Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, fax. 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín, kl.13.30 Leshringur í fund- arsalnum. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–12 gler- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–10.30, kl. 13–16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við bað kl. 10 leik- fimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Postulín og leirmótun kl. 9–16.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kvenna- leikfimi kl. 9.30, kl. 10.20, og kl. 11.15, handavinnuhorn kl. 13, trésmíði 13.30. Félag eldri borgara, Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, opnað kl. 9, mynd- mennt kl. 10–16, línu- dans kl. 11, glerskurður og billjard kl. 13, pílu- kast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla kl. 19.15. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. almenn handavinna, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13–14 mun sr. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Fella- prestakalli, hafa við- talstíma og ráðgjöf, hann verður síðan framvegis á þessum tíma, kl. 13.30 kóræf- ing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 16.15 tré- skurður, kl. 17. bobb. KL. 15.15 söngur. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 handa- vinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 15–18 myndlist. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun pútt á Korp- úlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 13– 13.30 bankinn, kl. 14 fé- lagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15- 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Fimmtud. 4. mars kl. 10.30 helgistund. í um- sjón séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur. Kór fé- lagsstarfs aldraðra syngur. Hálfs dags óvissuferð fimmtudag- inn 4. mars kl.13, Graf- arholtið skoðað, fyr- irtæki heimsótt, skráning í síma 535 2740. Vitatorg. Kl. 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband, kl. 13 föndur og kóræfing, kl. 12.30 verslunarferð. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin, kl. 13–16 ker- amik, taumálun, fönd- ur, kl. 15 bókabíllinn. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhúsins. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Kvenfélagið Hrönn, Salza-kvöld, fimmud. 4. mars kl. 20 í Borgartúni 22. ITC Fífa fundur í kvöld kl. 20.15 í Safn- aðarheimili Hjalla- kirkju, Kópavogi. Félag kennara á eft- irlaunum. Skákhóp- urinn kemur saman í Kennarahúsinu við Laufásveg miðvikud. 3. mars kl. 14 og bók- menntahópurinn á sama stað fimmtud. 4. mars kl. 14. Sjögrens hópur hittist í kvöld kl. 20 á Kaffi Míl- anó. Í dag er miðvikudagur 3. mars, 63. dagur ársins 2004, Jónsmessa Hólabiskups á föstu. Orð dagsins: Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða. (Ok. 16, 3.)     Helstu rök vinstri-manna fyrir því af hverju ríkið eigi að reka fjölmiðil eru þau að RÚV gegni mikilvægu menn- ingarhlutverki sem eng- inn annar geti staðið að segir María Margrét Jó- hannsdóttir í pistli á frelsi.is. „Nú hefur hins vegar komið í ljós að Rík- isútvarpið hefur ekki tök á að kaupa meira íslenskt dagskrárefni það sem eftir er af árinu. Þetta er þó þrátt fyrir allt ákveðið fagnaðarefni fyrir skatt- greiðendur, ekki vegna þess að innlend dag- skrárgerð sé verri en annað efni, heldur vegna þess að þessi ákvörðun ber vott um sparsemi.     