Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Með í ferðinni verður harmonikkuleikarinn Jón Árni Sigfússon Nánari upplýsingar verða gefnar hjá Bændaferðum í símum 533 1335 og 486 8707 og hjá Terra Nova Innifalið: Flug og skattar, gisting í 2ja manna herbergi (aukagjald fyrir eins manns herbergi), allur akstur erlendis, skoðunarferðir flesta daga, morgun- og kvöldverður alla daga. Íslenskur fararstjóri með öllum hópum. VOR 2 Þýskaland - Austurríki - Ítalía 13.- 23. maí Verð: 96.600,- VOR 3 Austurríki - Slóvenía - Ítalía 17.- 30. maí Verð: 123.700,- VOR 4 Suður-Frakkland 6.- 16. maí - Verð: 119.900,- VOR 1 Þýskaland – Austurríki - Ítalía 15.- 25. apríl - Fararstjóri: Hófý Flug til Frankfurt, ekið til Seefeld og gist þar í 3 nætur á Hótel Die Post. Því næst verður farið til Riva við Gardavatn og gist á Hótel Enrica í 6 nætur. Í lokin verður gist eina nótt á Hótel Maritim í Würzburg. Flug heim frá Frankfurt. Verð: 89.600,- Bændaferðir Terra Nova & kynna: Sandgerði | Nína Ósk Kristinsdótt- ir, landsliðskona í knattspyrnu, var útnefnd íþróttamaður Sandgerðis árið 2003 á hátíðlegri samkomu sem var haldin í Samkomuhúsinu í Sand- gerði síðastliðinn föstudag. Sam- koman er haldin árlega 5. mars, á af- mælisdegi Magnúsar Þórðarsonar sem var einn af stofnendum Knatt- spyrnufélagsins Reynis. Nína Ósk æfði og keppti í knatt- spyrnu með Reyni og RKV sem er sameiginlegt félag Reynis, Víðis og Keflavíkur. Hún skipti yfir í Val í Reykjavík fyrir upphaf keppnis- tímabilsins 2003 og lék í fyrsta sinn í efstu deild. Hún kom við sögu í öll- um fjórtán deildarleikjum Vals á árinu og skoraði í þeim 5 mörk. Nína varð bikarmeistari með Val. Á árinu 2003 lék hún þrjá leiki með U19 ára landsliði Íslands og hefur nú veri valin í landslið Íslands. „Nína er við það að komast í hóp þeirra bestu í heimi knattspyrnunnar og er sann- arlega glæsilegur fulltrúi Sand- gerðis á hvaða velli sem er,“ segir í frétt frá Sandgerðisbæ sem stendur fyrir athöfninni. Aðrir íþróttamenn sem fengu við- urkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum sínum voru körfuboltamað- urinn Arnór Jensson, knattspyrnu- maðurinn Guðmundur G. Gunnars- son og kyflingurinn Pétur Þór Jaidee. Þá fékk taekwondo-kappinn Helgi Rafn Guðmundsson sérstök hvatningarverðlaun íþróttaráðs Sandgerðisbæjar.    Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hlaðin verðlaunum: Guðmundur G. Gunnarsson, Pétur Þór Jaidee, Nína Ósk Kristinsdóttir, Arnór Jensson og Helgi Rafn Guðmundsson fengu verðlaun og viðurkenningar við útnefningu íþróttamanns ársins í Sandgerði. Nína Ósk íþróttamaður Sandgerðis Grindavík | Hagtak hf. átti lægsta til- boð í dýpkun við loðnulöndunar- bryggjuna í Grindavík. Tilboð fyrir- tækisins er 40 milljónum kr. undir kostnaðaráætlun Siglingastofnunar Íslands. „Ég er þokkalega ánægður með niðurstöðuna, það er að segja ef þetta stendur,“ segir Sverrir Vilbergsson, hafnarstjóri í Grindavík, um niður- stöðu útboðs Siglingastofnunar á dýpkun í Grindavíkurhöfn á þessu ári. Kostnaðaráætlun Siglingastofnun- ar hljóðaði upp á 161 milljón kr. Þrjú fyrirtæki buðu. Lægsta tilboðið var frá Hagtaki hf., tæpar 122 milljónir kr. sem er 76% af kostnaðaráætlun. Hin tilboðin voru frá Sæþóri ehf. og Ístaki hf., bæði yfir kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks var 309 milljónir kr. sem er 187 milljónum hærra en lægsta tilboðið. Stóru loðnuskipin eiga erfitt með að athafna sig við bryggjuna við Svíragarð þar sem landað er afla til fiskimjölsverksmiðju Samherja, eiga raunar erfitt með alla snúninga í höfninni. Dýpkað verður niður á níu metra dýpi við bryggjuna og niður á átta metra úti í höfninni. Áætluð verk- lok eru 1. apríl á næsta ári. Í fram- haldinu verður rekið niður nýtt 160 metra stálþil, framan við það gamla. Dýpkun við