Morgunblaðið - 10.03.2004, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 530 1500
Reykjavík | Fræðsluráð Reykja-
víkur úthlutaði í gær fjörutíu
styrkjum upp á rúmar þrjátíu og
átta milljónir króna til ýmissa
verkefna í grunnskólum borg-
arinnar. Stærstu styrkina fengu
Myndlistaskólinn í Reykjavík, en
styrkurinn rennur til reksturs
skólans samkvæmt þjónustusamn-
ingi, Olweus-verkefnið, samvinnu-
verkefni fjölda skóla, Tónlist-
arskólinn í Landakoti og Samfok,
vegna þjónustusamnings. Einnig
fær verkefnið Bráðger börn stóra
úthlutun síðar á árinu. Veittir
styrkir voru allt frá 90.000 krónum
fyrir minnstu verkefnin upp í tíu
milljónir fyrir þau stærstu og um-
fangsmestu.
Á hverju ári úthlutar Fræðslu-
ráð Reykjavíkur styrkjum sem
ætlað er að styðja við grunnskóla í
borginni með því m.a. að efla þró-
unarstarf og nýjungar í skóla-
starfi, að auki fá ýmsir aðilar
rekstrarstyrki fyrir verkefni sem
stuðla að bættri velferð og jöfnun
aðstæðna barna á grunnskólaaldri.
Að þessu sinni úthlutaði Fræðslu-
ráð styrkjum að upphæð um
35.480.000 kr. og síðar á árinu
verður rúmlega 3 milljónum til
viðbótar úthlutað til ýmissa verk-
efna. Samtals verður um að ræða
rúmlega 38,6 milljónir króna. Við
úthlutun úr þróunarsjóði grunn-
skóla Reykjavíkur undanfarin ár
hefur megináherslan verið lögð á
styrki til svokallaðra móðurskóla
en þessir skóla hafa því hlutverki
að gegna að vera frumkvöðlar á
sínu sviði í uppbyggingu náms og
starfs og einnig að vera ráðgefandi
gagnvart öðrum skólum. Einn nýr
móðurskóli bætist nú í hóp þeirra
sem fyrir eru. Þetta er Vogaskóli
sem verður móðurskóli í nemenda-
lýðræði, lífsleikni og mannrétt-
indafræðslu.
Fræðsluráð
Reykjavíkur
úthlutar
styrkjum
Morgunblaðið/Eggert
Stefán Jón Hafstein, formaður
Fræðsluráðs, afhendir styrki með
aðstoð táknmálstúlks.
G
ERT er ráð fyrir um 40
þúsund fermetra upp-
byggingu á svæði því
sem kennt er við Mýr-
argötu og Slippinn í
Reykjavík, gangi ný tillaga að
rammaskipulagi svæðisins í gegn.
Tillagan, sem verður kynnt á al-
mennum borgarafundi í BÚR-
húsinu við Grandagarð 8 í dag kl.
17, hefur nú verið lögð fram sem
umræðugrundvöllur í samráðsferli,
þar sem leitað verður samstarfs við
hagsmunaaðila og almenning vegna
skipulags svæðisins. Tillagan var
unnin af ráðgjafarhópi, sem í eru
VA arkitektar ehf., Hönnun hf.,
Landmótun ehf. og Björn Ólafs
arkitekt, en hópnum var komið á í
kjölfar forvals á vegum Reykjavík-
urborgar til að vinna að ramma-
skipulagi svæðisins.
Enn á umræðustigi
Í hinni nýju umræðutillögu, sem
kynnt var á blaðamannafundi í gær,
er áhersla lögð á að samtvinna
áframhaldandi hafnarstarfsemi ann-
ars vegar og vistvænt og vandað
borgarumhverfi hins vegar. Richard
Ó. Briem, fulltrúi VA arkitekta og
verkefnisstjóri hjá ráðgjafar-
hópnum, sagði að á næstu vikum
yrði farið að funda með helstu hags-
munaaðilum og almenningi og velta
vöngum yfir mögulegum útfærslum
á þeim hugmyndum sem settar eru
fram í tillögunni. Þannig væri starf-
ið á byrjunarstigi og mikilvægt að
hafa það í huga að um umræðu-
grundvöll væri að ræða.
Ingibjörg Kristjánsdóttir, lands-
lagsarkitekt hjá Landmótun ehf.,
kynnti umræðutillöguna. Sagði hún
eitt megináhersluatriði tillögunnar
vera að tryggja hafnaryfirvöldum
og útgerð nægjanlegt athafnarými.
Þar er stefnan að hafa samfellt,
sveigjanlegt, fjölnota hafnarrými
við Grandagarð og í Vesturbugt
sem unnt verði að byggja upp í
áföngum.
Einnig verður reynt að tryggja
hæfilegan þéttleika byggðar með
því að gera ráð fyrir lágri byggð
um þriggja til fimm hæða húsa sem
séu opin í senn á móti sólarátt og
að sjó. Þannig verði um leið reynt
að tryggja útsýni og vinna mark-
visst að skjólmyndun gagnvart
ríkjandi vindáttum með formun og
skörun bygginga. Um leið muni
jarðhæðir húsa meðfram höfn og
götum í senn geta hýst íbúðir eða
atvinnustarfsemi auk þess sem
byggingar við Vesturbugt geti
bæði hýst atvinnustarfsemi og
íbúðir. Þannig sé stuðlað að mann-
lífi á öllum tímum dags með bland-
aðri byggð.
