Morgunblaðið - 03.03.2004, Qupperneq 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er gömul spurning
og ný, hvort hægt sé
að kenna siðferði.
Það er að segja,
hvort eitthvert vit sé
í að tala um „hagnýta siðfræði“.
Oftast vaknar umræðan um
þessa spurningu í fjölmiðlum
þegar einhverjir bisnessmenn
verða uppvísir að vafasömu at-
hæfi, eða vísindamenn segjast
hafa fundið aðferð til að gera
eitthvað sem hljómar eins og
beint úr smiðju doktors Frank-
ensteins. „Þarf ekki að kenna
þessum mönnum siðfræði?“ er þá
spurt.
Við fyrstu sýn virðist „hagnýt
siðfræði“ vera þversögn – svona
eins og „kvæntur piparsveinn“.
Nánar tiltekið
finnst manni
eins og að sið-
fræði hljóti að
vera eitthvað
sem einungis
er bóklegt –
og atvinnuheimspekingar fást við
í fílabeinsturni akademíunnar.
Almennt siðferði, aftur á móti,
varðar það sem maður gerir og
segir í venjulegum samskiptum
við aðra, hugmyndir manns um
rétt og rangt, gott og vont og svo
framvegis. Og maður þarf ekki
að fara í heimspekinám í háskóla
til að vita muninn á réttu og
röngu, góðu og vondu. Fyrr
mætti nú vera.
Ef „hagnýt siðfræði“ á að geta
orðið eitthvað annað en huggu-
legur en innihaldslaus frasi verð-
ur hún að geta veitt manni ein-
hverjar upplýsingar sem maður
beinlínis getur notað í daglegu
lífi sínu. Það verður að vera hægt
að nota hana til einhverra verka,
svona eins og maður getur notað
bílinn sinn til að koma sjálfum
sér og öðrum á milli staða.
Og hvaða verk eru það sem
maður gerir kröfu um að sið-
fræðin nýtist í til að maður sé
reiðubúinn að kalla hana hag-
nýta? Jú, maður vill að hún veiti
manni leiðsögn. Gefi svör. Maður
vill geta gripið til hennar þegar
maður þarf að ákveða sig með
hvort eitthvað sem maður stend-
ur frammi fyrir sé rétt eða rangt,
svona eins og maður getur gripið
til bílsins þegar maður þarf að
komast frá einum stað til annars
(ekki síst í vondu veðri).
Hefðbundin siðfræði sem
heimspekingar leggja stund á
innan veggja háskólastofnana nú
um stundir er ekki sú leiðsögn
sem maður verður að gera kröfu
um til að siðfræði geti talist hag-
nýt, og því síður er hún fólgin í
leit að svörum. Þvert á móti virð-
ist manni hún að miklu leyti fyrst
og fremst snúast um að finna
sem ósvaranlegastar spurningar.
Akademísk siðfræði (eða skóla-
siðfræði, eins og væri íslenskara
að nefna hana) er fólgin í því, að
búa til hina ævintýralegustu rök-
hnúta með því að nota uppdiktuð
dæmi, allsendis burtséð frá því
hvort um sé að ræða algeng sið-
ferðisvandamál.
Enda er tilgangurinn með
þessum rökhnútum alls ekki sá,
að auðvelda meðaljónum lífið.
Tilgangurinn með þessari iðju
heimspekinganna er að leggja
steina í götu hátimbraðra kenn-
inga sem kollegar þeirra hafa
eytt ómældum tíma og erfiði í að
smíða.
Það er ekkert nytsamlegt við
svona rökhnútasmíð – skátahnút-
ar eru hagnýtir, rökhnútar ekki.
Skólasiðfræðin er því fyrst og
fremst fólgin í athugunum á því
hvort hinar ýmsu siðfræðikenn-
ingar (svo sem nytjakenning
Johns Stuarts Mills, lögmáls-
kenning Immanúels Kants, rétt-
lætiskenning Johns Rawls eða
frelsiskenning Roberts Nozicks)
standast röklega. Heimspek-
ingar taka gjarnan afstöðu með
einni kenningu og gegn annarri
(eða öðrum) og reyna að sýna
fram á að „þeirra“ kenning haldi,
en hinar hnjóti um einn eða ann-
an rökhnútinn. Búið.
