Morgunblaðið - 10.03.2004, Side 11

Morgunblaðið - 10.03.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 11 STREITUBUNDIN lífsstílsvanda- mál á borð við ofþyngd og átröskun, stoðkerfiskvillar vegna hreyfingar- leysis, kynsjúkdómar, margvísleg vanlíðan en einkum þó kvíði og þung- lyndi, neysla vímugjafa, slys og of- beldi eru meðal helstu ógnana við heilsufar landsmanna. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í nýrri skýrslu Landlæknisembætt- isins og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, Áherslur til heilsueflingar, sem kynnt var fjöl- miðlum í gær. Fagráð Landlæknis- embættisins vann skýrsluna, þar sem dregnir eru fram helstu áhrifa- þættir á lýðheilsu á Íslandi, og setti fram tillögur um á hvern hátt heilsu- efling geti bætt heilsufar og líðan ís- lensku þjóðarinnar. Höfum kannski tapað okkur í ákafri neyslu Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði fagráðið hafa unnið mikla og gagnlega skýrslu þar sem komið væri inn á flesta þá þætti sem snertu heilsufar þjóðarinnar. „Eins og skýrsluhöfundar benda á er heil- brigði færni til að lifa daglegu lífi en ekki markmið í sjálfu sér. Menn velja og temja sér heilbrigða lífshætti og lífsviðhorf til þess að lifa góðu lífi alla ævi,“ sagði heilbrigðisráðherra. Jón sagði að þrátt fyrir að þjóðin hefði sjaldan verið hraustari en nú steðjuðu að henni margvísleg vanda- mál sem tengdust því samfélagi sem þjóðin væri þó að mörgu leyti stolt af. „Við höfum kannski tapað okkur nokkuð, eins og oft hefur komið fram, í ákafri neyslu og eftirsókn eft- ir efnislegum gæðum á kostnað al- mennra lífsgilda ...[-] Þá er sú hætta til staðar að ofgnóttin leiði til of- neyslu af ýmsu tagi, veruleikaflótta sökum neyslu vímuefna sem því mið- ur er verulegt áhyggjuefni,“ sagði Jón. Vaxandi offita eitt helsta heilsufarsvandamálið Sigurður Guðmundsson landlækn- ir lagði áherslu á að heilsufar á Ís- landi væri gott, ekki bara vegna góðs heilbrigðiskerfis heldur líka vegna áhrifa af velferðarstefnu samfélags- ins. Sigurður sagði að engu að síður væri ástæða til hafa áhyggjur af nokkrum atriðum sem m.a. lytu að fjölskyldustefnu, uppeldisstefnu, vaxandi tíðni geðraskana og vanlíðan í samfélaginu. Tóbaksreykingar hefðu verið einn af helstu faröldrum 20. aldarinnar en annar sé vaxandi offita, bæði barna, unglinga og fullorðinna. „Þar blasir við mikið verkefni sem við verðum m.a. að takast á við með því að efla hreyfingu landsmanna. [-] Fíkni- efnaneysla fer vaxandi þótt varnar- aðgerðir hafi borið góðan árangur, ekki hvað síst í skólum. Það gefur okkur til kynna hvar víglínan liggur. Hún er hjá unga fólkinu. Það er auð- veldara og affarasælla að reyna að koma í veg fyrir að einhver taki upp hegðun sem getur leitt til alvarlegra atburða heldur en að láta fólk hætta henni. Það er erfiðara að meðhöndla fíkniefnasjúklinga en að koma í veg fyrir að neysla hefjist,“ sagði land- læknir. Sigurður sagði að með því að tefla fram þessum þáttum, sem lögð sé áhersla á í skýrslunni, væri verið að skapa tækifæri til að snúa vörn í sókn. „Það er í fyrsta lagi með upp- lýsingum til almennings, m.ö.o. áróðri og okkar hlutverk er að hjálpa fólki að rísa undir því að bera ábyrgð á eigin heilsu. [-] Við munum eiga okkar þátt í þessu en við munum auðvitað horfa mjög til nýrrar lýð- heilsustöðvar um að koma að þessum málum. Það má kannski segja að þessi greinargerð sé eins konar vinnubók fyrir okkur öll um það sem við þurfum að gera,“ sagði landlækn- ir. Ný skýrsla landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins um heilsueflingu Ofþyngd, vímuefnaneysla og þunglyndi ógna heilsu HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að þeir Grétar Sigurðsson og Jónas Ingi Ragnarsson sæti gæsluvarð- haldi til 24. mars vegna rannsóknar á líkfundi í Neskaupstaðarhöfn í febr- úar. Þriðji sakborningurinn, Tomas Malakauskas, kærði ekki úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald. Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að telja verði að rökstuddur grunur sé fyrir því að mennirnir hafi átt hlut að brotum gegn nokkrum greinum almennra hegningarlaga sem fjalla m.a. um manndráp, um að koma ekki öðrum manni til hjálpar sem staddur er í lífsháska og um ósæmilega meðferð á líki. Einnig er fallist á að hætta kunni að vera á að mennirnir tor- veldi rannsókn málsins gangi þeir lausir. Rannsókn lögreglu beinist nú m.a. að því hvort mennirnir þrír sem nú sitja í gæsluvarðhaldi hafi fjármagn- að innflutning fíkniefnanna sjálfir, eða hvort einhver annar hafi fjár- magnað hann, segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkis- lögreglustjóra. Hann segir að enginn hafi enn verið yfirheyrður vegna hugsanlegrar fjármögnunar með stöðu grunaðs manns, þó að ýmislegt hafi verið kannað. Ferðalög til Litháen Arnar segir ljóst að annar Íslend- inganna hafi verið að ferðast til Litháen, en ekki oft. Hann segir þá hafa verið saman í viðskiptum við Litháen svo ekki sé víst að eitthvað sé óeðlilegt við það. Það verði hins vegar kannað rækilega. Enn hefur dánarorsök Vaidas Ju- cevicius ekki verið staðfest með óyggjandi hætti af lögreglu, og segir Arnar að lokaskýrsla úr krufning- unni sé enn ekki tilbúin. Gæsluvarðhald vegna líkfundar- máls staðfest SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði og Fasteignamat ríkisins hafa sent frá sér eftirfarandi athugasemd: „Í frétt í Morgunblaðinu 9. mars sl. gætir þess misskilnings að tafir hafi orðið á afgreiðslu veðbókarvott- orða hjá sýslumanninum í Hafnar- firði. Veðbókarvottorð eru afgreidd samdægurs nú sem hingað til. Hins vegar kann þinglýsing skjala að taka lengri tíma en áður meðan starfs- menn embættisins eru að ná færni í nýju tölvukerfi. Um þessar mundir hafa þinglýs- ingargögn sýslumannsins í Hafnar- firði verið yfirfærð úr eldra tölvu- kerfi, sem er frá árinu 1987 og var í umsjón Skýrr hf., í Landskrá fast- eigna, sem Fasteignamat ríkisins heldur og rekur. Öll sýslumanns- embætti á landinu að undanskildum sýslumanninum í Reykjavík og á Ísa- firði þinglýsa nú í tölvukerfi Lands- krár fasteigna. Yfirfærsla þinglýs- ingargagna úr eldra tölvukerfi þeirra embætta í Landskrá fast- eigna er áætluð 12.–14. mars fyrir sýslumannsembættið á Ísafirði nk. og 19.–22. mars nk. fyrir sýslu- mannsembættið í Reykjavík. Eftir yfirfærsluna má búast við að þinglýsing skjala geti tekið aðeins lengri tíma en áður meðan starfsfólk er að kynnast nýju viðmóti í tölvu- kerfi og öðru verklagi. Þinglýsing skjals tekur ávallt a.m.k. tvo daga, sbr. ákvæði þinglýsingalaga nr. 39/ 1978, en gera má ráð fyrir að af- greiðslutími geti verið 3–4 dagar fyrst í stað. Landskrá fasteigna er samhæft gagna- og upplýsingakerfi um fast- eignir sem nokkur stjórnvöld skrá upplýsingar í. Það eru byggingar- fulltrúar sveitarfélaga, Fasteigna- mat ríkisins og embætti sýslumanna. Með Landskrá fasteigna er náð því markmiði að einskrá upplýsingar um fasteignir í stað þess að fyrrgreind stjórnvöld héldu áður hvert sína skrá, og að koma á samræmi á upp- lýsingar um fasteignir. Þetta byggir á samvinnu milli byggingarfulltrúa, Fasteignamats ríkisins og embætta sýslumanna í innfærslu upplýsinga um fasteignir til þess að ná sem best- um áreiðanleika í skránni. Gjaldfrjálsar grunnupplýsingar um fasteignir er hægt að finna á heimasíðu Fasteignamats ríkisins www.fmr.is, þ.e. um auðkenni fast- eigna, fasteignamat og brunabóta- mat. Auk þess er hægt að gerast áskrifandi að rafrænum aðgangi að Landskrá fasteigna og þ.á m. þing- lýsingahluta sem veitir upplýsingar um veðbandayfirlit fasteigna.