Kvikmyndagerðarmennhafa látið í ljós óánægju sína með ákvörðun Ríkisútvarpsins og segja þeir eini raun- hæfi kosturinn til að fá verk sín birt og fjár- mögnuð sé með milli- göngu RÚV. Þetta getur varla staðist því til dæmis hefur Skjár einn boðið upp á afar fjölbreytt og skemmtilegt íslenskt sjónvarpsefni frá fyrsta degi án endurgjalds, auk þess sem Stöð 2, Sýn og Popptíví bjóða einnig upp á fjölmarga innlenda þætti.     Með ákvörðun sinnihafa forsvarsmenn RÚV nú í raun slegið vopnin úr höndum vinstrimanna og staðfest þær fullyrðingar hægri- manna að Ríkisútvarpið gegni engu sérstöku menningarhlutverki. Það að einkareknir fjölmiðlar sjái einnig hag sinn í því að framleiða og kaupa mikið magn íslensks dag- skrárefnis, þrátt fyrir að ríkisstyrktur fjölmiðill sé á markaðnum, sýnir enn- fremur að Ríkisútvarpið er augljóslega ekki nauð- synlegur hluti öflugs ís- lensks menningarlífs.     Ef vandaðir íslenskirþættir eins og Mós- aík, Spaugstofan og Laugardagskvöld með Gísla Marteini eiga upp á pallborðið hjá lands- mönnum er engin ástæða til að óttast að þeir legg- ist af þó að almenningur verði ekki lengur þving- aður til að greiða fyrir þá,“ segir María Mar- grét.     Víða var þess minnst ífyrradag að 15 ár eru liðin frá því að heimilt var að selja bjór á Ís- landi. Vefþjóðviljinn rifj- ar upp ummæli alþing- smanna sem voru þessu mótfallnir. „[É]g vil ekki standa að breytingum í áfengismálum né annars staðar sem gera fólkið óvirkara og sljórra gagn- vart umhverfi sínu,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon og sagði nei við bjórnum eins og Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingar. Rök hennar voru: „Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei.“ STAKSTEINAR Vopnalausir vinstri- menn og bjórinn Víkverji skrifar... Undir niðri á Víkverji sér þanndraum að syngja í karlakór. Hann hefur ætíð öfundað þá kyn- bræður sína sem hafa elju, þor og hæfileika til að stíga á svið og þenja raddböndin fyrir framan aðra. Vík- verji varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hlusta nýlega á magnaðan karlakór, eða Heimi úr Skagafirði, og ekki dró það úr öfundinni. Þó að ekki hafi verið um „alvöru“ tónleika að ræða þá mátti heyra nokkur lög af metn- aðarfullri og fjölbreyttri söngskrá. Létt var yfir mannskapnum og af- slappaðir sungu Heimismenn lögin af reynslu og innlifun. x x x Þegar hlustað var á þessa ljúfu tónavarð Víkverja líka hugsað til þess sönglífs sem blómstrar í landinu, til sjávar og sveita. Hundruð ef ekki þúsundir fólks á öllum aldri syngja í karlakórum, kvennakórum og blönd- uðum kórum og sönghópum af ýmsu tagi. Meginkórstarfið fer fram yfir veturinn og þá er æft nokkrum sinn- um í viku. Tónleikahald er síðan tölu- vert, þó misjafnt sé það eftir kórum. Áhuginn er einlægur og ýmislegt á sig lagt til að komast á æfingar. Heimismenn eru glöggt dæmi þess hve dyggilega er æft. Víkverji veit til þess að þeir koma sumir hverjir langt að til æfinga í félagsheimilinu Mið- garði í Varmahlíð, sem er miðsvæðis í Skagafirði, og aksturinn getur tekið tvo eða þrjá tíma samanlagt á kvöldi fyrir þá sem fjærst Varmahlíð búa. Þetta gera menn meðfram bústörfum sínum, jafnvel kúabúskap, eða ann- arri atvinnu – og hafa gert til fjölda ára en kór eins og Heimir er af- sprengi ríkrar sönghefðar í Skaga- firði og á sér nærri 80 ára langa sögu. Þegar litið er á lista yfir næstu verk- efni Heimis sést að varla mun falla úr helgi fram á sumar. Undir lok söng- ársins verður svo brugðið undir sig betri fætinum og haldið í söngferð til Skotlands. Með í för verða makarnir því Heimismönnum er orðið það löngu ljóst að kórstarfið gengi aldrei upp nema með dyggum stuðningi eig- inkvenna og heitkvenna. Á meðan karlarnir æfa eða syngja fjarri heimabyggð gæta konurnar