Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
MÖRG hundruð stúdentar við Háskóla Ís-
lands mótmæltu upptöku skólagjalda við
skólann, á fundi utan við aðalbyggingu HÍ í
hádeginu í gær. Jarþrúður Ásmundsdóttir,
formaður Stúdentaráðs HÍ, segir að 5–600
stúdentar hafi sótt fundinn.
Stúdentar völdu þennan tíma til að mót-
mæla vegna þess að eftir hádegið var haldinn
háskólafundur, sem er æðsti samráðsvett-
vangur HÍ, en þar átti að beiðni Háskólaráðs
að taka afstöðu til þess hvort fara ætti fram
á það við menntamálaráðherra að breyta lög-
um sem heimila HÍ að leggja á skólagjöld.
Afgreiðslu málsins frestað
Páll Skúlason, rektor HÍ, segir að af-
greiðslu málsins hafi verið frestað. Vænt-
anlega verður tekin afstaða til málsins á há-
skólafundi í byrjun maí. „Það eru mjög
skiptar skoðanir, en svo er líka einhver hópur
sem er ekki búinn að gera upp hug sinn. Ég
hélt að menn væru jafnvel tilbúnir að taka af
skarið,“ segir Páll.
Sigurður Brynjólfsson, forseti verk-
fræðideildar, telur þá sem eru hlynntir upp-
töku skólagjalda um það bil jafn marga þeim
sem eru því andvígir meðal háskólafólks.
Sjálfur styður hann upptöku skólagjalda sem
myndu verða notuð til að efla kennslu. „Ég
sé það fyrir mér að það yrði mismunandi sýn
hjá mismunandi deildum hvað það varðar,“
segir Sigurður. Þetta yrði því ákvörðun
hverrar deildar fyrir sig. „Til dæmis erum
við að kenna í verkfræðideild langt umfram
það sem greitt er fyrir frá ríkinu. Það á við
um margar aðrar deildir líka. Við erum kom-
in upp fyrir öll þessi viðmið sem ríkið setur.
Ein leið til að fá inn þennan pening sem
munar er að innheimta skólagjöld.“
Anna Agnarsdóttir, forseti heimspekideild-
ar, treystir sér ekki til að spá um hvernig at-
kvæðagreiðsla á háskólafundinum fer. Anna
telur að langflestir í heimspekideild séu á
móti skólagjöldum. Mikilvægt sé að tryggja
jafnrétti til náms óháð efnahag. Þetta eigi
sérstaklega við um heimspekideild þar sem
próf þaðan veiti yfirleitt ekki starfsréttindi
ólíkt flestum öðrum deildum háskólans.
Aðspurð hvort hún sé þá mótfallin því að
deildir eins og lagadeild eða viðskipta- og
hagfræðideild innheimti skólagjöld bendir
hún á að ef almenn heimild til töku skóla-
gjalda verði veitt komi þrýstingur á allar
deildir að fjármagna sig með þeim hætti.
Hundruð mótmæltu skólagjöldum
Morgunblaðið/Sverrir
Stúdentar söfnuðust saman með mótmælaskilti sín við aðalbyggingu Háskólans, en Páll Skúlason rektor ræddi við þá á tröppunum.
VIÐ talningu hreindýra á Austurlandi síð-
astliðið sumar var ekki eitt einasta dýr á því
svæði sem þau hafa helst haldið sig á þeim
árstíma, eða á Vesturöræfum og aðallega
vestan við Snæfellið þar sem er mikið gróð-
urlendi. Yfirleitt hafa verið 1.000–1.500
hreindýr á þessu svæði yfir sumarið, eða um
þriðjungur íslenska hreindýrastofnsins,
sem er hátt í 4.000 dýr.
Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur og
vaktmaður með hreindýrum fyrir Náttúru-
stofu Austurlands, vakti athygli á þessu á
fundi Umhverfisstofnunar sl. föstudag með
hreindýraveiðimönnum og fleira áhugafólki
og sagði að hreindýrin hefðu á þessum taln-
ingartíma aðallega verið utan við Snæfellið
á Fljótsdalsheiði. „Við höfum fordæmi fyrir
þessu fyrir um þrjátíu árum en ekki svona
afgerandi, að ekkert dýr hafi komið fram í
talningu. Ég tel einhverjar líkur á því að
aukin umferð um Kárahnjúkaveg og virkj-
unarframkvæmdir hafi haft þarna áhrif.
Vegurinn er inni á þessu veiðisvæði og fer í
gegnum það. Dýrin sem eru viðkvæmust
eru kýrnar þegar þær bera í maí og fram í
júní,“ sagði Skarphéðinn við Morgunblaðið.
Vill meiri vöktun hreindýra
Í fyrirlestrinum vék Skarphéðinn einnig
að mótvægisaðgerðum og hættunni á að set-
fok úr Hálslóni myndi eyðileggja gróður-
lendi austan við lónið. Hann sagði að ef
byggður yrði upphækkaður vegur með
grjótvörn lónsmegin til að fyrirbyggja sand-
fok yfir Vesturöræfin, og ekið yrði eftir veg-
inum næstu tíu eða tuttugu sumrin, þá yrði
hæpið að hreindýr myndu fyrirfinnast á
þessum slóðum. Skarphéðinn gagnrýnir
einnig að vöktun með hreindýrunum sé ekki
aukin. Verða þau mál rædd í vikunni á fundi
Náttúrustofu Austurlands og fleirum með
starfshópi iðnaðar- og umhverfisráðherra.
