Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
A
ndstæðingar Bush
Bandaríkjaforseta
segja að allt verði
gott á ný í nóvember.
John Kerry sigri og
taki upp siðmenntaða frið-
kaupastefnu, leyfi Chirac og
Schröder að segja sér til, flytji
herliðið frá Írak og kalli saman
ráðstefnu á fallegu hóteli þar sem
Osama bin Laden fái að útskýra
stefnu sína í ró og næði. Þetta síð-
asta er því miður ekki einhver
hótfyndni. Íslenskur vinstrimaður
gaf nýlega í skyn að samræður við
hryðjuverkamenn væru rétta leið-
in, allt þetta vopnaskak og bram-
bolt í Bush væri alveg út í hött.
Hér skal ekki gert lítið úr end-
urteknum
klaufaskap og
hroka sem oft
hefur borið á í
yfirlýsingum
stjórnar Bush.
Stíllinn getur
skipt máli og seint verður núver-
andi ráðamönnum vestra hrósað
fyrir að beita lempni og tillits-
semi. En Kerry studdi á sínum
tíma tillöguna um að heimila Bush
að ráðast á Írak og hann tekur
skýrt fram að hann muni ekki
kalla herinn frá Írak heldur ljúka
verkinu. Er hann líklegur til að
láta ávallt orðaflaum koma í stað
athafna?
Repúblikanar og demókratar
hafa oft deilt um ákveðin atriði í
utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
En á síðari árum hafa sérfræð-
ingar úr báðum flokkum, sem allt-
af móta í reynd stefnuna bak við
tjöldin, nálgast svo mikið að eng-
inn umtalsverður ágreiningur er
um meginstefnuna. Þeir eru til
dæmis sammála um að beita verði
hervaldi til að tryggja öryggi og
hagsmuni landsins, jafnvel þótt
ekki takist að ná samkomulagi um
slíka lausn á alþjóðavettvangi.
Þeir eru sammála um að einhliða,
fyrirbyggjandi árás geti verið
þrautalendingin séu Sameinuðu
þjóðirnar lamaðar.
Flestir virðast vera búnir að
gleyma því að fyrir tilviljun var
það ekki Clinton heldur Bush sem
þurfti að fást við afleiðingar þess
að tvíburaturnarnir hrundu í New
York. Al-Qaeda-menn reyndu að
sprengja þá í mars 1993, nokkrum
mánuðum eftir að Clinton tók við
embætti. Bin Laden hefur sjálfur
lýst því hvernig hann sannfærðist
um að hægt væri að hrekja
Bandaríkjamenn á brott frá Sádi-
Arabíu og að lokum öllum Mið-
Austurlöndum. Það gerðist þegar
hann sá að þeir gáfust upp við að
stilla til friðar í Sómalíu eftir að
nokkrir hermenn voru felldir þar í
átökum 1992. Risinn er veiklund-
aður ræfill, sagði bin Laden.
Hann sagði að Bandaríkjamenn
myndu gefast upp fyrir hermd-
arverkum og Saddam Hussein
Íraksforseti var sannfærður um
að þolinmæði hans væri meiri en
mannanna í Washington. Þegar
þeir gæfust upp ætti hann leik,
gæti komið sér upp öflugu vopna-
búri og lagt undir sig alla olíuna
við Persaflóa í fyllingu tímans.
Þessa þróun vilja jafnt repú-
blikanar sem demókratar koma í
veg fyrir. Ummæli þjóðarörygg-
isráðgjafa Clintons, Sandy Berg-
ers, í grein frá árinu 1998 sýna vel
að hann taldi óhjákvæmilegt að
steypa stjórn Saddams í Írak.
Hann nefndi ekki aðeins meint
gereyðingarvopn heldur allan
óstöðugleikann sem slímseta
Saddams og hyskis hans hefði á
svæði sem skipti efnahag alls
heimsins og þar með Bandaríkj-
anna úrslitamáli. Íraksstríðið var
því alls ekki skyndiákvörðun
Bush og brjálaðra hauka í stjórn
hans eftir 11. september heldur
rökrétt niðurstaða sem helstu
varnarmálaráðgjafar stóru flokk-
anna beggja voru í reynd sam-
mála um.
Tímaritið New Republic hefur
lengi verið einn áhrifamesti mið-
illinn fyrir demókrata í utanríkis-
og varnarmálum og oft athygl-
isverð lesning enda verið að boða
annað en ódýran kosningaáróður
sem oft gleymist daginn eftir
kjördag. Satt að segja þarf maður
oft að minna sig á að þetta eru
ekki repúblikanar að skrifa held-
ur demókratar, dyggir flokks-
menn Kerrys. Ritstjórinn, Joshua
Kurlantzick, skrifaði nýlega grein
í breska tímaritið Prospect þar
sem hann fjallar af mikilli aðdáun
um Al Gore. Og Kurlantzick leik-
ur sér að sagnfræði þess sem ekki
varð. Hvað ef Gore hefði fengið
500 atkvæði í viðbót í Flórída?
