Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 41
NÝLEGA fór fram afhending á að-
alvinningi í leik sem Baðhúsið
efndi til meðal árskorthafa sinna.
Verðlaunin voru árs afnot af bíl
ársins í Evrópu, Renault Megane
II. Vinningshafi var Unnur María
Bergsveinsdóttir og er 25 ára
Reykvíkingur. Hefur hún verið
árskorthafi hjá Baðhúsinu um
nokkurra ára skeið, segir í frétta-
tilkynningu.
Á myndinni má sjá Heiðar
Sveinsson sölustjóra B&L, afhenda
Unni Maríu bílinn.
Vann árs afnot af bíl
Er í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum
Í grein um Glæsihótel undir segl-
um þöndum í Dubai í laugardags-
blaðinu síðasta féll niður að Dubai er
eitt af Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum. Íbúar þar eru ekki Sádar
þótt Sádi-Arabía sé næsti bær við á
Arabíuskaganum.
Röng dagsetning
á tískusýningu
Tískusýningin frá Pelli og purpura
verður í sýningarsölum Hafnarborg
laugardaginn 3. apríl kl. 16. Rangt
var farið með dagsetninguna í frétt á
laugardag. Sýningin er í tengslum
við myndlistarsýninguna Birtingu
sem stendur yfir í Hafnarborg.
Rúmlega 1.800 fórust
Í grein um Júlíönu, fyrrum Hol-
landsdrottningu, í blaðinu í gær seg-
ir ranglega að 17.000 manns hafi týnt
lífi í flóðum í Hollandi árið 1953. Hið
rétta er að 1.835 manns týndu lífi í
flóðunum. Beðist er velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT
Fjallað um skógrækt í Sælings-
dal.
Í kvöld kl. 20 verða skógrækt-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu
með „Opið hús“ í sal Ferðafélags
Íslands í Mörkinni 6. Andri Snær
Magnason skáld flytur pistil. Sig-
urbjörn Einarsson jarðvegsfræð-
ingur fjallar í máli og myndum um
skógrækt sem hann hefur stundað í
Sælingsdal, innst í Breiðarfjarð-
ardölum. Erindið nefnist „Um
skógrækt í Sælingsdal. Sjálfbær
trjárækt í gömlu túni“.
Fundurinn er í umsjón Skógrækt-
arfélags Garðabæjar. Opnu húsin
eru liður í fræðslusamstarfi skóg-
ræktarfélaganna og KB banka.
Aðalfundur CCU-samtakanna er í
kvöld kl. 20 á Grand Hóteli, Sig-
túni, Reykjavík. Að loknum aðal-
fundi um kl. 20.45 hefst fyrirlestur
um samskipti kynjanna með Hall-
dóru Bjarnadóttur hjúkrunarfræð-
ingi.
CCU samtökin voru stofnuð árið
1995 og eru hagsmunasamtök sjúk-
linga með sáraristilbólgu (Colitis
Ulcerosa) og svæðisgarnabólgu
(Crohn’s). Samtökin eru opin öllum
sjúklingum, aðstandendum og öðr-
um áhugasömum.
Fundur um sjálfboðastarf á Ind-
landi og Kenýa og Zambíu. Vinir
Indlands, Vinir Afríku og Húm-
anistahreyfingin standa fyrir kynn-
ingarfundi á starfi sem unnið er í
samvinnu við heimamenn í Tamil
Nadu á Indlandi og Kenýa og Zam-
bíu í Afríku. Kynningarfundurinn
er í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, kl.
20 í kvöld.
Í DAG
Fyrirlestur hjá Kennaraháskóla
Íslands. Haukur Arason, lektor
við Kennaraháskóla Íslands, og
Stefán Bergmann, dósent við
Kennaraháskóla Íslands, halda op-
inn fyrirlestur í Skriðu, Kenn-
araháskólanum við Stakkahlíð, á
morgun, miðvikudaginn 24. mars,
kl. 16.15. Kynnt verður alþjóðleg
samanburðarkönnun sem skoðar
mikilvægi/gildi náttúrufræði- og
tæknimenntunar frá sjónarhóli 15
ára unglinga.
