Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki – Hefnarinn framhald ... © DARGAUD Grettir Grettir Smáfólk EN ÞÚ SLEPPUR NÚNA... ÉG ÞARF AÐ KLÁRA ÝMISLEGT ÞARNA INNI! BERTI! HVAÐ VILT ÞÚ UTANBÆJARI? ÞÚ VERÐSKULDAR EKKI AÐ VERA LÖGREGLUSTJÓRI OG ÉG SKAL SETJA ÞIG Á ÞINN RÉTTA STAÐ- Í ÞITT EIGIÐ FANGELSI! EN EF ÞÚ VILT SLÁST ÞÁ ER ÉG TILBÚINN! GÓÐ HUGMYND! ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN AÐ ÉG HEF LAMIÐ NÝJAN MANN. ÞETTA VERÐUR SKEMMTILEGT! NÚMER 7, ... RAUTT ... ODDATALA... JÁ EN ÞAÐ VAR ÉG SEM ÁTTI AÐ SKEMMTA MÉR! EN NÚ VERÐA VANDRÆÐI MILLI ÞÍN OG JÓA GAMLA! ÞEGIÐU! INN MEÐ ÞIG! KOMIÐ YKKUR ÚT! BEYGÐU ÞIG!!! BRAUÐRISTIR... STUNDUM LENDIR MAÐUR BARA Í VONDRI BRAUÐRIST GRETTIR. ÞAÐ ER ILLUR ANDI Í BRAUÐRISTINNI OKKAR ÞÚ HELDUR AÐ ÉG SÉ KLIKKAÐUR ER ÞAÐ EKKI? BULL OG VITLEYSA! ÞÚ VERÐUR AÐ HAFA MIG AFSAKAÐAN Á MEÐAN ÉG FÆRI MIG Í ÞAÐ SEM MÉR FINNST VERA ÖRUGG FJARLÆGÐ FRÁ ÞÉR Í VESTRINU ERU MÖRG GIL OG ÞESSI GIL ERU FULL AF GILJALJÓNUM.. GILJALJÓN ERU MJÖG ÁRÁSARGJÖRN... Í RAUN ER EITT ÞEKKTASTA MÁLTÆKIÐ Í VILLTA VESTRINU SVONA... “ALDREI GRÁTA GILJALJÓN!”TITILLINN Á RITGERÐINNI ER “VILLIDÝR Í VESTRINU” BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ hefur ekki farið framhjá nein- um sem fylgst hefur með fréttum að undanförnu að deila stendur yfir milli stjórnar heimahjúkrunar á höf- uðborgarsvæðinu og starfsmanna. Samkvæmt fréttum snýst deilan um að taka af starfsmönnum greiðslu fyrir afnot af þeirra einkabílum og þar með lækka launin. Í staðinn er þeim gert skylt að fara í vitjanir á rekstrarleigubílum. Hafa ber í huga að það er enginn að biðja um hærri laun, bara óbreytt ástand! Það sem gerir fréttaflutninginn furðulegan er að ekkert sparast við þessa aðgerð. Þetta virðist flókið en svo er ekki, kæri lesandi. Sannleikur málsins er eftirfarandi: Stjórn heimahjúkrunar ákvað upp á sitt eindæmi að gera samning við bílaumboð um leigu á ákveðnum fjölda bíla. Ekki var minnst einu orði á þetta við starfs- fólkið. Samningurinn er bindandi og því ekki hægt að bakka. Þetta er heila málið! Mannlegi þátturinn gleymdist. Hefði ekki verið rétt að kanna hug starfsmanna og reikna dæmið til enda áður en gengið var til samninga við bílaumboðið? Frá mínum bæjardyrum séð er stjórnin sek um afglöp í starfi og í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum þyrfti hún að taka poka sinn. Ég get ekki annað séð en að hér sé búið að undirrita dauðadóm stjórnar heima- hjúkrunar, hvað finnst þér? Það sparast ekki króna og þess vegna hljóta menn að spyrja hvers vegna þurfti að valda skjólstæðingum, að- standendum og starfsfólki þessum áhyggjum, leiðindum og óöryggi. Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á heilbrigðismálunum í land- inu og er því tilneyddur til að höggva á hnútinn strax áður en illa fer. Þetta er ljótur leikur gagnvart sjúku fólki sem er algerlega háð þjónustu „ofur- kvennanna“ sem banka að dyrum í hvaða veðri sem er. Ekki gleyma því að skjólstæðingarnir eru 1100, starfsmenn í beinni þjónustu við þá um 80 og fjöldi aðstandenda nokkur þúsund, mörg atkvæði þar! Hægt var að höggva á hnútinn fimm mín- útum fyrir kosningar s.l. vor. Ég veit að það