Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 61 www.opera.is midasala@opera.is 511 4200 Brúðkaup Fígarós eftir Mozart hefur verið sýnt oftar en nokkur önnur ópera, en sjaldan hafa leynimakkið og erótíkin blómstrað eins og í þessari uppfærslu Íslensku óperunnar. Í aðalhlutverkum er einvalalið söngvara: Bergþór Pálsson, Auður Gunnarsdóttir, Hulda Björk Garðars- dóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Sesselja Kristjánsdóttir. Láttu þig ekki vanta í þessa bráðskemmtilegu veislu! 4. sýning sunnudag 14. mars kl. 19 5. sýning föstudag 19. mars kl. 20 6. sýning sunnudag 21. mars kl. 19 Aðeins fáar sýningar (lokasýning 2. apríl) • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar gerðir af heyrnartækjum sem búa yfir nýjustu tækni • Verð frá 47.000 – 150.000 kr fyrir eitt tæki • Persónuleg og góð þjónusta EFTIR mjög góðar undirtektir í fyrra býður Félagið Ísland – Ung- verjaland aftur þrjá (einum fleiri en í fyrra) styrki fyrir Íslendinga til ung- verskunáms í Ungverjalandi. Styrk- irnir eru í boði ungverska mennta- málaráðuneytisins. Námskeiðin sem eru í boði eru öll haldin við virta há- skóla í Ungverjalandi, segir í frétta- tilkynningu. Fólk getur valið eftirfar- andi háskóla (University of Debrecen - www.nyariegyetem.hu; Balassi Bál- int Institute (Budapest) - www.bbi.hu; University of Pécs - www.isc.pte.hu; University of Szeg- ed; www.arts.u-szeged.hu/hungar- ianstudies; Eötvös Loránd University (Budapest), http://www.elte.hu/), sem eru meðal þekktustu tungumálaskóla fyrir erlenda nemendur í Ungverja- landi. Námskeiðin sem um ræðir sumarið 2003 eru mörg og fólk getur valið allt frá tveggja til fjögurra vikna nám- skeiða. Styrkirnir fela í sér: Skóla- gjöld, húsnæði, fullt fæði (morgun-, hádegis- og kvöldmat), kvölddagskrá, ferðir og annað á vegum skólans, strætókort og u.þ.b. 500 HUF á dag í vasapening. Styrkurinn felur ekki í sér flugfarið. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um styrkinn sendi ferilskrá sína ásamt 1 bls ritgerð um ástæður, áhuga á Ung- verjalandi og ungversku. (Af hverju vilt þú læra ungversku, til hvers, o.þ.h.) Umsóknarfrestur er til 31. mars og umsóknum skal koma til Félagsins Ísland-Ungverjaland, C/o Maurizio Tani, Hagamel 45 107 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að fá á heima- síðu félagsins ( http://ungverja- land.supereva.it) og með því að senda tölvupóst á netfangið maurizio@hi.is eða í síma 5512061 – 6967027. Styrkir til ungversku- náms í Ungverjalandi „ÞAÐ URÐU talsverð átök í for- sætisnefnd þingsins um þá tillögu mína að koma skjaldarmerkinu fyr- ir á þinghúsinu, en ég man ekki betur en hún hafi verið formlega samþykkt. Þeir voru nefnilega margir sem töldu það óhæfu að eiga þetta fallega skjaldarmerki og nota það ekki til að prýða Alþing- ishúsið,“ sagði Árni Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, í samtali í framhaldi af greininni Íslands merki og Alþingishúsið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 28. febr- úar sl. „Ég var nú svo harður að ég vildi láta fjarlægja kórónuna af húsinu, en tók rökum og sættist á að hún yrði áfram en skjaldarmerkinu komið fyrir á húsinu,“ sagði Árni. „Það var sett í gang vinna við gerð merkisins og Garðar Hall- dórsson teiknaði nokkrar tillögur að því á þinghúsinu. En svo lentum við í stríði við húsfriðunarnefnd, þar sem Hörður Ágústsson fór fremstur. Hann sættist þó á það fyrir rest að setja skjaldarmerkið upp inni í sal sameinaðs þings, framan á ræðustólinn eða til hliðar við forsetapúltið. Ég datt svo út af þingi og við það virðist málið hafa liðið í ómegin. Ég er þó enn sama sinnis, mér finnst að það eigi að fara eftir for- setasamþykktinni og finna skjald- armerkinu stað í Alþingishúsinu.