Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 25 ÞEGAR amma var ung var yf- irskrift hádegistónleikanna í Ís- lensku óperunni þriðjudaginn 9. mars. Á dag- skránni voru átta revíulög sem þau Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Krist- jánsdóttir og Davíð Ólafsson skiptust á að syngja við bráð- lifandi hljóðfæra- leik þeirra Dav- íðs Þórs Jónssonar á píanó og Hjörleifs Valssonar á fiðlu. Davíð söng um Manninn hennar Jónínu hans Jóns og strax í fyrsta laginu var komin rífandi stemning í salinn, sem átti eftir að haldast út tónleikana, síðan fylgdu á eftir hver rósin af annarri, Það er draumur að vera með dáta (Sesselja), Lambeth Walk úr Forn- um dyggðum frá 1938 (Hulda Björk), Ó vertu ei svona sorró (Davíð), Daninn á Íslandi (Davíð). Kerlingavísur (Sesselja) Hann var einu sinni lítill (Davíð) með heima- tilbúnum innskotum um pólitíkusa, peningamenn og aðrar áberandi persónur úr samtímanum og að lok- um Síldarstúlkan (Ég sá hann í gær og ég sá hann í dag) sem Hulda Björk söng á meðan hin tvö tóku sporið. Það er ekki mikið um þessa tónleika að segja. Söngvararnir fóru hreinlega allir á kostum, bæði í söng og leik og revíugleðin og gásk- inn geislaði um sviðið og salinn og flytjendur uppskáru dúndrandi lófatak í lokin. Gítar og lágfiðla Það var einnig mjög góð stemn- ing á háskólatónleikunum í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 10. mars þegar þau Helga Þórarins- dóttir og Kristinn H. Árnason sam- einuðu krafta sína. Ekki er til mikið af tónlist sem skrifuð er fyrir lág- fiðlu og gítar og því þarf að um- skrifa fyrir gítarinn. Þessi tvö hljóðfæri hljóma virkilega vel sam- an, þar sem hinn dökki og ang- urværi tónn lágfiðlunnar hljómar vel með mjúkum hljóm klassíska gítarsins. Þýska barokktónskáldið Georg Philipp Telemann var tónlistar- stjóri og organisti í Hamborg. Hann samdi alveg gríðarinnar feikn af tónverkum af öllum stærðum og gerðum. Stór hluti þeirra var til út- gáfu og notkunar í heimahúsum og þess vegna ekki í sjálfu sér merki- legar tónsmíðar, en hann kunni að ganga í augun á fólki með því að gefa út fallegar einfaldar tónsmíðar og afla sér um leið persónulegra vinsælda. Mikið voru þetta tón- smíðar fyrir eitt hljóðfæri eða fleiri ásamt generalbassa. Þau Helga og Kristinn léku eina sónötu eftir Te- lemann í a moll. Sónatan er í fjór- um þáttum; Largo sem leið hjá eins og lygn lækur, Allegro sem var vel mótaður hjá gítarnum á móti gáskafullum leik lágfiðlunnar, Soave en þar var gítarinn fullhóg- vær eins og honum væri haldið að- eins til baka og loks stutt, lifandi og vel gert Allegro. Næst léku þau fimm gamla franska dansa eftir Marin Marais og voru þeir allir mjög vel leiknir og útfærðir. Síðast á efnisskránni voru tvö spænsk lög eftir Manuel de Falla. Lögin eru úr flokki sjö sönglaga. Það fyrra Nana er angurvært og huggandi vöggu- ljóð og það síðara Polo þar sem átök sársaukans vegna óendurgold- innar ástar skinu í gegn. Þessir tónleikar voru virkilega vandaðir og vel gerðir. Ástarljóðavalsar og sígaunaljóð Miðvikudagskvöldið 10. mars var boðið upp á söngva úr Liebeslieder op. 52, Neue Liebeslieder op. 65 og síðan Sígaunaljóð op. 103 eftir Jo- hannes Brahms. Allir flokkarnir eru samdir fyrir söngkvartett, ást- arljóðin eða Liebesliederwalzer fyrir söngkvartett og píanódúett og sígaunaljóðin fyrir kvartett og pí- anó. Söngkvartettinn skipuðu Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzó- sópran, Gunnar Guðbjörnsson, ten- ór og Davíð Ólafsson bassi, með þeim léku þau Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Daníel Þorsteins- son fjórhent á píanó í Op. 52 og 65 en Daniel á píanó í op. 103. Á tónleikunum í Salnum í Kópa- vogi fengum við fyrst að heyra níu af ástarljóðunum op. 52. Kvart- ettinn