Hann lýsir því hvernig Gore
hefði eftir 11. september lagt sig
fram um að telja erlenda ráða-
menn á að styðja aðgerðir gegn
hermdarverkamönnum í Afgan-
istan og loks Saddam. Íraksstríð,
ekki 2003 heldur aðeins seinna:
2005! Gore hefði gefið sér meiri
tíma en Bush til að undirbúa jarð-
veginn og þá hefði ekki orðið þessi
klofningur milli okkar og Evrópu,
segir Kurlantzyk og má deila um
það hve raunsætt mat hans er.
Hefðu Frakkar látið tækifærið
ónotað til að auka áhrif sín í Evr-
ópu á kostnað Bandaríkjamanna?
Líklega stýrir óskhyggjan of
miklu í grein Kurlantzicks.
En athyglisverðust er nið-
urstaðan: hvort sem Gore eða
Bush er við völd er ráðist á Írak.
Einn öflugasti haukurinn í liði
demókrata er Leon Fuerth, sem
undanfarna áratugi hefur verið
aðalráðgjafi Al Gore í utanrík-
ismálum. Kurlantzick segir að
Fuerth hafi sannfært Gore um að
ekki væri nóg að beita lögreglu
gegn hryðjuverkamönnum eða
loftárásum gegn hættulegum
ríkjum í klóm óþokka eins og Írak
Saddams. Og jafnframt að
óbreytt staða í Mið-Aust-
urlöndum, skortur á lýðræði og
efnahagsframförum og endalaus
hætta á að uppreisnum, sé ekki í
þágu hagsmuna Bandaríkja-
manna.
Umskipta er þörf, sagði Fu-
erth. En að sjálfsögðu eru ein-
ræðisherrar í arabaríkjunum
ósammála bæði honum og Bush
og eru nú uggandi um sinn hag,
þeir sem enn hjara. Og flestir
Evrópumenn láta duga að gagn-
rýna Bush, þá sjaldan þeir leiða
hugann að einhverju utan álf-
unnar. Þeir vilja óbreytt ástand,
alls staðar. Það er svo notalegt og
siðmenntað.
Ósiðaðir
Ameríkanar
Íraksstríðið var því alls ekki skyndi-
ákvörðun Bush og brjálaðra hauka í
stjórn hans eftir 11. september heldur
rökrétt niðurstaða sem helstu varn-
armálaráðgjafar stóru flokkanna
beggja voru í reynd sammála um.
VIÐHORF
Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
UNDANFARNA mánuði hafa
verið á dagskrá Sjónvarpsins þætt-
irnir „Vísindi fyrir alla“, sem á
skemmtilegan hátt hafa opnað fyrir
almenningi hinn lokaða heim aka-
demískra rannsókna, með því að
leggja áherslu á einstaklingana sem
að baki þeim standa. Þetta er mjög
þarft verk því þeir sem ekki hafa
komið nálægt þessum lokaða heimi
eru oft með mjög villandi hug-
myndir um einstaklingana sem
mynda hann. Með
þessu móti ætti stuðn-
ingur almennings við
akademískar rann-
sóknir að aukast, sem
hugsanlega verður
okkur öllum til hags-
bóta. En mitt í þessu
merka starfi Ara
Trausta Guðmunds-
sonar og félaga gerir
prófessor við Háskóla
Íslands sig sekan um
þvílíkan hroka að hætt
er við að hið mann-
eskjulega andlit sem
Ara Trausta virðist hafa tekist að
setja á raunvísindi fjúki út í veður
og vind.
Það er ekki oft sem íslenskir
fréttamenn gera heimspekilegar
spurningar að þungamiðju umfjöll-
unar sinnar. En nákvæmlega þetta
átti sér stað sunnudaginn 22. febr-
úar síðastliðinn, er Páll Benedikts-
son gerði hinni ævagömlu tog-
streitu milli hins huglæga og
hlutlæga skil í umfjöllun sinni um
meint áhrif rafsegulmengunar á
mannslíkamann. Raunvísindin hafa
í gegnum tíðina litið á sig sem varð-
hund hins hlutlæga veruleika, nokk-
uð sem kom mjög skýrt fram í
þætti Páls er hann spurði Viðar
Guðmundsson, prófessor í eðl-
isfræði við HÍ, hvað ylli því að fólk
sé móttækilegt þeirri hugmynd að
rafsegulsvið geti haft áhrif á heilsu
þess. Svar Viðars var svo hljóðandi:
„... Í fyrsta lagi þá er rafsegulsviðið
ósýnilegt nema þetta sýnilega svið
sem við horfum í gegnum og það er
kannski ekki almenn þekking á því;
ég held líka að það sé gloppa í
menntun fagfólks á Íslandi, tækni-
fræðinga og verkfræðinga, um áhrif
rafsegulsviðs á lífverur; og ég held
að almenningur sé móttækilegur
vegna þess að menntun í raunvís-
indum, bæði grunnskóla og fram-
haldsskóla, er mjög léleg á Íslandi,
því miður.“
Kjarninn í svari Viðars virðist
vera að Íslendingar séu upp til hópa
svo fáfróðir að óhjá-
kvæmilegt sé þeir
gleypi við hinni „hug-
lægu“ hugmyndafræði
sem Brynjólfur
Snorrason hefur haldið
á lofti undanfarin ár.
