Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari, sem ráðinn var til óp- erunnar í Wiesbaden fyrr í vetur til að syngja í tveimur upp- færslum, hefur fengið afbragðs góða dóma fyrir túlkun sína á Pink- erton í óperu Puccinis, Madama Butterfly. Voker Milch, gagnrýn- andi Wiesbadener Kur- ier, sagði meðal annars að hann hefði óvenju kraftmikla rödd og byggi yfir öryggi á háu tónunum. Hann væri vonarstjarna Wies- badenóperunnar í fram- tíðinni, og hefði verið fagnað innilega í sýn- ingarlok. Matthias Gerhart hjá Frankfurter Neue Presse sagði að Jóhann Friðgeir hefði verið glæsilegur bæði í söng og leik, og í sama streng tók Albrecht Schmidt hjá Darmstädter Echo. Lars Erik Gerth gagnrýnandi Maintal-Tagesanzeiger sagði Jóhann Friðgeir búa yfir góðri og áferðarfallegri rödd sem geislaði af hlýju. Hann sagði Jóhann Friðgeir hafa verið öruggan í hæðinni, en líka sýnt að hann gæti vel sungið veikt. Bernhard Uska sagði í Frankfurter Rundschau að Jóhann Friðgeir Valdimarsson hefði tæra og bjarta rödd og hefði vel náð að túlka heitar tilfinningar Pinkertons. Jóhann Friðgeir kveðst þakklátur fyrir þær hlýju mótttökur sem hann hefur fengið í Wiesbaden. „Þetta er búið að ganga mjög vel, og eftir frumsýninguna var mér tekið opn- um örmum. Það er bú- ið að bjóða mér samn- ing um að syngja í fimm óperum til við- bótar hér í Wiesbaden, en ég veit ekki hvað úr verður – ég er ekki búinn að segja já. Það er fleira í deiglunni hjá mér. Þeir vilja endilega að ég fari að syngja Wagner – finnst ég vera Wagn- er-tenór. En ég fer varlega í það. Ég söng á Wagner-degi, Wintersturm, var fyrst að hugsa um að syngja það bara á ís- lensku; ég er ekki sér- lega sleipur í þýskunni, en Þorsteinn Gylfason hefur þýtt það á íslensku. Á síðustu stundu ákvað ég þó að syngja það á þýsku, og það tókst af- skaplega vel. Þeir buðu mér að syngja í Valkyrjunni, en ég sagði pent nei, það er ekki fyrir allar radd- ir, og ég fer varlega í Wagner.“ Jóhann Friðgeir segir að gagn- rýnendur hafi sagt að hann væri efni í ekta hetjutenór, en segist ekkert vita hvað sé að marka það. Um þess- ar mundir er hann að syngja í Boris Godunov eftir Mússorgskíj, á rúss- nesku. Jóhann Friðgeir hefur fengið ýmis tilboð frá öðrum óperuhúsum, sem hann kveðst nú vera að skoða fyrir næsta vetur. Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær góða dóma í Þýskalandi Ekta hetjutenór Jóhann Friðgeir Valdimarsson Í LANGHOLTSKIRKJU á sunnudagskvöldið flutti Kammer- sveit Reykjavíkur undir stjórn Gerrit Schuil í fyrsta sinn hér- lendis Óðinn um ást og dauða merkisberans Christophs Rilke eftir Frank Martin (1890–1974). Það var kærkomin tilbreyting því hér er tónlist Martins ekki oft leikin. Martin var Svisslendingur sem varð á tímabili fyrir miklum áhrifum frá Schönberg. Síðar fór hann eigin leiðir í tónsmíðum og er tónlist hans ekki bundin neinni einni stefnu í tónsmíðum þótt hún sé lituð af ýmsum hugmyndum sem liggja að baki tónsköpun sam- tímamanna hans. Umrætt verk samdi Martin árið 1942 við ljóð eftir Rainer Maria Rilke (1875–1926). Fjallar það um ungan mann á leið í stríð þar sem honum er ætlað að vera merk- isberi. Hann er þreyttur og saknar móður sinnar, lendir í ýmsu á leið- inni og kynnist mörgu fólki en endalokin eru dapurleg. Líta má á ljóðið sem ádeilu á stríð, enda er það á köflum óhugnanlegt og magnar tónlistin upp andrúmsloft- ið svo úr verður áhrifamikið lista- verk. Erindin eru alls tuttugu og þrjú og var einsöngvari Rannveig Fríða Bragadóttir. Flutningurinn tók rúma klukkustund og söng Rann- veig allan tímann, en þrátt fyrir það var ekki að heyra á henni nein þreytumerki. Söngurinn var áreynslulaus, litríkur og þróttmik- ill, og tvíræðnin, sem einkennir mörg erindi ljóðsins, kom einstak- lega vel fram í túlkun hennar. Rannveig hefur engilfagra rödd, í senn hljómmikla, breiða og tæra og naut hún sín prýðilega í kirkj- unni. Ekki síðri var frammistaða Ger- rits, sem