hljómaði stundum mjög vel saman en oft var eins og gleymdist að hlusta á söngvarann við hliðina og einsöngsgenið tæki yfirráðin og sópraninn og tenórinn tóku völdin og skildu lægri raddirnar eftir og var þetta mun mest áberandi hjá Gunnari. Í mildari lögunum var samhljómurinn mjög fallegur, í góðu jafnvægi og allar þessar fal- legu raddir nutu sín til fulls. Það bar ekki mikið á dynamik í flutn- ingum, lögin voru oft öll „sungin út“ án allrar tilfinningar sem text- inn bauð þó upp á og Brahms með öllum sínum styrkleikabreytingum varð stundum hálfbragðdaufur. Einnig var áberandi að söngvararn- ir voru að lesa nóturnar og stóðu tilfinningalausir við nótnastatífin og sennilega ekki margir sem vildu láta syngja til sín svo meiningar- lausa ástarsöngva. En margt var einnig mjög vel gert. Af op. 52 fannst undirrituðum flutningurinn á Ein kleiner, hübscher Vogel, Am Donaustrande, Nein, es ist nicht auszukommen og Nachtigall standa upp úr. Af op. 65 Vom Gebirge Well auf Well, Weiche Gräser im Revier, og Schwarzer Wald, dein Schatten voru vel gerð. Í Weiche Gräser hljómaði söngurinn virkilega fal- lega á veikari nótunum og Zum Schluss var sungið virkilega fallega án undirleiks og samhljómur kvart- ettsins yndislegur. Samleikur þeirra Önnu Guðnýjar og Daníels var glæsilegur og yndislegur áheyrnar, vel mótaður og samtaka. Sígaunaljóðin op. 103 voru flutt eftir hlé. Nr. 4 Lieber Gott var fal- legt og vel gert. Nr. 5 Brauner Bursche og nr. 6 Röslein dreie voru lifandi og falleg og nr. 7 Kommt dir manchmal var fallega sungið og í góðu jafnvægi, nr. 8 Horch, der Wind klagt var sungið blítt og með tilfinningu. Nr. 10 Mond verhüllt var mjög fallegt. Revíur, franskir dansar og ástarljóð Morgunblaðið/Golli Helga Þórarinsdóttir og Kristinn H. Árnason léku í Norræna húsinu. Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Íslenska óperan HÁDEGISTÓNLEIKAR Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sess- elja Kristjánsdóttir mezzosópran, Davíð Ólafsson bassi, Davíð Þór Jónsson á pí- anó og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Þriðju- dagurinn 9. mars 2004 kl. 12.15 Norræna húsið HÁSKÓLATÓNLEIKAR Helga Þórarinsdóttir á lágfiðlu og Krist- inn H. Árnason á gítar. Miðvikudagurinn 10. mars 2004 kl. 12.30. Salurinn SÖNGTÓNLEIKAR Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sigríð- ur Aðalsteinsdóttir alt, Gunnar Guð- björnsson tenór, Davíð Ólafsson, bassi, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Daníel Þorsteinsson á píanó. Miðvikudagurinn 10. mars 2004 kl. 20.00. Hulda Björk Garðarsdóttir NEMENDUR við Mennta- skólann á Egilsstöðum hafa undanfarið stundað rann- sóknarvinnu á Minjasafni Austurlands í tengslum við áfangann Sögu 383 (sögu Austurlands). Forsaga málsins er sú að á síðasta ári ákvað safnstjóri Minjasafns Austurlands, í samstarfi við Björn Gísla Erl- ingsson og Jón Inga Sig- urbjörnsson, báða sögukenn- ara við ME, að sækja um styrki til að gera starf nem- enda sýnilegra, sem og að nýta tækifærið til að rann- saka gripi safnsins ítarlega og frá nýju sjónarhorni. Sótt var um styrki í Þróun- arsjóð framhaldsskólanna, sem veitti 350 þús. kr. og Menningarráð Austurlands, sem veitti 100 þús. kr. Verða styrkirnir nýttir í að gefa út bækling, sem verður safnvísir og stuttar umfjallanir nem- enda í bland. Rannsóknarvinnan hófst í febrúar og er hún komin vel á veg. Dæmi um viðfangsefni er Þórisárkumlið, hringir og móbergskrossar frá Þórarins- stöðum, Möðrudalssverðið, altaristafla úr Jökuldalnum, eldsmiðjur, rúmfjalir, signet, Kjarval, minjar sem tengjast kaffidrykkju og margt fleira. Einnig hafa verið sendar út fyrirspurnir sem tengjast rannsóknarvinnu nemenda á söfn hérlendis og erlendis. Nemendur rannsaka minjasafn NEMENDUR í Fjölbraut á Sel- fossi