Það sem aftur á móti er hægt
að fá hagnýtt út úr siðfræðinni –
og búa þannig til „hagnýta sið-
fræði“ sem ekki er þversögn – er
greining á helstu þáttum manns
eigin siðferðis. Það er að segja,
einskonar kortlagningu á því
hvað manni finnst rétt og hvað
rangt, hvað gott og hvað vont.
Hvað manni finnst að gera eigi í
einhverjum hversdagslegum að-
stæðum.
Þetta „siðferðiskort“ (hljómar
ekki ósvipað og stjörnukort)
verður vísast heldur glundroða-
kennt og jafnvel fullt af mót-
sögnum. Þannig er maður nú
bara. En það mætti beinlínis
nýta áðurnefndar siðfræðikenn-
ingar heimspekinganna til að
máta þær við þessi siðferðiskort
til að sjá hvaða kenningu kortið
manns líkist mest. Síðan myndi
maður geta skoðað nánar þá
kenningu sem kemst næst kort-
inu manns og þannig reynt að
finna út hvað líklegt sé að manni
myndi finnast um algeng siðferð-
isleg deilumál.
Þannig væri hægt að grípa til
kenningarinnar þegar þörf er á,
ekki ósvipað og maður sest upp í
bílinn sinn (eða á hjólið sitt) ef
maður þarf að komast eitthvað.
En maður yrði auðvitað að sjá
sjálfur um að leita að svari í
kenningunni við þeirri tilteknu
spurningu sem um ræðir, rétt
eins og maður verður sjálfur að
sjá um að aka bílnum þá tilteknu
leið sem maður þarf að komast.
Hlutverk heimspekings sem
leggur stund á svona hagnýta
siðfræði væri því fyrst og fremst
fólgið í greiningu og túlkun á fyr-
irliggjandi gögnum – siðferðinu
sem liggur til grundvallar svör-
um við siðferðilegum spurn-
ingum (annaðhvort einstaklinga
eða stofnana, til dæmis þegar al-
þingi setur lög) – og sið-
fræðikenningunum sem eiga að
verða forsenda siðferðiskortsins.
Þarna væri því um að ræða
lýsandi heimspeki fremur en
leiðandi, sem einnig er andstætt
skólaheimspeki samtímans, því
hún leitast við að vera leiðandi
(normatív) með því að smíða
kenningar. Heimspekingurinn
myndi því ekki með fræðum sín-
um segja manni hvað er rétt og
hvað er rangt, eins og stundum
er vænst af honum, en engu að
síður geta veitt manni hagnýtar
upplýsingar.
Siðferðis-
kort
Það sem aftur á móti er hægt að fá hag-
nýtt út úr siðfræðinni – og búa þannig
til „hagnýta siðfræði“ sem ekki er þver-
sögn – er einskonar kortlagning á því
hvað manni finnst rétt og hvað rangt.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
„Það má segja, að
það hafi verið mitt
fyrsta baráttumál í líf-
inu að vera tekin gild, enda þótt ég
væri stelpa.“ (Svava Jakobsdóttir í
viðtali 1974.)
Það er erfitt að tímasetja hvenær
fyrstu öldur kvennahreyfingarinnar
nýju tóku að leika um strendur Ís-
lands. Var það með þýðingu Soffíu
Guðmundsdóttur á köflum úr bylt-
ingarriti Betty Friedan eða voru
það smásögur Svövu Jakobsdóttur
sem birtust í bókunum 12 konur
(1965) og Veisla undir grjótvegg
(1967) sem boðuðu það sem koma
skyldi. Svo mikið er víst að sögur
Svövu vöktu mikla athygli. Þar lýsti
hún gjarnan konum sem voru inni-
lokaðar í borgaralegum heimi tak-
markalausrar efnishyggju, án tak-
marks og tilgangs, konum sem
stundum fórnuðu sér í bókstaflegri
merkingu fyrir mann og börn með
því að skera úr sér hjartað. Það er
þó ekki rithöfundurinn Svava sem
ég ætla að kveðja hér heldur bar-
áttukonan sem sat á Alþingi í tæpan
áratug. Þar gerðist hún einn öfl-
ugasti málsvari baráttumála kvenna
á tímum rauðsokka og harðra deilna
um stöðu og réttindi kvenna. Eins
og tilvitnunin hér að ofan sýnir
hafði Svava lengi hugsað sitt en hún
hafði líka búið í Svíþjóð og þar var
umræðan um stöðu kvenna komin
vel á veg þegar fyrstu sögur Svövu
komu út.