stjórnaði hljómsveitinni fagmannlega og af svo mikilli næmni fyrir öllum hugsanlegum blæbrigðum tónmálsins að unaður var á að hlýða. Var leikur hljóm- sveitarinnar einstaklega mjúkur og litríkur, nostrað var við hvert smáatriði og skapaði það oft mergjað andrúmsloft. Í fimmta kaflanum var samhljómurinn óvenju fallega mótaður, í þeim sjötta voru styrkleikabrigðin sér- lega hnitmiðuð og í hinum fimm- tánda var fínlegur hljóðfæraleik- urinn eins og fjarlægur ómur úr öðrum heimi. Svona mætti lengi telja og er Gerrit, Rannveigu og Kammersveitinni hér með óskað til hamingju með stórfenglega tón- leika. Morgunblaðið/Ásdís Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil: Unaður á að hlýða. Mergjað and- rúmsloft TÓNLIST Langholtskirkja Frank Martin: Óðurinn um ást og dauða merkisberans Christophs Rilke. Ein- söngvari: Rannveig Fríða Bragadóttir, alt; Stjórnandi: Gerrit Schuil. Sunnudag- ur 21. mars. KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR Jónas Sen Í KONSTHALL í Gautaborg var opnuð á dögunum sýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar undir yf- irskriftinni „Ég gerði þetta ekki“. Listamaðurinn var viðstaddur opn- unina en það var Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sem opnaði hana formlega að viðstöddu margmenni. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Konst- hall í Gautaborg, en hún verður opnuð í Hafnarhúsinu 11. júní næstkomandi. Verkin á sýningunni eru bæði gömul og ný þó ekki sé um eiginlega yfirlitssýningu að ræða. Í verkum sínum upphefur Þorvaldur hið hversdagslega og af- helgar það heilaga en skilur þó nóg eftir fyrir ímyndunarafl áhorf- andans. Mörg verkanna höfða sér- staklega til aðstæðna á sýningar- stað og þess sem lög og reglur landsins leyfa, því mun hún taka verulegum breytingum áður en hún verður sett upp í Hafnarhús- inu í sumar. Sýning Þorvalds hefur fengið mikla umfjöllun meðal fjölmiðla ytra, en sérstaka athygli vakti endurtekin leit hans að Maríu Magdalenu. Þannig lýsti Þorvaldur eftir Maríu Magdalenu í dagblöð- um og með dreifibréfi víða í Gautaborg og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þrjátíu Maríur mættu til leiks; þær voru ljós- myndaðar og kvikmyndaðar og varð afraksturinn hluti af sýning- unni. Þorvaldur bauð einnig til listamannsspjalls, sem var vel sótt. Sýningastjóri sýninganna í Konst- hall í Gautaborg og í Hafnarhúsinu er Ágústa Kristófersdóttir, verk- efnastjóri sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin í Gautaborg stendur til 2. maí. Sýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar í Gautaborg Verk eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann. Í MÚLAÚTIBÚI Landsbanka Ís- lands stendur nú yfir sýning á verk- um 12 listamanna sem allir eru við- skiptavinir bankans. Þetta er í annað sinn sem haldin er listsýning í úti- búinu, sú fyrri var fyrir tveimur ár- um. „Fólk var afskaplega ánægt með fyrri sýninguna,“ segir Hrafnhildur Björg Sigurðardóttir útibússtjóri. „Reglulega koma fyrirspurnir frá viðskiptavinum um hvort ekki sé von á annarri sýningu. Það var engin ástæða til að draga þetta lengur, enda höfum við á að skipa fjöl- breyttri flóru listamanna sem við- skipti eiga við útibúið, sem voru til í að lána okkur verk á sýninguna.“ Á sýningunni eru m.a. verk eftir Hauk Haraldsson, Karólínu Lárus- dóttur, Þorstein Helgason og Körlu Dögg Karlsdóttur, Edith Randý, El- ínborgu Kjartansdóttur, Grím M. Steindórsson, Hörpu Maríu Gunn- laugsdóttur, Ingibjörgu Friðriks- dóttur, Kristján Inga Jónsson og Margréti Jónsdóttur. Yngsti lista- maðurinn heitir Júlía Zakhartchouk. Hún er fædd árið 1992. Sýningin stendur fram að mán- aðamótum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn listamannanna, Haukur Harðarson, ræðir hér um verk sín á sýning- unni við áhugasama listskoðendur í Múlaútibúi Landsbanka Íslands. Listrænir viðskiptavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.