“ Skjaldarmerkið og þinghúsið Húsameistari ríkisins, Garðar Hall- dórsson, gerði teikningar af fjórum tillögum á staðsetningu skjald- armerkisins á Alþingishúsinu. Þessi er samkvæmt aðaltillögunni; skjaldarmerkið á svölum þinghúss- ins. Hinar tillögurnar gerðu ráð fyrir skjaldarmerkinu undir svöl- unum; ofan á innganginn, upp und- ir þaki fyrir ofan svalagluggann og milli glugganna vinstra megin við innganginn. STÓRU upplestrarkeppninni lýkur nú í mars með upplestr- arhátíðum um land allt. Keppnin er haldin í áttunda sinn og lokahátíðir verða á 32 stöðum. Skáld keppninnar í ár eru þau Stefán Jónsson og Þuríður Guðmundsdóttir. Um 4.300 nemendur í 151 skóla taka þátt í keppninni, eða um 95% árgangsins. Nemendur hafa allt frá Degi íslenskrar tungu æft upplestur og fram- burð undir leiðsögn kennara síns, og á hátíðunum koma fram þeir sem lengst hafa náð í sínum skóla. Á hátíðunum koma einnig fram ungir tónlistarmenn og víða munu innflytjendur flytja ljóð á móðurmáli sínu. Edda – útgáfa veitir öllum flytjendum bókarverðlaun en Sparisjóðirnir veita þremur bestu flytjendum peningaverð- laun. Upplýsingar um stað og stund hátíða í hverju byggð- arlagi má fá á vefsetri keppn- innar: http://www.ismennt.is/ vefir/upplestur og í grunnskól- um landsins eða á skólaskrifstofum. Stóru upp- lestrar- keppninni að ljúka Á AÐALFUNDI félagsins AUÐUR sem haldinn var fimmtudaginn 4. mars var ákveðið að opna félagið öllum þeim konum sem stjórna og/ eða reka fyrirtæki, hafa áhuga á stofnun og rekstri fyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi. Félagið var áður eingöngu opið þeim konum sem sóttu námskeiðið Frumkvöðla- auður hjá Háskólanum í Reykjavík. Heimasíða Félagsins AUÐUR, felagid-audur.is hefur verið opnuð. Þar er að finna gagnlegar upplýs- ingar fyrir konur sem hafa áhuga á stofnun og/eða rekstri fyrirtækja og frumkvöðlastarfssemi. Einnig er þar að finna upplýsingar um AUÐ- AR-fyrirtæki sem hafa verið stofn- sett og tilurð félagsins. Umsókn að AUÐI er að finna á heimasíðu fé- lagsins. Félagið AUÐUR var stofnað hinn 18. mars 2003 í Háskólanum í Reykjavík. Stjórn félagsins var kos- in og heiðursfélagar kynntir, en þeir eru; Guðfinna S. Bjarnadóttir, Guð- rún Pétursdóttir og Halla Tómas- dóttir. Félagið er afsprengi verkefn- isins AUÐUR í krafti kvenna sem Háskólinn í Reykjavík átti veg og vanda af. „FrumkvöðlaAUÐUR var ætlað konum sem vildu stofna og/ eða reka fyrirtæki. Markmiðið var að gera konurnar færar um að reka fyrirtæki, móta viðskiptahugmynd og semja viðskiptaáætlun, sem kynnt var í lok námskeiðsins. Hald- in voru 6 námskeið og stóð hvert þeirra í 16 vikur. Þátttakendur voru 163 og unnu að meira en 90 við- skiptahugmyndum. Við verklok höfðu þátttakendur í Frumkvöðla- AUÐI stofnað 51 fyrirtæki sem veittu 217 ný störf,“ segir í frétta- tilkynningu. Auður færir út kvíarnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.