Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú hugsar myndrænt, hefur mikla skipulagshæfileika og átt auðvelt með að fá yfirsýn yfir hlutina. Þú þarft að taka mik- ilvæga ákvörðun á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur ákveðnar skoðanir á einhverju í vinnunni. Þú gætir jafnvel krafist þess að fá þínu framgengt. Staldraðu við og spurðu sjálfa/n þig að því hvort þú viljir í raun þvinga fram vilja þinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Varastu að lofa vini þínum of miklu í dag. Þú ættir líka að hugsa þig tvisvar um áður en þú semur við stórar stofnanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gættu þess að færast ekki of mikið í fang í dag. Þú gætir freistast til þess vegna þess að þig langar til að standa undir væntingum annarra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er hætt við að samræður um stjórnmál, trúmál og heimspeki fari úr böndunum í dag. Þetta getur orðið til þess að þú farir á einhvern hátt yfir strikið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert örlát/ur í eðli þínu og stundum getur það hreinlega gengið of langt. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú sam- þykkir nokkuð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru miklar líkur á mis- skilningi eða einhvers konar mistökum í dag. Láttu ekki löngun þína til að gera öðrum til hæfis koma þér í vandræði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki lofa meiru en þú getur staðið við í vinnunni í dag. Þótt þér finnist núna að þú munir ráða við það muntu að öllum líkindum sjá eftir því síðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Mundu að börn taka loforð fullorðinna mjög alvarlega. Farðu því varlega í að lofa börnum og ungu fólki nokkru í dag. Lofaðu engu sem þú ert ekki viss um að þú getir staðið við. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Áætlanir þínar varðandi fast- eignaviðskipti eða málefni fjölskyldunnar eru að öllum líkindum óraunhæfar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert svo bjartsýn/n í dag að þér finnst þú ráða við hálfan heiminn. Bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarð- anir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu vel með peningana þína í dag. Þú ert í skapi til að láta slag standa með hlutina og því er hætt við að þú eyðir um efni fram ef þú ferð í búð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst allt vera mögulegt í dag og því er svolítil hætta á því að þú missir tengslin við raunveruleikann. Hlustaðu á gagnrýnan hátt á það sem þú segir við aðra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LÍKUR SÍNUM Allt hef ég af öfum mínum, illt er að vera líkur sínum, annar kvað og annar saup. Ég á að heita barnið beggja, búinn að stökkva hvorutveggja grárra manna Grettishlaup. Ólukkinn skal yrkja lengur, enginn til þess finnur drengur, og þó miklu minnur fljóð. Ólukkinn skal oftar súpa. Eg er fótaloðin rjúpa. Plokkið þér mig nú, Gunna góð! Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 3. mars, er sjötugur Hörður Líndal Árnason frá Hnífs- dal, til heimilis í Álfholti 24, Hafnarfirði. Hann er að heiman. SAMKVÆMT gróinni hefð þarf minnst 12 há- spilapunkta til að hefja sagnir og eftir því viðmiði vantar nokkuð á að norður eigi fyrir opnun. En hefðin er að breytast og margir keppnisspilarar opna allt niður í 9–10 punkta ef skipt- ingin er góð. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠8652 ♥ÁD3 ♦Á9754 ♣4 Vestur Austur ♠D10 ♠ÁK93 ♥5 ♥10986 ♦KDG1082 ♦3 ♣10652 ♣KG98 Suður ♠G74 ♥KG742 ♦6 ♣ÁD73 Spilið er frá NEC-mótinu í Japan. Í leik enskrar og þýsk/bandarískrar sveitar valdi Bretinn Brian Senior að opna á spil norðurs, en Sabina Auken sagði pass. Þessi upphafsákvörðun setti mark sitt á framhaldið: Vestur Norður Austur Suður Callaghan Auken Armstrong Sanborn – Pass 1 lauf 1 hjarta 2 lauf * 2 tíglar ** Pass 2 hjörtu Pass Pass Pass * yfirfærsla í tígul ** góð hækkun í hjarta John Armstrong vakti á Standard-laufi í austur og Kerry Sanborn kom inn á hjartasögn. Auken fékk tækifæri til að sýna góða hækkun á öðru þrepi, en upphaflegt pass hennar hélt aftur af Sanborn og hún lét tvö hjörtu duga. Sem er svo sem ágætur samningur, því geim er ekki borðleggjandi í NS. En þar enduðu Senior og Lambardi eftir opnun norðurs á einum tígli: Vestur Norður Austur Suður M. Molson Senior J. Molson Lambardi – 1 tígull Dobl 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Spaði út hefði verið best fyr- ir vörnina, en Mark Molson lagði skiljanlega af stað með tígulkónginn. Lambardi drap og svínaði laufdrottn- ingu. Tók svo laufásinn og stakk lauf með þristinum. Hann spilaði tígli og tromp- aði smátt þegar Janice Mol- son henti spaða. Síðan var lauf stungið hátt, hjartaás tekinn og tígli spilað. Janice kaus að henda öðrum spaða og Lambardi fékk þannig tí- unda slaginn með því að trompa smátt heima. En það breytir engu þótt austur trompi í tígulinn með áttu; sagnhafi hendir þá spaða og stingur þriðja spaðann með sjöunni heima. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.200 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sjöfn Ragnarsdóttir og Harpa Marín Þór- arinsdóttir. 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 cxd4 5. cxd4 Rc6 6. Rf3 Bg4 7. Rc3 Da5 8. d5 Bxf3 9. Dxf3 Re5 10. Dg3 Rd7 11. Bb5 Rgf6 12. 0-0 a6 13. Bxd7+ Rxd7 14. a3 g6 15. b4 Dd8 16. Bf4 Bg7 17. Bc7 Dc8 18. Hac1 b5 19. Re4 Db7 Staðan kom upp í Norðurlandamótinu í skólaskák sem lauk fyrir skömmu í Sví- þjóð. Hilmar Þor- steinsson (1.810) hafði hvítt gegn Martin Lauritzen (1.876). 20. Rd6+! exd6 21. Dxd6 Re5 21. – Be5 hefði verið engu skárra þar sem eftir 22. Hfe1 yrði svartur jafn varnarlaus eins og í skákinni. 22. Hfe1 Da7 23. Hxe5+ Bxe5 24. Dxe5+ Kd7 25. Dd6+ Kc8 26. Bb6+ og svartur gafst upp. Lokadag- ur stórmóts Hróksins fer fram í Rimaskóla í dag 3. mars. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Eldri borgarar í Reykjavík VIÐ BJÓÐUM ÞÉR Í FERÐALAG UM BORGINA ÞÍNA! Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bjóða eldri borgurum í Reykjavík í vettvangsferð um borgina laugardaginn 6. mars 2004 kl. 14.00. 14.00 Mæting við Valhöll, Háaleitisbraut 1. 14.15 Lagt af stað í langferðabifreiðum frá Valhöll. Við skoðum m.a. fyrirhugaða uppbyggingu í miðborginni, 101 Skuggahverfi og Slippsvæðið. Skoðum hugmyndir um samgöngu- bætur, færslu Miklubrautar, mislæg gatnamót og tillögur um legu Sundabrautar. Ökum um nýja hverfið í Grafarholti og að fyrirhugaðri byggð í suðurhlíðum Úlfarsfells og Norðlingaholti. 15.45 Kaffi og léttar veitingar í Valhöll í boði borgarstjórnarflokksins. Ávarp Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Allir hjartanlega velkomnir Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 515 1700 fyrir kl. 12.00 föstudaginn 5. mars. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík HLUTAVELTA PENNAVINIR VIVECA, sem er sænsk og 38 ára, óskar eftir íslenskum pennavini. Viveca Persing, Stramaljv. 14, 168 73 Bromma, Sweden. CHAY Lemoine, sem er háskólanemi, óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Hann hefur mikinn áhuga á að fræðast um Halldór Lax- ness. Netfang hans er: chay_l@yahoo.com DEBORAH Moseby frá Ástralíu óskar eftir íslensk- um pennavinum. Deborah Moseby, 7 Glenferrie Ave, Myrtle Bank SA 5064, Australia. MARCELO, sem býr í Argentínu, óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Marcelo Juan Valenti, San Martin 2970, 2000 – Rosario, Argentina. Reykjavíkurmót í tvímenningi Reykjavíkurmót í tvímenningi fer fram helgina 13.