Morgunblaðið - 10.03.2004, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 37
MISTÖK urðu við birtingu þessa
skákþáttar í blaðinu í gær og verður
hann því endurbirtur að hluta:
Óvæntustu úrslit 1. umferðar
Reykjavíkurskákmótsins urðu þegar
Sigurði Páli Steindórssyni tókst að
leggja þýska stórmeistarann Roland
Schmaltz að velli. Sá þýðverski er á
meðal sterkustu hraðskákmanna
heims og varð eitt sinn heimsmeistari
í einnar mínutu skák. Sigurður teflir
ákaflega traust með hvítu og getur
verið varhugavert fyrir færustu stór-
meistara að ganga of langt í tilraun-
um sínum til að sigra hann. Á þessu
fékk fyrrnefndur Roland að kenna
Hvítt: Sigurður Páll Steindórsson
Svart: Roland Schmaltz
1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. e4 c5
Sérstakur leikur en ekki slakur þó
að riddari svarts þurfi að hörfa upp í
borð strax í fjórða leik. Hefðbundn-
ara er að leika 3. … d5.
4. e5 Rg8 5. Rf3 d6 6. exd6 Bxd6 7.
d4 cxd4 8. Rxd4 a6 9. Be2 Rf6 10. 0–0
0–0 11. h3!? Be5 12. Be3 Bd7 13. Bf3
Hvítur stendur aðeins betur eftir
byrjunina þar sem svartur er eilítið á
eftir í liðskipan. Svarta staðan er
hinsvegar traust og minnir peðastað-
an á afbrigði sem upp getur komið í
Tarrasch-afbrigði franskrar varnar
að því frátöldu að hvíta peðið stendur
á c4. Óhægt er að fullyrða að það er
kostur fyrir hvítan fremur en galli.
Hafi sá þýski viljað tefla til vinnings
kemur næsti leikur hans á óvart þar
sem hann býður upp á það að taflið
einfaldist til muna.
Stöðumynd 1
13. … Rc6?!
Við þetta sundrast peðastaða
svarts á drottningarvæng sem gefur
hvítum betra tafl án þess að hann
verði nokkurn tíma í taphættu. 13. …
Dc7 hefði verið klókari leikur.
14. Rxc6 Bxc6 15. Bxc6 bxc6 16.
Dc2 Bxc3?! 17. Dxc3 De7 18. Bg5!?
Hvítur afræður að einfalda taflið
enn frekar enda nýtast hrókar hans
ágætlega í að herja á svörtu peðin.
18. … h6 19. Bxf6 Dxf6 20. Dxf6
gxf6 21. Hfd1 Hfd8 22. b4! Kf8 23.
Kf1 Ke7 24. Ke2
24. … Hg8
24. … Hxd1 kom einnig til álita en
hvítur stendur einnig betur að vígi
eftir 25. Hxd1 c5 26. a3 Hb8 27. Hb1
Kd7 þó að ólíklegt verði að teljast að
það dugi til vinnings. Eftir textaleik-
inn nær hvítur að herða tök sín á
stöðinni með auðveldari hætti.
25. g3 Hg5 26. Hd3! a5
26. … c5 kom einnig til greina en
eftir 27. f4 Hf5 28. a3 er frumkvæðið í
öruggum höndum hvíts.
27. f4 Hf5 28. Ha3 e5 29. Kf3 exf4
30. gxf4 Hg8 31. bxa5 Hh5 32. Ke4
Kd6 33. Hh1! He8+
Í stað textaleiksins hefði
33. … Kc5 virts eðlilegri leikur en 34.
a6 hefði þá sett svartan í enn meiri
vanda. Svarta staðan er nú í reynd
töpuð enda frelsingi hvíts á a-línunni
gulls ígildi. Sigurður teflir framhald
skákarinnar prýðilega og gefur titil-
hafanum engin færi á að verða sér út
um mótspil.
34. Kf3 Kc7 35. a6 Kb8 36. Kg4
Hc5 37. Hb1+ Ka8 38. Hb7 Hg8+ 39.
Kf3 Hh5 40. Kf2 Hf5 41. Kf3 Hh5 42.
Hab3 Hxh3+ 43. Ke4 Hh2 44. a3 Hh5
45. He7 Ha5 46. Hxf7 He8+ 47. Kf3
f5 48. Hf6 Hc8 49. Hxh6 Ka7 50. Ke3
Kxa6 51. Hd6 He8+ 52. Kd3 Hc8 53.
