Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 61

Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 61 www.opera.is midasala@opera.is 511 4200 Brúðkaup Fígarós eftir Mozart hefur verið sýnt oftar en nokkur önnur ópera, en sjaldan hafa leynimakkið og erótíkin blómstrað eins og í þessari uppfærslu Íslensku óperunnar. Í aðalhlutverkum er einvalalið söngvara: Bergþór Pálsson, Auður Gunnarsdóttir, Hulda Björk Garðars- dóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Sesselja Kristjánsdóttir. Láttu þig ekki vanta í þessa bráðskemmtilegu veislu! 4. sýning sunnudag 14. mars kl. 19 5. sýning föstudag 19. mars kl. 20 6. sýning sunnudag 21. mars kl. 19 Aðeins fáar sýningar (lokasýning 2. apríl) • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar gerðir af heyrnartækjum sem búa yfir nýjustu tækni • Verð frá 47.000 – 150.000 kr fyrir eitt tæki • Persónuleg og góð þjónusta EFTIR mjög góðar undirtektir í fyrra býður Félagið Ísland – Ung- verjaland aftur þrjá (einum fleiri en í fyrra) styrki fyrir Íslendinga til ung- verskunáms í Ungverjalandi. Styrk- irnir eru í boði ungverska mennta- málaráðuneytisins. Námskeiðin sem eru í boði eru öll haldin við virta há- skóla í Ungverjalandi, segir í frétta- tilkynningu. Fólk getur valið eftirfar- andi háskóla (University of Debrecen - www.nyariegyetem.hu; Balassi Bál- int Institute (Budapest) - www.bbi.hu; University of Pécs - www.isc.pte.hu; University of Szeg- ed; www.arts.u-szeged.hu/hungar- ianstudies; Eötvös Loránd University (Budapest), http://www.elte.hu/), sem eru meðal þekktustu tungumálaskóla fyrir erlenda nemendur í Ungverja- landi. Námskeiðin sem um ræðir sumarið 2003 eru mörg og fólk getur valið allt frá tveggja til fjögurra vikna nám- skeiða. Styrkirnir fela í sér: Skóla- gjöld, húsnæði, fullt fæði (morgun-, hádegis- og kvöldmat), kvölddagskrá, ferðir og annað á vegum skólans, strætókort og u.þ.b. 500 HUF á dag í vasapening. Styrkurinn felur ekki í sér flugfarið. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um styrkinn sendi ferilskrá sína ásamt 1 bls ritgerð um ástæður, áhuga á Ung- verjalandi og ungversku. (Af hverju vilt þú læra ungversku, til hvers, o.þ.h.) Umsóknarfrestur er til 31. mars og umsóknum skal koma til Félagsins Ísland-Ungverjaland, C/o Maurizio Tani, Hagamel 45 107 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að fá á heima- síðu félagsins ( http://ungverja- land.supereva.it) og með því að senda tölvupóst á netfangið maurizio@hi.is eða í síma 5512061 – 6967027. Styrkir til ungversku- náms í Ungverjalandi „ÞAÐ URÐU talsverð átök í for- sætisnefnd þingsins um þá tillögu mína að koma skjaldarmerkinu fyr- ir á þinghúsinu, en ég man ekki betur en hún hafi verið formlega samþykkt. Þeir voru nefnilega margir sem töldu það óhæfu að eiga þetta fallega skjaldarmerki og nota það ekki til að prýða Alþing- ishúsið,“ sagði Árni Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, í samtali í framhaldi af greininni Íslands merki og Alþingishúsið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 28. febr- úar sl. „Ég var nú svo harður að ég vildi láta fjarlægja kórónuna af húsinu, en tók rökum og sættist á að hún yrði áfram en skjaldarmerkinu komið fyrir á húsinu,“ sagði Árni. „Það var sett í gang vinna við gerð merkisins og Garðar Hall- dórsson teiknaði nokkrar tillögur að því á þinghúsinu. En svo lentum við í stríði við húsfriðunarnefnd, þar sem Hörður Ágústsson fór fremstur. Hann sættist þó á það fyrir rest að setja skjaldarmerkið upp inni í sal sameinaðs þings, framan á ræðustólinn eða til hliðar við forsetapúltið. Ég datt svo út af þingi og við það virðist málið hafa liðið í ómegin. Ég er þó enn sama sinnis, mér finnst að það eigi að fara eftir for- setasamþykktinni og finna skjald- armerkinu stað í Alþingishúsinu.