Svava var kjörin á þing 1971 fyrir
Alþýðubandalagið og varð ein
þriggja kvenna á þingi. Fyrr um
veturinn hafði hún verið í sviðsljós-
inu eftir að leikrit hennar Hvað er í
blýhólknum? vakti mikla athygli og
umræður en það fjallaði einmitt um
stöðu kvenna. Fyrsta þingmál
Svövu var um stofnun Jafnlauna-
ráðs sem átti að hafa það hlutverk
að tryggja jöfn laun karla og
kvenna. Þar með sló hún tóninn,
hún ætlaði að beita sér fyrir mál-
efnum kvenna. Frumvarp hennar
var samþykkt og var forveri jafn-
réttislaga og Jafnréttisráðs sem
stofnað var 1976. Svava segir í
blaðaviðtali að hún hafi orðið að
berjast fyrir fjármagni fyrir Jafn-
réttisráð svo að það fengi starfs-
mann og skrifstofu, því þingmönn-
um hafi þótt jafnréttið ágætt, það
mátti bara ekki kosta neitt.
Feministum þessa tíma voru mál-
efni útivinnandi kvenna hugleikin
og sést það vel í málflutningi Svövu.
Fyrir utan að leita leiða til að binda
enda á hið eilífa launamisrétti var
hún var ötul baráttukona fyrir upp-
byggingu leikskóla og var vel ljóst
hve mörgum foreldrum gekk illa að
koma vinnu og fjölskyldulífi heim og
saman vegna skorts á dagvistun. Í
hennar augum var það forsenda fyr-
ir sjálfstæði kvenna að boðið væri
upp á góða félagslega þjónustu.
Svava vann að nýjum grunnskóla-
lögum 1974 og vildi sjá miklu meiri
valddreifingu og lýðræði í skólum
Reykjavíkur þar sem setja átti
fjölda skóla undir eina fræðslu-
nefnd.
Á árunum 1973–1975 urðu geysi-
harðar deilur um frjálsar fóstureyð-
ingar sem voru eitt af meginbar-
áttumálum kvennahreyfingarinnar
upp úr 1970. Löggjöfin var forn og
töluvert um ferðir kvenna til ann-
arra landa í fóstureyðingu. Svava
talaði fyrir sjálfsákvörðunarrétti
kvenna og flutti frábæra ræðu þar
sem hún rakti aldagömul viðhorf til
kvenna allt frá gyðingum og Grikkj-
um til þeirra lækna og þingmanna
SVAVA
JAKOBSDÓTTIR
✝ Svava Jakobs-dóttir, rithöfund-
ur og fyrrv. alþing-
ismaður, fæddist 4.
október 1930. Hún
lést á Landspítalan-
um – háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi 21.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Hallgríms-
kirkju í Reykjavík 1.
mars.
sem töldu sig hafa
meiri rétt en konur til
að ákveða hvað væri
þeim fyrir bestu.
Svava var ein þeirra
kvenna sem stigu á
svið á Lækjartorgi á
kvennafrídaginn 24.
okt. 1975 en þar hvöttu
þáverandi þingkonur
til aukinnar stjórn-
málaþátttöku kvenna.
Af öðrum málum má
nefna ógn kjarnorku-
vopna en barátta gegn
þeim var Svövu ofar-
lega í huga eins og
leikrit hennar Lokaæfing ber vott
um. Það voru þó jafnréttismálin
sem hún sinnti hvað lengst, síðast í
jafnréttisnefnd Norðurlandaráðs.
