Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ólafur Reykdal matvæla-fræðingur hjá Matrasegir að því hafi veriðhaldið fram að minna lýkópen væri í tómötum sem rækt- aðir eru í gróðurhúsum á norð- lægum slóðum. „Ekkert bendir til þess að þetta eigi við rök að styðj- ast,“ segir hann, „því íslenskir tómatar innihalda eðlilegt magn bæði af lýkópeni og beta-karótíni hvort sem þeir eru ræktaðir að sumri eða að vetri við raflýsingu.“ Sætir og rauðir og góðir Lýkópen er ekki vítamín, en það er öflugt andoxunarefni sem talið er veita vörn gegn hjartasjúkdóm- um og krabbameini. Lífrænt rækt- aðir tómatar mældust með svipað magn af lýkópeni og þeir sem ræktaðir voru með hefðbundnum hætti. Lýkópen gefur tómötum rauða litinn og fái þeir að roðna eykst lýkópenið, jafnvel þótt tóm- atarnir séu komnir í kæligeymslu. Lýkópen í íslenskum tómötum er með því mesta sem gerist ef miðað er við erlendar heimildir og er lík- legt að þroskastig og yrki ráði úr- slitum. „Það er sérstaklega athyglisvert að hollustuefnið lýkopen, sem einkum finnst í tómötum, er fullt eins mikið í þeim sem ræktaðir eru hér á landi. Því rauðari sem þeir eru því meira er af lýkópeni í þeim. Lýkópenið er sérstakt að því leyti að það varðveitist þrátt fyrir að tómatarnir séu unnir og finnst því í unnum vörum sem innihalda tómata. Þó er efnið nokkuð við- kvæmt fyrir hita og ljósi,“ segir Ólafur. Gulrætur ríkar af beta-karótíni Við mælingar á íslenskum gul- rótum kom í ljós að þær sem höfðu mest af efninu voru ræktaðar í upphituðum jarðvegi. Magn karót- íns í íslenskum gulrótum er breyti- legra en í erlendu sýnunum og er talið líklegt að hitastig jarðvegsins hafi nokkur áhrif á það. Karótenó- íð í sænskum og finnskum gulrót- um er ekki fjarri því sem er í þeim íslensku. Íslenskar gulrætur eru frábærir karótenóíðgjafar þótt svo heldur minna sé af karótenóíðum í þeim borið saman við gulrætur sem ræktaðar eru á suðlægari slóðum. Því litríkara, þeim mun betra Niðurstöður mælinga á E- vítamíni (tókóferólum), en fyrst og fremst mældist alfa-tókóferól í grænmetinu, og benda rannsóknir að litsterkasta grænmetið, sperg- ilkál, paprika og tómatar, sé auð- ugast af E-vítamíni. Minnst var af E-vítamíni í rótum og hnýði eins og gulrótum og kartöflum og eng- inn munur kom fram á afbrigð- unum gullauga og rauðum íslensk- um. Ólafur bendir á að engin ein grænmetistegund sé rík af öllum vítamínunum og því er æskilegt að borða fjölbreytt úrval grænmetis. Káltegundir og salat innihalda mest fólasín og benda niðurstöður mælinga til þess að fólasín sé svip- að í íslenskum afbrigðum og er- lendum. Betra bragð af grænmeti frá norðlægum slóðum Elstu mælingar á íslensku græn- meti eru frá 1987 og sagði Ólafur að ekki væri sýnilegur munur á næringarinnihaldi á tíu ára tíma- bili til 1997. Almennt væri hægt að segja að ný afbrigði hafi meira af sykrum og hefði þessi þróun lík- lega orðið til að ná fram betra bragði sem fellur neytendum betur í geð. „Grænmeti sem ræktað er á norðlægum slóðum vex gjarnan hægt,“ segir Ólafur. „Því gefst betri tími fyrir bragðefni og nær- ingarefni að myndast, en bragðið myndast í samspili sykra og sýra.“ Í grænmeti eru sem sagt ekki ein- ungis næringarefni heldur einnig ýmis önnur efni sem geta haft já- kvæð áhrif á heilsu fólks. Víða um heim er verið að rannsaka þessi efni, sem kölluð eru plöntuhollefni, og virka á ónæmiskerfið, geta haft frumudrepandi áhrif, áhrif á veirur og unnið gegn stökkbreytingum. Ýmis vítamín, svo sem C- og E- vítamín og snefilefnið selen teljast til andoxunarefna, eða sindurvara. Einnig karótíníðar sem eru gul, appelsínugul og rauð efnasambönd í mörgum jurtum. Til þeirra teljast til dæmis beta-karótín og lýkópen. Andoxunarefnin eru talin veita vörn gegn áhrifum sindurefna sem myndast í líkamanum undir eðli- legum kringumstæðum en geta aukist vegna reykinga, mengunar og útfjólublárra geisla sólarljóss. Gæði grænmetis velta mikið á geymslu þess og er mikilvægt að geyma það við kjör hita- og raka- stig. Ef það er ekki gert geta efni í grænmetinu rýrnað til dæmis vegna vatnstaps ef rakastig er of lágt.  