Morgunblaðið - 10.03.2004, Page 21

Morgunblaðið - 10.03.2004, Page 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 21 Forréttur Andalifraterrine bori› fram á salatbe›i me› “balsamica etrusca” Milliréttur Ostafyllt ravioli me› tómat og chili A›alréttur Ofnsteikt kjúklingabringa me› mascarpone, timjan og sítrónu Eftirréttur Súkkula›ijass kr. 4.300 Í samstarfi vi› vínframlei›andann Castello Banfi b‡›ur veitingasta›urinn La Primavera gestum sínum upp á líflega skemmtun öll fimmtudagskvöld í mars, en flá mun Tríó Björns Thoroddsen leika fyrir matargesti. Í bo›i ver›ur fjögurra rétta matse›ill og ver›ur n‡r se›ill settur saman í hverri viku. Ásamt flessu ver›a kynnt vín frá framlei›andanum Castello Banfi í Toscana. Jass hefur löngum hljóma› í veitingasal La Primavera. Nú ver›ur hins vegar í fyrsta sinn bo›i› upp á lifandi tónlist me›an matargestir njóta andrúmslofts Toscana í gó›um mat og ilmandi víni. JASS Á LA PRIMAVERA Fjögurra rétta matse›ill, fimmtudaginn 4. mars: AUSTURSTRÆTI 9, S: 561 8555 UM þessar mundir standa Geisla- varnir ríkisins, Krabbameinsfélagið, Landlæknisembættið og Félag ís- lenskra húðlækna fyrir fræðslu til að minna á skaðsemi ljósabekkja, en hver eru hin skaðlegu áhrif ljósa- bekkjanna? Árið 1992 gaf Alþjóðakrabba- meinsrannsóknarstofnunin út yfirlýs- ingu þar sem fram kom að nægar vís- indalegar upplýsingar lægju fyrir til að fullyrða að útfjólubláir geislar gætu valdið sortuæxlum og öðrum húð- krabbameinum. Út- fjólubláa geisla er að finna bæði í geislum sól- arinnar og ljósabekkja. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að sólargeislar og sérstaklega geislar ljósabekkja valda ótímabærri öldrun húðarinnar með hrukkumyndun, æðaslitum og litabreytingum. Aðaláhyggjuefnið er hins vegar að sortuæxli (melanoma) hafa orðið mun algengari hérlendis á undanförnum áratugum. Sortuæxli eru líffræðilega séð með ágengustu krabbameinum sem þekkjast. Þau myndast frá litarfrum- unum sem framleiða litarefni húðar- innar. Oftast er auðvelt að lækna þau, greinist þau snemma, en þau geta reynst banvæn greinist þau of seint. Fyrstu merkin Fæðingarblettur sem breytist á einhvern hátt er stundum fyrsta merkið um sortuæxli en einnig geta þau komið sem nýr blettur í húð. Tæplega helmingur sortuæxla mynd- ast í óreglulegum fæðingarblettum, um 2–8% koma í meðfædda fæðingar- bletti og afgangurinn myndast í til- tölulega eðlilegri, en oft sólskaðaðri húð. Reikna má með að á árinu 2004 muni um 80 Íslendingar fá sortuæxli og þar af um 50 svokölluð ífarandi sortuæxli, sem eru alvarlegra form en staðbundnu æxlin. Dauðsföll af völdum húðkrabbameina eru oftast af völdum ífarandi sortuæxla. Hérlendis hefur sortuæxlum fjölgað mjög á síðustu árum hjá yngra fólki en eru þó fremur sjaldgæf fyrir kynþroska. Þau eru al- gengasta krabbameinið hjá ungum konum og næstalgengasta krabbameinið hjá ungum karlmönnum. Meðferð felst í einfaldri skurð- aðgerð. Ef æxlin greinast snemma og eru grunn fæst oftast lækning og ekki er þörf á lyfjameðferð. Þykkt sortu- æxlis er afgerandi fyrir horfur sjúk- lingsins. Því þykkara þeim mun meiri líkur eru á að æxlið dreifi sér til ann- arra líffæra og myndi meinvörp. Áhættuþættir: erfðir og áhættuhegðun Hættan á að fá sortuæxli eykst ef viðkomandi hefur marga stóra eða óreglulega fæðingarbletti. Blettur telst óreglulegur ef hann er með ójafnan lit eða lögun, ef ytri mörk eru óljós og einnig ef útlit líkist spældu eggi. Þetta kemur stundum ekki í ljós fyrr en bletturinn hefur verið skorinn burt og sendur í skoðun hjá meina- fræðingum. Jafnvel reyndur læknir getur átt erfitt með að greina