Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 31
SÝNINGIN CommonNonsense verður frumsýnd í Pero-leikhúsinu í Stokkhólmi í kvöld og eru fjórar sýn- ingar fyrirhugaðar fram á sunnudag. Að leiksýningunni Comm- onNonsense (Almenn vitleysa) kem- ur listafólk frá Íslandi, Svíþjóð, Eng- landi og Finnlandi til að vinna spunasýningu út frá myndlist eftir Ilmi Maríu Stefánsdóttur. Leikstjóri sýningarinnar er Bretinn John Wright. Sýning fjallar um fólk sem er horf- ið á vit neyslusamfélagsins og er of- urselt valdi hluta og kerfa sem móta líf þeirra og tilfinningar. Innblástur sýningarinnar er sóttur í skúlptúra Ilmar sem ýmist leggja áherslu á gagnlegt gagnsleysi eða gagnslausa gagnsemi sína. CommonNonsense er samstarfs- verkefni leikhópsins, Borgarleik- hússins í Reykjavík, Teater Pero í Stokkhólmi og Battersea Arts Centre í London þar sem sýningin verður sýnd í maí næstkomandi. CommonNonsense sýnt í Stokkhólmi Úr sýningunni CommonNonsense. Ljósmynd/Carsten Lehmann LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 31 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Barnasportskór Barbie og Pokemon Verð áður 2.995,- verð nú 1.495,- Barbie rauðir og svartir St. 24-32 Pokemon hvítir St. 24-34 SÍÐUSTU sýningar á Sellófon, eft- ir Björk Jakobsdóttur, verður ann- að kvöld, 18. mars og 26. mars. Leikritið hefur nú verið sýnt 180 sinnum. Það var frumsýnd í Hafn- arfjarðarleikhúsinu í apríl 2002. Sýningin var síðan flutt í Nasa við Austurvöll en hefur verið sýnd í vetur í Iðnó. Þá hefur sýningin farið í leikför út á land. Björk hefur selt sýningarréttinn á Sellófon víða um heiminn. Nú þegar er búið að sýna verkið í Zü- rich í Sviss og nú er verið að æfa verkið í Genk í Belgíu og í Cat- ania á Sikiley. Frumsýningar verða í lok mars. Ennfremur er búið að ákveða frumsýningu í Halle í Þýskalandi í lok maí. Fleiri uppsetningar eru fyrirhugaðar. Þá hefur Folketeatret í Kaupmanna- höfn tryggðu sér sýningarréttinn á verkinu og ætla að frumsýna í september. Leikstjóri og þýðandi í Danmörku verður Charlotte Böv- ing, en hún var búsett hér á landi um árabil. Morgunblaðið/Jim Smart Björk Jakobsdóttir í leikriti sínu Sellófon. Sellófon víða um heim MAGNEA Tómasdóttir sópransöngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja Passíusálmana við uppruna- leg þjóðlög á tónleikum í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20. Magnea segir að upphaf áhuga þeirra á flutningi þess- ara gömlu þjóðlaga sé að finna í rannsóknum Smára Ólafssonar tónvísindamanns á hinum forna tónlistararfi sem varðveist hafi í munnlegri geymd með þjóðinni allt frá 16. öld og langt fram á þá 20. Smári mun segja frá rannsóknum sínum á tónleikunum í kvöld en hann hefur útsett lögin fyrir söngrödd og orgel. „Þetta eru einföld lög þar sem magnaður textinn ræð- ur ferðinni og lögin þjóna honum. Lögin bjóða upp íhug- un um efni textanna, píslargöngu Krists,“ segir Magnea. „Við gáfum út hljómdiskinn „Allt svo verði til dýrðar þér“ fyrir ári á vegum Smekkleysu þar sem voru pass- íusálmalögin gömlu ásamt fleiri lögum og nú ætlum við að flytja 12 passíusálmalög við jafnmarga sálma, þó við flytjum ekki öll erindi hvers sálms,“ segir Magnea enn- fremur. Smári Ólafsson hefur stundað rannsóknir á fornum þjóðlögum í um 30 ár og segir að uppruna laganna við Passíusálmana sé að finna í Hólabók 1589 og Grallara 1594. „Þegar Hallgrímur Pétursson yrkir Passíusálmana, gefur hann sér þær forsendur að sálmarnir séu sungnir við lagboða sem bárust hingað til lands á 16. öld og voru birtir í Hólabók og Grallara. Hallgrímur gefur upp 37 mismunandi lagboða við sálmana. Þjóðin átti engin hljóðfæri og hafði engar leiðbeiningar um hvernig ætti að syngja lögin svo til urðu sérstök þjóð- lög sem þjóðin þróaði með sér. Lögin breytast í hryn- hætti og tóntegund en líkjast samt uppruna sínum svo hægt er að sanna að séu komin af þessum lagboðum en eru samt orðin að sérstökum þjóðlögum. Á 19. öldinni hverfa þessi lög þegar fyrstu harmoníumhljóðfærin bár- ust til landsins og annars konar trúartónlist varð ofan á. Hljóðritanir Jóns Pálssonar frá 1903–1912 og söfnun þjóðlegs fróðleiks á vegum Árnastofnunar á árunum 1960–1974 varð til þess að þetta hvarf ekki alveg en til eru rúmlega 500 upptökur með söng 80 einstaklinga,“ segir Smári Ólafsson. Passíusálmarnir við upprunaleg þjóðlög Morgunblaðið/Ásdís Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sigurðsson. MAGNÚS Baldvinsson bassasöngv- ari, sem starfað hefur við góðan orðstír í Þýskalandi undanfarin ár, er væntanlegur til landsins í lok mánaðarins til að syngja einsöng í Magnificati Bachs með Mótettukór Hallgrímskirkju á tónleikum sunnu- daginn 28. mars. Magnús hefur ekki komið fram hér á landi síðan í maí 2001 þegar hann söng bassahlut- verkið í óratóríunni Joshua eftir Händel ásamt Schola cantorum á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Magnús hefur verið fastráðinn við óperuna í Frankfurt frá 1999 og hef- ur þar sungið fjölmörg stór hlutverk, m.a. Sarastro í Töfraflautunni, Spa- rafucile í Rigoletto, Gremín fursta í Evgení Ónegin og Daland í Hollend- ingnum fljúgandi. Aðrir einsöngvarar á tónleikunum verða Gunnar Guðbjörnsson tenór, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópr- an og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, sem kemur sérstak- lega frá London til að taka þátt í þessu verkefni. Með söngvurunum leikur Kammersveit Hallgríms- kirkju en stjórnandi verður Hörður Áskelsson. Magnús Baldvinsson í hlutverki sínu í Il Trovatore. Syngur í Magnificat Bachs Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.