Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 1
Tæknisvindl í spilavíti London. AP. LÖGREGLAN í London hefur handtekið þrjár mann- eskjur, tvo karla og eina konu, en þau eru grunuð um að hafa beitt brögðum er þau unnu 130 millj. ísl. kr. í spila- víti í borginni. Talsmaður lögreglunnar sagði að lagt hefði verið hald á mikið fé er fólkið, sem er frá Austur-Evrópu, var hand- tekið en dagblaðið The Daily Mirror sagði að það hefði unnið féð í spilavíti á Ritz-hótelinu. Kvað það lögregluna vera að kanna hvort það hefði notað leysiskanna, inn- byggðan í farsíma, til að reikna út hraða kúlunnar í rúll- ettuhjólinu og hvar líklegast væri að hún stöðvaðist að lokum. Hefur lögreglan staðfest að þetta sé til rann- sóknar. STOFNAÐ 1913 82. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Borðaðu grænmetið! Íslenskt grænmeti inniheldur ýmis plöntuhollefni Daglegt líf Kínakjólar og kynþokki Litið inn á tískusýningar YSL og Louis Vuitton í París Fólk Ómur úr öðrum heimi Rannveig, Gerrit og Kammer- sveitin fá frábæra dóma Listir dagar... 2 Fjórir hand- teknir á Spáni Madríd. AFP. SPÆNSKA lögreglan handtók um helgina fjóra menn, sem grunaðir eru um að tengj- ast hryðjuverkunum í Madríd, og eru þá alls 14 menn í haldi. Mennirnir voru handteknir í Madríd og nágrenni og verða leiddir fyrir dómara á morgun. Ekki hefur verið skýrt frá þjóð- erni þeirra en sagt er, að þeir séu arabískir að uppruna. Yfirmenn leyniþjónustustofnana í Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni komu í gær saman í Madríd til að efla samvinnu og ákveða hertar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í Evrópu. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í gær stjórn Ariels Sharons í Ísrael fyrir að láta drepa Sheikh Ahmed Yassin, andlegan leiðtoga Hamas- samtakanna, í gærmorgun. „Slíkar aðgerðir stangast ekki einvörð- ungu á við alþjóðalög heldur auð- velda þær með engu móti leitina að friðsamlegri lausn,“ sagði Annan. Sharon þakkaði í gær hernum fyrir verkið og sagði Ísraela hafa rétt til að verja sig. Fjöldi leiðtoga um all- an heim fordæmdi hins vegar árás- ina og herskáir Palestínumenn hót- uðu grimmilegum hefndum. Condoleezza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafi George W. Bush Banda- ríkjaforseta, sagði í gær að stjórn- völd í Washington hefðu ekki fengið neitt að vita fyrirfram um árásina en hvatti menn til að grípa ekki til frekari aðgerða. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðu- neytisins, fordæmdi ekki fremur en Rice drápið beinum orðum en sagði það draga úr friðarlíkum. Yfirlýsing var í gær birt á einni vefsíðu íslamista og hvetja þar samtök er kalla sig Abu Hafs al- Masri-herdeildirnar til þess að hefnt verði fyrir drápið á Yassin með árásum á Bandaríkjamenn. Umrædd samtök, sem talin eru tengjast al-Qaeda, lýstu yfir ábyrgð á tilræðinu á Spáni nýverið. Hóta að hefnaYassins Reuters Palestínumenn syrgja Hamas-leiðtoga Mikill mannfjöldi fylgdi í gær Sheikh Ahmed Yassin, 67 ára gömlum andlegum leiðtoga Hamas-samtakanna í Palestínu, til grafar á Gaza. Ísraelar drápu hann með flugskeyti í gærmorgun en þeir segja hann hafa árum saman æst til ódæða. Arabaleiðtogar fordæmdu í gær stefnu Ísraela og Hamas lýstu í gær yfir allsherjarstríði gegn Ísrael. Utanríkisráðherra Ísraels sagði í gær að ekki stæði til að drepa Yasser Arafat Palestínuleiðtoga. SÞ, Jerúsalem, Washington, Dubai. AFP, AP.  