Íslendingar og Evrópumálin.
Politica, félag stjórnmála-
fræðinema, og Evrópusamtökin
halda fund í Norræna húsinu á
morugn, miðvikudaginn 24. mars,
kl. 16–17.30. Yfirskrift fundarins
er „Íslendingar og Evrópumálin –
Hvað segja skoðanakannanir okk-
ur?“ Frummælendur eru: Jón
Steindór Valdimarsson frá Sam-
tökum iðnaðarins, Gústaf Stein-
grímsson, blaðamaður á Viðskipta-
blaðinu, og Þóra Ásgeirsdóttir frá
IMG-Gallup.
MBA-nemendur við HÍ kynna
þrjú raunverkefni. Á morgun,
miðvikudaginn 24. mars, verður
fundur á vegum Aðgerðarann-
sóknafélagsins þar sem MBA-
nemendur við Háskóla Íslands
munu kynna þrjú raunverkefni.
Fundurinn fer fram í húsi Endur-
menntunar við Dunhaga
kl. 16.15–17.45. Öll verkefnin fjalla
um þjónustukerfi, eitt um banka-
útibú, annað um útibú ÁTVR og
hið þriðja um innritun farþega í
flug. Sameiginlegt með verkefn-
unum er að beitt er biðraðafræði
og/eða hermun til að meta mönn-
unarþarfir í þjónustu miðað við
mismunandi álag á kerfin, þannig
að þjónustustig í einhverjum
skilningi sé ávallt það sama.
Fyrirlesarar tóku allir þátt í val-
námskeiði í MBA-náminu sem
heitir Rekstrarstjórnun II og
fjallar um notkun reiknilíkana í
rekstri.
Um gildi orðabóka í spænsku-
námi. Jaume Climent flytur fyr-
irlestur um gildi orðabóka í
spænskunámi á vegum Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur í erlend-
um tungumálum. Fyrirlesturinn
fer fram á morgun, miðvikudaginn
24. mars, kl. 15.15 í stofu 301 í
Árnagarði. Fyrirlesturinn verður
fluttur á spænsku.
Kópavogsdeild Rauða krossins
heldur fræðslukvöld með Guð-
björgu Sveinsdóttur geðhjúkr-
unarfræðingi á morgun, miðviku-
dag 24. mars, kl. 20 í
sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg
11, 2. hæð. Guðbjörg tók þátt í að
skipuleggja og meta þörf fyrir
andlegan stuðning við fórnarlömb
jarðskjálftanna í Íran. Guðbjörg
segir frá reynslu sinni og upplifun
í máli og myndum.
Fjallað verður um framleiðni í
fiskvinnslu á málstofu Hag-
fræðistofnunar á morgun, mið-
vikudaginn 24. mars, kl. 12.15 í
Odda, stofu 101. Sveinn Agn-
arsson, sérfræðingur hjá Hag-
fræðistofnun, flytur erindi um
framleiðni í fiskvinnslu.
Í erindinu er fjallað um þróun
framleiðni í fiskvinnslu á árunum
1973–2000, og einnig sagt frá at-
hugunum sem gerðar hafa verið á
framleiðnibreytingum hjá nokkr-
um fyrirtækjum á árunum 1985–
1995.
Á MORGUN
Fyrirlestur í Norræna húsinu á
vegum Mannréttindaskrifstofu
Íslands, verður fimmtudaginn 25.
mars kl. 16. Þar mun lettneskur
þjóðréttarfræðingur, Ineta Ziem-
ele prófessor, fjalla um upplausn
fyrrum Sovétríkjanna og Júgó-
slavíu frá sjónarhóli þjóðarétt-
arins, hvernig skilin urðu milli
hinna gömlu og nýju ríkja þar og
hversu raunsæ sú skipan er sem
tók við af hinni fyrri. Fyrirlest-
urinn nefnist á ensku: State Cont-
inuity or State Succession – Re-
ality, Fiction or Politics:
Dissolution of the former USSR
and former FRY.
