Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. aldar og stríðs gegn öllum annars Bandaríkjamönnu vilja skaða Írak.“ Íraska framkvæmda Bagdad lýsti yfir þrigg þjóðarsorg vegna blóðsú anna og ákveðið var a undirritun nýrrar stjór sem átti að fara fram í da Leiðtogar súnníta, s Kúrda efndu til sam blaðamannafundar í Bagd hvetja landsmenn til að s ingu og sögðust enn ve ráðnir í því að koma á lýðræði í landinu. „Helsta markmið hryð Yfir 220 manns biðu bana í árásum á Mesta mann í Írak síðan s Saddams f Jórdaninn Abu Mussab al-Zar- qawi grunaður um hryðjuverkin Bagdad. AFP, AP.   ;    5 " "< = " " "2 !  15 1   1"  .,# , *%#  :;9< ;=> 5?> 5> .,# , *%#  :=9< 3<> 64> 3> .,# , *%#  6;93 54> ;@> 5>  .,# , *%#  <9; :;> 6?> <>   .,# , *%#  (!%! > !! @' ##!            !"     # $  ! Að minnsta kosti 182manns biðu bana í árás-um á helga staði sjíta íborgunum Bagdad og Karbala í Írak í gær þegar sjítar héldu þar helgustu hátíð sína í fyrsta skipti frá því að Saddam Hussein var steypt af stóli. Eru þetta mannskæðustu árásir í Írak frá því að George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hernaðaraðgerðum væri að mestu lokið í landinu. Rúm milljón sjíta var á götum Karbala í tilefni af Ashura-hátíð- inni þegar níu sprengingar urðu í borginni. Íraskir embættismenn sögðu í gærkvöldi að 112 manns hefðu látið lífið og 235 særst í Karbala. Að minnsta kosti 70 manns til viðbótar biðu bana og um 320 manns særðust í árásum á Kazi- miya-grafhýsið í norðvesturhluta Bagdad, að sögn embættismann- anna. Fregnir hermdu að þrír til- ræðismenn hefðu sprengt sig í loft upp þegar fólk safnaðist sam- an við Kazimiyah. Fjórði tilræð- ismaðurinn var handtekinn eftir misheppnaða tilraun til sjálfs- morðsárásar í Bagdad. Sex menn voru handteknir í Karbala og talsmaður pólska her- liðsins, sem annast öryggisgæslu í borginni, sagði að tveir þeirra hefðu verið að undirbúa fleiri árásir. Sagður vilja koma af stað borgarastyrjöld Bandaríski hershöfðinginn Mark Kimmitt sagði að árásirnar hefðu verið þaulskipulagðar og til- ræðismennirnir hefðu beitt þrem- ur aðferðum. Þeir hefðu gert að minnsta kosti eina sjálfsmorðs- árás í Karbala, beitt sprengju- vörpum og komið fyrir sprengjum við vegi. Hershöfðinginn sagði að „ein- hvers konar fjölþjóðleg samtök“ hefðu að öllum líkindum skipulagt árásirnar. Jórdaninn Abu Mussab al-Zarqawi, sem er talinn tengjast hryðjuverkasamtökunum al- Qaeda, væri einkum grunaður um að hafa staðið fyrir tilræðunum. Bandarískir embættismenn vör- uðu við því í síðasta mánuði að al- Qaeda hygðist reyna að etja sjít- um og súnnítum saman í Írak til að koma af stað borgarastyrjöld og hindra áform Bandaríkja- manna um færa stjórn landsins í hendur íraskrar bráðabirgða- stjórnar 30. júní. Embættismenn- irnir sögðu að Bandaríkjaher hefði fundið sautján síðna skjal um þessi áform og talið væri að það kæmi frá al-Zarqawi sem er talinn hafa stjórnað nokkrum af skæðustu sprengjuárásunum í Írak undanfarna mánuði. Margir íranskir pílagrímar á meðal fórnarlambanna Árásirnar voru gerðar þegar sjítar héldu Ashura-hátíðina til að minnast píslarvættisdauða Huss- eins, dóttursonar Múhameðs spá- manns, í Karbala árið 680. Hátíð- in var bönnuð á valdatíma Saddams Husseins þar sem óttast var að hún gæti leitt til uppreisn- ar meðal sjíta. Íraskur dómari sem rannsakar árásirnar, Ahmed al-Hillali, sagði að alls hefðu níu sprengingar orð- ið í Karbala. Fjórar sprengjur hefðu sprungið nálægt hliði á leiðinni að grafhýsi Abbas, hálf- bróður Husseins, þrjár við Al- Mahdi-moskuna og tvær nálægt búðum pílagríma í útjaðri borg- arinnar. Hundruð þúsunda pílagríma frá Írak, Íran, Pakistan og fleiri löndum voru í Karbala vegna há- tíðarinnar. Íranska innanríkis- ráðuneytið sagði að 22 íranskir pílagrímar hið minnsta hefðu látið lífið og 69 særst í tilræðunum í Bagdad og Karbala. „Ég sá mann hlaupa að hópi ír- anskra pílagríma og sprengja sig í loft upp,“ sagði lögregluforingi í Karbala. „Sprengingin kostaði 25 manns lífið.