HEILSA Hægur vöxtur grænmetis skilar auknum bragðgæðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hollt og gott milli mála: Börn á leikskólanum Króknum gæða sér á grænmeti. Tómatar: Innihalda mikið magn af andoxunarefninu lýkópeni. Paprikur: Litríkt grænmeti eins og þetta er auðugt af e-vítamíni. Íslenskir tómatar hafa mikið magn af lýkópeni, með því mesta sem ger- ist, samkvæmt mæl- ingum sem gerðar hafa verið á vegum Mat- vælarannsókna í Keldnaholti. Ásdís Har- aldsdóttir fræddist um hollustu íslensks græn- metis hjá Ólafi Reykdal matvælafræðingi.                         !  "    #  # %&$ ' $ %&' ( ) ) $ %&' ( $ %&' ( $ %&' ( $ %&' ( )   *$++ +,-- +,). +,+/ +,-0 +,+0 +,1- $,)+ +,1-   *$++ 2+,+$ +,+3 2+,+$ +,+- 2+,+$ 2+,+$ 2+,+$ +,+)    *$++ +,-. +,$) 2+,$+ +,+0 +,)& +,+1 +,$0 +,&0    *$++ 2+,+$ 2+,+$ 2+,+$ 2+,+$ +,+$ 2+,+$ 2+,+$ 2+,+$    *$++ +,-0 +,-) +,+/ +,-. +,$+ +,13 $,)) +,0+ (   4 5  5 & 6 4 Agúrka: Gæði grænmetis velta m.a. á geymsluaðferðunum. Hvítkál: Káltegundir og salat eru auðug af fólasíni. Morgunblaðið/Ásdís asdish@mbl.is ÞAÐ eina sem skyggði þó á gleðina var sú staðreynd að seinna um kvöldið varðst þú aftur mjög óró- leg og grést sáran í tæpa þrjá tíma. Við pabbi þinn drógum því fram upplýsingabæklinginn um „Óværð barna“ og stuttu síðar vorum við orðin sannfærð um óværðargrein- inguna: Þú varst með ung- barnakveisu. Í bæklingnum var kveisunni lýst þannig að þrátt fyrir að börn braggist vel, drekki, sofi og þyng- ist, þá geri eitthvað það að verkum að þau gráta sáran í um þrjá tíma lágmark og ekkert virðist geta huggað. Næstu kvöld var þetta eins og eftir klukku. Uppúr klukk- an tíu á kvöldin byrjuðu verkirnir, þú reigðir þig fram og til baka, grést sáran og alveg stanslaust. Til skiptis héldum við pabbi þinn á þér og reyndum hvað við gátum til að hugga þig. Gengum um gólf, létum þig ítrekað á brjóst til að drekka og allt hvað eina sem hugsanlega gat fengið þig til að hætta að gráta. Þegar verkirnir voru síðan yfirstaðnir varstu alveg búin á því og bara hreinlega steinrotaðist í margra tíma nætursvefn. Í vikunni á eftir fórum við með þig til barnalæknis. Hálf afsakandi hafði ég sagt við hann í símann: „Við reyndar vitum að þetta er örugglega bara kveisan, en viljum samt láta skoða hana til öryggis.“ „Já, ég myndi nú endilega vilja kíkja á hana,“ svaraði læknirinn og bókaði okkur í skoðun. Hjá honum fengum við staðfest að þú værir í góðu lagi en að þetta væri hin margumrædda kveisa. Læknirinn skrifaði upp á meðal og gaf okkur einnig góð ráð. Við pabbi þinn stundum bæði af létti og þökkuðum þessum góða lækni margsinnis fyrir hjálpina. Aftur fór ég þó að afsaka okkur fyrir að hafa komið í skoðun, vitandi að þetta væri örugglega kveisan. „Ja, það er nú samt sem betur fer,“ sagði læknirinn. „Ég var t.d. að meðhöndla einn lítinn sem reyndist nú vera með slæmt kviðslit þegar það var loksins komið með hann. Það borgar sig því alltaf að láta kíkja á þessi litlu grey.“ Ég sagði að sjálfsögðu öllum vinkonum mín- um frá þessu með litla drenginn með kviðslitið, enda fann ég til með honum í marga daga á eftir. Vinkonur mínar samsinntu mér all- ar: „Auðvitað ætti maður að fara með börnin til læknis,“ en ég sá á svipnum á þeim að þær fundu allar jafn mikið til í maganum og ég við að hugsa til litla drengsins með kviðslitið.  DAGBÓK MÓÐUR Óværð og ungbarna- kveisa Meira á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.