Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRASILÍUMENNIRNIR Ailton, Werder Bremen, Dede og Leandro, Dortmund, sem hafa látið mikið að sér kveða í þýsku 1. deildinni í knattspynu eru í viðræðum við for- ráðamenn í Katar. Manfred Höhner, sem er fram- kvæmdastjóri knattspyrnusam- bands Katar, staðfesti að Brasilíu- mennirnir þrír hafi fengið tilboð um að gerast ríkisborgarar. „Ef allt gengur eftir ættu þeir að geta leik- ið gegn Jórdaníu hinn 31. mars í undankeppni HM,“ segir Höhner. „Þegar þessir leikmenn verða í liði okkar tel ég að Katar eigi raun- hæfa möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Þýskalandi árið 2006,“ segir Höhner. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Ailton sem er framherji topp- liðsins Werder Bremen fái um 190 millj. kr. fyrir sex ára samning við Katar. Alþjóðaknattspyrnusambandið lítur málið alvarlegum augum og er að leita leiða til þess að stöðva Kat- ar í „leikmannakaupum“ sínum og telur FIFA að Katar sé að brjóta allar viðteknar venjur og hefðir hvað varðar ríkisborgararétt. Þjóðverjinn Stefan Effenberg leikur í Katar líkt og Romario, Gabriel Batistuta og Frank Leboeuf og segir Effenberg að þessa þróun eigi að stöðva nú þegar. „Það er hægt að kaupa leikmenn til fé- lagsliða en um landslið gilda allt önnur lögmál. Þetta á ekki að vera hægt,“ segir Effenberg. Katar vill „kaupa“ Brasilíumenn fyrir HM  LÁRA Hrund Bjargardóttir, sundkona úr SH, sem hefur tryggt sér þátttökurétt á bandaríska há- skólameistaramótinu í sundi eins og greint frá frá í Morgunblaðinu í gær, er einnig ein fjögurra sundmanna sem þegar hafa unnið sér keppnis- rétt á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hinir eru Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, og Örn Arnarson, ÍRB.  LÁRA keppir í 25 metra braut á bandaríska háskólameistaramótinu sem er ólíkt því sem vant er á há- skólamótum vestanhafs þar sem yfirleitt er miðað við stikur. Mótið fer fram í sundlauginni í College Station í Texas 18.–20. mars og keppir Lára í 200 m bringusundi, auk 200 m og 400 m fjórsundi, en hún vann sér inn keppnisrétt í bringu- sundinu. Reglur mótsins kveða á um að sundfólk fái keppnisrétt í fleiri greinum, hafi það náð lágmarki í einni grein eða í boðsundum.  BRONSLIÐ Dana frá Evrópu- mótinu í handknattleik á dögunum mætir Svíum í tveimur vináttuleikj- um í lok þessa mánaðar. Fyrri leik- urinn verður í Farum, skammt frá Kaupmannahöfn, 29. mars en dag- inn eftir mætast þjóðirnar í Globen- höllinni í Stokkhólmi.  NORÐMAÐURINN Anders Auk- land sigraði í Vasagöngunni í Sví- þjóð en keppnin hefur farið fram sl. 80 ár. Aukland gekk 90 km, á 3:48,42 klst., en alls tóku um 15.000 þátt í hlaupinu. Mótið er haldið til minn- ingar um Gustav Vasa sem strauk á gönguskíðum eftir að hafa verið handtekinn af herliði Dana fyrir um fimm öldum.  GENGIÐ er frá bænum Sälen til Mora. Metið á Peter Göransson, 3:38,57 klst., sett árið 1998.  SÆNSKIR fjölmiðlar greina frá því að árið 2006 verði Vasa-gangan hluti af heimsbikarkeppninni og árið 2008 verði mótið HM í 90 km göngu.  SONDRE Kåfjord var um helgina kjörinn forseti norska knattspyrnu- sambandsins og fékk hann öll greidd atkvæði. Kåfjord tekur við að Per Ravn Omdal.  