Ineta Ziemele er Söderberg–
prófessor í alþjóðarétti og mann-
réttindum við lögfræðiháskólann í
Riga (Riga Graduate School of
Law) , en hann sinnir kennslu til
meistaraprófs og doktorsgráðu í
lögfræði auk þess að halda nám-
skeið fyrir starfandi lögfræðinga.
Hún er jafnframt gestaprófessor
við Raoul Wallenberg-mannrétt-
indastofnunina og lagadeild há-
skólans í Lundi.
Á NÆSTUNNI
♦♦♦
STJÓRN Landverndar gerir al-
varlegar athugasemdir við nokkur
atriði í frumvarpi um verndun
Mývatns og Laxár.
Landvernd hefur sent umhverf-
isnefnd Alþingis athugasemdir
sínar og telur m.a. að fella beri
bráðabirgðaákvæði um heimild til
hækkunar stíflu í Laxá út úr
frumvaprinu. Samtökin gera fleiri
athugasemdir, m.a. við ákvæði um
að Umhverfisstofnun skuli þegar
hefjast handa við undirbúning að
friðlýsingu landsvæða sem ekki
falla undir lögin. „Stjórn Land-
verndar telur nauðsynlegt að
ákvæði um þetta atriði séu skýr-
ari. Í Skútustaðahreppi er fjöldi
náttúruminja sem hafa afar hátt
verndargildi vegna mikilvægis
fyrir lífríki vatnsins og sem sér-
stæðar jarðmyndanir og landslag.
Hér má vísa til svæða sem falla
undir verndarflokka I og II á nátt-
úruverndarkorti fyrir Mývatns-
sveit. Þar til friðlýsingu á þessum
svæðum lýkur þarf að vera í gildi
bráðabirgðaákvæði sem kveða á
um að ekki megi veita fram-
kvæmda- og byggingaleyfi á þess-
um svæðum nema að heimild Um-
hverfisstofnunar liggi fyrir,“ segir
í tilkynningu frá Landvernd.
Að mati samtakanna þarf m.a.
að setja reglugerð um varnir gegn
hverskonar mengun á vatnasviði
Mývatns og Laxár samhliða gild-
istöku laganna. ,,Rannsóknir á
eðli og orsökum sveiflna í fæðu-
keðju Mývatns sýna að stærð og
stofn silunga og anda stjórnast af
fæðuframboði. Fremur vægar
truflanir á vistkerfinu geta orðið
til þess að mýsveiflur magnist, en
mýið er undirstöðufæða í vistkerfi
Mývatns og Laxár. Í tengslum við
jarðvarmavirkjanir og iðnaðar-
starfsemi getur verið talsverð
hætta á mengun vatns og það get-
ur haft áhrif á vistkerfið. Því er
nauðsynlegt að reglur um þetta
liggi fyrir við gildistöku laganna.“
Landvernd
Athugasemdir við
frumvarp um vernd-
un Laxár og Mývatns
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Góðar fyrirmyndir
Ráðstefna um málefni fatlaðra
Föstudaginn 26. mars 2004, kl. 9.00-16.30
Hótel Nordica
Ráðstefnan er opin öllum áhugasömum um málefni fatlaðra
Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á það sem vel hefur verið gert í þágu fatlaðra og kynntar þær
framfarir sem átt hafa sér stað og þykja sérstaklega áhugaverðar. Fyrir hádegi verða verkefni sem
hlutu styrk úr styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra kynnt en eftir hádegi verður fjallað um góðar
fyrirmyndir í þjónustu við fatlaða útfrá fjórum meginþemum í tveimur sölum.
Viðfangsefnin eru eftirfarandi:
1. Hæfing, endurhæfing, vinna, menntun.
2. Virkni, tækni, aðgengi, samfélag.
3. Fjölskylda, heimili.
4. Lífsstíll, heilbrigði, hollusta.
Skráning á ráðstefnuna fer fram á vefsvæðinu
www.arfatladra.is/skraning eða hjá
félagsmálaráðuneytinu í síma 545 8100.
Fundarstjóri: Elín Hirst, fréttastjóri.