–14. mars næstkom- andi. Spilafjöldi og spilaform ráðast af fjölda spilara. Spilatími er áform- aður frá klukkan 11.00–20.00 laug- ardaginn 13. mars og frá 11.00–17.00 sunnudaginn 14. mars. Keppnis- stjóri verður Björgvin Már Kristins- son. Spilagjald verður 3.000 krónur á spilara. Ástæða er til þess að vekja athygli á breyttu fyrirkomulagi keppninnar, en á þingi Bridgesambands Íslands var ákveðið að fella niður undan- keppni Íslandsmóts í tvímenningi, en spila þess í stað um kvóta í svæða- mótum landshlutanna. Kvóti Reykjavíkur verður 23 pör (af sam- tals 56 sem komast áfram í úrslita- keppni Íslandsmótsins sem fram fer helgina 30. apríl–2. maí). Nú geta pör ekki lengur áunnið sér þennan rétt með keppni í undankeppni Íslands- móts, heldur verða að ávinna sér réttinn í einhverju svæðamóti lands- hlutanna. Spilastaður í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi er Síðumúli 37. Skrán- ing í keppnina fer fram á heimasíðu BR, bridgefelag.is, heimasíðu BSÍ (bridge.is) eða á skráningarlistum í Síðumúla 37. Skráningarfrestur til hádegis föstudaginn 12. mars. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 1. mars var að nýju tekið til við aðalsveitakeppni félags- ins og spilaðar tvær umferðir. Nokk- ur spenna var í lofti því efstu sveit- irnar áttust allar við innbyrðis. Sveit Bifrestinga lék við sveit Kristjáns í Bakkakoti og mátti játa sig sigraða með 12 stigum gegn 18 og með því mjakast Kristján nær Bifrestingum á toppnum. Sveit Svanhildar sýndi sveit Þorsteins á Hömrum enga mis- kunn en þessar sveitir voru í þriðja og fjórða sæti. Leikurinn endaði 24-6 fyrir Svanhildi. Þessar ófarir Þor- steins nýtti sveit Halldóru í Reyk- holti til að máta fjórða sætið með því að vinna sveit Egils í Örnólfsdal 23-7. Í seinni umferð kvöldsins áttust m.a. annars við sveitir Halldóru og sveit Bifrestinga. Sveit Halldóru hafði unnið fimm leiki í röð og stefndi rak- leiðis í verðlaunasæti. En sveit Hall- dóru reyndist lítil hindrun fyrir Bif- restinga og fór leikurinn 25-4 fyrir þá. Ekki voru nú allir liðsmenn Hall- dóru sáttir við þessi úrslit og heyrð- ist einn þeirra rifja upp gamla „tap- vísu“ eftir hinn ágæta bridsspilara í Borgarnesi Jón Þ. Björnsson. Tekist var á og tvísýn var keppnin þeir tapa sem meira kunna. Þannig var það því helv…. heppnin’ heldur með Jonna og Unna. Sveit Kristjáns sigraði seinni leik- inn stórt og virðist nú eina sveitin sem einhverja möguleika á til að velta Bifrestingum úr sessi, þó að möguleikinn sé ekki stór. Staðan að loknum 12 umferðum er þessi: Sveit Bifrestinga 241 Sveit Kristjáns 223 Sveit Svanhildar 212 Sveit Þorsteins 196 Sveit Halldóru 188 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 1. mars hófst þriggja kvölda barómeter-tvímennings- keppni félagsins. Þar spila 22 pör 4 spil á milli para, 28 spil á kvöldi. Feðginin Anna Guðlaug Nielsen og Guðlaugur Nielsen voru í miklu stuði á fyrsta kvöldinu af þremur og eru með talsverða forystu á toppnum. Staða efstu para er nú þannig: Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 79 Halldór Svanb. – Kristinn Kristinss. 44 Unnar A. Guðm. – Kristján B. Snorras. 41 Hjálmar S. Pálsson – Árni Már Björnss. 41 Loftur Pétursson – Valdimar Sveinsson 38 Jón Steinar Ingólfsson – Jens Jensson 38 Eðvarð Hallgrímss. – Magnús Sverriss. 33 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 27. febrúar var spil- aður Mitchell-tvímenningur á átta borðum. Úrslit urðu þessi. N/S Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 194 Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 181 Jón Pálmason – Stefán Ólafsson 178 Þorvaldur Þorgrímss. – Einar Sveinss. 169 A/V Sigurður Hallgrímss. – Ólafur Gíslas. 195 Hans Linnet – Helgi Sigurðsson 180 Guðmundur Árnason – Maddý Guðm. 174 Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 165 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.