PABLO Aimar, leikstjórnandi spænska knattspyrnuliðsins Val- encia, verður frá æfingum og keppni næstu þrjár vikurnar en hann meiddist í leik Valencia og Deport- ivo La Coruna um síðustu helgi. Þetta eru vondar fréttir fyrir Val- enciumenn enda liðið í harðri baráttu við Real Madrid um meistaratitilinn.  EWALD Lienen var í gær ráðinn þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Hannover 96 í stað Ralf Rangnick sem sagt var upp störfum á mánu- dag. Ewald missti starf sitt hjá Borussia Mönchengladbach í sept- ember en hann hefur einnig þjálfað lið Hansa Rostock og Köln. FÓLK Hjá KR æfa um 70 krakkar, semer talsverð fjölgun frá í fyrra. Aðstaðan er góð í íþróttahúsi KR en samt þarf að skipta hópnum upp í 9 flokka til að geta sinnt krökkunum betur. Morgunblaðið brá sér í heimsókn og fylgdist með nokkrum af þessum hópum spreyta sig, ekki bara við keppni heldur alls kyns borðtennisleiki enda var fjörið mikið. Leiðin lá næst til Víkinga. Í fyrstu leit út fyrir að blaðamaður hefði villst af leið því í æfingasalnum var kökuát og kókdrykkja í hávegum höfð en við eftirgrennslan kom í ljós að tveir af drengjunum í félaginu áttu afmæli. Krakkarnir gerðu sér því glaðan dag og formaður deild- arinnar mátti gjöra svo að borga fyrir herlegheitin en þau voru ekki án fórna því fyrst skyldi syngja – síðan kökur. Krakkarnir létu sig hafa það. Í ljós kom að Víkingar gera sér meira til dundurs því deildin er búin að koma sér upp kvikmyndaklúbb, sem fer saman í bíó og ræðir síðan myndirnar. Þegar reynt var að fá dæmi um kvikmyndagagnrýni skiptist liðið í tvær fylkingar og fannst hvorum sitthvað – skiptingin fór að mestu eftir kyni. Upplýsingar um borðtennisfélög- in og æfingar ásamt fjölda mynda úr starfinu má finna á Netinu. Víkingar á æfingu. Í neðri röð frá vinstri Egill Karlsson, Daníel Björn Sigurbjörnsson, Jörgen Már Ágústsson, Hannes Örn Ívarsson og Árni E. Guðmundsson. Uppi á borðinu eru Ívar Jónsson, Lúð- vík Þór Leósson, Einar Sigurðsson, Aron Bjarnason, Haukur Stefánsson, Hákon Arnar Jónsson, Róbert Eyþórsson, Jón Ragnar Guðnason, Rúnar Örn Birgisson og Halldór Arnþórsson. Bergþór Frímann Sverris- son og Róbert Eyþórsson áttu báðir afmæli. Skúli Gunnarsson vandaði sig mjög mikið en hann var yngstur af KR-guttunum sem voru á æfingunni. Ekki bara borðtennis BORÐTENNIS er vaxandi íþróttagrein en unglingastarf er nú að- allega stundað í tveimur félögum á höfuðborgarsvæðinu, KR og Víkingi en vísir að deild hjá Stjörnunni í Garðabæ. Deildirnar eru öflugar og góðir þjálfarar sjá um að allir læri listina. Minna er um unglingastarf úti á landi en þó er lífleg deild rekin á Hvolsvelli undir nafni Dímons, í Reyholti og hjá Akri á Akureyri að ekki sé minnst á Flateyri. Auk þess hafa fatlaðir náð langt á mótum erlendis. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Stefán Jóhanna Elíasdóttir, Erla Björk Ívarsdóttir og Magnea Ólafs, sem spila í eldri flokknum, sáu um að taka til eftir drengina í Víkingi og sjá til þess að engir afgangar færu til spillis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.