slíka bletti. Talið er að 2–4% hvítra manna hafi einn eða fleiri óreglulega fæðing- arbletti. Hafa skal í huga að sortuæxli geta einnig myndast í blettum sem ekki teljast óreglulegir. Áhættan eykst einnig ef einhver í fjölskyldunni er með sortuæxli. Þeir sem hafa hvíta húð, freknur, rautt hár, ljóst hár, blá og græn augu eru líklegri til að mynda sortuæxli, en þau geta þó einnig myndast í dökkri húð. Þetta á sérstaklega við um þá sem roðna auð- veldlega eftir sól. Stutt áköf sólun með hvíld á milli virðist slæm. Vegna íslenskrar veðr- áttu hafa margir tilhneigingu til slíkra sólbaða. Sólarlandaferðir geta á sama hátt verið slæmar ef ekki er farið að með gát og öflug sólvörn not- uð. Áhættan á húðkrabbameini eykst verulega með endurteknum sólbruna fyrir 18 ára aldur, en nýlega hefur komið í ljós að bruni hjá eldra fólki eykur einnig hættu á sortuæxlum. Á síðustu árum hafa ljósabekkirnir bæst við, en þeir eru mikið notaðir af unglingum. Slík notkun er afar óæskileg og eykur hættu á sortuæxl- um auk þess sem húðin verður mun ellilegri. Ef þú ert með meinsemd í húðinni sem þú telur að gæti verið sortuæxli skalta leita læknis strax.  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU | Sortuæxlum fer fjölgandi Hættan er ljós Reikna má með að 2004 muni um 80 Íslendingar fá sortuæxli. Jón Hjaltalín Ólafsson, Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingar í húðsjúkdómum. FLJÓTLEGA á meðgöngunni varð maginn eins og eitthvert löngu týnt fyrirbæri. Og það að liggja á mag- anum varð eins og einhver draum- sýn eða fantasía að hugsa um. Pabbi þinn sefur oft á maganum og ég man að stundum horfði ég bara á hann öfundaraugum. Á sjöunda mánuði fórum við síð- an í viku Spánarferð. Í sólbaðinu þar horfði maður á tugi manns bylt- andi sér fram og til baka á sólbekkj- unum eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Í huganum rifjaði ég upp hvað þetta væri nú æðislegt, fór að telja mér trú um að þannig hefði ég oft- ast sofið. „Farðu bara ekki að gera þér vonir um að geta farið að sofa á maganum strax eftir fæðingu,“ sagði vinkona mín síðan við mig einn daginn. „Hvað meinarðu?“ spurði ég hissa. Ég var fyrir löngu farin að sjá það í hillingum að sofa á maganum strax fyrstu nóttina eftir fæðingu! „Nú, brjóstin verða þá auðvitað full af móðurmjólk þannig að þú sefur nú ekkert strax á mag- anum, góða mín,“ var svarið sem ég fékk. Þetta hafði ég nú ekki hugsað út í.  DAGBÓK MÓÐUR Dreymir um að sofa á maganum Meira á morgun. Norrænir femínistar semberjast gegn klámvæðingusamfélaga sinna mæta fyrirsjáanlegri varnarbaráttu söku- dólganna. Allrahanda fyrirtæki á Norðurlöndum falla endrum og eins í þá gryfju að auglýsa og markaðs- setja vörur sínar með tvíræðri til- vísun í nekt kvenlíkamans og kynlíf. Ungir femínistar sem vilja klám- laust umhverfi gagnrýna harðlega þessa tilhneigingu fyrirtækjanna, og verða viðbrögðin þá iðulega í þessa veru: Afneitun. Talsmenn fyrirtækjanna neita að koma auga á tilvísun í klám eða niðurlægingu kynjanna. Hlátur. Talsmenn segja að hér sé einungis meinlaust tvírætt grín á ferðinni og að gagnrýnendurnir séu sjálfir alveg húmorslausir. Yfirfærsla. Talsmenn gera tilraun til að gera gagnrýnendur grun- samlega og segja að meinið sé innra með þeim. Íslenskir femínistar lenda iðulega í þessu þegar þeir gagnrýna fyr- irtæki fyrir að nýta sér veikleika neytenda gagnvart nekt og klámi. Danska dagskrárgerðakonan Lo- uise Witt-Hansen sagði frá skóla- bókardæmi í þessum efnum á ráð- stefnu norrænna femínsta sem haldin var í Norræna húsinu á bar- áttudegi kvenna 8. mars. Hún sagði frá baráttunni