Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 1
Tæknisvindl í spilavíti London. AP. LÖGREGLAN í London hefur handtekið þrjár mann- eskjur, tvo karla og eina konu, en þau eru grunuð um að hafa beitt brögðum er þau unnu 130 millj. ísl. kr. í spila- víti í borginni. Talsmaður lögreglunnar sagði að lagt hefði verið hald á mikið fé er fólkið, sem er frá Austur-Evrópu, var hand- tekið en dagblaðið The Daily Mirror sagði að það hefði unnið féð í spilavíti á Ritz-hótelinu. Kvað það lögregluna vera að kanna hvort það hefði notað leysiskanna, inn- byggðan í farsíma, til að reikna út hraða kúlunnar í rúll- ettuhjólinu og hvar líklegast væri að hún stöðvaðist að lokum. Hefur lögreglan staðfest að þetta sé til rann- sóknar. STOFNAÐ 1913 82. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Borðaðu grænmetið! Íslenskt grænmeti inniheldur ýmis plöntuhollefni Daglegt líf Kínakjólar og kynþokki Litið inn á tískusýningar YSL og Louis Vuitton í París Fólk Ómur úr öðrum heimi Rannveig, Gerrit og Kammer- sveitin fá frábæra dóma Listir dagar... 2 Fjórir hand- teknir á Spáni Madríd. AFP. SPÆNSKA lögreglan handtók um helgina fjóra menn, sem grunaðir eru um að tengj- ast hryðjuverkunum í Madríd, og eru þá alls 14 menn í haldi. Mennirnir voru handteknir í Madríd og nágrenni og verða leiddir fyrir dómara á morgun. Ekki hefur verið skýrt frá þjóð- erni þeirra en sagt er, að þeir séu arabískir að uppruna. Yfirmenn leyniþjónustustofnana í Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni komu í gær saman í Madríd til að efla samvinnu og ákveða hertar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í Evrópu. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í gær stjórn Ariels Sharons í Ísrael fyrir að láta drepa Sheikh Ahmed Yassin, andlegan leiðtoga Hamas- samtakanna, í gærmorgun. „Slíkar aðgerðir stangast ekki einvörð- ungu á við alþjóðalög heldur auð- velda þær með engu móti leitina að friðsamlegri lausn,“ sagði Annan. Sharon þakkaði í gær hernum fyrir verkið og sagði Ísraela hafa rétt til að verja sig. Fjöldi leiðtoga um all- an heim fordæmdi hins vegar árás- ina og herskáir Palestínumenn hót- uðu grimmilegum hefndum. Condoleezza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafi George W. Bush Banda- ríkjaforseta, sagði í gær að stjórn- völd í Washington hefðu ekki fengið neitt að vita fyrirfram um árásina en hvatti menn til að grípa ekki til frekari aðgerða. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðu- neytisins, fordæmdi ekki fremur en Rice drápið beinum orðum en sagði það draga úr friðarlíkum. Yfirlýsing var í gær birt á einni vefsíðu íslamista og hvetja þar samtök er kalla sig Abu Hafs al- Masri-herdeildirnar til þess að hefnt verði fyrir drápið á Yassin með árásum á Bandaríkjamenn. Umrædd samtök, sem talin eru tengjast al-Qaeda, lýstu yfir ábyrgð á tilræðinu á Spáni nýverið. Hóta að hefnaYassins Reuters Palestínumenn syrgja Hamas-leiðtoga Mikill mannfjöldi fylgdi í gær Sheikh Ahmed Yassin, 67 ára gömlum andlegum leiðtoga Hamas-samtakanna í Palestínu, til grafar á Gaza. Ísraelar drápu hann með flugskeyti í gærmorgun en þeir segja hann hafa árum saman æst til ódæða. Arabaleiðtogar fordæmdu í gær stefnu Ísraela og Hamas lýstu í gær yfir allsherjarstríði gegn Ísrael. Utanríkisráðherra Ísraels sagði í gær að ekki stæði til að drepa Yasser Arafat Palestínuleiðtoga. SÞ, Jerúsalem, Washington, Dubai. AFP, AP.  