“ Fórnarlömbin feyktust í allar áttir í sprengingunum og fólk flúði í dauðans ofboði. Vegfarend- ur reyndu að koma þeim sem særðust til hjálpar, sumir settu þá á kerrur sem yfirleitt eru not- aðar til að flytja aldraða píla- gríma um helgistaðina, aðrir vöfðu teppum utan um þá eða báru þá í burtu. Heita því að koma á lýðræði Eftir sprengingar nálægt Al- Mahdi-moskunni í Karbala sá fréttamaður AFP hóp sjíta ráðast á mann, sparka í hann þar til hann missti meðvitund og grýta hann. Hóteleigandi í Karbala, Aziz Mazhat, kvaðst hafa séð tuttugu lík við hótel sitt og gagnrýndi Bush Bandaríkjaforseta harðlega. „Hann kom hingað til að losna við Saddam en hann verndar okkur ekki,“ sagði hann. „Það sem gerð- ist í dag er upphaf borgarastyrj- Særður drengur fluttur á ÁBENDINGAR KB BANKA Ábending KB banka um að visshætta sé á að hlutabréf falli íverði og því fylgi snögg gengis- lækkun krónunnar, virðist hafa valdið talsverðu umróti bæði á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði. Þannig lækkaði Úr- valsvísitala aðallista Kauphallar Íslands um 2,28% í gær og hafði ekki lækkað meira á einum degi í tvö og hálft ár. Þá voru nokkrar sviptingar á gjaldeyris- markaðnum, þar sem gengi krónunnar lækkaði lítið eitt. Það er að sjálfsögðu alltof snemmt að spá því að lækkun hlutabréfaverðs og gengis haldi áfram. Jafnframt er ljóst að ekki eru allir sammála greiningu KB banka, eins og fram kemur í Morgun- blaðinu í dag, þar sem greint er frá gagnrýni greiningardeildar Lands- bankans. Bæði Birgir Ísleifur Gunnars- son seðlabankastjóri og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra telja bankann taka of djúpt í árinni. Framhjá hinu verður ekki litið að KB banki hefur vakið athygli á ákveðnum hættumerkjum í efnahagslífinu. Undan- farna mánuði hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkað gífurlega; u.þ.b. 90% á síðustu tólf mánuðum. Eins og Bjarni Ármannsson, bankastjóri Ís- landsbanka, benti á í Morgunblaðinu í gær, hefur borið á því að fjárfestar hafa annars vegar keypt í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði og hins vegar keypt upp félög til afskráningar og fjármagn- að hvort tveggja með erlendum lánum. Innstreymi fjármagns hefur áhrif til hækkunar á gengi krónunnar. KB banki hefur rifjað upp þróunina á árunum 1999–2000, þegar gengi krón- unnar lækkaði snögglega, samfara lækkandi hlutabréfaverði. Bankinn er ekki einn um að minna á þetta sem víti til varnaðar. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra rifjaði þetta upp í áramóta- grein sinni hér í blaðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum og sagði: „Á árunum 1999 til 2001 fóru margir mjög geyst og kapp réð stundum meiru en forsjá. For- ráðamönnum íslenska bankakerfisins er rétt um þessar mundir að horfa til baka til þessara ára. Þá var gengismálum okkar til að mynda þannig háttað að Seðlabanki Íslands bar ábyrgð á því að gengi íslensku krónunnar héldist innan ákveðinna vikmarka og freistandi var að flytja inn í landið fjármuni umfram það sem vöxtur hagkerfisins þoldi. Það hrikti mjög í á árinu 2001 þegar efna- hagslífið þurfti að vinna á viðskiptahall- anum sem myndast hafði. Margir sem höfðu tekið mikla áhættu með óhóflegri erlendri lántöku töpuðu umtalsverðu fé þegar krónan féll. Erlend lántaka er að aukast umfram það sem heppilegt getur talist og sérstaklega veldur taumlaus erlend lántaka bankanna nokkrum áhyggjum um þessar mundir.