Mýrargatan lögð í stokk
Rík áhersla er einnig lögð á flæði
umferðar og aðgengi fótgangandi
vegfarenda um svæðið. Í því skyni
verður Mýrargatan lögð í tveggja
akreina stokk og fjögurra akreina
breiðgata höfð yfir stokknum, með
trjám á hliðum og miðju. Reynt
verður að draga úr gegnumakstri á
yfirborðinu með umferðarljósum,
kröppum beygjum og fleiri ráðstöf-
unum. Aðspurð hvers vegna nauð-
synlegt væri að hafa fjögurra ak-
greina breiðstræti sem þjónaði ekki
hlutverki stofnbrautar, sagði Ingi-
björg að gögn gæfu til kynna að um
mikla umferð yrði að ræða á svæð-
inu og mikil umsvif auk þess sem
gangandi vegfarendum verði gert
auðveldara fyrir með breiðari gang-
stéttum.
Einnig verður gert ráð fyrir
áhugaverðum gönguleiðum á svæð-
inu auk þess sem meginhjólaleiðin
úr Kvosinni út á Granda verði eftir
breiðstrætinu.
Á blaðamannafundinum í gær var
spurt um mengun á svæðinu, í ljósi
þess að þar hefur verið starfræktur
slippur í meira en hundrað ár. Sagði
Richard þau málefni vissulega hafa
komið upp og rannsóknir hafa leitt í
ljós umtalsverða mengun í jarðvegi
og sjó á svæðinu. Því yrði reynt að
framlengja bakkann og hylja þann
jarðveg þar sem mengunin er. Rich-
ard sagði betra að einangra meng-
unina þar sem hún er nú, heldur en
að róta í henni og færa hana annað.
Eins og áður segir verða tillög-
urnar kynntar almenningi í BÚR-
húsinu við Grandagarð 8 í dag, milli
kl. 17 og 19. Þar munu fulltrúar ráð-
gjafarhópsins kynna rammaskipu-
lagstillöguna og samráðsferlið. Að
því loknu sitja þeir fyrir svörum
ásamt fulltrúum skipulagsmála í
borginni og Reykjavíkurhafnar. Þar
verða jafnframt til sýnis teikningar
og skýringarmyndir með umræðu-
tillögunni.
Þá hafa íbúar og eigendur íbúðar-
húsnæðis á svæðinu og við mörk
þess, sem og aðrir hagsmunaaðilar,
rekstraraðilar í þjónustu og versl-
un, útgerðaraðilar, bátaeigendur og
aðilar í hafnsækinni starfsemi verið
boðaðir bréflega til sérstakra sam-
ráðsfunda á næstu vikum. Stefnt er
að því að kynna niðurstöður þessara
samráðsfunda á opnum fundi undir
lok mánaðarins.
Umræðutillaga um rammaskipulag Mýrargötu og slippsvæðis kynnt
Nýr svipur: Vesturhluti hafnarinnar mun öðlast nýja ásýnd, njóti umræðutillagan velgengni.
Morgunblaðið/Golli
Uppbygging: Að mati borgaryfirvalda er tímabært að breyta áherslum á
reitnum og bjóða upp á blandaða byggð og útivistarmöguleika.
Morgunblaðið/Golli
Hugmyndir kynntar: Ingibjörg
Kristjánsdóttir kynnir hugmyndir
ráðgjafarhópsins.
Víðtækt kynningar- og
samráðsferli framundan
Rafrænir launaseðlar | Athuga-
semdir hafa borist vegna rafrænna
launaseðla sem teknir hafa verið
upp hjá Hafnarfjarðarbæ. Al-
mennt segja þó bæjaryfirvöld við-
tökur við breytingunni vera góðar
en hún er í samræmi við sam-
þykktir bæjarfélagsins í umhverf-
is- og upplýsingamálum auk þess
sem einhver sparnaður ætti að
hljótast af verkefninu. Hafn-
arfjarðarbær tók rafræna launa-
seðla í gagnið fyrir alla starfs-
menn sína síðasta haust og bauð
starfsfólki sínu upp á þann mögu-
leika að fá launaseðilinn sendan
með rafrænum hætti í gegnum
heimabanka.
Samið við Nýsi | Bæjarstjórn
Garðabæjar hefur samþykkt að
semja við fyrirtækið Nýsi hf. um
byggingu og rekstur leikskóla á Sjá-
landi. Gert er ráð fyrir að leikskólinn
verði fullbyggður og tilbúinn til
rekstrar 1. ágúst 2005, en í skólanum
verða 120 heilsdagsrými. Garðabær
gerir ráð fyrir að nýta skólann frá
byrjun fyrir 75 börn en að fullnýta
hann fyrir 120 börn frá 1. ágúst 2007.
Þetta kemur fram á fréttavef Garða-
bæjar, www.gardabaer.is.