Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 43
UNDANFARNA daga og vikur
hefur verið athyglisvert að sjá for-
ustumenn R-listans, og mér sýnist
D-listaliðið taka undir, keppast við
að koma allri atvinnustarfsemi út
úr borginni yfir til nágrannasveit-
arfélaganna. Mér finnst hreinlega
skömm að því að sjá og heyra
hvernig þetta svokallaða fyrirfólk
borgarinnar talar niður til aðalat-
vinnuvegar þjóðarinnar í rúma öld.
Þetta fólk virðist vera orðið alveg
sambandslaust við venjulega íbúa
borgarinnar. Það vill nú svo að
fleiri búa í Reykjavík en þessar ör-
fáu listamannaklíkur.
Listastarfsemi, fjármálastarf-
semi og fiskvinnsla verða að geta
búið saman í höfuðborginni. Það er
einfaldlega þannig að vinnan við
sjávarsíðuna fer ekki fram uppi á
Ártúnsholti eða inn til dala. Þetta
hafa nágrannasveitarfélögin fattað
og núa nú saman höndum, tilbúin
að greiða götur þeirri atvinnu-
starfsemi sem nú er óðum að flýja
Reykjavík.
Nágrannasveitarfélögin eru fyr-
ir löngu búin að sjá hvílík tekju-
öflun þessi starfsemi er fyrir þau á
næstu árum, tekjur sem ganga
Reykvíkingum úr greipum.
Í stað þess að byggja upp ferða-
mannavænan fiskmarkað í mið-
borginni með iðandi kaffihúsalífi
og annarri menningarstarfsemi er
stefnt að rándýrum tónlistarbygg-
ingum, hótelum og íbúðum á hafn-
arbakkanum. Á sama tíma er skor-
ið niður í þeirri þjónustu sem snýr
að sjúkum og öldruðum.
Nú síðast berast fréttir af sam-
runa hafnanna hér í flóanum,
Borgarnesi, Akranesi, Grundar-
tanga og Reykjavík sem að meg-
instofni til verður í eigu Reykja-
víkur. Þannig nær borgin sér í
hafnargjöldin eins og áður, en
losnar við störfin.
Mönnum getur þótt fýsilegt að
búa við sjóinn og geta horft á skip
og báta vagga við bryggjur, sjá ið-
andi mannlíf. Þetta er sá misskiln-
ingur sem menn virðast heillaðir
af. En ef okkur er litið til ná-
grannaþjóðanna, t.d. Kaupmanna-
hafnar, þar er búið að gera þetta.
En um leið og búið er að byggja
íbúðarhúsin og fólkið ætlar að fara
að horfa á bátana, þá verða þeir
farnir annað. Byggð og bátahafnir
samræmast ekki ef um leið er gert
ókleift að stunda alvöru atvinnu-
starfsemi, svo sem fiskvinnslu.
Er meiningin að eyðileggja með
þessum hætti alla gömlu höfnina
og lifa af einhverjum skemmti-
ferðaskipum sem koma hér við 2–3
mánuði á ári og sjá á eftir þús-
undum starfa burt úr bænum? Er
ekki orðið tímabært fyrir þetta
fílabeinsturnalið að fara að taka
sér tak og ganga og spjalla við það
fólk sem vinnur störfin í kringum
hafnarsvæðið í dag og kynna sér
þessi mál af einhverju viti. Hvar
hefur þetta fólk í hyggju að ná sér
í peningana til að halda listahá-
tíðir, nema úr vösum þessa vinn-
andi fólks?
Það væri ef til vill bara best að
steypa upp í höfnina og gera hana
að bílastæði fyrir tónlistarhöllina.
Fullkomna eyðilegginguna?!
BIRGIR HÓLM,
stjórnarmaður í
Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Væri kannski best að
steypa upp í höfnina?
Frá Birgi Hólm:
Í KVÖLDFRÉTTUM Sjónvarps
16. mars kvaðst fráfarandi for-
sætisráðherra vona, að Íslendingar
létu hryðjuverkamenn aldrei
hræða sig líkt og spænska þjóðin
hefði gert þegar hún velti Aznar úr
embætti, en sá gjörningur er ekki
ósvipaður þeim sem íslenskir kjós-
endur stóðu að í síðustu Alþing-
iskosningum og olli því að formað-
ur Sjálfstæðisflokksins má standa
upp úr stól forsætisráðherra 15.
september næstkomandi. Ef þessi
ummæli hans eru ekki beinlínis
ætluð til að villa um fyrir fólki, þá
felst í þeim mikill misskilningur.