Hamas/13 DÓTTURFYRIRTÆKI KB banka í London og Finnlandi hafa veitt ráðgjöf og fjármagnað yfir- töku finnska kælitæknifyrirtækis- ins Huurre á breska kælitæknifyr- irtækinu WR Refrigeration. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja verður um 21 milljarður króna, og þar af er velta breska fyrirtækisins rúmir 8 milljarðar króna. Samanlagður hagnaður fyr- ir afskriftir og fjármagnsliði er um 2,3 milljarðar króna. Helgi Þór Bergs, framkvæmda- stjóri Kaupthing London, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem KB banki sjái um yfirtöku þar sem um tvö er- lend fyrirtæki er að ræða, en bank- inn hafi áður veitt íslenskum útrás- arfyrirtækjum á borð við Bakkavör sambærilega þjónustu. KB banki á helming í Huurre frá því hann tók þátt í því ásamt stjórnendum fyrirtækisins í mars í fyrra að kaupa fyrirtækið, og mun bankinn eiga helming í sameinuðu fyrirtæki. Kaupverðið á WR Refrigeration er ekki gefið upp. Í fréttatilkynningu vegna kaup- anna segir að WR Refrigeration sé stærsta óháða kælitæknifyrirtækið í Bretlandi, og helstu viðskiptavin- ir þess séu smásölukeðjur. Í til- kynningunni er haft eftir forstjóra sameinaðs fyrirtækis, Lars Lind- ell, að þessi yfirtaka breyti Huurre mikið og sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að auka þjónustu- tekjur upp í 40%–50% af tekjum. Í tilkynningunni segir ennfremur með sameiningunni aukist mögu- leikar á staðbundinni og alþjóð- legri útvíkkun á starfsemi allra deilda fyrirtækisins. Finnska fyrirtækið Huurre er með starfsemi í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og viðskiptavini um alla Evrópu og í Rússlandi. Í tilkynn- ingu fyrirtækisins segir að það sé markaðsleiðandi í kælitækni á Norðurlöndum. WR Refrigeration er með 26 útibú um allt Bretland, þar með talið Skotland og Norður- Írland. KB banki fjármagnar yfirtöku finnsks fyrirtækis á bresku Bankinn með helmingshlut í sameinuðu kælitæknifyrirtæki  Fyrsta/12 NOKKRIR íslenskir skyrframleiðendur og aðrir í viðskiptalífinu hafa kannað möguleika á að framleiða skyr í Manitoba í Kanada í samstarfi við heimamenn. Þór- arinn E. Sveinsson, fulltrúi hópsins, kynnti sér aðstæður í Manitoba í liðinni viku. „Málið er á algjöru frumstigi en það er greinilega áhugi á því í íslenska sam- félaginu í Manitoba og mjólkurbússtjórar í fylkinu hafa tekið vel í hugmyndina,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að nýjar skyrtegundir hafi slegið í gegn á Íslandi. Þær séu framleiddar á annan hátt en áður og nýjar umbúðir með skeið í lokinu hafi fallið neytendum vel í geð. Rétti tíminn til markaðssetningar ,,Íslenska skyrið er frábær framleiðsla og ég held að það sé auðvelt að markaðs- setja þessa íslensku matarhefð í Kanada og jafnvel í Norður-Ameríku allri,“ segir Ivan J. Balenovic, mjólkurbússtjóri hjá Bothwell í Manitoba. „Þetta er rétti tím- inn til að markaðssetja skyrið því allir hugsa um hollt fæði heilsunnar vegna.“ Balenovic segist hugsanlega fara til Ís- lands í apríl til frekari viðræðna. Íslenskt skyr ofan í Kanadamenn? Winnipeg. Morgunblaðið. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.