Kd4 Hc7 54. Hd8 Ka7 55. Hbb8
Lok skákarinnar nálgast nú óð-
fluga og hótar hvítur nú illþyrmilega
að vinna hrók af svörtum. Til að af-
stýra því skiptir svartur upp á öðrum
hróknum en þá verða peð hans of veik
til að standast árás hvíts.
Stöðumynd 2
55. … Hd7+ 56. Hxd7+ Kxb8 57.
Hf7 Kc8 58. c5 Hxa3 59. Ke5! Hd3
60. Hxf5 Kd7 61. Hf7+ Kd8 62. Ke6
Hd5 63. Hf5 Hd4 64. Hf8+ Kc7 65.
Hf7+ Kd8 66. f5 Hd1 67. f6 Ke8 68.
Ha7 He1+ 69. Kd6 Kf8 70. f7 He2 71.
Kxc6 Hd2 72. Hd7 Hc2 73. Kb6 Hb2+
74. Kc7 Hb1 75. c6 Hh1 76. Kc8 og
svartur gafst upp enda taflið gjörtap-
að.
Tekinn í kennslustund
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2
Helgi Áss Grétarsson
Í ANNARRI umferð Reykjavík-
urskákmótsins hélt Sigurður Páll
Steindórsson áfram að gera miklar
rósir með því að gera jafntefli með
svörtu gegn ísraelska stórmeistar-
anum Sergey Erenburg. Alþjóðlegi
meistarinn Jón Garðar Viðarsson
vann þó stærsta sigur Íslendinganna
þegar hann lagði Jaan Ehlvest að
velli. Þó að Ehlvest sé afar sterkur
skákmaður hefur hann haft ótrúleg
tök á íslenskum skákmönnum svo
það er gleðilegt að þeim tökum er að
linna.
Skærasta ungstirni skákheimsins,
Norðmaðurinn Magnus Carlsen.
Hann hefur gefið út þá yfirlýsingu að
hann ætli sér að ná síðasta stór-
meistaraáfanganum á mótinu. Mörg
ljón verða á þeim vegi og það fyrsta
var gamla kempan Jan Timman.
Hvítt: Magnus Carlsen
Svart: Jan Timman
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 e6 5. Rc3 a6 6. g3 Rge7
Þetta afbrigði Sikileyjarvarnar er
nefnt eftir rússneska stórmeistaran-
um Mark Taimanov. Hann hafði
mikið dálæti á að koma kóngsvængs-
riddara sínum á e7 í stað þess að
setja hann á f6. Þó að það virðist svo
sérkennilegt að koma honum svo
fyrir á c8 þá byggist það á þeirri von
að hann komist á b6-c4.
7. Rb3 d6 8. Bg2 Bd7 9. 0-0 Rc8
10. a4 Be7 11. De2 0-0 12. Be3 Ra5
13. Rxa5 Dxa5
Meistararnir hafa þrætt fræðin af
mikilli kostgæfni. Nú lék Nick De-
Firmian 14. Bd4 gegn Alonso Zapata
árið 1985 og hafði betur.
14. Dd2!?
Hótar í senn 15. Rd5 og býr til reit
fyrir riddarann á e2.
14. ... Dc7 15. Re2 Bf6 16. c3 Hd8
17. f4 Hb8 18. g4 b5 19. g5 Be7 20.
a5?
Hvítur missir öll tök á stöðunni
eftir þennan afleik. 20. axb5 axb5 21.
f5 hefði verið betra.
20. ... d5!
Svartur hefur nú klárlega undir-
tökin þar eð eftir 21. exd5 Bc6 er það
kóngur hvíts sem er í hættu en ekki
sá svarti. Undrabarnið hefði engu að
síður átt að tefla taflið þannig þar eð
í framhaldinu verður hann peði undir
án verulegs mótspils.
21. f5?! dxe4 22. f6 Bc5 23. Kh1
Bc6 24. Dc1 Bxe3 25. Dxe3 Hd3
Svartur virðist hafa öll ráð hvíts í
hendi sér og ber næsti leikur hvíts
þess glöggt merki. Hjónakornin
hvítu eiga ekki samleið á h1 og g1 í
Sikileyjarvörn!
26. Dg1?! Rd6 27. Rf4 Hf3! 28.
Had1
28. Bxf3 hefði tapað eftir 28. ...exf3
29. Hf2 Re4.
28. ... Rc4 29. Dc5 Rxa5?!