Hugmyndafræðileg
forsenda slíkra við-
horfa er heimspeki
pósitívismans, sem
segir að eina leiðin til
þess að öðlast áreið-
anlega þekkingu felist
í aðferðum raunvísind-
anna. Áhrifamesti tals-
maður pósitívismans var franski
heimspekingurinn August Comte
(1798–1857), en hann sagði að
mannleg þekking fari í gegnum
þrjú stig: Hún byrjar á guð-
fræðilega stiginu, síðan tekur hið
frumspekilega við og að endingu sjá
menn ljósið þegar vísindalega stigið
leysir hin af hólmi. Comte var hér
að lýsa því sem hann taldi óumflýj-
anlega þróun mannlegrar þekk-
ingar. Karl Marx (1818–83) beitti
sömu heimspeki þegar hann lýsti
því sem hann taldi óumflýjanlega
þróun efnahagskerfisins: Það byrj-
ar á lénskerfisstiginu, síðan tekur
hið kapítalíska við og að endingu
sjái menn ljósið þegar kommúníska
stigið leysir hin af hólmi. Á sama
hátt og kommúnistar töldu sig þess
umkomna að gera lítið úr þeim sem
lifðu í hagkerfum lénskerfisins og
kapítalismans telja raunvís-
indamenn eins og Viðar sig þess
umkomna að gera lítið úr þeim ein-
staklingum sem, samkvæmt heim-
speki Comtes, eru enn á frum-
spekilega eða guðfræðilega stiginu.
Það sem einkennir heimspeki
pósitívismans er lítilsvirðing fyrir
skoðunum þeirra sem ekki hafa séð
„ljósið,“ sem er í eðli sínu trúarleg
afstaða. Ef Ara Trausta á að takast
ætlunarverk sitt verðum við að
hætta skotgrafahernaði pósitívism-
ans. Við verðum að vera tilbúin að
snúa svari Viðars á haus og spyrja
af hverju eðlisfræðingar séu svo
„illa“ menntaðir að þeir skilji ekki
þrá mannsins eftir hinu „huglæga“
og þeirri hugarfróun sem það getur
áorkað. Rannsóknir raunvísindanna
á hinni „hlutlægu hlið“ tilverunnar
hefur átt stóran þátt í að byggja
upp hinn vestræna heim, en þessar
rannsóknir geta með engu móti tek-
ist á við dýpstu spurningar mann-
legrar tilvistar, s.s. „af hverju er ég
hér?“, „er einhver tilgangur með lífi
mínu?“, „er sálin eilíf?“ og svo
framvegis. Hér komum við að
kjarna vandamálsins! Raunvísindin
segja okkur að líkami og sál séu eitt
og hið sama, þ.e. afrakstur efna-
ferla í líkama okkar, meðan mikill
meirihluti mannkyns trúir hinu
gagnstæða, þ.e. að sálin eigi sér
sjálfstæða, og oft eilífa, tilvist. For-
senda þess að raunvísindi og önnur
form mannlegrar þekkingar nái að
vaxa og dafna er sú að við virðum
skoðanir hvort annars, þ.e. að í stað
þess að gera lítið úr náunganum er
heillavænlegra að reyna að skilja
hvað liggur til grundvallar hugsun
hans.
Vísindi fyrir alla?
Steindór J. Erlingsson
skrifar um vísindi ’Raunvísindin hafa ígegnum tíðina litið á sig
sem varðhund hins hlut-
læga veruleika…‘
Steindór J. Erlingsson
Höfundur er vísindasagnfræðingur.
MIKIÐ hefur verið ritað á síðustu
vikum um ástæðu þess að Ísland lýsti
yfir stuðningi við innrásina í Írak. Frá
því um miðjan janúar hefi ég séð 7
greinar í dagblöðunum, og eflaust eru
þær fleiri, frá aðilum,
sem lýsa yfir hneykslan
sinni á yfirlýsingu rík-
isstjórnar Íslands í
tengslum við innrásina í
Írak. Þar á meðal skrifa
til dæmis Steingrímur
J. Sigfússon, Sverrir
Hermannsson, og nú
síðast 1. mars sl. Þráinn
Bertelsson í Frétta-
blaðið – bakþankar og
óskar upplýsinga um:
„hverjir komu því til
leiðar að landið okkar
var bendlað við þetta
ólögmæta innrásarstríð“. Það virðist
sameiginlegt með öllum þessum skrif-
um að lýst er yfir vandlætingu og
krafist er skýringa frá stjórnvöldum.
