Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Risaeðlugrín © DARGAUD ÞAÐ ER BEST AÐ VERA BARA ÞOLINMÓÐUR! Grettir Grettir Smáfólk HVAÐ ER GAGNIÐ Í ÞESSU? ÞAÐ KANN ENGINN AÐ META ÞAÐ SEM ÉG GERI! ÞEGIÐU HEIMSKI HUNDUR! ÞARNA SÉRÐU! KANNSKI HAFÐI ÉG RANGT FYRIR MÉR ÆI... ÞESSI ÓL ER MJÖG ÓÞÆGILEG! SAGÐI ÞAÐ! HVAÐ ER SNOOPY AÐ GERA Á LEIK- VELLINUM LEIK- VELLINUM HÉRNA GERI ÉG SÉRSTAKA VERKEFNIÐ FYRIR YFIRHUNDINN... ÉG VERÐ Á VAKT ALLA ÞESSA VIKU! ÞEGAR ÞÚ SÉRÐ HUND ÁLEIKVELLI ÞÁ VEISTU AÐ HANN ER AÐ GERA VERKEFNI FYRIR YFIRHUNDINN! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er ekki langt síðan ungbarna- dauði var alvarlegt vandamál á Ís- landi. Aldamótaárið 1900 dóu 109 börn af hverjum 1000 sem fæddust, áður en þau náðu að verða eins árs. En mál þróuðust hér á betri veg; fólk menntaðist, hreinlæti batnaði og þjóðin auðgaðist. Nú er ung- barnadauði á Íslandi með því lægsta sem gerist í heiminum. Lífslíkur okkar við fæðingu eru 78,4 ár (karl- ar) og 81,8 (konur) ár. Við erum heilbrigð, rík og menntuð á heims- mælikvarðanum – og þessvegna komin í aðstöðu til að hjálpa unga- börnum í öðrum löndum að komast á legg og gefa þeim von um gott líf. Á vesturströnd Afríku er land sem heitir Guinea-Bissau (Gínea- Bissá). Það liggur á milli Senegal og Gíneu. Þjóðin er tæplega ein og hálf milljón manna, en 88% hennar lifa á innan við einum Bandaríkjadal á dag. Lífslíkur karla eru 45,7 ár og lífslíkur kvenna eru 48,7 ár. Þar deyja 124 börn af hverjum 1000 sem fæðast fyrir eins árs aldurinn. 204 af hverjum 1000 börnum deyja áður en þau ná fimm ára aldri. Helstu dánarorsakir eru, ásamt vannær- ingu, niðurgangur, lungnabólga, mislingar og malaría. Þetta eru sjúkdómar sem auðvelt væri að koma í veg fyrir með bólusetningu og fræðslu. Eitt af fjölmörgum verkefnum barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (Unicef) er að gera stórátak sem miðar að því að gefa börnum í Gí- neu-Bissá meiri lífsvon. Góð byrjun í lífinu skiptir sköpum fyrir heil- brigði í framtíðinni. Verkefnið bein- ist sérstaklega að 0-8 ára börnum í 650 fjölskyldum í 65 þorpum. Það felur meðal annars í sér að auka þekkingu foreldra á umönnun barna og þroska þeirra. Það á t.d. að gera með því að skapa aðstæður í þessum þorpum til að vinna með börnunum og foreldrum þeirra. Verkefnið styður einnig almenna mæðravernd og bólusetningar, svo eitthvað sé nefnt, auk þess að stuðla að því að fólk noti joðbætt salt í grautinn. Þessi atriði teljum við flest sjálf- sögð í dag, en þegar við erum minnt á hversu stutt er síðan Ísland var í sömu sporum og Gínea-Bissá hvað ungbarnadauða varðar, verður dag- ljóst hvað það er auðvelt að hjálpa til við að gefa börnum von um betra líf og um leið þjóðinni von til þess að dafna og blómstra. Nýstofnsett Landsnefnd Unicef á Íslandi hyggst veita peningum í þetta verkefni sem gefur börnum von um líf. Til þess þarf stuðning frá Íslendingum. Fyrsta skrefið í þá átt verður stigið í dag þegar Baugur gefur peninga til verkefnisins í Gí- neu-Bissá. Næstu skref verða tekin af öðrum Íslendingum sem vita af eigin reynslu að langflest fræ geta orðið blóm. EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR í stjórn Unicef á Íslandi og tveggja barna móðir. Til eru fræ.... Frá Evu Maríu Jónsdóttur: ÉG fór í Náttúrulækningabúðina 10.3.04 með síðar ullarnærbuxur, sem ég hafði gefið föður mínum í jólagjöf um síðustu jól, til að athuga hvort þær væru gallaðar. Þær voru allar í litlum götum, sem ég áttaði mig ekki á, hvað gæti valdið. Þar fékk ég þær dónalegustu við- tökur sem ég hef nokkurn tímann fengið hjá manneskju í þjónustu- geiranum. Maðurinn (sem ég held að eigi búðina, hefur allavega verið þarna lengi) rétt leit á buxurnar og sagði að það væri greinilegt að pöddur hefðu komist í þær. Þar með hélt ég að hann væri að segja að buxurnar væru gallaðar, þ.e. þessar pöddur sem hann nefndi væri eitthvað sem hann þekkti og kæmi með vörunni. Nei, það var nú aldeilis ekki og þeg- ar ég hváði þá sagði hann: „…not- aðu hausinn kerling…“. Ég spurði hann þá um hversslags pöddur gæti verið að ræða og svar- aði hann þá að það gæti verið járn- smiður. Þá var mér allri lokið, hvort járnsmiðir væru á ferð frá desember fram í febrúar. Þá sagði hann að það væri ótrúlegt hvað þetta unga fólk væri fáfrótt (ég er kona rétt undir fimmtugu, þakka samt hrósið!) og ég skyldi bara fara heim og „lesa mér til“. Ég veit ekki hvort ég átti að fara heim og lesa dýrafræði eða hvað, en hann klykkti síðan út með því að segja: „…heimska kerling…“. Mér ofbauð viðtökurnar hjá manninum og spurði hvort þetta væru eðlileg viðbrögð af manni í þjónustu og þá sagði hann: „…komdu þér út…“. Eftir þessa meðferð lét ég hann vita að ég ætlaði bæði að tala við Neytendasamtökin og skrifa um þetta í blöðin og láta alla vini mína vita um þessar móttökur. Bjóst reyndar við að hann sneri við blaðinu, en hann ítrekaði bara það sem hann sagði áður; að ég skyldi koma mér út og skrifa nafnið mitt undir greinina, því hann væri vanur því að fólk skrifaði ekkert undir eða bara kennitölu. Þar með sá ég að þetta var ekki í fyrsta skipti sem maðurinn hefði lát- ið svona. Það kom svo í ljós þegar ég talaði við Neytendasamtökin að þau höfðu oft fengið kvartanir út af þessum manni og þeirri vöru sem hann sel- ur. Ég sá að það væri best fyrir mig að forða mér út úr þessari búð með þessar pödduétnu buxur (skrítið að allt annað skuli ekki vera étið af þessum grimma járnsmið?) en ég varð að segja við þennan mann það sem mér bjó í brjósti. ELENÓRA M. JÓSAFATSDÓTTIR, Reyðarkvísl 20, 110 Reykjavík. Dónaleg framkoma Frá Elenóru M. Jósafatsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.