu. Sá þykir ólíklegur. Nærtækari kostur þykir að kanzl- arinn grípi til uppstokkunar á rík- isstjórnarliði sínu. Ýmsar vangavelt- ur hafa komizt á kreik þar að lútandi á síðustu vikum. Hingað til hefur Schröder þó ekki viljað gefa neitt út á slíkar vangaveltur; „hver og einn verður kyrr á sínum stað“ var nýlega haft eftir honum. En það er opinbert leyndarmál, að kanzlarinn er með ýmsa manna- breytingarmöguleika á leikborðinu. Alllengi hefur þótt líklegt að Hans Eichel fjármálaráðherra haldi þeim stól ekki miklu lengur, hið sama er sagt um Manfred Stolpe samgöngu- ráðherra, sem og um mennta- málaráðherrann Edelgard Bulmahn. Staða félagsmálaráðherrans Ullu Schmidt þykir einnig ótrygg. Sagt er að Schröder hafi ítrekað lagt að varnarmálaráðherranum Pet- er Struck að lýsa sig reiðubúinn að skipta yfir í fjármálaráðuneytið, en kvað ekki hafa haft erindi sem erfiði. Þó hefur hugsanlegur arftaki Strucks í varnarmálaráðuneytinu verið nefndur til sögunnar: Günter Verheugen, sem farið hefur með stækkunarmál Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess síðustu ár- in, en hann lætur af því hlutverki í sumar. Sagt er ennfremur að Schröder þyki vel koma til greina að kalla Thomas Mirow, sem leiddi framboð SPD í Hamborg, til liðs við ríkisstjórnina, hugsanlega í staðinn fyrir Stolpe. Mirow lýsti því yfir strax að kvöldi kjördags að af- skiptum sínum af Hamborgarstjórn- málum væri lokið. Óvinsælar umbótaaðgerðir En hvað sem hugsanlegum hrók- eringum í ríkisstjórninni líður er ljóst að það sem haft hefur mest að segja um dalandi vinsældir Schröd- ers og SPD eru ráðstafanir sem ætl- aðar eru til að setja hömlur á út- þenslu velferðarkerfisins, ýta undir sköpun nýrra starfa og stuðla að auknum hagvexti. Einkum sumar þessara ráðstafana, sem allar eru hluti af umbótaáætluninni „Dagskrá 2010“, hafa farið fyrir brjóstið á ýms- um kjarnakjósendahópum jafn- aðarmanna, svo sem ellilífeyr- isþegum og atvinnulausum, án þess að aðgerðirnar ynnu stjórninni stuðning meðal annarra hópa. Forkólfar verkalýðsfélaga þrýsta nú mjög á stjórnina að bakka með að- gerðirnar, en sumar þeirra eiga eftir að koma til framkvæmda, t.d. er áformað að á næsta ári gangi í gildi nýjar reglur sem ætlað er að þrýsta á atvinnulausa að þiggja láglaunastörf, ella fyrirgeri þeir hluta atvinnuleys- isbóta sinna. Þessum nýju reglum er verkalýðshreyfingin mótfallin. Eins og reyndar mörgu öðru sem reynt hefur verið að brydda upp á til að auka sveigjanleika þýzks vinnumark- aðar. Nú reynir á, hvort Schröder og stjórn hans reynist unnt að standa þetta af sér. Úr vöndu er að ráða, því láti stjórnin undan og bakki með áformin gerir hún sig seka um ving- ulshátt og kallar á harða gagnrýni fyrir að vera ekki fær um að hrinda stefnu sinni í framkvæmd. Frá bæj- ardyrum Schröders séð er helzta vonin sú að aðgerðirnar nái í raun að bæta efnahagsástandið og ýti með áþreifanlegum hætti undir sköpun starfa – og það innan skamms. Í því felst hins vegar áhættan; óvíst er hvort aðgerðirnar fari að skila áþreifanlegum ávexti fyrr en að lok- inni allri kosningalotunni sem fram- undan er. Endurtaki sig ófarir eins og í Hamborg í öllum þessum kosn- ingum ársins gæti það rúið flokkinn sóknarmöguleikum þegar nær dreg- ur næstu sambandsþingskosningum, en þær eiga að öllu jöfnu að fara fram haustið 2006. Það má því fullyrða að pólitískt líf Schröders kanzlara sé komið undir því hvernig til tekst með framkvæmd kerfisumbóta ríkisstjórnar hans. Og að þær skili árangri fyrr en síðar. Pólitískt líf Schröders háð árangri umbóta Reuters Schröder var brúnaþungur er hann sté fram fyrir fréttamenn eftir flokksstjórnarfund í Berlín á mánudag. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands og fráfarandi formað- ur jafnaðarmanna- flokksins SPD, á nú úr vöndu að ráða eftir mikinn ósigur flokks- ins í Hamborg, í fyrstu kosningunum í mikilli kosningalotu á árinu. Auðunn Arn- órsson rýnir í stöðuna. auar@mbl.is ’Helzta von SPD erað kerfisumbæt- urnar skili bættu efnahagsástandi.‘ Franz Müntefering KHALIL al-Ziban, kunnur pal- estínskur blaðamaður og ráð- gjafi Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var skotinn í gær af grímuklæddum mönn- um við skrifstofu sína í Gaza- borg. Minntist Arafats hans sem manns, sem lagt hefði allt í sölurnar fyrir málstað þjóðar- innar, og hann og aðrir sögðu, að morðingjar hans yrðu dregnir fyrir dóm. Ziban gaf út tímarit um mannréttindamál auk þess að vera ráðgjafi Ara- fats. Árásir á palestínska blaða- menn hafa farið vaxandi að undanförnu og er litið á það sem tilraun ýmissa afla til að múlbinda þá. Sakaður um stríðs- glæpi BRESK samtök, sem barist hafa gegn Íraksstríðinu, ætla að reyna að fá Alþjóðadómstól- inn í Haag til ákæra Tony Blair forsætisráð- herra, Jack Straw utan- ríkisráð- herra, Geoff Hoon varnar- málaráð- herra og Goldsmith lá- varð dóms- málaráðherra fyrir stríðsglæpi. Er sakarefnið það, að þessir fjórir menn hafi „af ráðnum hug hafið innrás þótt þeir vissu, að hún myndi valda óbreyttum borgurum dauða og örkuml- um“. Tugþúsund- um manna rænt KÍNVERSK stjórnvöld birtu í gær skelfilegar tölur um versl- un með konur og börn í Kína. Kemur þar fram, að á þremur árum hafi lögreglan frelsað 42.215 manns úr höndum mannræningja og handtekið 22.000 manns. Tilgangurinn með mannrán- unum var að selja fólkið í hjóna- band eða sem kynlífsþræla. Ekkert kom fram um það hve margra er saknað. Lögum til verndar konum og börnum var breytt 1997 og hefur það auð- veldað kínversku lögreglunni baráttuna gegn þessum glæpa- verkum. Aðstoðar- borgar- stjóri myrtur VALERÍ Marjasov, aðstoðar- borgarstjóri Novosibirsk í Síb- eríu, var skotinn í gær er hann var staddur í anddyri blokkar- innar þar sem hann býr. Fyrir fjórum árum var forveri hans í embætti, Ígor Beljakov, einnig skotinn og er það mál enn óupplýst. Embættismenn telja, að morðið á Marjasov kunni að tengjast starfi hans, en rúss- neskar fréttastofur segja ým- ist, að þjónustufyrirtæki og neytendamál hafi verið á hans könnu eða úthlutun lands til byggingar. STUTT Ráðgjafi Arafats skotinn Tony Blair

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.