“ Skjaldarmerkið og þinghúsið Húsameistari ríkisins, Garðar Hall- dórsson, gerði teikningar af fjórum tillögum á staðsetningu skjald- armerkisins á Alþingishúsinu. Þessi er samkvæmt aðaltillögunni; skjaldarmerkið á svölum þinghúss- ins. Hinar tillögurnar gerðu ráð fyrir skjaldarmerkinu undir svöl- unum; ofan á innganginn, upp und- ir þaki fyrir ofan svalagluggann og milli glugganna vinstra megin við innganginn. STÓRU upplestrarkeppninni lýkur nú í mars með upplestr- arhátíðum um land allt. Keppnin er haldin í áttunda sinn og lokahátíðir verða á 32 stöðum. Skáld keppninnar í ár eru þau Stefán Jónsson og Þuríður Guðmundsdóttir. Um 4.300 nemendur í 151 skóla taka þátt í keppninni, eða um 95% árgangsins. Nemendur hafa allt frá Degi íslenskrar tungu æft upplestur og fram- burð undir leiðsögn kennara síns, og á hátíðunum koma fram þeir sem lengst hafa náð í sínum skóla. Á hátíðunum koma einnig fram ungir tónlistarmenn og víða munu innflytjendur flytja ljóð á móðurmáli sínu. Edda – útgáfa veitir öllum flytjendum bókarverðlaun en Sparisjóðirnir veita þremur bestu flytjendum peningaverð- laun. Upplýsingar um stað og stund hátíða í hverju byggð- arlagi má fá á vefsetri keppn- innar: http://www.ismennt.is/ vefir/upplestur og í grunnskól- um landsins eða á skólaskrifstofum. Stóru upp- lestrar- keppninni að ljúka Á AÐALFUNDI félagsins AUÐUR sem haldinn var fimmtudaginn 4. mars var ákveðið að opna félagið öllum þeim konum sem stjórna og/ eða reka fyrirtæki, hafa áhuga á stofnun og rekstri fyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi. Félagið var áður eingöngu opið þeim konum sem sóttu námskeiðið Frumkvöðla- auður hjá Háskólanum í Reykjavík. Heimasíða Félagsins AUÐUR, felagid-audur.is hefur verið opnuð. Þar er að finna gagnlegar upplýs- ingar fyrir konur sem hafa áhuga á stofnun og/eða rekstri fyrirtækja og frumkvöðlastarfssemi. Einnig er þar að finna upplýsingar um AUÐ- AR-fyrirtæki sem hafa verið stofn- sett og tilurð félagsins. Umsókn að AUÐI er að finna á heimasíðu fé- lagsins. Félagið AUÐUR var stofnað hinn 18. mars 2003 í Háskólanum í Reykjavík. Stjórn félagsins var kos- in og heiðursfélagar kynntir, en þeir eru; Guðfinna S. Bjarnadóttir, Guð- rún Pétursdóttir og Halla Tómas- dóttir. Félagið er afsprengi verkefn- isins AUÐUR í krafti kvenna sem Háskólinn í Reykjavík átti veg og vanda af. „FrumkvöðlaAUÐUR var ætlað konum sem vildu stofna og/ eða reka fyrirtæki. Markmiðið var að gera konurnar færar um að reka fyrirtæki, móta viðskiptahugmynd og semja viðskiptaáætlun, sem kynnt var í lok námskeiðsins. Hald- in voru 6 námskeið og stóð hvert þeirra í 16 vikur. Þátttakendur voru 163 og unnu að meira en 90 við- skiptahugmyndum. Við verklok höfðu þátttakendur í Frumkvöðla- AUÐI stofnað 51 fyrirtæki sem veittu 217 ný störf,“ segir í frétta- tilkynningu. Auður færir út kvíarnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.