Ég átti þess kost að vinna með
Svövu en hún var svo sannarlega
bandamaður okkar rauðsokka. Hún
leitaði til okkar og við til hennar. Ég
kunni líka að meta hve vel hún
skildi það sem við vorum að gera
með kvennaframboðum og kvenna-
listum á níunda áratugnum en eins
og henni var tamt sá hún þessa að-
gerð kvenna í víðu samhengi og
sagði í viðtali að ef menn vildu forð-
ast slíkar aðgerðir yrðu þeir bara að
standa sig í að koma á jafnrétti
kynjanna og tryggja eðlilegan hlut
kvenna.
Ég vil að lokum þakka Svövu fyr-
ir hennar mikla og mikilvæga fram-
lag til kvennabaráttunnar. Vonandi
gefst tækifæri síðar til að sýna
henni þann sóma sem henni ber
sem baráttukonu.
Kristín Ástgeirsdóttir.
Svava Jakobsdóttir rithöfundur
sýndi Vinstrihreyfingunni – grænu
framboði mikinn heiður þegar hún
tók boði um að setjast í heiðurssæti
á lista flokksins í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður fyrir seinustu alþing-
iskosningar. Þá var að sönnu langt
um liðið frá því að Svava hafði haft
afskipti af stjórnmálum, en hún sat
á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið
1971–1979. Eigi að síður þótti
vinstrigrænum í Reykjavík fáir
betri fulltrúar þeirra hugsjóna sem
mótað hafa starf flokksins frá upp-
hafi. Pólitísk lífssýn Svövu mótaðist
alla tíð af virðingu fyrir vistkerfinu
og andófi gegn blindri heimsvalda-
stefnu og ofsóknarbrjálæði kalda
stríðsins. Kvenfrelsishugsjónir
Svövu mótuðu störf hennar á Al-
þingi, þar sem hún var fyrsti flutn-
ingsmaður frumvarps til laga um
jafnlaunaráð árið 1973. Lífssýn
hennar mótaði einnig skáldsögur,
smásögur og leikrit hennar. Þessi
ritverk fanga tíðarandann betur en
flestar aðrar bókmenntir 20. aldar,
þótt í þeim felist einnig sígildar
hugmyndir um manninn og um-
hverfi hans.
Við vottum fjölskyldu Svövu
dýpstu samúð.
Stjórn Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs í Reykjavík.
Það var haustkvöld árið 1967 að
ég sá Svövu Jakobsdóttur í fyrsta
sinn. Það var á samkomu stúdenta
og hún las upp Sögu handa börnum,
smásögu sem birtist sama haust í
Veizlu undir grjótvegg. Þar segir
frá nafnlausri húsmóður sem fórnar
sér fyrir börnin sín en uppsker að-
eins vanþakklæti. Til að túlka hlut-
skipti móðurinnar raungerir Svava
tákn, lætur börnin skera heilann,
tákn vitsmunanna, úr móðurinni og
hann verður skrautmunur á hillu á
heimilinu.
Á þessum tíma voru hlutverk
kynjanna enn í föstum skorðun en
með sögum sínum afhjúpaði Svava
raunveruleikann. Hún krufði sam-
félagið eins og færasti skurðlæknir.
Ekki get ég lýst því sem gerðist í
huga mér á þessu haustkvöldi er ég
hlýddi á sögu Svövu en ég veit að ég
fór ekki sú sama af þeim fundi.
Konur í rithöfundastétt voru fáar á
þessum tíma og nutu ekki mikillar
virðingar. Aðeins ein skáldkona,
Hulda, hafði hlotið sess í íslenskri
bókmenntasögu.
Svava Jakobsdóttir hafði hlotið
meiri og fjölþættari menntun en
flestar konur á þeim tíma. Hún
hafði lokið háskólaprófi í enskum og
amerískum bókmenntum frá virtum
kvennaháskóla í Bandaríkjunum,
Smith College. Margar bandarískar
forystukonur hafa gengið í þann há-
skóla og má nefna Betty Friedan,
móður bandarísku kvennahreyfing-
arinnar, og Hillary Rodhan Clinton.