loðnulöndunarbryggjuna í Grindavíkurhöfn Lægsta tilboð 40 milljón- um króna undir áætlun Allt í skralli | Margt var talið at- hugavert við fólk og ökutæki sem lögreglan í Keflavík stöðvaði á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Að því er fram kemur á vef lög- reglunnar var bifreiðin stöðvuð vegna mjög lélegs ástands hennar. Framljós var brotið og framrúða sprungin auk þess sem það sauð á vélinni. Grunur vaknaði svo um fíkniefna- misferli og við leit í bifreiðinni fannst ein tafla sem grunur leikur á að sé svokölluð E-pilla. Málið er í rannsókn. SUÐURNES Laxamýri | Miklar endurbætur hafa verið gerðar á fjósinu á Lækjamóti í Þingeyjarsveit og nú er verið að leggja lokahönd á verk- ið sem felst í því að ljúka við inn- réttingar fyrir kvígur og kálfa. Segja má að búið sé að gjörbreyta allri aðstöðu fyrir gripina auk þess sem búið er að byggja við og gera mjaltabás þar sem 10 kýr eru mjólkaðar í einu. Það eru feðgarnir Sigurður Arn- arson og Örn Sigurðsson sem standa að framkvæmdunum og hafa þeir nú breytt hlöðunni og gamla básafjósinu í nýtískulegt lausagöngufjós með öllum búnaði fyrir 50 kýr. Að sögn Sigurðar er þetta búið að vera mikið verk enda þurfti að rífa út úr byggingunum og inn- rétta allt upp á nýtt. Var þá tekin sú ákvörðun að einangra bæði loft og veggi í hlöðunni sem gerir að- stöðuna mun vistlegri. Þar er klæðningin hvítt bárustál frá Vír- neti og er því mun bjartara inni auk þess sem langur mænisgluggi gefur mikla birtu. Hann er með sjálfvirkum lokunarbúnaði og ef hvessir lokast hann sjálfkrafa. Tölva stjórnar kjarnfóðurgjöf fyrir hverja kú Þá eru í enda hlöðunnar breiðar dyr fyrir dráttarvél og þar fyrir innan er Weeling-gjafakerfi fyrir kýrnar og segist Sigurður gefa á þriggja daga fresti. Eru þá rúllurn- ar settar inn í heilu lagi og geta kýrnar fengið hey að vild meðan birgðir endast og kerfið er hægt að færa nær og nær rúllunum með rafmagni þannig að gripirnir nái alltaf heyinu. Þetta segir hann mikinn vinnusparnað en nýtingin á gróffóðrinu sé ef til vill ekki alveg eins góð og áður þegar gefið var tvisvar á dag. Í fjósinu eru tveir kjarnfóður- básar og hafa allar kýrnar háls- band, en tölvan segir til um hve mikið hver kýr á að fá í hvert sinn allt eftir því hvaða upplýsingar eru um kúna. Mikla athygli vekur gólfefnið í mjaltabásnum en það er malbik sem mjög er að ryðja sér til rúms á flötum fyrir nautgripi þar sem mikið mæðir á og er það mjúkt að standa á því, ekki hált og gott að þrífa það. Auk þessa er fljótlegt að leggja það því hægt er að leggja það „milli mála“ eins og sagt er. Mjaltakerfið er láglínukerfi frá DeLaval og allar innréttingar í legubásana eru frá Landstólpa. Þá skal geta þess að lyfta er í mjalta- aðstöðunni og getur hver og einn stillt sína vinnuhæð allt eftir því hver er að mjólka. Svo er að sjá að gripunum líði vel í þessari nýju vinnuaðstöðu og eftirtektarvert er hve allt er vel þrifið og hirt. Sigurður segir að það dugi ekki annað en nú líta margir við til þess að skoða. Ekki má heldur gleyma því að í öllu þessu hefur heimilið breyst í mötuneyti og hefur húsmóðirin Sigrún Garðarsdóttir hafa í miklu að snúast á tímabilinu því mikið mannahald fylgir framkvæmdum sem þessum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Í fjósinu: Feðgarnir Sigurður Arnarson og Örn Sigurðsson. Lausagöngufjós á Lækjamóti HÚN á sér merkilega sögu kýrin Kríma. Hún var nýfædd þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti og föruneyti komu fyrir nokkrum árum og skoð- uðu mjaltabásinn á Fremstafelli sem er rétt við Lækjamót. Gestirnir voru í opinberri heimsókn í Suður-Þingeyjarsýslu og höfðu mjög gaman af kálf- inum. Seinna keypti Sigurður kvíguna og hefur hún reynst mjög vel. Kýrin Kríma komst í fréttirnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.