bús og barna en í nokkrar söngferðir koma þær með, enda félagslífið mikið og gott í kringum kórinn. Og svona gengur þetta fyrir sig í mörgum kór- um. Í kvennakórum verða þarna hlut- verkaskipti á heimilinu og þannig á það líka að vera. Er aldrei að vita nema að Víkverji fari að ræskja sig og kanna hvort hann komist í karla- kór. Hann gæti í versta falli raulað undir í einhverjum lögum og þá „mæmað“ í öðrum. Heimir úr Skagafirði er alvöru karlakór. Náttúra Íslands ÉG hafði komið þangað síð- ast fyrir 31 ári en þá var ég á ferð með Ferðafélagi Ís- lands og var gengið sömu leið yfir Skaftafellsheiðina, yfir Morsá og inn að Bæjar- staðaskógi, og ég fór síðast- liðinn ágúst. Ég man þegar við gengum yfir heiðina að á kafla var forarmýri ill yf- irferðar en nú 31 ári síðar var kominn yfir metra hár víðir þar, dýrlega fallegur og óx þétt að stígnum. Aur- arnir fyrir neðan skóginn voru nánast gróðurlausir en 31 ári síðar vaxnir birki og víði og sumar bjarkirnar margir metrar. Uppblást- urinn ofan skógar og upp- blástursgeirar í gegnum skóginn sem voru nokkrir voru 31 ári síðar vaxnir trjágróðri og lúpínu en lúp- ínan var á aurunum neðan skógar líka ásamt hvönnum og fleiri grösum. Allur gróandi þessa lands var greinilega í mikl- um vexti. Þvílík breyting á ekki meiri tíma. Ég var yfir mig hrifinn. Hvað skyldi valda þess- ari grósku? Það skyldi þó ekki vera að fyrir 31 ári hafði nýtekist að friða land- ið endanlega fyrir beit bú- fjár, og allur gróðurinn vaxið upp af sjálfsdáðum síðan? Þetta segir mér að í dag sé lausaganga búfjár stærsti glæpurinn gegn ís- lenskri náttúru. 250944-4709. Hressótertan HVAR er hægt að fá Hressótertuna, sem er stór rjómaterta með sérstöku kremi á milli. Veit að hún var til hjá Heildsölubakarí- inu á Grensásvegi en fæst þar ekki lengur. Þeir sem gætu liðsinnt mér hafi sam- band við Bryndísi í síma 568 8310. Robbie Williams ’99 – vantar miða VELVAKANDA barst bréf frá Patriciu í Þýska- landi þar sem hún er að leita eftir afriti af aðgöngu- miða á tónleika Robbie Williams sem haldnir voru í Laugardalshöllinni 19. september 1999. Patricia er að útbúa veggfóður með að- göngumiðum víðs vegar úr heiminum í afmælisgjöf handa vinkonu sinni sem á afmæli 6. mars. Vantar hana þetta því strax. Ef einhver getur liðsinnt henni biður hún viðkom- andi um að skanna miðann og senda sér í tölvupósti. Netfang Patriciu er: Crazy- CreativePatricia@t-on- line.de. Tapað/fundið Giftingarhringur týndist GIFTINGARHRINGUR týndist í nóvember sl. á leiðinni frá Kolaporti yfir á Lækjartorg. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 551 2958. Dýrahald Príma er týnd PRÍMA er lítil kolsvört læða sem týndist frá Skip- holti fimmtudaginn 26. febrúar sl. Hún var ómerkt og ólarlaus. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 869 9039. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 húsa, 4 heppni, 7 bölið, 8 borða, 9 greinir, 11 sef- ar, 13 lítill, 14 elskan, 15 blíðuhót, 17 reiðar, 20 sjór, 22 sárar, 23 grjót- skriðan, 24 bik, 25 blunda. LÓÐRÉTT 1 gortar, 2 leiðbeina skipi til hafnar, 3 fífl, 4 vinkill, 5 kirkjuhöfðingjum, 6 hamingjusamar, 10 skjálfa, 12 renna, 13 snjó, 15 trant, 16 búa til, 18 fæða, 19 vitlausa, 20 ósoðna, 21 samkomu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 svipþunga, 8 útlit, 9 sunna, 10 tía, 11 trana, 13 ræðin, 15 stegg, 18 safna, 21 lok, 22 kytra, 23 arinn, 24 taumlaust. Lóðrétt: 2 vilpa, 3 putta, 4 ufsar, 5 ginið, 6 búnt, 7 baun, 12 nag, 14 æða, 15 sekk, 16 eigra, 17 glaum, 18 skata, 19 fliss, 20 agns. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.