Þá hafði Svava lesið miðaldabók-
menntir í Oxford og samtímabók-
menntir í Uppsölum. Þannig hafði
hún kynnst straumum og stefnum
samtímans bæði í Bandaríkjunum
og Evrópu. Sem barn hafði hún
einnig búið um skeið með fjölskyldu
sinni í Kanada og sagði að hún hefði
þurft að læra málið að nýju þegar
fjölskyldan sneri heim. Orðin voru
Svövu stöðug uppspretta umhugs-
unar. Hún vissi að bókmenntahefðin
var mótuð af karlmönnum og hún
yrði að umgangast orðin með varúð
og gagnrýni. Hún skoðaði þau eins
og steina sem nægir ekki að horfa á
heldur þarf að taka upp og sjá hvað
leynist undir.
Annað verk frá árdögum nýju
kvennahreyfingarinnar eftir Svövu
er mér einkar minnisstætt og gerði
mig að baráttukonu fyrir auknum
réttindum kvenna. Það var leikritið
Hvað er í blýhólknum? sem hún
skrifaði fyrir leikhópinn Grímu
1970. Þar var brugðið upp svip-
myndum úr samfélaginu og vísað í
reglugerðir og kennslubækur sem
afhjúpuðu ólíka stöðu kynjanna og
misréttið gagnvart konum. Þar
heyrðust fyrst hin fleygu orð ,,Það
er erfitt að vera móðir og mann-
eskja“ og þar var sagan af húsmóð-
urinni sem bakaði dýra tertu.
„,,Hvað kostar þessi terta?“ spurði
hann. ,,Heilt líf,“ svaraði hún.“ En
kannski var sterkasta svipmyndin
af manninum sem hafði misst kon-
una sína og þurfti að sanna að hann
hefði orðið fyrir fjárhagslegu tjóni
við lát hennar! Þar var vísað í reglu-
gerð.
Hvað er í blýhólknum? hefur lík-
lega átt mestan þátt í því að Svava
Jakobsdóttir fór á þing 1971 fyrir
Alþýðubandalagið. Af verkum henn-
ar þar vil ég geta tveggja sem urðu
jafnréttisbaráttunni mikil lyftistöng,
lög um þátttöku ríkisins í uppbygg-
ingu og rekstri dagvistarheimila og
jafnlaunaráð sem varð undanfari
jafnréttisráðs.
Gunnlaðar saga er án efa metn-
aðarfyllsta verk Svövu Jakobsdótt-
ur. Hún kom út árið 1987. Þetta er
flókið og margslungið verk. Þar
túlkar hún upp á nýtt erindi í Háva-
málum um Gunnlöðu og hinn dýra
mjöð og færist mikið í fang. ,,Gunn-
löð mér um gaf/gullnum stóli á
/drykk ins dýra mjaða.“ Svava ritaði
fræðilega ritgerð í Skírni ári síðar
um heimildir sínar og hugmynda-
vinnu að þeirri miklu sögu, sem ger-
ist í nútímanum og á forsögulegum
tíma. Svava er eini fræðimaðurinn
sem mér er kunnugt um sem hefur
dregið túlkun Snorra Sturlusonar
um skáldamjöðinn í efa. Það lýsir
skarpri og gagnrýnni hugsun sem
tekur ekkert sem gefið, ekki einu
sinni túlkun mesta sagnaritara
Norðurlanda.
Svava Jakobsdóttir varð fyrir-
mynd þeirra skáldkvenna sem á eft-
ir fylgdu. Um þátt hennar kemst
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur svo
að orði: ,,Hún var mentor allra ís-
lenskra skáldkvenna. Ég held að við
höfum meira og minna allar sótt til
hennar svo miklu meira en við get-
um nokkru sinni þakkað henni.“
Svava var meðalkona á hæð, með
jarpt hár. Framkoma hennar var
fáguð og klæðnaður settlegur.
Henni lá ekki hátt rómur. Mér
fannst hún alltaf frekar veikluleg í
útliti. En styrkur hennar lá á and-
lega sviðinu. Hún var menntakona,
fyrsta konan í rithöfundastétt hér á
landi sem hafði háskólapróf. Hún
kom fram sem fullskapaður höfund-
ur þegar nýir tímar voru í sjónmáli
og átti stóran þátt í mótun þeirra.
Ég votta eiginmanni Svövu, Jóni
Hnefli Aðalsteinssyni, syni þeirra
og fjölskyldu djúpa samúð.
Gerður Steinþórsdóttir.