Spánverjar létu ekki hryðjuverka-
menn hræða sig. Ríkisstjórn Azn-
ars var ein af fáum í heiminum
sem studdu innrás Bush í Írak.
Það gerði stjórnin þrátt fyrir að
nálega hver einasti kjósandi á
Spáni teldi innrásina ólöglega, sið-
lausa og heimskulega. Þegar síðan
grimm afleiðing þessara afglapa
kom fram í Madríd, var ekki nema
eðlilegt að kjósendur kysu þann
flokk sem endurspeglaði vilja
þeirra í málinu fremur en flokk
sem gekk gegn vilja þeirra og
sannfæringu. Þetta heitir lýðræði
en ekki undanlátssemi við hryðju-
verkamenn.
Það er fjarri fráfarandi forsætis-
ráðherra að viðurkenna mistök sín.
Hann er enn á því að stuðningur
við innrás í Írak hafi verið réttlæt-
anlegur. Í upphafi með aðsendum
rökum um að þar væru gereyðing-
arvopn. Þegar það brást var inn-
rásin réttlætt með því að Saddam
Hussein hefði látið myrða hundruð
þúsunda manna. Nýlega tók svo að
heyrast sú réttlætingin að innrásin
hafi verið gerð til að hefta uppgang
hryðjuverkamanna. Þetta eru
flóttaleg rök. Ekki síst í ljósi þess
að fjöldamorð í Írak á 9. áratugn-
um voru framin með óbeinni aðstoð
og vitneskju Bandaríkjastjórnar,
sem jafnframt neitaði að fordæma
stjórn Saddams fyrir illvirkin.
(Rumsfeld nokkur var á þeim tíma
gistivinur Saddams.) Að nota síðan
þessa glæpi til að réttlæta algjöra
eyðileggingu á írösku samfélagi er
kaldrifjuð hræsni. Írak var ekki
bara Saddam Hussein og erindi
Bush þangað var ekki mannúðar-
starf. Því trúa engir í alvöru, ekki
einu sinni íslenskir ráðamenn og
Aznar. Að innrásin í Írak hefti
hryðjuverkastarfsemi er enn frá-
leitara. Ofstækisfullum múslimum
var ekki vært í Írak fyrir innrás
Bush-stjórnarinnar. Nú ári síðar
er Bagdað orðin Mekka hryðju-
verkahópa um allan heim, kær-
komin og óþrjótandi uppspretta
haturs í garð Vesturlanda. Innrás-
in í Írak var níðingsverk, allt frá
byrjun vörðuð illum hug, blekk-
ingum og hreinum lygum. Þúsund-
ir óbreyttra borgara, kvenna, karla
og barna hafa verið drepnar og
enn fleiri þúsundir örkumlaðar.
Minning stjórnmálamanna dofn-
ar hratt með þjóðinni, miklu hrað-
ar en áður var. Þó má vera að frá-
farandi forsætisráðherra verði
minnst um skeið fyrir skammarleg
mistök sín í Íraksmálinu og óvíst
að ríkisrekin sjálfshólsherferð fái
því breytt.
HJÖRTUR HJARTARSON,
Hringbraut 87,
Reykjavík.
Aznar hrökklast úr embætti
Frá Hirti Hjartarsyni:
NÚ er sá sögulegi tími vonandi að
bresta á að rjúfa verður hina sögu-
legu kirkjugarða og kannski verða
það skáldin sem leggja í fornleifa-
gröftinn þegar farið verður að grafa
eftir „Íslandssögunni“. Og það verð-
ur nóg að gera þegar Kaldastríðs-
sagan verður krufin til mergjar –
sagan um framkomu ráðamanna við
stóran hluta þjóðarinnar, með-
bræðra sinna, atvinnukúgunina,
mannréttindabrotin áratugina eftir
lýðveldisstofnunina. Og það verði þá
líka tíundað hvernig dönsk yfirvöld
urðu að vera á hlaupum eftir dóm-
sjúkum og grimmum íslenskum
embættismönnum. Þó er sá forn-
leifagröftur skelfilegastur sem setið
hefur óhreyfður, en það er meðferð
á öldruðu fólki á Íslandi. Ef þjóðin
stöðvar ekki núna það hrun heil-
brigðiskerfisins sem þegar er hafið –
og það hrun verður aldrei stöðvað ef
ekki nú – er hætta á að kristileg sið-
fræði muni líða undir lok á Íslandi á
næstu áratugum. Bent hefur verið á
þessa kolsvörtu sögu sem situr líkt
og forljótt steinbarn í maga þjóð-
arinnar. Þrátt fyrir það hefur eng-
inn stjórnmálaflokkur né stjórn-
málamaður komið fram með
mögulega framtíðarlausn svo allir
aldraðir geti notið sambærilegs að-
búnaðar og til dæmis börn njóta,
með einhverjum undantekningum
þó, sem hafa jafnrétti til bestu lífs-
skilyrða fram yfir grunnnskóla og
raunar lengur. Það er eins og þetta
mál hafi bara ekki átt að leysa!