Hamas/13 DÓTTURFYRIRTÆKI KB banka í London og Finnlandi hafa veitt ráðgjöf og fjármagnað yfir- töku finnska kælitæknifyrirtækis- ins Huurre á breska kælitæknifyr- irtækinu WR Refrigeration. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja verður um 21 milljarður króna, og þar af er velta breska fyrirtækisins rúmir 8 milljarðar króna. Samanlagður hagnaður fyr- ir afskriftir og fjármagnsliði er um 2,3 milljarðar króna. Helgi Þór Bergs, framkvæmda- stjóri Kaupthing London, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem KB banki sjái um yfirtöku þar sem um tvö er- lend fyrirtæki er að ræða, en bank- inn hafi áður veitt íslenskum útrás- arfyrirtækjum á borð við Bakkavör sambærilega þjónustu. KB banki á helming í Huurre frá því hann tók þátt í því ásamt stjórnendum fyrirtækisins í mars í fyrra að kaupa fyrirtækið, og mun bankinn eiga helming í sameinuðu fyrirtæki. Kaupverðið á WR Refrigeration er ekki gefið upp. Í fréttatilkynningu vegna kaup- anna segir að WR Refrigeration sé stærsta óháða kælitæknifyrirtækið í Bretlandi, og helstu viðskiptavin- ir þess séu smásölukeðjur. Í til- kynningunni er haft eftir forstjóra sameinaðs fyrirtækis, Lars Lind- ell, að þessi yfirtaka breyti Huurre mikið og sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að auka þjónustu- tekjur upp í 40%–50% af tekjum. Í tilkynningunni segir ennfremur með sameiningunni aukist mögu- leikar á staðbundinni og alþjóð- legri útvíkkun á starfsemi allra deilda fyrirtækisins. Finnska fyrirtækið Huurre er með starfsemi í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og viðskiptavini um alla Evrópu og í Rússlandi. Í tilkynn- ingu fyrirtækisins segir að það sé markaðsleiðandi í kælitækni á Norðurlöndum. WR Refrigeration er með 26 útibú um allt Bretland, þar með talið Skotland og Norður- Írland. KB banki fjármagnar yfirtöku finnsks fyrirtækis á bresku Bankinn með helmingshlut í sameinuðu kælitæknifyrirtæki  Fyrsta/12 NOKKRIR íslenskir skyrframleiðendur og aðrir í viðskiptalífinu hafa kannað möguleika á að framleiða skyr í Manitoba í Kanada í samstarfi við heimamenn. Þór- arinn E. Sveinsson, fulltrúi hópsins, kynnti sér aðstæður í Manitoba í liðinni viku. „Málið er á algjöru frumstigi en það er greinilega áhugi á því í íslenska sam- félaginu í Manitoba og mjólkurbússtjórar í fylkinu hafa tekið vel í hugmyndina,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að nýjar skyrtegundir hafi slegið í gegn á Íslandi. Þær séu framleiddar á annan hátt en áður og nýjar umbúðir með skeið í lokinu hafi fallið neytendum vel í geð. Rétti tíminn til markaðssetningar ,,Íslenska skyrið er frábær framleiðsla og ég held að það sé auðvelt að markaðs- setja þessa íslensku matarhefð í Kanada og jafnvel í Norður-Ameríku allri,“ segir Ivan J. Balenovic, mjólkurbússtjóri hjá Bothwell í Manitoba. „Þetta er rétti tím- inn til að markaðssetja skyrið því allir hugsa um hollt fæði heilsunnar vegna.“ Balenovic segist hugsanlega fara til Ís- lands í apríl til frekari viðræðna. Íslenskt skyr ofan í Kanadamenn? Winnipeg. Morgunblaðið. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.