báðu Felix Bergsson að semja fyrir sig leikrit sem byggt yrði kringum vinsælustu lög hljóm- sveitarinnar Skítamórals. Afrakst- urinn er skemmtileg saga, með æv- intýrablæ, þar sem tónlistin er fléttuð inn í sögu af „idolkeppni“ sem haldin er eina helgi á Selfossi. Ástir takast með sumum og aðrir slást, glæpamenn sigla undir fölsku flaggi og saklausir verða fórnarlömb grimmdar. Gert er grín að yfirborðsmennsku í söng- keppnum og Selfyssingar gera grín að sjálfum sér fyrir smáborg- arahátt. Persónurnar bresta í söng við ólíklegustu aðstæður, leikar- arnir syngja vel hina grípandi slagara Skítamórals og dansarar skreyta allt saman með krafti sín- um og færni. Þrátt fyrir nokkuð heilsteypta og skemmtilega sýningu geldur söguþráðurinn þess að vera snið- inn að fyrirfram ákveðnum söng- lögum. Þó að það sé fyndið að leysa skyndilega flækjurnar með ævintýralegum lausnum þá eru þær sumar ódýrar og ekki und- irbyggðar. Tiltölulega raunsær söguþráðurinn tekur skyndilega of absúrd kúvendingu í lokin þegar öll kurl eru komin til grafar í sam- skiptum og leynimakki. Leikstjór- inn setur samskipti og aðalatburði niður í setustofu með sófa til hliðar á stóru sviðinu en söngur og dans fara annars fram miðsvæðis og bakraddasöngkonurnar þrjár eru svo hinum megin. Þessi tilhögun njörvar leikarana niður á lítið svæði en stór salurinn býður hins vegar upp á að allt rýmið sé notað en þá myndi framsögn lítt þjálf- aðra leikaranna ná betur til áhorf- enda. Gangvegur í framhaldi af sviðinu er heldur ekki nýttur sem skyldi, aðeins til söngs og dans. Þessi tvö atriði, brattar lausnir og heldur léleg nýting á rýminu, drógu úr því sem sýningin hafði annars alla burði til að vera: Stór- sýning. Eins og áður sagði er þó aðal- tilgangi sýningarinnar náð en hann er sá að skemmta áhorfendum. Leikarar, söngvarar og dansarar stóðu sig mjög vel, þar verður sér- staklega að nefna þær Margréti Guðrúnardóttur sem lék Báru beib af einlægni og þokka og Sigur- björgu Tinnu Gunnarsdóttur sem túlkaði hina ákveðnu Margréti mjög vel. Nokkrir aðrir bjuggu til skemmtilegar týpur: Árni Sigfús Birgisson var fallega einlægur sem Njörður Snæhólm og Halldóra Rut Bjarnadóttir sannfærandi sem sjálfhverf móðir hans. Daníel Freyr Daníelsson var yf- irborðslegur og einlægur í senn sem Kári kynnir og Gústaf Lillen- dahl var ofur töffaralegur sem Bíbí dómari en sýndi einnig lítil- mennsku hans vel. Krakkarnir voru efnilegir í leik sínum en það sem einkenndi þó sýningunna var mjög góður söngur, útsetningar og tónlistarstjórn. Örlög fyrirmyndanna LEIKLIST Leikfélag Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands Höfundur: Felix Bergsson. Leikstjóri: María Reyndal. Tónlistarstjórn og útsetn- ingar: Magnús Guðmundsson. Frumsýn- ing í Menningarsal Hótel Selfoss, 12. mars, 2004. HEY ÞÚ Hrund Ólafsdóttir 6,3 milljón virkir dílar sem með fjórðu kynslóð Super CCD HR gefa allt að 12,3 milljón díla myndir! Með tilkomu nýs myndstýrikerfis sem byggir á sérhannaðri ASIC IC flögu þá er vélin u.þ.b. 1,3 sekúndur að verða tökuklár! Og hún þarf aðeins 1,1 sekúndu milli ljósmynda! Topp kvikmyndataka: 640x480 dílar, 30 rammar á sekúndu! Hæfilega lítil, 195gr. Fjöldi tökuhátta og möguleika. Vélinni fylgir lithium endurhleðslu rafhlaða, vagga, straumbreytir, minniskort, hugbúnaður og snúrur fyrir tölvu og sjónvarp. Verð kr. 69.900,- Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 ı Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Myndsmiðjan Egilsstöðum ı Framköllunarþjónustan Borgarnesi ı Filmverk Selfossi Ný stafræn vél – Finepix F610 Taktu þátt í ferðaleik Fujifilm til 01. maí 04. Ferðavinningur að verðmæti kr. 250.000. HELDUR ÁFRAM! ÞRÓUNIN Bæklingur á www.fujifilm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.