“ KB banki hefur sömuleiðis vakið at- hygli á því, sem æ fleiri velta raunar vöngum yfir, hvort verðhækkanir á hlutabréfamarkaðnum endurspegli raunhæfar væntingar fjárfesta um arð- semi fyrirtækjanna, sem fjárfest er í, eða hvort valdabarátta á hlutabréfa- markaðnum hafi áhrif á verðhækkanirn- ar. Fyrirtækin verða auðvitað að standa undir hinu háa hlutabréfaverði og hárri arðsemiskröfu, annars stefnir í óefni. Það er raunar ábyrgðarhluti af hálfu umsvifamikilla aðila á fjármála- og hlutabréfamarkaði að standa fyrir um- fangsmiklum erlendum lántökum til að fjármagna hlutabréfakaup á verði sem margir draga í efa að sé innstæða fyrir. Vítin eru til að varast þau og miklu skiptir að varðveita stöðugleika í hag- kerfinu. HEIMSLIST – HEIMALIST Á málþinginu Heimslist – heimalist,sem Samband íslenskra myndlist- armanna, SÍM, og Listahátíð í Reykja- vík stóðu fyrir sl. sunnudag, kom fram að íslenskt myndlistarlíf stendur að mörgu leyti á krossgötum. Mikil um- ræða hefur verið um málefni myndlist- arinnar á síðustu misserum og töluverð- ar breytingar eru fyrirsjáanlegar í baklandi myndlista, svo sem vegna til- komu nýrrar kynningarmiðstöðvar fyrir samtímalist, KÍM, og Listahátíðar vorið 2005 þar sem megináherslan verður lögð á myndlistarþáttinn. Leiða má lík- ur að því að þessir tveir þættir geti, ef faglega er að þeim staðið og sérfræði- þekking látin ráða ferðinni við val allra sem að mótun þeirra koma, orðið til þess að opna íslenskum myndlistarmönnum ný sóknarfæri á innlendum sem erlend- um vettvangi. Orð Áslaugar Thorlacius, formanns SÍM, á ráðstefnunni benda til þess að viðhorfsbreyting sé að verða meðal myndlistarmanna og að kröfur um fag- mennsku í sýningarhaldi og kynningar- starfi, er leiði til sterkari tengsla við hinn alþjóðlega listheim, séu að færast í aukana. Hún sagði m.a. í inngangsorð- um sínum að „orðræða myndlistarinnar [þurfi] að komast á nýtt stig líka. Nýir tímar kalla á nýja sýn og við listamenn þurfum að meta stöðu okkar upp á nýtt og ef til vill viðhorf okkar einnig. […] Svo lengi sem við lítum svo á að við bú- um á hjara veraldar mun umheimurinn einnig líta svo á.“ Hvað þennan faglega þátt varðar er einnig full ástæða til að staldra við orð Tuma Magnússonar, prófessors við Listaháskóla Íslands, sem taldi mikil- vægt að forstöðumaður KÍM kæmi að utan þar sem stofnunin myndi starfa á alþjóðvettvangi, en honum virtist þó sem ekki væri gert ráð fyrir að hann hefði mikil listræn völd. „Það virðist enginn tilgangur með því að fá forstöðu- mann erlendis frá, ef þetta á eingöngu að vera framkvæmdastjórastarf,“ sagði hann. Full ástæða er til að ítreka nauð- syn þess að gera þetta starf það fýsilegt í listrænum skilningi að raunhæfir möguleikar séu á að fá virtan fagaðila á sviði samtímalista til að gefa kost á sér í starfið. Þótt þau Ólafur og listfræðingurinn Jessica Morgan, sem ráðin hefur verið sem sýningarstjóri myndlistarþáttar Listahátíðar 2005, hafi reifað kosti og galla slíkra alþjóðlegra stórsýninga á þinginu er ljóst að bæði töldu þau slíkan viðburð geta skipt miklu máli hér á landi. Jessica sagði þróun slíkra sýninga á síðustu árum endurspegla „ákveðnar breytingar í samfélaginu“, og tók fram að þeir geti „gegnt nýju hlutverki með nýjum hugmyndum“, sem væntanlega vísar til þess að hægt sé að sníða slíka sýningu hér á landi að þeim hagsmunum sem eru í húfi. Eins og Ólafur Elíasson benti svo glögglega á þarf slíkur tvíær- ingur þó „að skapa […] alþjóðlega um- ræðu utan um staðbundnu umræðuna, ef hann gerir það ekki verður hann að teljast mislukkaður. Viðburðir af þessu tagi næra hver annan. Þetta snýst ekki bara um að íslenskur tvíæringur verði alþjóðlegur, heldur líka að alþjóðlegi myndlistarheimurinn þurfi á Íslandi að halda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.