Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 17
Miðborg | Uppi eru raddir meðal
íbúa í miðborg Reykjavíkur þess efn-
is að undanfarin ár hafi verið dregið
svo úr löggæslu í miðbænum að nú
séu engin takmörk fyrir villimanns-
legri hegðun úti á götunum, þar sem
lögregla sé hvergi nærri og hvergi
sjáanleg.
Í samtali við Morgunblaðið segir
íbúi í Bankastræti umgengni þeirra
sem ganga göturnar á kvöldin líkasta
því að eðlilegar reglur samfélagsins
eigi ekki lengur við. „Það má segja að
það sé stanslaus glerbrotasinfónía frá
ellefu á kvöldin til sex á morgnana,
þegar götusóparinn fer niður Lauga-
veginn. Lögreglan er hvergi sjáanleg
og ef hringt er á hana, til dæmis þeg-
ar rúður eru brotnar í verslunum,
kemur hún ekki fyrr en eftir dúk og
disk og þá eru gangandi vegfarendur
yfirleitt búnir að tæma gluggann af
öllum verðmætum.
Ef einhver væri að öskra svona
uppi í Grafarvogi kæmi lögreglan
strax á vettvang og gerði eitthvað í
málunum, en svo virðist sem miðbær-
inn sé ekki íbúðahverfi í augum lög-
reglunnar, heldur einungis verslun-
ar- og þjónustuhverfi sem breytist í
einskismannsland eftir klukkan sex.“
Ekki mannréttindabrot að
stöðva glerbrot og skrílslæti
Íbúinn segist alls ekki vera að tala
um eðlilega gleði og skemmtan, held-
ur um stökustu villimennsku. „Hvaða
djamm felst í því að öskra, brjóta gler
og hegða sér eins og barbarar? Ég er
fullkomlega sáttur við skemmtistað-
ina og keypti íbúðina mína vitandi
það að það væru skemmtistaðir ná-
lægt með tilheyrandi tónlist, en fólk
verður að geta hegðað sér eins og
manneskjur úti á götunni.“
Íbúinn segir að búið sé að grafa svo
skipulega undan virðingu lögregl-
unnar að það þyrfti mjög öfluga við-
veru og viðbrögð við óæskilegri hegð-
un eins og ofbeldi og að mölva gler, ef
snúa ætti þessari slæmu þróun við,
slík sé firringin. „Ég býst líka við að
það þyrfti að bjóða lögreglumönnum
upp á áhættuþóknun fyrir að fara
þarna niður eftir á kvöldin, en það
verður einfaldlega að vera sterk við-
vera lögreglu. Það verður að viðhalda
einhvers konar reglu og hafa afskipti
af fólki sem er að brjóta glös og slást.
Öryggismyndavélar stoppa engan í
því að fremja skemmdarverk og
brjóta glös. Það þarf að taka hart á
svona umgengni og kenna fólki að
það verður að virða almenna manna-
siði þegar það fer út að skemmta sér.
Fólk getur ekki hreinlega breyst í
svín. Ég er ekki að tala um að brjóta
mannréttindi á fólki, en það getur
ekki talist til heilagra mannréttinda
að brjóta og mölva glös, flöskur og
rúður og viðhafa öskur og djöful-
gang.“
Aðrir viðmælendur Morgunblaðs-
ins sem búsettir eru á miðbæjar-
svæðinu hafa svipaða sögu að segja
og telja viðurlagaleysi og takmarka-
leysi ala á þeirri „múghegðun“ sem
grípur um sig í næturlífinu.
Á ekki að þurfa að
beita refsivaldi
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn hjá Lögreglunni í
Reykjavík, segir að samkvæmt
nítjándu grein áfengislaganna sé
óheimilt að bera áfengi út af veitinga-
stað og í einhverjum þessara tilvika
sé fólk að koma út af veitingastöðum
með bjórflöskur eða gler.
Í grunninn finnst mér að lögreglan
ætti ekki að þurfa að segja fullorðnu
fólki að það eigi ekki að brjóta gler á
gangstéttum. Það á ekki að þurfa lög-
reglu með refsivaldi yfir einstaklinga
til að stöðva þetta. Þá erum við á villi-
götum í uppeldishlutverki.
Mér finnst þetta í grunninn snúast
um tillitssemi við aðra borgara og þá
staði sem við sækjum heim sem gest-
ir til að skemmta okkur,“ segir Karl.
„Auðvitað hefur þetta farið í taug-
arnar á okkur og við skiptum okkur
af þessu ef við verðum varir við þetta,
en til þess að valda breytingu á þessu
þarf miklu meira til en lögregluað-
gerðir, þessari hegðun einstaklinga
verður ekki breytt með lögregluað-
gerðum einum sér. Þetta þarf að
koma frá einstaklingnum sjálfum,
þeim stað sem hann er alinn upp og
þar sem hann býr,“ segir Karl Stein-
ar. „Við erum með ákveðna fjármuni
og verðum að forgangsraða þeim.
Maður horfir á marga þætti í þessu.
Við höfum sett okkur ákveðin mark-
mið um hvar við ætlum helst að ná
niður. Í miðborginni er áherslan mest
á ofbeldisbrot, þó þetta atferli geti
tengst ofbeldisbrotum.
Eitt sem hefur verið talað um hjá
okkur í Lögreglunni er að leyfa
mönnum að fara út með veigar í
plastlglösum. Það gæti verið skyn-
samlegri leið en að fjölga lögreglu-
mönnum á svæðinu. Lausnin er þá
frekar tæknilegs eðlis og snýst um að
mæta breyttum drykkjuvenjum al-
mennings og aðlaga lagarammann að
þeim, “ segir Karl Steinar.