Tökum alveg nakið dæmi hvernig
stjórnvöld brugðust við hliðstæðu
verkefni. Þegar Vestmannaeyjagos-
ið kom upp var samstundis settur á
söluskattur, svokallaður Viðlaga-
sjóður, og er ígildi hans til staðar
enn í dag til að bæta afleiðingar
náttúruhamfara. Þá æmti enginn né
skræmti, enginn minntist á tap á
Vestmannaeyjagosinu, eins og
glymur sýknt og heilagt þegar rætt
er um heilbrigðiskerfið í dag. Ís-
lendingar greiddu fúslega þennan
skatt þrátt fyrir að hann hafi ein-
ungis runnið til brotabrots þjóðar-
innar.
Væri ekki hægt að taka á vanda
heilbrigðiskerfisins á svipuðum nót-
um og þarna var gert? Málefni sem
þetta er óleysanlegt nema með hlið-
stæðu þjóðarátaki. Mörg verkefni
liggja fyrir í íslenskum stjórnmál-
um, svo sem breyting stjórnarskrár-
innar, kjördæmamálið og undanhald
fjórflokkakerfisins, ásamt pólitísk-
um vandamálum Framsóknar-
flokksins og smáflokkanna. Einna
brýnasta verkefnið í íslenskum
stjórnmálum nú er að mynda stjórn
turnanna tveggja, stærstu stjórn-
málaflokkanna, sem stæði á þeim
grunni að standa við ákvörðun Ný-
sköpunarstjórnarinnar. Ólafur
Thors og Einar Olgeirsson áttu
meðal annars hugmyndina að því
heilbrigðiskerfi sem enn í dag er
með því besta í heiminum en hefur
síðustu ár þurft að glíma við skerð-
ingu á þjónustu. Það ástand verður
að stöðva. Auk þess eru mörg stór
pólitísk vandamál sem ekki verða
leyst nema náist að mynda sterka
tveggjaflokka stjórn. Því reynslan
hefur sýnt að ógjörningur er að
leysa slík stórmál með „vinstri
stjórnum“ eða samsöfnuðum smá-
flokkum. Mikið er rætt um þennan
þátt í stjórnmálum í dag, bæði á Al-
þingi og meðal almennings. Í Morg-
unblaðinu kveður nú við annan tón
en undanfarna áratugi sem ræðst af
því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
lengur einráður á íslenskum fjár-
málamarkaði. Samfylkingin er einn-
ig í vanda stödd því hún sér fram á
að þurfa að taka ákvörðun um mikla
stefnubreytingu. Nú er Samfylking-
in að vinna í nýrri grunnvinnu um
rekstur heilbrigðiskerfisins og ann-
arra málaflokka eins og lesa má um í
Morgunblaðinu þessar vikurnar.
HRAFN SÆMUNDSSON,
fyrrverandi atvinnumálafulltrúi.
Örlagaríkir dagar á Alþingi
Frá Hrafni Sæmundssyni:
banka er vinningshöfunum óskað
til hamingju og góðrar ferðar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Bjarna Ármannsson, forstjóra Ís-
landsbanka, afhenda vinningshöf-
unum flugmiðana.
Í TENGSLUM við kynningu Ís-
landsbanka á þjónustu sinni við
námsmenn síðastliðið haust var
námsmönnum boðið í lukkuleik.
Verðlaunin voru vegleg, eða þrjár
heimsreisur fyrir tvo. Mikill fjöldi
námsmanna tók þátt í leiknum og
voru vinningshafar nýlega dregnir
út. Þrír heppnir viðskiptavinir Ís-
landsbanka eru því á leið út í heim.
Það voru þau Katrín Ásta Stef-
ánsdóttir í Reykjavík, Jón Óskar
Guðlaugsson á Akureyri og Barb-
ara Inga Albertsdóttir á Seltjarn-
arnesi sem hrepptu heimsreisu fyr-
ir tvo. Vinningshafarnir fljúga á vit
ævintýranna og geta valið að koma
við á allt að 15 stöðum úr hópi 800
áfangastaða í 130 löndum. Einn
vinningshafanna hefur aldrei farið
til útlanda og má því með sanni
segja að hann byrji útrás sína með
stæl!