Engum dettur í hug að kanna hugs-
anlegan bakgrunn, orsakasamhengi,
sem leiddi til yfirlýsingar Íslendinga í
mars 2003 um samstöðu með Banda-
ríkjamönnum, Bretum og Dönum.
Undirritaður er þeirrar skoðunar
að málið sé flóknara og tengist öðrum
þáttum. Um líkt leyti sátu fulltrúar ís-
lensku ríkisstjórnarinnar og sendi-
nefnd bandaríska varnarmálaráðu-
neytissins á fundum í Reykjavík um
framtíð varnarstöðvarinnar á Kefla-
víkurflugvelli. Litlar fréttir fengust af
þessum fundum annað en viðkvæðið
að viðræður væru á viðkvæmu stigi
þegar fréttamenn spurðu. Vitað var
að málið var viðkvæmt af ýmsum
ástæðum, m.a. fyrir utan verulega
fækkun hermanna í varnarstöðinni á
næstunni, var búist við að fjöldi Ís-
lendinga nyndi missa atvinnu á flug-
vellinum í tengslum við þessar vænt-
anlegu stórfelldu breytingar.
Í þessu samhengi má leiða líkur að
því að Bandaríkjamenn
hafi beitt Íslendinga
vissum þrýstingi. Þegar
innrásin í Írak stóð fyrir
dyrum lágu Bandaríkja-
menn og Bretar undir
harðri gagnrýni frá al-
þjóðasamfélaginu eins
og öllum er kunnugt.
Bandaríkjamönnum
og Bretum var nauðsyn-
legt að fá stuðnings-
yfirlýsingu við aðgerð-
ina frá bandalags-
þjóðum sínum.
Hugsanleg tilgáta að
fulltrúar varnarmálaráðuneytisins
hafi boðist til að endurskoða nið-
urskurðarmálið í Keflavíkurstöðinni
og koma til móts við óskir Íslendinga
ef þeir í staðinn lýstu yfir stuðningi
við hernaðaríhlutun í Írak. Með réttu
eru þetta kannski ósvífnar ályktanir.
Eigi að síður er áhugavert í þessu
samhengi að vitna í grein eftir aðstoð-
armann utanríkisráðherra Björn
Inga Hrafnsson, sem birtist í Morg-
unblaðinu 31. janúar sl. undir heitinu:
„Staðan í Írak“. Þar segir Björn m.a.:
„Íslensk stjórnvöld stóðu ekki frammi
fyrir auðveldri ákvörðun í mars 2003.
Annars vegar gátu þau haldið tryggð
við gildi og grundvallarreglur vest-
rænna lýðræðisríkja með því að
styðja hernaðar- íhlutun og hins veg-
ar haft í heiðri langa og lofsverða frið-
arhefð Íslendinga með því að halda
sig til hlés. Að vandlega íhuguðu máli
ákvað ríkisstjórnin að fara erfiðari
leiðina vitandi að það myndi fram-
kalla gagnrýni en jafnframt í vissu
um að það væri rétt miðað við þáver-
andi krigumstæður … “
Undirritaður ætlar ekki að leggja
mat á það hvað stjórnvöld hefðu átt að
gera eða ekki gera undir þeim kring-
umstæðum sem þau stóðu frammi
fyrir og vitnað hefur verið stuttlega í
hér að framan. Til þess geta kring-
umstæður verið flóknar, en bera
verður það traust til einnar rík-
isstjórnar að hún sé fær um að meta
aðstæður rétt og taka ákvarðanir
samkvæmt því. Síðar geta aðstæður
breyst, sem ekki var hægt að sjá fyrir
en hefðu kallað fram aðra ákvarð-
anatöku, sbr. vafa um gereyðing-
arvopn. Rökrétt framhald af þessum
vangaveltum um hervernd á Íslandi
eru fréttir af tillögum dóms-
málaráðherra um eflingu sérsveitar
lögreglunar, m.a. til taks gegn
hryðjuverkum sem virða engin landa-
mæri.
Stuðningur Íslands
við innrás í Írak
Haraldur V. Haraldsson
skrifar um Íraksstríðið ’Rökrétt framhald afþessum vangaveltum
um hervernd á Íslandi
eru fréttir af tillögum
dómsmálaráðherra um
eflingu sérsveitar lög-
reglunnar.‘
Haraldur V. Haraldsson
Höfundur er arkitekt
á Hvammstanga.