Þórólfur Árnason borgarstjóri seg-
ir mikilvægt að fólk taki sjálft ábyrgð
á eigin siðferði og taki afstöðu til
hegðunar samborgara sinna. „Í nýrri
lögreglusamþykkt er að sjálfsögðu
allt glerbrot bannað. Það er ekki ver-
ið að slaka á því og enginn hugur til
þess. Hins vegar er stöðug ósk borg-
arbúa um aukinn sýnileika lögregl-
unnar í Reykjavík. En við treystum
mati lögreglunnar á því hvernig hún
nýtir fjármuni sína best með reglu-
bundnu eftirliti í miðborginni,“ segir
Þórólfur og bætir við að ástandið hafi
um margt batnað til muna eftir að af-
greiðslutími veitingahúsa var lengd-
ur. „Þeir lögreglumenn sem við höf-
um talað við hafa sagt að umgangur
um borgina hafi batnað síðan veit-
ingatími var lengdur, það er minna
um átök og mannsöfnuð í borginni
auk þess sem átök í heimahúsum í
eftirpartýum hafa minnkað til muna.“
Þórólfur varar við upphrópunum
um ástandið, enda sé það ekki eins
slæmt og margir vilji vera láta. Hann
bætir því við að lokum að fyrst og
fremst séu það þó samborgararnir
sjálfir sem ráði því hvaða hegðun og
lifnaðarhætti fólk temji sér hér á
landi.
Glerbrot og skortur sjáanleika lögreglu í miðbæ vekur ugg íbúa
Gæti notkun plastmála
leyst glerbrotavandann?
Þórólfur
Árnason
Morgunblaðið/Svavar
Glerbrot eru mikil óprýði í miðborginni . Gætu plastmál leyst vandann?
Karl Steinar
Valsson
Miðbær | Nýlega voru haldnir
þemadagar í Tjarnarskóla. Þar
settu nemendur og kennarar nýj-
an takt í skólastarfið, en dagarnir
voru tileinkaðir tónlist. Fimm
nemendahópar sömdu tvö stutt
tónverk hver, eitt með umhverf-
ishljóðum en hitt í hefðbundnari
stíl. Geisladiskahulstur voru
hönnuð, nemendur gerðu við-
horfskannanir sem tengdust tón-
listaráhuga, tónlistariðkun o.fl.
Nemendur fóru einnig í heim-
sóknir og tóku meðal annars við-
töl við tónlistarmennina Þórunni
Lárusdóttur og Þorvald Bjarna,
auk Óla Palla í Rokklandi, Eiðs
Arnarsonar, útgáfustjóra Skíf-
unnar, og þáttarstjórnenda 70
mínútna á PoppTíví. Einnig fengu
allir hópar það verkefni að rappa.
Verkefnunum var svo skilað í
formi veggspjalda, geisla-
diskahulsturs, myndbands-
upptöku, hljóðupptöku og auðvit-
að í söng, hljóðfæraleik og rappi.
Lag Sölku Hjálmarsdóttur í 10.
bekk vakti mikla lukku, en hún
samdi lag og texta sem allir gátu
tekið undir.
Tónlistardagar í Tjarnarskóla
Reykjavík | Hitt húsið hefur auglýst
eftir skemmtiatriðum vegna hátíð-
arhaldanna 17. júní. Hitt húsið mun
eins og und-
anfarin ár, í
umboði þjóðhá-
tíðarnefndar,
sjá um að und-
irbúa og skipu-
leggja hátíð-
arhöld 17. júní í
Reykjavík.
Dagskráin fer
aðallega fram í
miðborg
Reykjavíkur og stendur hún frá
morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir
barna- og fjölskylduskemmtunum á
sviðum, tónleikum, leiktækjum og
ýmsum sýningum og götuuppákom-
um eins og verið hefur undanfarin ár,
en stefnt er að því að hafa hátíðina
veglegri vegna þess að í ár verða sex-
tíu ár liðin frá því að lýðveldi var
stofnað á Íslandi og auk þess er
hundrað ára afmæli heimastjórnar.
Því er þjóðhátíðarnefnd sér-
staklega að leita að skemmti- og sýn-
ingaratriðum fyrir þjóðhátíð-
arskemmtun í Reykjavík, sem
endurspegla íslenska menningu að
fornu og nýju, allt frá þjóðlegum list-
um til atriða frá fjölmenningarsam-
félagi nútímans. Auk hefðbundinna
skemmtiatriða er áhugi á hópatriðum
og sýningum og er leitað að leik-, tón-
listar-, dans- og öðrum listhópum til
að troða upp á útisviðum og á göt-
unni. Einnig er óskað eftir hópum og
félagasamtökum sem vilja standa
fyrir eigin dagskrá í samráði við
þjóðhátíðarnefnd.
Þrjú svið a.m.k. verða notuð 17.
júní í ár, það stærsta verður á Arn-
arhóli en minni svið verða á Ingólfs-
torgi og í Hljómskálagarði. Að auki
eru dagskráratriði í Hallargarði, á
Austurvelli, á Miðbakka, Lækj-
artorgi, Bernhöftstorfu, í Ráðhúsinu
og víðar á götum og torgum. Hátíð-
arsvæðið nær því frá höfninni í norðri
til Hringbrautar í suðri og frá Ing-
ólfsstræti í austri til Garðastrætis í
vestri.
Umsóknum um flutning atriða,
uppákomur og viðburði á að skila í
Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5, 101
Reykjavík á eyðublöðum sem þar
fást, fyrir fimmta maí næstkomandi,
en eyðublöðin má einnig nálgast á
vefnum www.17juni.is.
Auglýst eftir
skemmtiatriðum