gegn auglýsinga- herferð mjólkursamlagsins Arla Foods sem byggðist á tvíræðni milli kláms og drykkja. Witt-Hansen seg- ir einnig frá þessu í bókinni FEM- KAMP – bang om nordisk feminism (bls. 196–210, Bang förlag 2004.) Arla-mjólkurvörufyrirtækið hafði framleitt mjólkurdrykki í penum plastflöskum, ekki ólíkum drykkjar- jógúrt og kakódrykkjum frá MS hér á landi. Varan heitir „Arla mini“. Markaðssetningin fólst í því að sýna ungar konur á bikiníi með drykkinn í hönd. Konurnar báru sömu nöfn og drykkurinn. Ein nefndist Vanilla, önnur Naturel og sú þriðja sem var sólbrún Kakao. Kakao er óþæga systirin Konurnar eru allar bjóðandi í auglýsingunum en tvíræðnin fólst í textanum sem fylgdi – hann býr til klámið. Það er líkt og kona og kynlíf fylgi drykknum:  „Vanilla er alltaf elegant og bragðgóð. Hún sefar tunguna og lík- amann líka, en það er ekki málið, það á að prófa hana.“  „Naturel er náttúruleg frá toppi til táar, fegurð hennar og bragð kemur að innan.“  „Kakao er óþæga systirin. Hún gengur lengra en hinar og bragðið af henni endist betur. En þó að hún endist lengur í munni hverfur hún einnig óvænt á braut. Draumaprins Kakao er sá sem heldur það út alla nóttina.“ Þannig fléttuðust saman ungar stúlkur, mjólkurdrykkir og textar. Fjórði drykkurinn bættist síðar við og þar með fjórða stúlkan: Ungfrú jarðarber. Auglýsingarnar voru annars vegar mynd af þeim öllum saman með brimbretti, og hins veg- ar fjórar myndir með hverri og einni líkt og þær væru (kross)festar á brimbretti með bros á vör. Witt-Hansen sagði frá baráttu Kvindeligt selskaps í Danmörku gegn Arla-auglýsingunum og dæmi- gerðum svörum fyrirtækisins; af- neitun, gríni og yfirvarpi. Það var ekki fyrr en þær ákváðu að beita húmor gegn fyrirtæki að það hætti að birta tvíræða textann með aug- lýsingunum, þótt herferðin héldi áfram. Arla styður knattspyrnu karla í Danmörku. Witt-Hansen seg- ir að þær hafi notfært sér þá stað- reynd með því að stilla upp kvenna- liði með tvíræðum skilaboðum um að „BOYKUT“ Arla. Hugtakið merkir að sniðganga en felur greinilega í sér tilvísun í drengi (boy). Einnig sögðust þær nú vera með blik í augum (nu med glimt i øj- et), þ.e.a.s. væru orðnar kankvísar. Snjall mótleikur Talsmenn Arla reiddust þessum mótleik og sökuðu félagsskapinn um óheilbrigðan áróður gegn fyr- irtækinu. Einhver annarleg sjón- armið lægju á bak við þessa gagn- rýni. En konurnar sögðust bara vera að grínast. Stök orrusta vannst, en ekki stríðið. „Árangurinn fólst í því að skapa umræðu og breyta umræðunni,“ sagði Witt- Hansen á ráðstefnunni. Hún sagði að fyrst hefði verið hlegið að þeim, en loks hefðu fjölmiðlar tekið þær alvarlega og veitt þeim rými á síð- unum til að koma sjónarmiðunum til skila. Niðurstaða Witt-Hansen var að norrænir femínistar þyrftu ekki lengur að byrja á byrjuninni í sér- hverri gagnrýni sinni á fyrirtæki sem nýta sér klám í markaðs- setningu á vörum. Nú gætu þær án tafar hafið (mót)leikinn þar sem frá var horfið. „Við þurfum ekki alltaf að byrja á Adam og Evu,“ sagði hún og „Nej til sexistiske reklamer!“ Húmor gegn klámi í auglýsingum Femínistar í Danmörku komu með krók á móti bragði Arla-mjólk- ursamsölunnar. Þær beittu margræðum húm- or gegn tvíræðum texta við myndir af konum á bikiníi með mjólkurdrykki í hönd. Hefðbundin viðbrögð brugðust. TENGLAR ..................................................... www.ministars.dk www.bang.a.se www.arla.dk Arla-stúlkurnar: Með vanillu-, jarð- arberja-, kakó- og náttúrulega bragðinu. Morgunblaðið/Sverrir Louise Witt-Hansen: Áfangasigur. guhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.