eru þrjú ár þangað til næst verður kosið til alþingis og staðan því önnur. Samt trúi ég því og treysti að landsmenn séu ekki það vitlausir að gleyma þessari hringavitleysu á þremur árum. Jafnframt veit ég að kjósendur umbuna stjórnvöldum fyrir góð verk í kjörklefanum árið 2007, en til að það geti orðið þarf að leysa þetta mál ekki seinna en strax. SIGURÐUR T. JACK, framkvæmdastjóri, Blesugróf 19, 108 Reykjavík. Heimahjúkrun – afglöp stjórnenda í starfi! Frá Sigurði T. Jack: NÝVERIÐ hélt Náttúrulækninga- félag Íslands málþing um erfða- breyttar afurðir. Umræðuefnið var fróðlegt og skemmtilegt og erindin mjög áhugaverð. Kom fram að lítil sem engin umræða hefur verið meðal almennings hér á landi um þennan málaflokk. Engin löggjöf hefur enn verið sett um merkingar erfða- breyttra matvæla hér á landi. Neyt- endur eru illa upplýstir, vísa ég í grein í Tímaritinu Birtu þ. 6. febrúar sl. þar sem blaðamaður tók tali nokkra vegfarendur. Þeir sem spurð- ir voru vissu ekki hvað erfðabreytt afurð er eða hvort þeir hafi yfir höfð- uð neytt hennar og fleiri töldu sig ekki vilja erfðabreyttan mat. Um þetta snýst málið. Neytendur hafa ekkert val og aðgangur að upp- lýsingum um erfðabreytingar er tak- markaður hér á landi. Hvað með þá neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol af einhverju tagi og vilja vera öruggir með hvað þeir kaupa? Það bjargast sem betur fer með verslunum sem hafa á boðstólum lífrænt vottaðar vörur. Þær eru ekki erfðabreyttar, framleiðsluaðferðir og merkingar eru í lagi. Vísbendingar eru um að allt að 70% matvæla í hillum verslana í Bandaríkjunum séu erfðabreyttar og þaðan er gríðarlegur innflutning- ur hingað til lands. Hvernig er þessu háttað hér á landi? Hversu hátt hlut- fall matvöru í verslunum á Íslandi er erfðabreytt? Við vitum það ekki, því ekki er enn skylt að merkja erfða- breyttar vörur hér á landi. Margir vilja að náttúran fái að vera hún sjálf og eru á móti því að flytja gen (erfðaefni) úr dýrum, bakt- eríum eða veirum yfir í plöntur. Mörgum er alveg sama hvort þeir sem framleiða erfðabreytt segja að varan sé örugg, ef þeir hafna erfða- breyttu. Vörulýsing matvöru verður því að vera rétt. Á málþingi NLFÍ kom fram að niðurstöður rannsókna á afleiðingum erfðabreytinga á umhverfið eru ekki einhliða. Vísindamönnum ber ekki saman. Ræktun er hafin á erfðabreyttu byggi í íslenskri náttúru til undirbún- ings stórfelldri lyfjaframleiðslu. Hvað varðar þá ræktun er hún ekki hafin yfir gagnrýni. Velti t.d. fyrir mér hvernig náttúran sjálf tekur breytingum ef í ljós kemur að erfða- breytta ræktunin hefur neikvæð áhrif á jarðveginn og nánasta um- hverfi, t.d. komist í matvæli eða fóð- ur, eins hvort hægt er að hefja ann- ars konar ræktun (óerfðabreytta) á sama landsvæði í kjölfar erfða- breyttrar ræktunar? Getur hefð- bundin og erfðabreytt ræktun farið saman? Hefur þetta verið nægilega rannsakað á Íslandi. Er rétt að hefja hér á landi ræktun erfðabreyttra plantna áður en afleiðingarnar eru ljósar? BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Þverási 1, 110 Reykjavík. Neytendur hafa ekki val Frá Björgu Stefánsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.