Framkvæmd-
ir taldar
hafa fælt
hreindýrin
Morgunblaðið/Ómar
TALIÐ er að skýrast muni á samningafundi í
dag í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands
(SGS) og ríkisins hvort líkur eru á að samningar
náist án átaka aðildarfélaga SGS við ríkið. Meg-
inmál væntanlegra samninga um launaliði og
lífeyrismál verða til umræðu á fundinum í dag.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður
Eflingar-stéttarfélags, segir ljóst að tekist verði
á um stórmál á fundinum.
Á vefsíðu Eflingar kemur fram að samninga-
nefnd ríkisins hafi ekki tekið jákvætt í hluta af
þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram og
koma muni í ljós í þessari viku hvort viðræður
unum við ríkið og eru meginkröfurnar gagnvart
ríkinu um jöfnun réttinda og kjara félagsmanna
aðildarfélaganna sem starfa hjá ríkinu í ýmsum
starfsgreinum miðað við réttindi og kjör opin-
berra starfsmanna. „Þessir starfsmenn falla
undir lög um ríkisstarfsmenn en þeir voru settir
undir þau lög árið 1996. Eins og allir eiga að
muna gaf Geir Haarde fjármálaráðherra vilyrði
fyrir því að þessi mismunun yrði leiðrétt árið
2001 en því er ekki lokið. Veikindarétturinn er
kominn inn í textann og ýmis önnur ákvæði en
lífeyrismálið er eftir og ekki er útséð hvernig
menn ætla að höndla það,“ segir Þórunn.
þokast í átt að settum markmiðum eða hvort fé-
lögin boði verkföll. Halda átti samningafund í
deilunni í gær en honum var frestað til dagsins í
dag. Þórunn segir að mjög mikil vinna hafi farið
fram á umliðnum mánuðum við undirbúning
samninga, unnið hafi verið að gerð samnings-
texta og á hún von á að á fundinum í dag verði
komin á lokasýn á heildartextann.
Öll aðildarfélög SGS standa saman að viðræð-
Tekist á um stórmál í dag
Samninganefndir rík-
isins og SGS funda
STARFSMAÐUR Arnarfells ehf.
sem var að vinna á beltagröfu í hlíð
Fremri-Kárahnjúks náði að
stökkva út úr gröfunni rétt áður en
hún valt og rann um 50–70 metra
niður snarbratta hlíð. Að sögn lög-
reglunnar á Egilsstöðum, sem
rannsakaði slysið í gærkvöldi,
stöðvaðist grafan á smánibbu á
barmi Hafrahvammagljúfurs.
Hefði hún farið eina veltu í viðbót
myndi hún nú liggja á botni gljúf-
ursins.
Ómar R. Valdimarsson, talsmað-
ur Impregilo, segir að maðurinn
hafi verið að gera vegarslóða í hlíð
fjallsins til að koma fyrir varn-
arvirkjum og neti, sem á að binda
inn í bergið og hindra grjóthrun.
Var hann að höggva skarð í hlíðina
þegar grafan byrjaði að skrika og
valt. Maðurinn slapp nánast
ómeiddur en var hruflaður á hönd-
um og andliti eftir að hafa stokkið
út.
„Það fór sannarlega betur en á
horfðist og þetta undirstrikar að
það þarf að fara að öllu með gát
þarna uppfrá. Þetta er mjög
hættulegt vinnusvæði og við lítum
þetta alvarlegum augum,“ segir
Ómar.
Lögreglan segir gröfuna ónýta.
Gerð verður tilraun til að ná henni
af barmi gilsins þegar bjart er og
veður skaplegt.
Óhapp við Fremri-Kárahnjúk
Stökk út áður en graf-
an valt niður í gilið
ÞAÐ er ekki fyrir neina aukvisa að
vinna við að grisja skóg, ekki síst
þegar höggva þarf 12 til 15 metra
há tré í Heiðmörk og draga svera
trjástofnana í stæður. Antanas
Sipavicius og Ólafur Ólafsson skóg-
arvörður hvíla lúin bein milli þess
sem þeir ráðast í að höggva á bilinu
2.000 til 2.500 tré, eða tæplega
helminginn af trjánum./6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þarf að höggva annað hvert tré
BJÖRGUNARSVEITIN á Hólma-
vík var kölluð út aðfaranótt mánu-
dags til að svipast um eftir bíl sem
lagt hafði af stað yfir Þorskafjarð-
arheiði um sjöleytið á sunnudags-
kvöld. Fernt var í bílnum sem fannst
þegar klukkan var að ganga tvö um
nóttina. Fólkið hugðist stytta sér leið
úr Mjóafirði til Reykjavíkur með því
að fara heiðina. Að sögn lögreglu á
Hólmavík er Þorskafjarðarheiðin
kolófær og kirfilega lokuð. Hún segir
hreint glapræði að leggja á heiðina á
þessum árstíma, jafnvel þótt fólk sé
á öflugum bílum eins og var í þessu
tilviki. Báðu aðstandendur um að
svipast yrði um eftir fjórmenningun-
um. Björgunarsveitarmenn fundu
bílinn ofarlega á heiðinni og fylgdu
þeir fólkinu til Hólmavíkur.
Festust
á Þorska-
fjarðarheiði