Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ vorum mjög fegnir að sjá
björgunarmennina, það var mjög
gott eftir 36 tíma bið,“ segir Oliv-
ier Le Piouff, annar Frakkanna
tveggja sem björgunarsveitir
Slysavarnarfélagsins Lands-
bjargar, komu til bjargar snemma
á þriðjudagsmorgun. Þá höfðu
þeir haldið kyrru fyrir renn-
blautir frá því um miðjan dag á
sunnudag þegar fárviðri skall á.
Þeir voru hraktir og kaldir þegar
björgunarsveitarmenn fundu þá
um 800 metra frá Háöldu á
Sprengisandi, en voru þó allir að
hressast þegar Morgunblaðið náði
af þeim tali í gær, enda komnir í
þurr föt og búnir að fá heitt að
drekka hjá björgunarmönnum.
Frakkarnir tveir, Le Piouff og
Guillaume Hintzy, lögðu af stað
frá Eyjafirði á þriðjudaginn í síð-
ustu viku. „Við ætluðum að fara
þvert yfir Ísland, frá Akureyri að
Skógum,“ segir Le Piouff. Þeir
voru á fjallaskíðum og drógu
sleða á eftir sér með búnaði og
vistum fyrir 11 daga. „Við höfð-
um farið um það bil hálfa þessa
leið, en ákváðum að snúa við því
að það var ansi mikið í ám sem
við gátum ekki farið yfir.“
Óðu þeir yfir fyrstu ána sem
varð á vegi þeirra en síðan komu
þeir að á sem í var allt of mikið
vatn til þess að þeir treystu sér
til að fara yfir. Ákváðu tvímenn-
ingarnir því að skynsamlegast
væri að snúa við á sunnudags-
morgni. „Við fórum 20 km til
baka, en um eftirmiðdaginn var
kominn mjög sterkur vindur og
fóru vindhviður upp í 150 km/
klst. (41 m/sek.). Við vorum með
góðan búnað, en vandamálið var
vindurinn og okkur tókst ekki að
tjalda nema hluta af tjaldinu, gát-
um ekki tjaldað himninum. Við
fórum þá inn í tjaldið til að halda
því niðri, en urðum rennandi
blautir á tveimur tímum því það
rigndi og snjóaði um leið inn í
tjaldið. Þá byrjaði þetta að vera
erfitt því ekkert var lengur þurrt,
svefnpokarnir voru blautir og
okkur varð mjög kalt,“ segir Le
Piouff.
Þeir höfðu NMT-síma með-
ferðis, en tókst aðeins að ná sam-
bandi við tengilið sinn í Reykjavík
í um tvær sekúndur í einu. Björg-
unarsveitarmenn voru kallaðir út
þar sem tengiliðurinn hafði
áhyggjur af afdrifum mannanna.
Le Piouff segir að þeir hafi gefið
upp staðsetningu þeirra strax og
samband náðist, en aldrei heyrt
svar af hinum enda línunnar. Því
vissu þeir ekki að björgunarmenn
væru á leið til þeirra til aðstoðar.
Ævintýraþrá rak þá af stað
Le Piouff segir að félagarnir
hafi verið mjög fegnir þegar þeir
sáu björgunarsveitarmennina
koma, en þá ætluðu þeir að fara
að hugsa sér til hreyfings. „Við
höfðum ákveðið að reyna að
halda ferðinni áfram þar sem
veður hafði aðeins lægt. Við sáum
á kortinu að það var björg-
unarskýli ekki langt í burtu, en
við höfðum satt að segja ekki
mikla krafta. Það var því sönn
ánægja að sjá þá.“
Þetta var fyrsta ferð þeirra fé-
laga til Íslands, en þeir hafa áður
ferðast saman um norðlægar slóð-
ir þegar þeir ferðuðust um Sval-
barða. Le Piouff segir að æv-
intýraþrá hafi dregið þá til
Íslands um miðjan vetur. „Við
höfum báðir nokkra reynslu af
vetrarferðum af þessu tagi og
vildum gera atlögu við Ísland,“
segir hann og segir ekki útilokað
að þeir muni reyna aftur við að
ganga yfir þvert Ísland á skíðum.
Samtals tóku tíu vélsleðar frá
Eyjafirði og fjórir jeppar ásamt
snjóbíl frá Hellu og Hvolsvelli
þátt í leitinni.
Biðu björgun-
ar rennblautir
og kaldir í 36
klukkutíma
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Olivier Le Piouff og Guillaume Hintzy ásamt björgunarsveitarmönnum úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu sem
fluttu þá til byggða. Það voru sleðamenn að norðan, frá björgunarsveitinni Súlum, sem fundu þá í gærmorgun.
MENNTAMÁLAHÓPUR Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna, afhenti í gær Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til-
lögur Heimdallar í menntamálum, þar sem meðal
annars er mælt með því að skólagjöld verði tekin
upp við Háskóla Íslands.
Tillögurnar voru settar upp eins og dagatal, og
var eitt atriði tekið fyrir í hverjum mánuði, og end-
að á gátlista í desember þar sem ráðherra getur
merkt við þær af tillögunum sem hún hefur fram-
kvæmt á árinu.
Þorgerður Katrín sagði við tilefnið að það væri
alltaf ánægjulegt að fá þrýsting frá grasrótinni.
