Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 31

Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 31
SÝNINGIN CommonNonsense verður frumsýnd í Pero-leikhúsinu í Stokkhólmi í kvöld og eru fjórar sýn- ingar fyrirhugaðar fram á sunnudag. Að leiksýningunni Comm- onNonsense (Almenn vitleysa) kem- ur listafólk frá Íslandi, Svíþjóð, Eng- landi og Finnlandi til að vinna spunasýningu út frá myndlist eftir Ilmi Maríu Stefánsdóttur. Leikstjóri sýningarinnar er Bretinn John Wright. Sýning fjallar um fólk sem er horf- ið á vit neyslusamfélagsins og er of- urselt valdi hluta og kerfa sem móta líf þeirra og tilfinningar. Innblástur sýningarinnar er sóttur í skúlptúra Ilmar sem ýmist leggja áherslu á gagnlegt gagnsleysi eða gagnslausa gagnsemi sína. CommonNonsense er samstarfs- verkefni leikhópsins, Borgarleik- hússins í Reykjavík, Teater Pero í Stokkhólmi og Battersea Arts Centre í London þar sem sýningin verður sýnd í maí næstkomandi. CommonNonsense sýnt í Stokkhólmi Úr sýningunni CommonNonsense. Ljósmynd/Carsten Lehmann LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 31 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Barnasportskór Barbie og Pokemon Verð áður 2.995,- verð nú 1.495,- Barbie rauðir og svartir St. 24-32 Pokemon hvítir St. 24-34 SÍÐUSTU sýningar á Sellófon, eft- ir Björk Jakobsdóttur, verður ann- að kvöld, 18. mars og 26. mars. Leikritið hefur nú verið sýnt 180 sinnum. Það var frumsýnd í Hafn- arfjarðarleikhúsinu í apríl 2002. Sýningin var síðan flutt í Nasa við Austurvöll en hefur verið sýnd í vetur í Iðnó. Þá hefur sýningin farið í leikför út á land. Björk hefur selt sýningarréttinn á Sellófon víða um heiminn. Nú þegar er búið að sýna verkið í Zü- rich í Sviss og nú er verið að æfa verkið í Genk í Belgíu og í Cat- ania á Sikiley. Frumsýningar verða í lok mars. Ennfremur er búið að ákveða frumsýningu í Halle í Þýskalandi í lok maí. Fleiri uppsetningar eru fyrirhugaðar. Þá hefur Folketeatret í Kaupmanna- höfn tryggðu sér sýningarréttinn á verkinu og ætla að frumsýna í september. Leikstjóri og þýðandi í Danmörku verður Charlotte Böv- ing, en hún var búsett hér á landi um árabil. Morgunblaðið/Jim Smart Björk Jakobsdóttir í leikriti sínu Sellófon. Sellófon víða um heim MAGNEA Tómasdóttir sópransöngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja Passíusálmana við uppruna- leg þjóðlög á tónleikum í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20. Magnea segir að upphaf áhuga þeirra á flutningi þess- ara gömlu þjóðlaga sé að finna í rannsóknum Smára Ólafssonar tónvísindamanns á hinum forna tónlistararfi sem varðveist hafi í munnlegri geymd með þjóðinni allt frá 16. öld og langt fram á þá 20. Smári mun segja frá rannsóknum sínum á tónleikunum í kvöld en hann hefur útsett lögin fyrir söngrödd og orgel. „Þetta eru einföld lög þar sem magnaður textinn ræð- ur ferðinni og lögin þjóna honum. Lögin bjóða upp íhug- un um efni textanna, píslargöngu Krists,“ segir Magnea. „Við gáfum út hljómdiskinn „Allt svo verði til dýrðar þér“ fyrir ári á vegum Smekkleysu þar sem voru pass- íusálmalögin gömlu ásamt fleiri lögum og nú ætlum við að flytja 12 passíusálmalög við jafnmarga sálma, þó við flytjum ekki öll erindi hvers sálms,“ segir Magnea enn- fremur. Smári Ólafsson hefur stundað rannsóknir á fornum þjóðlögum í um 30 ár og segir að uppruna laganna við Passíusálmana sé að finna í Hólabók 1589 og Grallara 1594. „Þegar Hallgrímur Pétursson yrkir Passíusálmana, gefur hann sér þær forsendur að sálmarnir séu sungnir við lagboða sem bárust hingað til lands á 16. öld og voru birtir í Hólabók og Grallara. Hallgrímur gefur upp 37 mismunandi lagboða við sálmana. Þjóðin átti engin hljóðfæri og hafði engar leiðbeiningar um hvernig ætti að syngja lögin svo til urðu sérstök þjóð- lög sem þjóðin þróaði með sér. Lögin breytast í hryn- hætti og tóntegund en líkjast samt uppruna sínum svo hægt er að sanna að séu komin af þessum lagboðum en eru samt orðin að sérstökum þjóðlögum. Á 19. öldinni hverfa þessi lög þegar fyrstu harmoníumhljóðfærin bár- ust til landsins og annars konar trúartónlist varð ofan á. Hljóðritanir Jóns Pálssonar frá 1903–1912 og söfnun þjóðlegs fróðleiks á vegum Árnastofnunar á árunum 1960–1974 varð til þess að þetta hvarf ekki alveg en til eru rúmlega 500 upptökur með söng 80 einstaklinga,“ segir Smári Ólafsson. Passíusálmarnir við upprunaleg þjóðlög Morgunblaðið/Ásdís Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sigurðsson. MAGNÚS Baldvinsson bassasöngv- ari, sem starfað hefur við góðan orðstír í Þýskalandi undanfarin ár, er væntanlegur til landsins í lok mánaðarins til að syngja einsöng í Magnificati Bachs með Mótettukór Hallgrímskirkju á tónleikum sunnu- daginn 28. mars. Magnús hefur ekki komið fram hér á landi síðan í maí 2001 þegar hann söng bassahlut- verkið í óratóríunni Joshua eftir Händel ásamt Schola cantorum á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Magnús hefur verið fastráðinn við óperuna í Frankfurt frá 1999 og hef- ur þar sungið fjölmörg stór hlutverk, m.a. Sarastro í Töfraflautunni, Spa- rafucile í Rigoletto, Gremín fursta í Evgení Ónegin og Daland í Hollend- ingnum fljúgandi. Aðrir einsöngvarar á tónleikunum verða Gunnar Guðbjörnsson tenór, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópr- an og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, sem kemur sérstak- lega frá London til að taka þátt í þessu verkefni. Með söngvurunum leikur Kammersveit Hallgríms- kirkju en stjórnandi verður Hörður Áskelsson. Magnús Baldvinsson í hlutverki sínu í Il Trovatore. Syngur í Magnificat Bachs Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.