“ Vottorð afgreidd samdægurs ANNA ELÍSABET Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðv- ar, sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir því að grunn- urinn að velferð einstaklings væri oft fjölskyldan. Það væri fyrst og fremst fjölskyldan sem liði fyrir þann mikla hraða og streitu sem væri í þjóðfélaginu. Ein afleiðing væri aukin tíðni hjónabandsslita. Þá benti Anna á aukna tíðni geðraskana og gífurlegrar aukningar á neyslu þunglyndislyfja. „Ég held því að það þurfi að skoða mjög vel hvort það kunni að vera að hraðinn og streitan [-] sé einn aðal- áhrifaþátturinn fyrir þessari gríðarlegu aukningu í notkun þunglyndislyfja t.d. Í heilbrigðisáætlun er þetta eitt af forgangsverkefnunum að reyna að draga úr tíðni geðraskana. Annað sem kemur fram í þessari ágætu skýrslu [Áherslur til heilsueflingar] er vanlíðan barna á skólaaldri. Stöðugt fleiri börn eru að greinast ofvirk, með athyglisbrest, þunglyndi og ýmsa hegðunarörð- ugleika sem sést t.d. á rítalín-notkuninni.“ Anna telur að eitt af brýnustu verkefnunum til að bæta heilsu þjóðarinnar sé því að draga úr hraða og streitu. „Til þess að svo megi verða þurfa mjög margir að koma að málunum. Það er mjög gjarnan talað um ábyrgð foreldra og ég vil síst draga úr því. En við meg- um ekki gleyma því að þessir foreldrar eru líka starfs- menn og ef atvinnulífið er of aðgangshart við starfs- menn sína veikir það kraft einstaklingsins til að vera foreldri. Því er ég að draga það hér fram að atvinnulífið á líka að axla ábyrgð í þessum málum,“ sagði Anna. Hraði og streita ein af aðalorsökum geðraskana Morgunblaðið/Eggert Frá blaðamannafundinum í gær. Þorgerður Ragnarsdóttir, formaður fagráðsins, Sigurður Guðmundsson land- læknir, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, og Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar. FERMINGARBÖRN eru vöruð við því að fara í ljós þar sem það geti valdið ótímabærri öldrun húð- arinnar og jafnvel húðkrabba- meini, enda hefur Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin og fleiri ráðlagt þeim sem eru yngri en 18 ára að fara ekki í ljósabekki. Þetta kemur fram í auglýs- ingum í fjölmiðlum sem Geisla- varnir ríkisins, Landlæknisemb- ættið, Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra húðlækna standa fyrir. Eru forráðamenn ferming- arbarna eindregið hvattir til þess að hafa þetta í huga. Sigurður M. Magnússon, for- stjóri Geislavarna ríkisins, segir að það séu skýr tengsl á milli út- fjólublárrar geislunar og húð- krabbameina og það virðist vera að börn og unglingar séu við- kvæmari en aðrir fyrir út- fjólublárri geislun en aðrir og þá breyti auðvitað engu hvort sú út- fjólubláa geislun komi frá sólinni eða ljósabekkjum. Algengasta krabbamein ungra kvenna Sigurður sagði að brúni liturinn sem við fengjum við það að verða fyrir útfjólublárri geislun, hvort sem það væri frá sólinni eða ljósa- bekkjum, væri nokkurs konar varnarviðbrögð hjá húðinni. „Útfjólubláa geislunin getur valdið því að húðin eldist fyrr. Það komi fram ótímabær öldr- unareinkenni, þ.e.a.s. hrukkur og annað þess háttar, og útfjólublá geislun getur líka valdið því að það myndist húðkrabbamein,“ sagði Sigurður enn fremur. Hann sagði að það væri stað- reynd að tíðni húðkrabbameins hefði aukist mjög mikið á Íslandi og þá sérstaklega tíðni sortuæxla, en þau væru alvarlegasta tegund húðkrabbameina og þau væru í dag algengasta krabbameinið hjá konum á aldrinum 15–34 ára. „Það er enginn vafi á því að þessi aukning í tíðni húð- krabbameina tengist brúnkudýrk- uninni í þjóðfélaginu. Það hefur orðið mjög mikil aukning í tíðni húðkrabbameina um allan heim á síðustu 5–10 árum og það er tengt þessari brúnkudýrkun sem er við lýði,“ sagði Sigurður enn fremur. Hann sagði að tilgangurinn með þessu átaki nú væri að vekja at- hygli aðstandenda ferming- arbarna á þessum atriðum. Hægt væri að nálgast mikið fræðsluefni um þessa hluti á heimasíðu Geislavarna ríkisins, www.gr.is. Fermingarbörn vöruð við ljósabekkjanotkun Geta valdið öldrun húðarinnar og húðkrabbameini

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.