Í gamla daga var sagt að riddari
úti á kanti líktist gömlum fanti. Þessi
spakmæli hafa margt til síns máls
þar sem í framhaldinu verður riddari
svarts alltof óvirkur. 29. ... Hxf4 30.
Hxf4 Dxf4 31. Dxc6 e3 hefði verið
öflugra og ætti þá svartur að vinna
fyrirhafnarlítið.
30. Rh5 Rb7 31. Da7!
Þessi leppun gerir svörtum lífið
leitt og skyndilega er hvítur kominn
með færi fyrir peðin tvö sem hann er
undir.
31. ... g6 32. Rg3 Hxf1+ 33. Rxf1
a5 34. Rg3 Hd8 35. Hxd8+ Dxd8 36.
Bxe4 Bxe4+ 37. Rxe4 Dd5 38. Kg1
h6 39. Da8+ Rd8 40. Dxd5 exd5 41.
Rd6 Rc6?
Oft eftir að tímamörkum er náð
eru keppendur í svo miklu uppnámi
að mistök eru gerð í báða bóga. 41. ...
hxg5 hefði verið betra og þá kæmi
líklega upp svipuð staða og í skák-
inni.
42. Rxb5?
Grátlegur fingurbrjótur í ljósi
þess að hvítur hafði barist hetjulega í
töpuðu tafli svo lengi. 42. gxh6 hefði
tryggt hvítum jafntefli þar sem hann
hótar þá 43. Rxf7. Ef 42. ... Re5 yrði
leikið þá kæmi 43. Rxb5 og hvítur
bjargar sér fyrir horn.
42. ... hxg5 43. Kf2?
43. Rd6 hefði veitt meira viðnám.
43. ... Re5 44. Kg3 a4 45. Rc7 Rc4
46. Rxd5 Rxb2 47. Rb4 Kh7 48. Kf3
Kh6 49. Ke4 g4 50. Kd5 a3 51. Kd6
g5 og hvítur gafst upp.
Ungur nemur gamall temur
SKÁK
Ráðhús Reykjavíkur
XXI – REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ
Helgi Áss Grétarsson
NORSKA undrabarnið Magnus
Carlsen er fæddur 30. nóvember
1990 og er því 13 ára.
Hann tefldi á fyrsta mótinu 8 ára
að aldri, en á síðustu tveimur árum
hefur hann tekið tekið risavöxnum
framförum, undir handleiðslu sterk-
asta skákmeistara Noregs frá upp-
hafi, Simens Agdestein. Á þeim tíma
hefur Magnus hækkað um nálægt
400 skákstig.
Magnus varð alþjóðlegur skák-
meistari í janúar 2003 og hefur náð
tveimur stórmeistaraáfögnum, í C-
stórmeistaraflokki í Wijk aan Zee, í
janúar 2004 og Aeroflot Open í síð-
asta mánuði. Magnus Carlsen er
efnilegasti og umtalaðisti skákmeist-
ari í heiminum í dag. Hann ætlar sér
að ná stórmeistaratitlinum á yf-
irstandandi Reykjavíkurskákmóti.
Þrettán ára
undrabarn
Morgunblaðið/Ómar
Brunndælur
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
• www.heimsferdir.is
Mars og apríl • Fimmtudaga og mánudaga • 3, 4 eða 7 nætur
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í
þúsunda tali á hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er
þetta vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar
Heimsferða gjörþekkja borgina og
kynna þér sögu hennar og heillandi
menningu. Góð hótel í hjarta Prag,
frábærir veitinga- og skemmtistaðir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.950
Flugsæti til Prag, 18. mars. Netbókun.
Verð kr. 39.950
Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 18.
mars. M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel.
Skattar innifaldir. Netbókun.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Helgarferð til
Prag
18. mars
frá kr. 29.950
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396,
lögg. fasteignasali.
4RA HERB. ÍBÚÐ ÓSKAST Í
VESTURBÆ REYKJAVÍKUR
Mér hefur verið falið að leita eftir 4ra herb.
íbúð í vesturbæ Rvíkur, sunnan Hring-
brautar. Æskilegt að eignin sé í góðu
ástandi. Verðhugmynd 14-15 millj. Áhuga-
samir vinsamlega hafið samband og ég
mun fúslega veita allar nánari upplýsingar.