„Ég er alltaf hrifin af gátlistum, þeir halda okkur
við efnið. Það er margt hérna sem ég vil geta kross-
að við í lok skólaársins, en hvað það er ætla ég ekki
að segja til að lofa ekki upp í ermina á mér,“ sagði
Þorgerður þegar hún tók við dagatalinu.
Minni sóun með skólagjöldum
Tillögurnar eru í fimm liðum. Fjallað er um
skólagjöld, faglegt frelsi, styttingu náms til stúd-
entsprófs, fjárhagslegt frelsi og verknám. Kristinn
Már Ársælsson, annar hópstjóra menntamála-
hópsins, segir að fjallað sé ítarlega um hvern lið í
tillögunum.
Meðal þess sem Heimdellingar leggja til er að
hætt verði að leggja fyrir samræmd próf á hvaða
skólastigi sem það er. Kristinn segir það m.a. lagt
til þar sem samræmd próf mæli einungis ákveðna
tegund greindar, auk þess sem þar sé verið að
steypa alla skóla í eitt form. Hann segir að rökin
fyrir samræmdum prófum á framhaldsskólastigi
séu gjarnan þau að háskólar verði að geta metið
nemendur úr mismunandi skólum, og segir hann að
betra væri að hafa inntökupróf í háskólann til að
meta getu nemendanna.
Einnig er lagt til í tillögum Heimdallar að tekin
verði upp skólagjöld við Háskóla Íslands, og segir
Kristinn hagsmuni einstaklingsins mæla með
skólagjöldunum. Hann segir að Heimdellingar telji
að skólagjöld séu til þess fallin að bæta menntun,
og að með upptöku þeirra verði minni sóun í
menntakerfinu þar sem nemendur séu ákveðnari
og skrái sig ekki í eitthvað sem það sé ekki visst um
að vilja læra.
Nánari útfærslu á tillögunum má finna á vef
Heimdallar, www.frelsi.is.
Fleiri tilbúnir að taka upp skólagjöld
Þorgerður Katrín segir að vandlega verði farið
yfir tillögur Heimdallar. „Ég tel að þetta sé þarft,
vel unnið innlegg inn í umræðuna, hvort sem er um
skólagjöld eða aðrar áherslur menntamálaráðu-
neytisins. Þetta er greinilega sterkur hópur af ung-
mennum sem hefur komið þarna saman og að sjálf-
sögðu ber að taka tillit til þeirra sjónarmiða eins og
annarra.“
Ráðherra segist ánægð með að umræðan um
skólagjöld sé komin af stað, það þurfi að fara vel yf-
ir það mál og skoða kosti þess og galla vel áður en
ákvörðun verði tekin.
„Mér sýnist umræðan vera að þróast þannig að
það séu kannski fleiri tilbúnir til að hugsa um það
að taka upp skólagjöld heldur en ég til að mynda.
Maður sér að það er hugsanlega að verða til póli-
tísk samstaða fyrir því að taka upp skólagjöld,“
segir Þorgerður Katrín. Hún segir þó að enn eigi
eftir að taka málið betur upp og fjalla um það til að
sú lausn sem sett verði fram verði í takt við þarfir
nemenda um öflugra nám og öflugri skóla.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók við tillögum Heimdallar á skrifstofu sinni.
Á móti samræmdum próf-
um á öllum skólastigum
Heimdellingar afhenda menntamálaráðherra tillögur menntamálahóps
UPPTÖKUR á fimmtu mynd-
inni um ævintýri Leðurblöku-
mannsins fara nú fram í Svína-
fellsjökli sem er í Skaftafelli.
Þar eru vinsælar gönguleiðir
fjallgöngumanna og birtust at-
hugasemdir í fyrradag á spjall-
svæði Íslenska alpaklúbbsins,
sem vistað er á heimasíðu
klúbbsins (www.isalp.is).
Róbert Halldórsson segir frá
því að hann og félagar hans hafi
ætlað upp á Hrútsfjallstinda en
til þess að svo megi verða þarf
að fara inneftir Svínafellsjökli.
Róbert segir að þeir hafi verið
stöðvaðir af vafasömum örygg-
isverði sem bannaði þeim að
halda áfram leið sinni, jökullinn
væri lokaður vegna upptöku á
kvikmyndinni um Leðurblöku-
manninn. Þegar Róbert og fé-
lagar gengu á manninn gat
hann ekki sýnt fram á nein
plögg sem gætu bannað þeim
að halda áfram. Er þeir þrýstu
á um að fá að halda áfram var
þeim hótað lögsókn. Vitað er að
um 200 manns, bæði frá Warn-
er og Sagafilm, eru á staðnum
vegna myndarinnar. Hins veg-
ar er ekki vitað nákvæmlega
hver hefur réttinn til að banna
umgang um jökulinn.
Heimild landeiganda?
Páll Björnsson, sýslumaður á
Höfn, segist lítið vita um þetta
mál og engin formleg kvörtun
hafi borist til hans. Það sé þó að
öllum líkindum landeigandi
sem geti lokað fyrir umferð.
Leðurblökumað-
urinn hrellir
fjallgöngumenn
Heftir um-
ferð um
Skaftafell