Í fréttatilkynningu frá Íslands-
Þrír námsmenn
unnu heimsreisu
Námsmannaþjónusta Íslandsbanka
FRÉTTIR
UM helgina voru til-
kynnt til lögreglu 50
umferðaróhöpp þar
sem eignatjón varð.
Sex ökumenn voru
grunaðir um ölvun við akstur og
33 um of hraðan akstur.
Á föstudagskvöld varð harður
árekstur í Skipholti gegnt nr. 33.
Bifreið var ekið út frá bifreiða-
stæði og beygt áleiðis suður Skip-
holt en annarri bifreið var ekið
norður Skipholt. Áreksturinn var
mjög harður og kastaðist önnur
bifreiðin á trégirðingu umhverfis
lóð Skipholts 50c. Ökumenn voru
einir í bifreiðunum og voru báðir
fluttir með sjúkrabifreiðum á
slysadeild til rannsóknar. Báðar
bifreiðir voru fluttar af vettvangi
með dráttarbifreið.
Snemma aðfaranótt laugardags
var tilkynnt um innbrot í fyr-
irtæki í austurborginni. Brotin
var rúða í hurð að inngangi og
stolið DVD-spilurum.
Þá var tilkynnt um sprengingu
og brotnar rúður í húsi við Hverf-
isgötu. Þar virðist hafa verið
sprengd mjög öflug hvellhetta svo
að tvær rúður brotnuðu í húsinu.
Ekkert er vitað um gerendur.
Síðar um nóttina var tilkynnt
um líkamsárás á veitingahúsi í
miðborginni. Þar hafði maður ver-
ið sleginn innandyra og var hann
fluttur á brott með sjúkrabifreið.
Útifundur vegna Íraksstríðs
Fyrir hádegi var útifundur
vegna stríðs í Írak. Talið var að
milli 250–300 manns hafi tekið
þátt í dagskránni sem fór frið-
samlega fram.
Þá var húsleit framkvæmd í
framhaldi af eftirför eftir þjófi
sem stal úr verslun á Laugavegi.
Þar fannst ætlað þýfi, ætluð fíkni-
efni og fleira.
Á laugardagskvöld var tilkynnt
um að kona hafi verið stungin með
hnífi í brjóst í húsi við Laugaveg.
Meiðsli hennar reyndust ekki al-
varleg og árásarmaðurinn var
handtekinn stuttu síðar en hann
var kunningi konunnar.
Klukkan að ganga fjögur var
óskað eftir skjótri aðstoð í hús við
Njálsgötu vegna hnífaslagsmála.
Þar höfðu brotist út átök í sam-
kvæmi og enduðu þau með því að
hnífum var beitt. Þrír menn voru
handteknir og tveir fluttir á slysa-
deild en meiðsli voru ekki alvar-
leg.
Þá var tilkynnt um slagsmál við
veitingahús í miðborginni en þar
höfðu orðið átök milli tveggja
hópa. Slagsmálin voru leyst upp
og tveir menn fluttir á slysadeild.
Tilkynnt var um innbrot í skóla
í Breiðholti. Þar var gluggi
spenntur upp og stolið tölvuturni
og skjá.
Snemma á sunnudagsmorgun
var tilkynnt um tvo menn að
brjótast inn í bíl við Klapparstíg.
Mennirnir voru handteknir.
Upp úr hádegi á sunnudag var
tilkynnt um innbrot í hús í Vog-
unum. Þar var gluggi á þvottahúsi
í kjallara rifinn upp, farið inn og
stolið geislaspilara, DVD-
myndum myndbandsspólum,
leikjatölvu og fartölvu.
Klukkan að ganga ellefu á
sunnudagskvöld var tilkynnt um
rán í söluturni á Langholtsvegi.
Ránsmaður ógnaði afgreiðslu-
manni og fékk afhenta peninga úr
búðarkassa.
Fimm sinnum um helgina fékk
lögregla tilkynningar um að
kveikt hefði verið í sinu.
Úr dagbók lögreglunnar
Líkamsárásir og inn-
brot meðal verkefna
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að árekstri á gatnamótum
Háaleitisbrautar og Fellsmúla
fimmtudaginn 18. mars kl. 11.45. Þar
rákust saman tvær fólksbifreiðir,
rauð Suzuki Swift og grá Nissan
Sunny. Ágreiningur er um stöðu
ljósa þegar áreksturinn varð. Þeir
sem kynnu að hafa orðið vitni að
árekstrinum vinsamlega hafi sam-
band við umferðardeild lögreglunn-
ar í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
♦♦♦